Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 16

Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 etta hefur verið kaldur vetur í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Sennilega sá kaldasti í ein sjö ár. En veður- guðirnir hafa ekki verið einir um að skapa kulda- hroll í brjósti þessararjþjóðar sem endurheimti sjálf- stæði sitt árið 1991 og Islendingar urðu fyrstir til að viðurkenna. Nýtt andrúmsloft í rússneskum stjórnmálum veldur sífellt meiri áhyggjum. Nú nýlega vændi Andrei Kozyrev utanríkisráðherra Rússlands Eista og Letta um að beita þjóðern- ishreinsunum en hartnær helmingur íbúanna í löndunum á rætur sínar að rekja til annarra fyrrum lýðvelda Sovétríkj- anna. Um leið lagði Kozyrev það til að Rússum verði leyft að halda einni herstöð í Eistlandi, nokkuð sem eistnesk yfirvöld taka ekki í mál. Mart Laar forsætisráðherra Eistlands situr ekki auðum hönd- um. Ekki einasta þarf hann að takast á við erfitt efnahags- ástand og hálftóman ríkiskassa. Að margra mati hriktir nú í stöðum þjóðfélagsins vegna vaxandi glæpastarfsemi. Fyrir nokkru stóðst ríkisstjórn hans naumlega vantraustsatkvæða- greiðslu í þinginu en margir þingmenn, þar á meðal stjórnar- þingmenn, telja forsætisráðherrann ekki nógu ákveðinn í málum sem snerta minnihlutahópana i landinu. Eistneski forsætisráð- herrann gaf sér þó tíma á dögunum til að veita þetta viðtali sem hér fer á eftir. Ljósmynd/Sigursteinn Másson Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands: „Ótti okkar tengist skipu- lagðri mafíustarfsemi sem undir vissum kringumstæðum gæti þróast í hreina hryðjuverkastarfsemi." Okkar barátta er bar- átta allrar Evrópu Við munum verjast! Með þeirri frjálslyn clisstefn u sem ríkir í skatta- og tollamálum í Eistlandi er ljóst að ríkið er ekki sterkt. Um leið er vitað að mafíustarfsemi blómstrar í land- inu og svo til á hverjum degi greina eistneskir fjölmiðlar frá grófum spillingarmálum. Á hvaða tímapunkti er lýðræðið sjálft í hættu vegna þessa? — Það fyrsta er að ríkið verð- ur að vera sterkt til að halda uppi þeirri skattstefnu sem við framfylgjum og það er ekki auð- velt. Ríkisstjórnin verður líka að vera samhent og stöðug. Ég þekki marga vestræna stjórn- málamenn sem vildu fara sömu leið og við erum að fara nú, en geta ekki vegna þess að flokkar þeirra eru ekki nógu sterkir. Þetta er að mínu mati eina leiðin ef við viljum skapa efnahagsbata í þessu Iandi. Við getum aðeins bætt stöðu ríkiskassans í takt við almennar efnahagsframfarir í Eistlandi. Hafa verður í huga að hér var ekkert fyrir aðeins tveim- ur árum. Búðir voru tómar og allsstaðar gat að líta langar bið- raðir eftir brauði og mjólk. Það voru jafnvel uppi áætlanir um að flytja fólk á brott úr borgum vegna þess að það var enginn matur til að Iifa af veturinn. Allt það sem nú hefur áunnist er að- eins tilkomið vegna róttækrar og fijálslegrar umbótastefnu sem fylgt hefur verið. Ef þú lítur á fjárlögin sérðu að afar stór hluti útgjaldanna í ár er ætlaður í verkefni er lúta að því að vernda ríkið og koma á lögum og reglu. Það þarf að styrkja löggæsluna og vemda landamærin betur en nú, en auk þess erum við að stofna okkar eigin her. Eistland var í raun ekki ríki fyrir tveimur árum, því þá voru yfirvöld aðeins til staðar að nafninu til. Til að skapa sjálfstæðtt ríki og styrkja, hafa íbúar landsins