Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994
21
Auglýsingar
Gott fólk hlut-
skarpast hjá ÍMARKI
AUGLÝSINGASTOFAN Gott fólk hf. varð hlutskörpust í sam-
keppni ÍMARKS um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1993. Hlaut
stofan þrenn verðlaun, en næst á eftir kom Auglýsingastofa P&Ó
með tvenn verðlaun. I samkeppninni voru tvenn verðlaun, gullhúð-
uð gjallarhorn, veitt í hverjum flokki, önnur fóru til auglýsinga-
stofunnar og hin til auglýsandans. Voru verðlaunin afhent við
hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær.
í flokki dagblaðaauglýsinga
hlaut Ydda hf. verðlaun fyrir aug-
lýsingu Nathans & Olsen, Fæðu-
hringinn. Fyrir athyglisverðustu
sjónvarpsauglýsinguna hlaut Vá-
tryggingafélag íslands hf. verð-
laun ásamt Góðu fólki hf. fyrir
auglýsinguna F27. Auglýsinga-
stofa P&Ó og Samtök íslenskra
innréttinga- og húsgagnaframleið-
enda fengu verðlaun fyrir athyglis-
verðasta útsendiefnið sem var
kynningarefni um íslensk húsgögn
og innréttingar. Plastkornið, sem
Plastprent hf. framleiddi, var valið
athyglisverðast í flokki óvenjuleg-
ustu auglýsinganna.
Þá fengu Vátryggingafélag Is-
lands og Gott fólk verðlaun fyrir
athyglisverðustu tímaritaauglýs-
inguna sem ber yfirskriftina Hluti
slökkviliðsins ætti alltaf að hanga
heima. Þjóðminjasafn íslands og
Jóna Sigríður Þorleifsdóttir fengu
verðlaun fýrir athyglisverðasta
vöru- og firmamerkið.
Sælgætisgerðin Freyja og Aug-
lýsingastofa P&Ó fengu verðlaun
fyrir athyglisverðustu útvarpsaug-
lýsinguna sem nefnist Staur - al-
veg þráðbeinn og verðlaun fyrir
athyglisverðustu auglýsingaher-
ferðina hlutu Vátryggingafélag
íslands og Gott fólk hf. fyrir kynn-
ingu á F-27.
Gefendur verðlauna voru Is-
lenska útvarpsfélagið, Morgun-
blaðið, Ríkisútvarpið, Fróði hf.,
Silkiprent hf., Sjóvá-Almennar,
Póstur og sími, DV og Verslunar-
ráð íslands.
Dómnefnd skipuðu eftirtaldir:
frá ÍMARK voru Bogi Sigurodds-
son formaður, Margrét Kr. Sig-
urðardóttir og Jón Gunnar Aðils.
Frá SÍA voru Ólöf Þorvarðardóttir,
Iðnaður
Hlutafjáraukmng
hjá Norsk Hydro
NORSK Hydro hyggur á allt að fimm milljarða (norskra)
króna fjármagnsaukningu á fyrra árshelmingi með útgáfu
nýrra hlutabréfa samkvæmt tilkynningu frá félaginu.
Minnihlutastjórn Verkamanna-
flokksins hyggst neyta forkaups-
réttar og halda þar með 51% eign-
arhlut ríkisins í Norsk Hydro, en
til þess þarf hún stuðning þingsins.
Norsk Hydro gaf síðast út
hlutabréf 1988 og aflaði um 2,5
milljarða norskra króna. Síðan
hefur fyrirtækið fjárfest 50 millj-
arða n. króna og þar af hefur
helmingnum verið varið til hagnýt-
ingar olíu- og gassvæða í Norð-
ursjó.
Norska stjórnin mun fara fram
á stuðning þingsins við frumvarp
um að varið verði rúmlega 2,6
milljörðum n. króna til þess að
taka þátt í fyrirhugaðri útgáfu
hlutabréfanna.
„Ég treysti því að stjórnin fái
meirihlutastuðning (við frumvarp-
ið) á þingi,“ sagði Jens Stolten-
berg orkumálaráðherra á blaða-
mannafundi.
Verslun
Vöruviðskiptahalli nam 1,57
milljörðum punda í desember, en
var 1,28 milijarðar punda í nóvem-
ber. Hagfræðingar höfðu gert ráð
fyrir eins milljarðs punda halla,
en hann varð miklu hærri. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum nemur
hallinn allt árið 1993 13,42 millj-
örðum punda, sem er lítil sem
engin breyting frá 1992 þegar
hann nam 13,41 milljarði punda.
Innflutningur frá ríkjum Evr-
ópusambandsins (EBS) jókst um
5% miðað við nóvember og það
vekur ugg. Hagfræðingar segja
að hallinn í desember staðfesti að
þegar eftirspurn aukist innanlands
sé henni að miklu leyti mætt með
innflutningi.
