Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
39
Hjónaminning
Jóndís Einarsdóttir
*
og Armann Jakobsson
Jóndis Sigfurrós
Fædd 18. apríl 1903
Dáin 12. febrúar 1994
Armann
Fæddur 30. júní 1906
Dáinn 22. mai 1991
Nú er hún amma mín, Jóndís Sig-
urrós Einarsdóttir, búin að fá hvíld-
ina. Já, hún var búin að þrá hvíld-
ina, sérstaklega eftir að afí dó. Þau
voru svo sterklega tengd og amma
fast að því háð afa síðustu árin.
Ýmislegt flaug um hugann eftir
símtalið sem ég var búin að eiga von
á undanfarna daga.
Amma og afi „fyrir handan", við
systkinin kölluðum þau það alltaf.
Þau bjuggu nefnilega „fyrir handan“
heima á Skrúðhömrum á Tálkna-
fírði. Við sögðum alltaf: „Má ég fara
yfir til ömmu og afa?“ Það var sér-
stakt andrúmsloft fyrir handan hjá
þeim. Það var sérstök lykt þar og
rólegt, stundum allt að því syfjulegt
andrúmsloft.
Amma var ekki beint þessi ömmu-
gæla, sem maður sér fyrir sér úr
sögum, allavega ekki í mínum huga.
Hún var mjög ákveðin og maður
hélt sig á mottunni hjá henni, en
samt var hún vissulega góð við okk-
ur. Eg man að soðrii fískurinn sem
afi var búinn að stappa saman við
mörflot, bragðaðist betur en annar
soðinn fiskur, kaffilyktin, þegar
amma var að útbúa nesti handa afa,
ilmaði um allt eldhúsið, og brauð-
sneið með rúllupylsu, lagkaka með
sultu og jólakökusneið, þessu var
raðað af mikilli natni í álnestisboxið
hans afa, svo var teygjunni brugðið
utan um. Við fengum oft mysing í
skeið hjá ömmu. Ég man gæruna
sem ég svaf svo oft á fyrir framan
sjónvarpið þeirra. Ekki má gleyma
ferðaiögunum. Amma fór alltaf á
flakk af og til. Ég man það þannig
að hún fór með „flugrútunni" og
okkur systrunum fannst við þurfa
að líta aðeins eftir afa, og jafnvel
að færa honum köku, svo honum
leiddist ekki, þegar hann var eftir
heima. Og svo spenningurinn þegar
von var á ömmu heim með rútunni,
og amma færði okkur yfirleitt alltaf
eitthvað í pakka, þegar hún kom
heim.
Amma var síprjónandi, og gerði
það svo vel að sokkarnir frá henni
vöktu oft athygli, bæði þegar ég var
í þeim, og ekki síst fallegu barna-
sokkarnir, sem barnabarnabörnin
gengu í og voru alltaf kallaðir
langömmusokkar á mínu heimili. Tif-
ið í pijónunum man ég mjög vel, og
þá tilfírmingu þegar amma var að
máta á mig sokka. Þá klæddi hún
mann í sokkinn og strauk svo þétt-
ingsfast eftir fætinum. Það var nota-
legt. Amma var alltaf þrjósk og
ákveðin. Henni varð hvergi hnikað
þegar hún hafði ákveðið eitthvað og
skipulagt. Þetta vissu allír og þar
við sat.
Afi var mjúkur maður síns tíma.
Hann átti mikla blíðu og þolinmæði.
Natni hans við bæði okkur bama-
börnin og bamabarnabörnin er trú-
lega öllum fersk í minni. Við höfum
sjálfsagt flest farið í göngutúra út
um móa og tún, með hlýja vinnul-
úna, en sterka hönd afa utan um
okkur.
