Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
49
Tvískinmingsháttur Þjóðkirkjunnar
Frá Rósalind Ragnarsdóttur:
Fyrir skömmu ákváðu forráða-
menn Perlunnar að brydda upp á
þeirri nýbreytni að vera með kynn-
ingu á fermingunni og ýmsu henni
tengdri sem átti að fara fram helg-.
ina 12. og 13. mars nk. Á þessari
kynningu átti Þjóðkirkjan að skipa
veglegan sess ásamt fyrirtækjum
er hefðu upp á eitthvað að bjóða
er að fermingunni lyti. Undirritaðri
fannst þetta stórsnjöll hugmynd,
sérstaklega þáttur kiijunnar.
Eflaust hefðu margir foreldrar
fermingarbarna og aðrir haft mik-
inn áhuga á að kynnast beint þætti
kirkjunnar og undirbúningsstarfi
hennar fyrir fermingarathöfnina.
Það skal ekki farið dult með það
að undirrituð rekur fyrirtæki er
býður upp á ýmsa vöru og þjónustu
er tengjast fermingunni og hugsaði
með tilhlökkun til þessarar helgar.
Því miður litu talsmenn kirkjunn-
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
ar helgina á annan veg. Þeir lýstu
því yfir að kirkjan væri ekki tilbúin
til að taka þátt í kaupstefnu af
neinu tagi. Fermingarkynningin var
því felld niður, því ekki hefði hún
orðið svipur hjá sjón ef hlutverk
kirkjunnar sjálfrar hefði vantað.
Þessum skoðunum kirkjunnar var
svo sem auðvelt að kyngja, fyrst
hún leit á þessa helgi sem kaup-
stefnu og skiljanlegt að hún taki
ekki þátt í sölumennsku almennt.
Bleik var þó brugðið er undirrit-
aðri barst í hendur pöntunarlisti
fyrir fermingarvörur gefnum út af
Kirkjuhúsinu sem er þjónustumið-
stöð og útgáfufyrirtæki Þjóðkirkj-
unnar og jafnframt sérverslun með
kirkjumuni. Þessum pöntunarlista
er dreift um landið, auk þess sem
hann liggur frammi í mörgum kirkj-
um landsins fyrir fermingarbörnin,
því þeim þarf jú að benda á hvar
þau eiga að versla. Telja kirkjunnar
menn þetta ekki kaupmennsku?
Eftir ágætis viðtal nú í vikunni
við deildarstjóra hjá fræðsludeild
kirkjunnar var mér bent á að rekst-
ur Kirkjuhússins væri í raun tví-
skipt, sérverslun annarsvegar og
hlutdeild útgáfufyrirtækisins Skál-
holts hins vegar sem sér um prent-
un á ýmissi kristilegri fræðslu.
Þarna væri hin besta samvinna og
ætti biskup íslands sæti í stjóm
fyrirtækisins.
Mörg fyrirtæki landsins bjóða
upp á marga þá sömu vöruflokka
og verið er að kynna í þessum pönt-
unarlista, eins og. .fermingarhár-
skraut, hanska, slæður, kerti og
servíettur. Nú vaknar sú spurning,
VELVAKANDI
REYKT A FISK-
MÖRKUÐUM
REYKLAUS maður hringdi til
Velvakanda og sagðist hafa horft
á fréttamyndir í sjónvarpi frá
þýskum og belgískum fiskmörk-
uðum. Það vakti athygli hans að
í tveimur þessara mynda sáust
fiskmatsmenn ganga um reykj-
andi yfir fiskinum. Hann var
sjálfur í fískvinnslu hér í Reykja-
vík á sjötta áratugnum og þá var
með öllu óheimilt að reykja í
vinnslusalnum. Erlendir fisk-
matsmenn virðast vera svona
langt á eftir íslendingum í hrein-
læti hvað þetta varðar.