þurft að færa fórnir, fórnir sem mest hafa bitn- að á allri samfélagsþjónustu. En þetta er hreinlega spurning um tilvist Eistlands. Nú er svo komið að við verðum að loka algerlega landamærunum að Rússlandi til að stemma stigu við glæpaöld- inni. Við eigum engra annarra kosta völ. Við getum barist gegn eistneskum glæpamönnum en við eigum í vandamálum með þá sem koma frá Rússlandi. Ég get sagt í fullri hreinskilni að við höfum fyrst nú allra síðustu mánuðum staðið með báðar fætur á jörðinni í baráttunni við glæpaflokka. En baráttan er hörð þvi héma megin landamæranna höfum við reynslulitla löggæslu á meðan fyrrum KGB foringjar stjórna glæpahringjum hinum megin. Þetta er í raun ekki aðeins okkar barátta heldur barátta sem snert- ir alla Evrópu. Samt sem áður eru uppi efa- semdarraddir um að rétt sé af ykkur að stofna eigin her í svo litlu og fátæku Iandi. Allir virð- ast sammála um að styrkja beri lög og Iandamæragæslu en um leið virðist það Ijóst að ykkar eina utanaðkomandi ógn stafar frá Rússum. Er ekki Ijóst að Rússar myndu ætíð bera sigurorð af ykkur ef til stríðsátaka kæmi, sama hversu mikið af vopnum þið kaupið? — Það er engum blöðum um það að fletta að erfitt yrði að veijast gegn Rússum. Það vitum við af reynslunni. Þess vegna miðum við öll okkar vopnakaup og þjálfun hermanna við skæru- hernað sem háður yrði í borgum og bæjum eftir mögulega innrás Rússa. Við erum ekki að kaupa þungavopn eins og skriðdreka heldur léttan vopnabúnað sem skapar okkar mönnum sterka stöðu í skæruhemaði. Þeir sem nú vilja gera innrás inn í Eistland verða að vita þetta og um leið að fólk hér er tilbúið að veijast, hvað sem það kostar. í augna- blikinu höfum við litla ástæðu til að óttast beina innrás. Meginógn- in kemur innanfrá. Vel gæti svo farið að hér verði myndaðir hryðjuverkahópar í ljósi þess að 40% íbúa Eistlands koma upp- runalega frá öðram fyrrum lýð- veldum Sovétríkjanna og tala flestir aðeins rússnesku. Okkar nýstofnaði her mun hafa það meginhlutverk að beijast gegn slíkum hryðjuverkahópum. Enginn munur á Shírínovskíj og núverandi stjórn Hvaða augum líturðu uppgang öfgasinnaðra þjóðernissinna í Rússlandi í ljósi hótana foringja þeirrá Vladimirs Shírínovskíjs um að innleiða Eistland í einhvers konar „Stór-Rússland“, komist hann til valda? — Shírínovskíj hefur góða möguleika á að komast til valda. Ef við lítum á rússneska utanrík- isstefnu í dag verð ég hreinlega að segja að munurinn á milli Shírínovskíj og Andrei Kozyrev utanríkisráðherra Rússlands er ekki mikil. Þeir þræta sín á milli en stefna þeirra gagnvart Eist- landi er í raun hin sama. Ég er afar dapur yfir þróuninni en við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Vestræn ríki verða að átta sig á hættunni. Við verðum að læra af reynsl- unni. Um 1930 sögðu menn að litli maðurinn með yfirvarar- skeggið í Þýskalandi væri ekki hættulegur en hvað gerðist svo? Það sem nú er að gerast í Bosn- íu mun án efa auka spennuna hér vegna sögulegra tengsla Rússa og Serba. Þess vegna er líklegt að mönnum eins og Shír- ínovskíj og Kosyrev eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg í takt við öfgasinnaða þjóðernisstefnu í Rússlandi. Við höfum ekki ástæðu til að óttast þá 2.500 rússnesku hermenn sem hér eru enn. Þeir bíða bara eftir að kom- ast til síns heima. Okkar ótti tengist skipulegri mafíustarfsemi sem