Staða útflutningsins vekur
einnig ugg. Útflutningur Breta til
Árshtíl í< )ir
Verö Irá 1400 kr. á niann
(>148 49
Valgerður Sigurðardóttir, Björn
Valdimarsson, Loftur Ólafur Leifs-
son og Elísabeth A. Cochran. Frá
Viðskiptadeild HÍ voru Runólfur
Smári Steinþórsson og Brynjólfur
Sigurðsson og frá Samtökum aug-
lýsenda var Bergsveinn Samsted.
Tekið var fram á hátíðinni að allar
auglýsingarnar sem tilnefndar
voru hafi verið valdar í leynilegri
atkvæðagreiðslu. Alls voru sendar
inn 274 auglýsingar í keppnina.
VIÐURKENIUINGAR
gærkvöldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá verðlaunaafhendingunni í
Flugfélög
Air France vill fá nýjan
styrk frá stjórnvöldum
París. Reuter.
FRANSKA flugfélagið Air France hefur beðið um að minnsta kosti
20 milljarða franka (3,44 milljarða) ríkisstyrk til þess að endurskipu-
leggja félagið og láta það bera sig.
Félagið boðaði einnig róttækar
ráðstafanir til þess að minnka tap,
sem talið er að hafi numið 7,5 millj-
örðum franka (1,29 milljörðum doll-
ara) á síðasta ári. Að sögn tals-
manns þess, er fyrirhugað að leggja
niður 5.000 störf fyrir árslok 1996,
Sáttímálum
Sculleys og
Spectrums
New York. Reuter.
FYRIRTÆKIÐ Spectrum Inform-
ation Technologies og John Scul-
ley, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri þess, segjast hafa fallið frá
málshöfðunum sinum.
Báðir aðilar höfðuðu mál skömmu
eftir að Scully hvarf óvænt frá fyrir-
tækinu í febrúarbytjun eftir fjögurra
mánaða starf. Spectrum krafðist
rúmlega, 300 milljóna dollara bóta
af Sculley fyrir samningsbrot, van-
rækslu og meiðyrði.
Sculley var áður stjórnarformaður
tölvufyrirtækisins Apple og lögsótti
stjómarformann Spectrum, Peter
Caserta, fyrir svik.
þar af 2.100 á þessu ári. Flugvélum
félagsins verður fækkað í 149 úr 166
fyrir árslok 1999 og laun verða fryst
í þrjú ár.
Félagið sagði í yfirlýsingu að reynt
yrði að aðlaga það nýjum aðstæðum
og gera það samkeppnishæfara.
Christian Blanc stjórnarformaður
mun ræða við fulltrúa starfsmanna
og reyna að fá stuðning þeirra við
áætlunina, sem er nauðsynleg for-
senda þess að ríkið veiti umbeðinn
stuðning.
Fyrir fímm mánuðum neyddist
stjórn Edouards Balladurs forsætis-
ráðherra til þess að draga til baka
stuðning við fyrri spamaðaráætlun
vegna verkfalls starfsmanna. Nú
kveðst ríkisstjórnin fús að veita Air
France töluverða fjárhagsaðstoð, ef
starfsmenn félagsins samþykki end-
urskipulagninguna.
Stærsta verkalýðsfélag starfs-
manna Air France, Force Ouvriere,
segir uppsagnir óhjákvæmilegar
vegna slæmrar afkomu félagsins.
Verkalýðssamböndin CGT og CFDT
kalla það hins vegar fjárkúgun, að
tengja stuðning frá ríkinu endur-
skipulagningu á félaginu.
Stjórnin verður einnig að taka til-
lit til reglna Evrópusambandsins um
ríkisstyrki og hættu á kæmm um
brot á þeim. í síðasta mánuði sagði
Karel Van Miert úr framkvæmda-
stjórn ESB, að Air France tefldi á
tæpasta vað og endurfjármögnun frá
ríkinu yrði að fylgja raunhæf áætlun.
Stokke tripp trapp
Stóllinn sem vex
með barninu
5 ára ábyrgð
Sama verð og annars staðar
á Norðurlöndunum
kr. 9.760,-
epol
Faxafeni 7
s. 687733
Viðskiptahalli
Breta hefur aukist
London. Reuter.
VIÐSKIPTAHALLI Breta jókst enn að mun í desember og
óttazt er að aukinn innflutningur geti stofnað efnahagsbata í
hættu.
EBS-landa síðasta ársfjórðung
1993 dróst saman um 9,5% miðað
við næstu þijá mánuði á undan.
Hallinn á viðskiptunum við EBS-
lönd jókst í 903 milljónir punda
úr 543 milljónum í nóvember.
Brezka fjármálaráðuneytið seg-
ir viðskiptatölur sveiflukenndar og
að erfitt hafi verið að treysta tölum
EBS á undanförnum mánuðum.
Þar með telur ráðuneytið tölurnar
slæmar að sögn hagfræðinga, sem
telja nauðsynlegt að endurskoða
fyrri spá um 11 milljarða punda
greiðsluhalla 1994.
islHndskosiiir
Skattframtal einstaklinga
með sjálfstæðan atvinnurekstur
Skilafrestur rennur út
þann 15. mars
Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með
höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1993 er 15. mars.
Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI