Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 51 Kappræðufundur um einkavæðingu LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður og Samband ungra Sjálfstæðis**^ manna (SUS) standa á miðvikudagskvöldið 2. mars fyrir kappræðu- fundi á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2, undir yfirskriftinni: Einkavæðing, árangur og afleiðingar. Hefst fundurinn kl. 20.30. Morgunblaðið/Ámi Sæberg TEKINN hefur verið í notkun nýr leikskóli, Reykjakot í Mosfellsbæ. Skólinn mun starfa í þremur deild- um og þar rúmast 100 til 120 börn á aldrinum til 5 ára. Nýr leikskóli opnar í Mosfellsbæ 65% barna eiga nú kost á leikskólavist Heildarkostnaður vegna Reykjakots er 50 milljónir Halla Jörundardóttir leikskólastjóri og Róbert Agnarsson við opnun Reykjakots í Mosfellsbæ. NÝR leikskóli, Reykjakot hefur verið tekinn í notkun í Mos- fellsbæ. Leikskólinn er í þremur deildum og þar rúmast 100 til 120 börn. Með opnun skólans eiga um 65% barna í Mosfellsbæ á aldrinum til 5 ára kost á leik- skólavist. Heildarbygginga- kostnaður hússins ásamt lóða- framkvæmdum er 45 milljónir en fullbúinn skóli með öllum bún- aði kostar um 50 milljónir. í fýrstu verða tvær deildir teknar I motkun við skólann en fljótlega verður þriðja deildin opnuð og þá munu um 69% barna í Mosfellsbæ eiga kost á leikskólavist. Við opnun skólans hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á sex tíma vistun í skólanum. Framkvæmdir við byggingu skól- ans hófust í ágúst 1993 og er hús- ið, sem er 393 fermetrar að stærð byggt úr einingum frá Loftorku hf., í Borgarnesi. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson, á Teiknistof- unni Óðinstorgi. Hönnun burðarþols og lagna sá Kristján Guðmundsson um og er hann frá sömu stofu en hönnun raflagna var í höndum Páls Pálssonar á Raftæknistofunni. Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson landslagsarkitektar sáu um hönnun lóðarinnar og tækni- deild bæjarins annaðist eftirlit með framkvæmdinni. Nýr gæsluvöllur í frétt frá Mosfellsbæ kemur einnig fram að ákveðið hafi verið að útbúa gæsluvöll á lóðinni við hliðina á leikskólanum. í fram- kvæmdaáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt að hefjast handa við framkvæmdina í sumar og ljúka við gerð vallarins í haust. Er reiknað með að nýta eina deild í Reykja- koti sem gæsluvöll eftir hádegi í sumar þann tíma sem framkvæmd- irnar standa yfir. Gert er ráð fyrir að gæsluvöllurinn taki til starfa með vorinu. Ræðuflytjendur verða þeir Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og alþingismennirnir Stein- grímur Sigfússon og Vilhjálmur Egilsson. Að loknum framsöguer- indum gefst fundargestum tæki- færi til fyrirspuma og athuga- semda. Þá verða pallborðsumræð- ur með frummælendunum og Guð- mundi Ólafssyni, hagfræðingi, og Steindóri Hálfdánarsyni, prent- smiðjustjóra. Fundarstjóri verður Óli Björn Kárason, hagfræðingur. Eitt af meginverkefnum ríkis- stjórnarinnar hefur verið einka- væðing ríkisfyrirtækja og í opin- berum rekstri. Mótaði hún í byrjun starfsferil síns ákveðna stefnu í einkavæðingsmálum. Á ferli þess- arar ríkisstjórnar hafa stór skref verið stigin. Afstaða manna varð- andi einkavæðingu skiptist í tvö horn. Sumum þykur of hægt miða en á hinn kantinn eru svo þeir sem verulega fyrirvara hafa um ágæti Fyrirlestur um sameigin- legar sveiflur í fískistofnum ÞÓRÓLFUR