ÁVEGAMÓTUM
EF einhver kannast við kvæðið Á
vegamótum sem Jóhann Konr-
áðsson syngur er viðkomandi vin-
samlega beðinn að hafa samband
við Þórunni Geirsdóttur, Skúla-
götu 80, Reykjavík. Hana langar
afskaplega mikið til að fá þetta
kvæði í heild og væri vel þegið
ef einhver vildi senda henni þess-
ar ljóðlínur á blaði.
UPPLÝSINGAR UM
LJÓÐ ÓSKAST
HEIÐRÚN Helgadóttir biður þá
sem kannast við eftirfarandi ljóði-
ínur eða kunna kvæðið allt að
hafa samband við sig í síma
621309.
Eitt sinn um þögla aftanstund
þá öll náttúran festi blund
við gullinn foss und gljúfrum há
einn grátinþungur halur lá.
AFBRAGÐS
ÞJÓNUSTA
ÞORBJÖRG Pálsdóttir, Tjarnar-
götu 14 hringdi og sagðist mega
til með að koma á framfæri þakk-
læti sínu til tveggja verslana,
skartgripaverslunar Gunnars og
Tómasar Malmberg, Laugavegi
41 og Artí og Partý. „Eg hef
margoft þurft að leita til þessara
verslana og mætt óvenjulegum
elskulegheitum og án þess að
borga krónu fyrir viðvikin."
TAPAÐ/FUNDIÐ
Jakki tapaðist á Hótel
íslandi
SVARTUR leðuijakki var afhent-
ur öðrum en eiganda sínum á
árshátíð íjölbrautaskólans í
Breiðholti þriðjudaginn 15. fe-
brúar sl. Sá sem er með jakkann
er vinsamlega beðinn að hringja
í síma 613388 eða skila honum
aftur á Hótel ísland.
Hanskar töpuðust
BRÚNIR rúskinnshanskar með
grænni ól til að draga saman
utan um úlnliði töpuðust í byijun
febrúar. Finnandi vinsamlega
hringi i síma 44708.
UNGBARNAHÚFA fannst í
miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er
blágræn húfa með gulum hjört-
um. Eigandi má hafa samband í
síma 650466 eftir kl. 17.
Lyklar í óskilum
TVÆR lyklakippur með lyklum
á eru í óskilum í félagsmiðstöð-
inni Frostaskjóli. Þær voru skild-
ar eftir þar á öskudaginn. Upplýs-
ingar í síma 622120.
Hver er með stafinn?
ÞÓRÐUR M. Jóhannesson,
Fálkagötu 10, tapaði stafnum
sínum fyrir u.þ.b. mánuði síðan
og var hann vel merktur. í hann
hringdi stúlka sem sagðist hafa
hann í fórum sínum, en Þórður
getur ekki munað heimilisfang
hennar eða símanúmer og biður
hana um að hafa samband við
sig aftur, ef hún vildi vera svo
góð, í síma 13064.
GÆLUDÝR
Læða í heimilisleit
EINS og hálf árs gömul læða,
svört og hvít, óskar eftir nýju
heimili. Upplýsingar í síma
11264.
skyldu þjónandi prestar landsins
taka því vel ef önnur fyrirtæki en
Kirkjuhúsið sendu auglýsingabunka
í kirkjurnar til vinsamlegrar dreif-
ingar? Hvað er þá til bragðs? Ætt-
um við e.t.v. að bjóða Biskupi sæti
í stjórn fyrirtækja okkar? Mér finnst
þessi tvískinnungsháttur Þjóðkirkj-
unnar vekja margar spurningar.
RÓSALIND RAGNARSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri Tómstundar.
Pennavinir
ÁTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga
á fótbolta, tónlist og bréfaskriftum:
Frank Okpati,
c/o Mr. Samuel Okpati,
Tema Thread Company,
P.O. Box 628,
Tema,
Ghana.
NÍTJÁN ára finnsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Kati Moilanen,
Tammikatu 4,
37120 Nokia,
Finland.
ÞJÓÐVERJI sem var háseti á segl-
skútunni Frithjof Nansen, sem hafði
viðkomu á íslandi sl. sumar, langar
mikið að eignast íslenska penna-
vini. Er 22 ára og hefur áhuga á
dansi, tónlist, handbolta, ferðalög-
um, kvikmyndum og siglingum:
Frank Noack,
Grosse Hirschseiters 1,
66589 Merchweiler,
Germany.
LEIÐRÉTTINGAR
Höfundarnafn
misritaðist
Undir minningargrein sem Ás-
valdur Andrésson skrifaði um Sig-
urð Karlsson og birtist á blaðsíðu
26 og 27 í Morgunblaðinu á sunnu-
dag misritaðist nafn höfundarins.
Er hlutaðeigendur innilega beðnir
afsökunar á mistökunum.
Höfundur
leikmyndar
Vegna misritunar í fréttatilkynn-
ingu Borgarleikhússins var missagt
í menningarblaðinu á laugardaginn
nafn höfundar leikmyndar í Gleði-
gjöfunum, sem frumsýndir verða
hjá Leikfélagi Reykjavíkur á
fimmtudaginn. Hann heitir Steinþór
Sigurðsson.
Bæjarverk-
fræðingur
í viðtali við prófessor Einar B. Páls-
son í sunnudagsblaði segir að Einar
hafi verið yfirverkfræðingur og
staðgöngumaður bæjarverkfræð-
ings á árunum 1945-1961. Þar féll
niður að geta þess að bæjarverk-
fræðingur á þessum árum var Bolli
Thoroddsen.
Samtök lífrænna framleiðenda á íslandi
Stofnuð verði þjónustumiðstöð
fyrir lífræna framleiðendur
A SAMEIGINLEGUM fundi Lífræns samfélags og Verndunar og ræktun-
ar, sem eru samtök bænda í lifrænni framleiðslu, var nýlega samþykkt
að leggja traustan grunn að framleiðslu og markaðssetningu lífrænna
afurða með því að ljúka hið fyrsta við gerð sjáifstæðs vottunarkerfis
sem samrýmist íslenskum aðstæðum en uppfylli um leið alþjóðlegar
kröfur. í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að verkið sé
unnið í samráði við Alþjóðasamtök
með aðstoð fremstu sérfræðinga á
Á fundinum var jafnframt sam-
þykkt að efla styrk og hlutverk lands-
samtakanna Verndun og ræktun
(VOR)í sameiginlegum hagsmuna-
málum lífrænna bænda á íslandi, og
af því tilefni hafa framleiðendur inn-
an Lífræns samfélags gengið til liðs
við VOR. Þá var ákveðið að veita
faglega forystu í þróun lífræns bú-
skapar með stofnun þjónustumið-
stöðvar fyrir lífræna framleiðendur,
lífrænna landbúnaðarhreyfinga og
sviði lífrænna vottunarkerfa.
og mun hún sjá um rekstur vottunar-
kerfís og vinna að markaðsmálum,
útgáfu-, og fræðslumálum hreyfíng-
arinnar. Þótt miðstöðin verði sjálf-
stæð stofnun mun hún byggja á
margþættu grunnstarfí Lífræns
samfélags og VOR á þessum sviðum
og vinna í nánu samstarfi við fram-
leiðendur og tæknilega ráðunauta5”'"-'
þeirra.
SIGUNGASKÓUNN
Námskeið til
30 TONNA RÉTTINDA
14. marz-11. maí.
Á mánudögum og
miðvikudögum kl. 19.00-23.00.
Verð kr. 22.500.
Námskeið til
ÚTHAFSSIGLINGA Á SKÚTUM /
(Yachtmaster Ocean)
15. mars-13. maí. Undanfari hafsiglingapróf.
Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00-23.0'
Verð kr. 20.000.
Bæklingur sendur ef óskað er.
Upplýsingar og innritun í síma 689885
SIGUNGASKÓUNN Lágmúby
- meölimurr í Alþjóöasambandi siglingaskóla (ISSA)
vrsa
Geriu géð kaup
fyrir ferminguna því aldrei hefur
verið meira úrval til af fallegum
borðstofusettum frá Danmörku,
Þýskalandi eða Ameríku.
Savona borðstofuborð m/Ancona stólum.
HÚ8gagnahöIIin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199