Og mikið var oft spurt og spjall-
að. Þau gáfu okkur öllum mikið, ég
gæti sjálfsagt rifjað upp mörg atvik
í viðbót, sem ég auðvitað geri með
sjálfri mér, en ein stutt og brosleg
minning að lokum. Ég sé fyrir mér
glettnissvipinn á afa, sem oft skein
við manni, þegar ég rita þetta:
Ég var búin að vera samvistum
við kallinn minn, hann Halla, örugg-
lega í tæpt ár, þegar ég tilkynnti
honutn að amma og afi fyrir handan,
sem ég hafði oft talað um, væru
væntanleg í heimsókn á Isafjörð. Þá
datt af honum andlitið og hann spurði
stamandi hvort þau væru ekki fyrir
handan, þ.e.a.s. dáin.
En nú eru þau það bæði, og ég
treysti því að þeim líði nú báðum vel
þar sem þau eru og vel hafi verið
tekið á móti ömmu. Ég sé afa í anda
sýna ömmu allt undirlendið, grasið,
lækina, kindurnar og hestana. Smá
tuð, ást og væntumþykja, þannig
voru þau. Góður Guð varðveiti ömmu
og afa fyrir handan.
Ingibjörg.
Nú er hún amma horfin frá okkur
inn í annan heim, þar sem afí tekur
á móti henni opnum örmum, heim
þar sem allt er eins og það á að
vera og öllum líður vel.
Hún amma var ákveðin en alltaf
ákaflega góð við okkur og mér eru
minnisstæðir sokkarnir fallegu og
tifið í prjónunum sem fylgdu henni
hvert sem hún fór. En hún var lengi
búin að bíða eftir hvíidinni, sér í lagi
eftir að afi dó, svo að í gegnum tár-
in brosi ég og er glöð hennar vegna.
Ég trúi, að nú sé hún hamingjusöm
með afa í faðmi Guðs.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristrún Einarsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GYLFl HJÁLMARSSON,
Breiðvangi 3,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
í dag, þriðjudaginn 1. mars, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Sjóð krabbameinssjúkra barna.
Vera Snæhólm,
Magnhild Gylfadóttir,
Vera Ósk Gylfadóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir ökkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS KARLSSON,
(Kurt Karl Andreas Blumenstein),
fyrrv. byggingaeftirlitsmaður,
Tómasarhaga 45,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00.
Jónina J. Blumenstein,
Doris Nilsson, Uno Nilsson,
Nína Blumenstein, Ingimundur T. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR
frá Heiðarbæ,
Vestmannaeyjum,
sem lést 24. febrúar síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn
5. mars kl. 14.00.
Minning
Sverrir Vilhjálmsson
flugumferðarstjóri
Hann Sverrir í turninum á Akur-
eyri er látinn.
Mér varð undarlega við er ég
heyrði þessa harmafreg. Sú hugsun,
hvað allt er í heiminum hverfult,
sótti fast á.
Fyrir mér sem flugmanni, sem
hefur flogið í innanlandsfluginu
árum saman, var þetta með hann
Sverri í turninum fyrir norðan, einn
af þessum föstu punktum í tilver-
unni, eitthvað sem manni fannst að
aldrei myndi breytast.
Að fljúga norður, ná sambandi í
gegnum radíóið við flugturninn,
heyra rólega og traustvekjandi rödd
Sverris lýsa veðrinu og öllum aðstæð-
um, um leið og hann gaf öruggar
leiðbeiningar í aðfluginu og allt til
lendingar, varð svona fastur liður í
lífi manns, sem maður á eftir að
sakna.
En meira fylgdi með. Það var ekki
bara að ávallt væri ánægjulegt að
koma norður og vinna með Sverri
að því að koma flugvélinni markvisst
og örugglega til ákvörðunarstaðar,
hvort heldur var í góðu veðri eða
slæmu, hitt var ekki síðra, að líta
við uppi í turni og þiggja kaffisopa
og taka saman spjall. Og var þá
margt skrafað. Ekki sízt um hin al-
varlegri mál, þótt það væri oftast
gert á léttu nótunum. Einkum höfum
við Sverrir gaman af að ræða um
o
III
RflðlíiL' HBCÍRC
Sími 11440
0
Önnumsterfidrykkjur
íokkarfallegaog
virðulega Gyllta sal. 101
i
mál, sem ef til vill mætti kalla heim-
spekilegs eðlis, eins og t.d. um til-
gang lífsins og hugsanlegt fram-
haldslíf einstaklingsins, andlegar
lækningar og tilraunir á því sviði og
margt, margt fleira.
Sverrir var sérstakur maður, einn
af þessum sem maður gleymir ekki.
Ég mun eiga eftir að sakna hans sem
sérstaklega geðþékks og traustvekj-
andi vinnufélaga og vinar.
Jæja, Sverrir minn, ég er þess
fullviss að þú ert nú kominn til sum-
arlandsins góða og vonandi færð þú
þar einhver svör við mörgum þeim
áleitnu spurningum, sem sækja á
alla hugsandi menn.
Með þessum fáeinu fátæklegu orð-
um kveð ég þig að sinni.
Við ástvini þína og aðra vini vil
ég láta í ljós hryggð mína og samúð
um leið og ég vísa til þessa erindis úr
Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Kjartan Norðdahl, flugstjóri.
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og bróðir,
GUÐMUNDUR BJÖRGVIN KRISTINSSON,
lést af slysförum aðfaranótt 27. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 4. mars kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Laufey B. Friðjónsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ÓLAFÍU HALLDÓRSDÓTTUR PETERSEN.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Melsted.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÁRNA SIGURÐSSONAR,
Kirkjubraut 17,
Innri-Njarðvík.
Guðriður Árnadóttir, Vignir Guðnason,
Einar Árnason, Sigurþór Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Börn, tengdabörn
og aðrir aðstandendur.
t
Heiðursborgari Akraneskaupstaðar,
SÉRA JÓN M. GUÐJÓNSSON
fyrrverandi prófastur,
sem andaðist 18. febrúar sl., veröur jarðsunginn frá Akranes-
kirkju miðvikudaginn 2. mars nk. kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minn-
ast hans, láti, samkvæmt hans eigin ósk, Byggðasafnið í Görðum
á Akranesi njóta þess og skal minningargjöfum varið til að koma
á fót listasafni, staðsettu í húsakynnum safnsins.
Gefendur skrái nöfn sín í minningabækur sem liggja frammi:
í Reykjavík: I Kirkjuhúsinu og á Biskupsstofu.
Á Akranesi: í bókaverslunum og blómabúðum bæjarins og á
símstöðinni.
Fyrir hönd bæjarstjórnar Akraness,
Gísli Gislason, bæjarstjóri.
t
Útför
SIGRÚNAR KRISTJÖNU STÍGSDÓTTUR
frá Horni,
Víghóiastíg 5, Kópavogi.
verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 2. mars kl. 13.30.
Hörður Davíðsson,
Harpa Harðardóttir, Gunnar Gunnarsson,
Gígja Haröardóttir, Gylfi Guðmundsson,
Andrea Sigrún Harðardóttir,
Herdis Erna Gunnarsdóttir, Hörður Gauti Gunnarsson,
Hitdur Jóna Gylfadóttir, Hjalti Gylfason,
Helga Rún Gylfadóttir.
t
Faðir okkar, tengdaíaðir og afi,
JÓN M. GUÐJÓNSSON
fyrrv. prófastur,
Akranesi,
sem andaðist 18. febrúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 2. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en bent er á minn-
ingabækur, sem liggja frammi:
í Reykjavík: í Kirkjuhúsinu og Biskupsstofu.
Á Akranesi: ( bókaverslunum og blómabúðum bæjarins, í safnað-
arheimilinu og á símstöðinni.
Börn, tengdabörn og barnabörn.