Antonsson flytur fyrirlestur þriðjudaginn 1. mars í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla íslands, og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist: Sameiginlegar sveiflur í fiski- stofnum — tengsl Barentshafs og íslandsmiða. Fyrirlesturinn fjallar um hvem- ig margir fiskistofnar sýna sömu tilhneigingu í stofnstærðarsveifl- um. Sumir þessara fiskistofna eru alfarið í ferskvatni, aðrir ganga milli ferskvatns og sjávar og enn aðrir eru alfarið í sjó. Einnig verð- ur gerð grein fyrir tengslum líf- fraeðilegra þátta í Barentshafi og á íslandsmiðum með skírskotun til hafstrauma og sjávarskilyrða. Höfundar auk Þórólfs Antons- sonar eru þeir Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson og starfa þeir allir sem sérfræðingar hjá Veiðimálastofnun. einkavæðingar, þótt fæstir þeirra hafi lýst yfir algeri andstöðu við einkavæðingu sem slíka. Á fundinum mætast fulltrúar þessara sjónarmiða og því má vænta fjörugra umræðna og þess skal getið að fundurinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI 88 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 8. lelkvika , 26. feb. 1994 Nr. Leikur:Röðin: 1. Arsenal - Biackbum 1 - - 2. Liverpool - Coventry 1 - - 3. Manch. City - Swindon 1 - - 4. Ncwcastle - Ipswicfa 1 • - - 5. Norwich - Shcff. Wed - X - 6. Sheff. Utd - QPR - X - 7. Southampton - Wimbled 1 - - 8. West Ham - Manch. Utd - X - 9. Bamsley - MillwaU - X - 10. Leicester - Middlesbro 1 - - 11. Luton - Sunderland 1 • • 12. Oxford - Notth For. 1 - - 13. Stoke - Portsmouth 1 - - Heildarvinningsupphœðin: 118 milljón krónur 13 réttir: 136.710 kr. 12 réttir: 3.800 kr. 11 réttir: 370 kr. 10 réltin 2 1 kr. Morgunblaðið/Kristinn Hafnarfjarðarskjálfti settur á svið BJÖRGUNARSVEITIN Fiskaklettur og almannavarnanefnd Hafnar- fjarðar settu upp björgunaræfingu í samvinnu við Almannavarnir ríkis- ins síðastliðinn sunnudag. Að sögn Guðjóns Petersens forstjóra Al- mannavarna ríkisins var markmiðið að æfa líkleg viðbrögð í kjölfar jarðskjálfta á Hafnarfjarðarsvæðinu. Sem dæmi um verkefni sem björg- unarsveitarmenn þurftu að glíma við má nefna hrunin hús og eitur- mengun auk aðhlynningar slasaðra. Sagði Guðjón að æfingin hefði gengið vel í heildina en hinsvegar ætti eftir að fara nákvæmlega yfir árangurinn og skoða hvort eitthvað mætti betur fara. í æfíngunni tóku þátt 120 manna lið björgunarsveitarmanna, 11 lögregluþjónar, allt slökkvilið Hafnarfjarðar, auk starfsmanna úr slökkviliðinu í Reykja- vík, og greiningarsveit frá Landspítalanum. í hlutverkum slasaðra voru ungliðar úr björgunarsveitunum, hjúkrunarfræðinemar og Banda- ríkjamenn af Vellinum, alls 200 manns. Sagði Guðjón loks að framund- an væri æfing vegna hugsanlegs Suðurlandsskjálfta og færi hún fram 23. apríl. 8. ldkvika, 27. feb. 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Atalanta - Juventus - - 2 2. Gcnoa - Lecce 1 - - 3. Milan - Foggia 1 - - 4. Napoli - Cagliarí - - 2 5. Parma - Cremonese 1 - - 6. Piacenza - Lazio - - 2 7. Roma - Sampdoria - - 2 8. Torino - Inter 1 - - 9. Ancona - Ravenna - X - 10. Cescna - F'id.Andría 1 - - 11. Pescara - Palermo - X - 12. Venezia - Verona - - 2 13. Vicenza - Lucchese - X - Heildarvinningsupphœðin: 15,4 milljónkrónur 13 réttir: 589.390 J kr- 12 réttir: 12.610 | kr. 11 réttin 970 J kr. 10 réttir: 240 J kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.