undir vissum kringumstæð- um gæti þróast út í hreina hryðjuverkastarfsemi. Er ekki möguleiki á því að rússneski minnihlutinn í Eist- landi, sem upplifir sig kúgaðan, kunni að rísa upp og hér bijótist út almenn borgarastyrjöld sem síðar gæti leitt til innrásar riíss- neska hersins? — Ef við lítum á þróunina síðastliðið ár þá sjáum við að borgarastyrjöld í Eistlandi er ekki inni í myndinni. Þetta er friðsælli staður en svo. Fyrir fimm áram hefði ég líklega gefíð þér allt annað svar. Eina hættan á almennum óróa í augnablikinu tengist efnahagsástandinu. Það eitt er stórt skref fram á við. Rússneska minnihlutanum er farið að skiljast að þótt lífið hér sé ekki auðvelt, þá bíði hans allt annað og erfiðara líf handan landamæranna. Singapore Austur-Evrópu? Nú liggja á samningaborðinu drög að takmörkuðum fríverslun- arsamningi milli Eystrasaltsríkj- anna og Evrópusambandsins. Hafa Eistlendingar í dag ein- hverja möguleika á að flytja út vörur til Evrópusambandsins í Ijósi þess að innanlandsfram- leiðslan er lítt þróuð? — Jú, við höfum ákveðna möguleika en það verða áfram kvótar á okkar útflutning vegna takmarkana sem felast í þessum samningsdrögum. Við þörfnumst samnings sem er opnari en sá sem okkur býðst nú. Samninga- viðræður era í gangi og þróunin hefur til þessa verið jákvæð. Við vonumst til að viðræðum ljúki í sumar og fríverslunarsamningur milli Eystrasaltsríkjanna og Evr- ópusambandsins taki gildi frá og með fyrsta janúar á næsta ári. Finnskir embættismenn sem ég hef rætt við í Helsinki orða það svo að Eistland sé að reyna að verða að Singapore Austur- Evrópu, nokkuð sem sé óraun- hæft vegna staðsetningarinnar og spennunnar sem ríkir milli Eistlands og Rússlands. Hvað segirðu um þetta? — Varðandi samlíkinguna við Singapore þá held ég að það sé ekki hægt að nota nákvæmlega sömu aðferðir hér og í sumum Asíuríkjum. Engu að síður er það rétt að okkar efnahagsstefna er að mörgu leyti sambærileg. Við höfum ekkert styrkjakerfi á inn- anlandsframleiðslu um leið og hér eru engin innflutningshöft. Vinnuafl er ódýrt sem laðar að erlenda fjárfesta sem tekist hefur vonum framar. Þau Asíu- og Austur-Evrópuríki sem vilja örar framfarir fara öll sömu leið og við. Við eigum að sjálfsögðu í samkeppni við Finnland en sú samkeppni er heilbrigð og á jafn- réttisgrandvelli. En í Eistlandi vinnum við eftir evrópskri fyrir- mynd svo það er fráleitt að líkja því sem hér er að gerast ein- göngu við Singapore. En ykkar vaxtarmöguleikar hljóta þó að mestu leyti að ráð- ast af því hvernig samskiptin verða við Rússland, þar sem er hundrað og sextíu milljóna manna markaður, ekki satt? — Þetta er dálítið flókið mál. í byijun árs voru miklar efasemd- ir um hvort unnt væri að flytja vörar milli Rússlands og Eist- lands. Ástæðan er efnahagsstríð sem 'rússnesk stjórnvöld halda uppi gegn Eistlandi. Á sama tíma hafa bein viðskiptasjónarmið og einkarekstur smám saman tekið völdin á ýmsum sviðum. Rúss- neskir viðskiptamenn eru áfram um að halda tengslum við Eist- land. Viðskiptahindranir stjórn- valda hafa ekki haldið. Þvert á móti sýna tölur að vöruflutningar milli landanna hafa aukist á allra síðustu mánuðum. Auðvitað er hætta á að rússnesk yfirvöld grípi til róttækra efnahagsþvingana gagnvart Eistlandi en á þessu stigi efast ég um slíkt. Því örar sem einkavæðingarmál þróast í Rússlandi þeim mun