Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 48

Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Voðalega eru þeir vitlausir að halda að við bítum á þetta. Ást er ... 2-28 .... að leika sér saman öðru hvoru TM Reg U.S Pat Off — all rights reserved © 1994 Los Angeles Times Syndicate Auðvitað hef ég hreina sam- visku pabbi. Eg hef aldrei notað hana. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Múrarar, aukum vinnuna okkar! Frá Hreini Þorvaldssyni: Er ekki tími til kominn að hefja múrverkið aftur til vegs og efla innienda efnisnotkun í stað inn- fluttrar, eins og nú er stefna margra fyrirtækja í byggingariðn- aði á kostnað okkar og allra ann- arra iðnaðarmanna sem eiga við atvinnuleysi í greininni að stríða? Hvernig væri að við færum að hlaða hús aftur úr hraunsteini eins og gert var á árunum 1950 til 1970 og reynst hafa ágætlega? Nú er hægt að klæða þau utan ef mönnum finnst þurfa, en fyrir alla muni að hlaða alla veggi, múrhúða og fínpússa innanhúss. Þetta myndi auka vinnu múrara um helming frá því sem nú er. Kaupendur gætu fengið húsin svona, tilbúin undir málningu og þar með ráðið hraðan- um með það sem ógert er og þar með skuldunum. Ég er alveg gáttaður á innflutn- ingi heilu húshlutanna eins og nú er gert og skil satt að segja ekki í iðnaðarmönnum að þeir skuli ekki rísa á fætur og mótmæla þeim. Tökum sem dæmi hve langt er gengið í þessum efnum nú þegar fluttar eru inn gifsplötur í stað vik- urplatna til hleðslu innanveggja. Þarna er gengið framhjá alíslensku efni, sem hefur reynst mjög vel og í stað þess erum við að sóa gald- eyri og kaupa erlenda vinnu algjör- lega að ástæðulausu. Svona má segja um marga aðra hluti til bygg- inga, eins ög allt það gifs sem flutt er inn og notað í stað sands og sements sem við eigum nóg af. Hættum þessari vitleysu og lát- um ekki innflytjendur glepja okkur sýn, notum hefðbundnar aðferðir og byggjum úr íslensku efni og notum íslenskt vinnuafl alls staðar þar sem við komum því við, þá farnast okkur betur í framtíðinni. Við múrarar ættum að taka höndum saman og stofna félag um byggingu hlaðinna húsa og fá út- hlutað svæði til smáíbúðabygginga og þar með sýna fram á að við getum byggt ódýrustu húsin sjálfír úr alíslensku efni. Við ættum að nota lífeyrissjóð múrara til að fjár- festa í svona verkefni sem kemur til með að auka vinnu múrara um helming frá því sem nú er. Fyrst stóru byggingarfyrirtækin geta ekki komið kostnaðinum við íbúðarbyggingar niður, nema með svo og svo miklum innflutningi til- búinna húshluta, þá er röðin komin að okkur iðnaðarmönnum sjálfum að sjá hvað við getum gert úr heimafengnu efni og vinnu. HREINN ÞORVALDSSON, múrarameistari og fyrrverandi byggingafulltrúi Mosfellsbæjar. Ameríkudraumur í dós Frá Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur: Vegna umfjöllunar Dagsljóss þann 8. febrúar síðastliðinn um næringarduftið Herbalife, langar mig til að taka fram eftirfarandi: Þær upplýsingar sem ég hef um Herbalife koma frá sölumönnum og neytendum vörunnar. Sem næringarráðgjafa ber mér að fræða fólk um það sem það setur ofan í sig og kenna því að borða rétt samsetta fæðu. Vel getur verið að næringarduftið Herbalife sé gott, ekki ætla ég að dæma það þar sem innihaldslýsingunni er mjög ábóta- vant. íslenska innihaldslýsingin er á „sumum dósanna" (þær eru ekki allar með íslenskri innihaldslýsingu). Þar er upptalin næring í 60 g af duftinu og síðan er upptalin næring í 2 tilbúnum máltíðum; þar kemur ekki í ljós í hveiju duftið er blandað. í sumum upplýsingum er sagt að blanda megi duftið í mjólk, undan- rennu, ávaxtasafa eða vatni. Það er mikill munur á næringarinnihaldi í vatni og mjólk. I innihaldslýsingunni er til dæmis taiin upp þrúgusykur (fructose), fructose er ávaxtasykur. Seinna í upptalningunni er sagt hvitt duft, það segir ekkert, hvítt duft getur verið margt, bæði gott og slæmt. Loforðin sem fylgja í leiðbeining- unum er engan veginn hægt að standa við „að efnið sé hreinasta efnið innan næringarfræðinnar" og „hreinasta form að fæðu sem til er“. „Herbalife frumunæring er full- komið næringarprógram og inni- heldur öll nauðsynleg mikró næring- arefni sem likaminn þarfnast.“ „Hebalife vinnur að þvi að losa líkamann við úrgangsefni og eitur- efni.“ „Formúla 1 og 2 eru sameig- inlega bestu efnin innan þyngdar- stýringar í dag. Það er einasta efnið á markaðnum sem hannað er 100% til að leysa og uppfylla hinar sér- stöku þarfir og vandamál þeirra sem vilja grenna sig.“ Kannski léttir það mest pyngjuna? „í æðakerfi líkamans getur verið allt að 10 sinnum meira af eiturefn- um og úrgangsefnum þar sem lík- aminn byijar strax að hreinsast út.“ IJm hvaða eiturefni er verið að tala? „Herbalife næringarprógram er þró- að þannig að þú færð færri kaloríur en þú brennur. “ Hvernig gerist það? „Herbalife virkar á þann hátt að maður fær aftur það sem hefur tap- ast af vöðvavef." Hvernig er það hægt? „Því verra sem fólk hefur það fyrstu dagana, því fleiri eitur og úrgangsefni hafa verið í líkamanum og er í raun staðfesting á að efnið virkar." Er það vísindalega sannað? Með leiðbeiningunum eru engar ákveðnar fæðisleiðbeiningar þannig að neytandinn hefur ekki neitt sem hann getur farið eftir, til að vera viss um að neyslan beri árangur. Sem fagmanneskja er ekki hægt að loka eyrunum fyrir svona fullyrð- ingum. Hvar er hinn fróði vel lesni íslendingur?? Duftið rennur út betur en heitar lummur. Þó komið sé árið 1994 heldur stór hluti þjóðarinnar að hægt sé að kaupa allt fyrir pen- inga, nei sá tími er ekki kominn, þvi miður. Kæri landi, upp með skynsemina, hollt næringarríkt mataræði eftir okkar eigin manneldismarkmiðum, aukna hreyflngu og þar með betri líðan. GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTITR, löggiltur næringarráðgjafi. HOGNI HREKKVISI Víkverji skrifar Víkvetji vill hvetja fólk til þess að takast ferð á hendur og skoða þau náttúruundur, sem eru að verða við Síðujökul. Eins og fram hefur komið í fréttum er jökullinn á skriði. Ljósmyndarar, kvikmynda- gerðarmenn, blaðamenn og frétta- menn hafa sýnt og sagt frá því, sem þarna er að gerast í máli og mynd- um. En í rauninni geta engin orð lýst þessu. furðuverki náttúrunnar og heldur ekki ljósmyndir og sjón- varpsmyndir nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Þegar komið er að jöklinum heyr- ast greinilega hljóðin sem hann gefur frá sér, þegar hann skríður fram fet fyrir fet. Þessum hljóðum verður ekki lýst. Engu er líkara en þarna sé á ferðinni risastór hljóm- sveit, sem leikur sérkennilegt takt- fast tónverk, af þeirri gerð, sem aldrei áður hefur verið samið. Hlustandinn veit aldrei úr hvaða átt næstu tónar berast, hvort þeir eru þungir og háværir eða léttir og mildir. Tónskáld ættu að leggja leið sína að Síðujökli. Þangað geta þau sótt hugljómun í frumlegar tónsmíðar. Vikveija varð hugsað til Jóns Leifs og tónlistar hans, sem endurspeglar með áhrifamiklum hætti frumkraft- inn í íslenzkri þjóðarsál, þar sem hann stóð við jökulröndina og fann, sá og heyrði jökulinn skríða fram. xxx að er töluvert ferðalag að kom- ast að Síðujökli. Um helgina var þar mikil umferð bæði bíla og vélsleða svo og flugvéla. Færið var svo gott, að skyndilega birtist þar Toyota Tercel, fjórhjóladrifinn skut- bíll af eldri gerðinni og virtist ekk- ert sjálfsagðara! Hótel Edda á Kirkjubæjar- klaustri sér um skipulagðar ferðir að jöklinum á vélsleðum með leið- sögumönnum. í því veðri, sem var um helgina slá þessar íslenzku óbyggðir út Alpasvæðin, sem skíða- iðkendur leita til á veturna. En veðr- ið er að vísu ekki eins öruggt á þessum slóðum og þar! Ferðamenn þurfa hins vegar að gæta þess, að vera vel búnir enda getur verið kalt á ijöllum og jöklum. En fyrir vel búna ferðamenn er ferð að Síðujökli ótrúleg ævintýra- ferð. Enginn veit hve lengi jökulinn skríður fram eða hversu langt. Nú fer i hönd fallegasti tími vetrarins og tæpast hægt að finna skemmti- legri áfangastað í vetrarferð en Síðujökul. xxx Yegabætur eru orðnar svo mikl- ar á Suðurlandi, bæði við Markarfljót, yfir Mýrdalssand og Eldhraunið að leiðin að Kirkjubæj- arklaustri hefur stytzt verulega. Hitt er svo annað mál, að þeir, sem eru á ferð fyrir kl. 9.00 að morgni eða eftir kl. 22.00 á kvöldin geta ekki búizt við mikilli þjónustu á Suðurlandi. Á leiðinni frá Reykjavík að Klaustri var hvorki hægt að finna opna benzínstöð eða sölustað á þessum tíma, utan einn stað á Selfossi, sem reyndist vera opinn til kl. 23.30 á sunnudagskvöld. Það er tæpast við því að búast að ferða- þjónusta nái að festa rætur á lands- byggðinni ef þjónustan er ekki betri en þetta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.