minni mögu- leika hafa Shírínovskíj og hans líkar á að stöðva þessi viðskipti. Fyrir nokkru fór ég með lest á milli Sankti Pétursborgar í Rússlandi og Tallín í Eistlandi. Á landamærunum þurfti Iestin að bíða í tvær klukkustundir. Spenn- an þar er tilfinnanleg sem endur- speglast meðal annars í þeirri staðreynd að í dag er nær útilok- að fyrirEista aðfá vegabréfsárit- un til Rússlands. Um leið ríkir visst hatur í Eistlandi milli rúss- neskumælandi íbúa landsins sem erfitt eiga með að öðlast eistnesk- an ríkisborgararétt og innfæddra Eista. Er ekki lykillinn að væn- legri framtíð þessa lands að finna í því hvernig tekst að jafna spennuna milli Eista og þessara minnihlutahópa? — Samkvæmt skoðanakönn- unum er mikill meirihluti rússne- skumælandi íbúa Eistlands, sem komu frá öðrum fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna, neikvæður í afstöðu sinni til ákvarðana rúss- neskra stjórnvalda í garð Eist- lands. Því miður láta rússnesk stjórnvöld sig lítt varða álit þess- ara íbúa þótt þau tali ætíð um mannréttindabrot sem við erum sögð fremja á rússneskumælandi fólki. Áhuginn í Kreml liggur meir í því að skapa nýja valda- stöðu í þessum heimshluta. Það er ljóst að engin verður fluttur nauðungarflutningum frá Eistlandi. Fólk verður hins vegar hrætt þegar það heyrir frá Moskvu að slíkt standi til. Það eru hrein ósannindi. Varðandi erfiðleika þessa fólks í tengslum við að læra eistnesku þá er það svo að til að fá' landvistarleyfi er ekki nauðsynlegt að læra eist- nesku. Aðeins þeir sem vilja fá ríkisborgararétt þurfa að læra tungumálið. Á tímum Sovétríkj- anna voru Rússar ekki áhuga- semir um að læra eistensku því þeir þurftu það ekki. Við vorum hernumin og til stóð að eyða þessari þjóð algerlega. Rúss- nesku íbúarnir hér verða að sætta sig við breytta tíma og um leið að viðurkenna okkar lýðræðis- legu stjórnarhætti. Hin neikvæða afstaða milli Eista og Rússa í landinu er ekki sú sama og var fyrir tveimur árum. Þá fannst enginn Eisti né Rússi sem sagði að þessir þjóðfélagshópar gætu lifað í sátt og samlyndi. Nú hefur þetta snúist við og- meirirhluti allra íbúa landsins er annarrar skoðunar. Lokaniðurstaðan fer aðallega eftir því hvernig okkur á eftir að takast til við að skapa efnahagslegt öryggi fyrir alla íbúa Eistlands. Forseti íslands til Eistlands? Hvaða augum lítur forsætis- ráðherra Eistlands á samskipti Eistlands og íslands? — Þau samskipti era góð og vinsamleg. Ég er í góðu sam- bandi við Davíð Oddsson forsæt- isráðherra íslands sem á sínum skólaárum þýddi bók um hernám Sovétmanna í Eistlandi yfir á ís- lensku. Hann þekkir okkur því og þau vandamál sem við stönd- um frammi fyrir býsna vel. Það var mjög eðlilegt og jákvætt að ísland skyldi verða fyrsta landið í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Við eram afar þakklát fyrir það. Þótt ég hafi sjálfur ekki heimsótt ísland eru margir íslenskir stjórnmála- menn sem hafa sýnt þróuninni hér áhuga og komið til Eistlands til að sjá með eigin augum hvað er að gerast. í bijóstum allra Eista ríkir hlýr hugur í garð ís- lensku þjóðarinnar. Ég vona inni- lega að forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir sjái sér fært að koma í opinbera heimsókn til Eistlands í ár. Það yrði okkur mikið gleðiefni. Texti: Sigursteinn Másson, Eistlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.