Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 30

Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Vanhæfni eða saman- tekin ráð? Hundruð milljóna færð frá farþeg- um SVR til hlutafélagsins SVR hf. Þróun vegins meðalfargjalds á verðlagi janúar 1994. Súlurnar eftir breytingu (mitt ár 1992) sýna verð- ið miðað við 22,5% hlutfall skiptimiðafarþega af heildarfarþegafjölda fyrir breytinguna. Punktarjiir sýna verðið miðað við að sama hlutfall sé 20% og 25%. Sjá nánar Reiknibálk. Skráðir farþegar hjá SVR Heildarfj. m.v. 20% Heildarfj. m.v. 22,5% ■ Heildarfj. m.v. 25% Borgunarfarhegar Þróun farþegafjölda SVR á árunum 1965-1993. Skiptimiðar voru teknir upp 1970 og sýna efri línurnar þijár heildarfarþegarfjölda miðað við mismunandi hlutfall skiptimiðafarþega af heildarfarþegafjölda fyrir upptöku græna kortsins en eftir það er 8% hlutfall skiptimiðafarþega notað. Skráðir farþegar og borgunarfarþegar eru sama stærð fyrir breytingu en eftir hana er reiknað hlutfall skiptimiðafar- þega af grænakortsfarþegum dregið frá skráðum farþegum til að fá út borgunarfarþega. eftir Árna Davíðsson og Ara Hauksson Um miðjan ágúst 1992 var tekið upp grænt kort í strætó sem gildir í einn mánuð á öllu höfuðborgar- svæðinu og um leið voru fargjöld fullorðinna hækkuð töluvert. Um svipað leyti tók byggðasamlagið Al- menningsvagnar (AV) við rekstri al- menningssamgangna í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur af þeim þremur fyrirtækjum sem áður sáu um þá þjónustu. Við ætlum hér að svara grein stjómarformanns SVR og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, Sveins Andra Sveinssonar, sem var svar við grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu í sumar. I greininni gagnrýndum við1 hátt verðlag á græna kortinu miðað við forsendur sem Sveinn Andri gaf sjálfur í blaða- viðtali og2 þá staðreynd að skiptimið- ar gilda ekki milli SVR og AV. Svar- grein Sveins Andra var í öllum meg- inatriðum röng eins og við munum hér sýna fram á. Rugl í skiptimiðaríminu Grundvallarmistök þeirra sem komu að verðlagningu græna korts- ins á einhvem hátt var að „gleyma" mikilvægi skiptimiðafarþega þegar bomar eru saman stærðir fyrir og eftir breytinguna, sem gerð var á fargjaldakerfinu í ágúst 1992. Munar þar talsverðu. Fyrir breytinguna voru skráðir farþegar hjá SVR 75% til 80% af heildarfarþegafjölda (en 20% til 25% hlutfall skiptimiðafarþega var óskráð) en eru nú 92%. Það er vegna þess að stór hluti skiptimiðafarþega færðist inn í græna kortið. Fjöldi skráðra farþega jókst því þó raun- vemlegur fjöldi hafí minnkað. Þetta nota Sveinn Andri og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að halda, ranglega, fram fjölgun farþega. Sveinn Andri Sveinsson leiðréttur Hér munum við taka fyrir og leið- rétta þær fullyrðingar Sveins Andra sem birtust í biaðagrein hans í haust. Sveinn rekur ástæður þess að skip- timiðar gilda ekki á milli SVR og AV: „Ekki var vilji fyrir því að sam- ræma staðgreiðslu- og farmiðakerfið þegar AV tók til starfa og því útilok- að að láta skiptimiða gilda á milli kerfanna." Þetta eru gölluð rök því hann getur ekki rökstutt eina ákvörðun með annarri ákvörðun sem er á hans valdi (og annarra) að taka. Það verður ekki annað séð en að AV og SVR hafi verið í lófa lagið að samræma kerfin og láta skipti- miða gilda milli fyrirtækjanna. Þess í stað kusu þeir að mismuna farþeg- um eftir búsetu2 og skerða þjón- ustuna. Það má benda Sveini Andra á að hann og aðrir þeir sem stóðu að þessum ákvörðunum eru stjórn- málamenn sem eru kosnir til að þjóna almenningi. Við upptöku græna kortsins hélt Sveinn því fram að vegið meðalfar- gjald ætti ekki að hækka. Hann seg- ir í júní 19928: „Það er ekki reiknað með að þetta skili betri afkomu" (en óbreytt afkoma þýðir óhjákvæmilega óbreytt meðalfargjald miðað við sama farþegafjölda). En í umræddri grein (ágúst 1993) segir Sveinn um verðlagningu græna kortsins: „markmiðið var að meðalfargjald í hverri ferð með korti væri sem næst lægsta fargjaldi í gamla kerfinu." Sveinn Andri breytir því um forsendu í miðju klíðum þegar á daginn kemur að fyrri forsendan stenst ekki og því miður stenst sú' síðari sekki heidur. í greininni heldur Sveinn því fram að meðalfargjald á hveija ferð með græna kortinu sé 47 krónur og ber það saman við þær 50 krónur sem ódýrasta ferð fullorðinna kostaði fyr- ir breytingu. Hefði Sveinn beitt réttri reikniaðferð hefði hann komist að þvi að meðalverð á borgunarferð (skráðar grænakortsferðir — skip- timiðaferðir í græna kortinu = borg- unarferðir) með grænu korti er 70-87 krónur. Því er hækkunin 40%-74%. Raunar er besta aðferðin til að bera saman fargjöld sú að nota vegið meðaltal fargjalda. Vegið meðalfar- gjald var stöðugt frá 1987 þar til breytingin var gerð í ágúst 1992 en þá tók það stökk upp á við. Nánar tiltekið var fargjaldið 49 kr. árið 1992 fyrir breytingu en varð 70 kr. til 87 kr. eftir breytinguna. Það er 43% til 77% hækkun. Sveinn segir síðar (í sömu grein) að hækkaðar fargjaldatekjur SVR megi þakka : a) hækkun á stað- greiðslu og b) „stórfelldum breyting- um á fjölda farþega. Ef bomar eru saman farþegatölur fyrir marsmánuð 1992 og 1993 kemur í Ijós að farþeg- um hefur fjölgað um 8,5% milli ára.“ Hið fyrra er rétt, enda hækkaði stað- greiðslufargjaldið úr 70 kr. í 100 krónur. En það að farþegum hafi stórfjölgað er alrangt. Ef Sveinn hefði beitt réttri aðferð hefði hann væntanlega ekki skrifað í blöðin, því þá hefði komið í Ijós að farþegum fækkaði um 7% til 13% milli mars- mánaða. Við samanburð á farþega- fjölda á lengra tímabili4 fyrir og eft- ir breytingu kemur í ljós að farþegum fækkar um 12% (sbr. 1. mynd). Því er augljóst að það var ekki aukinn fjöldi farþega sem skilaði meiri pen- ingum til SVR, heldur stórhækkuð fargjöld. Ekki tekst VSÓ Rekstrar- ráðgjöf hf.5 betur upp. Þeir bera sam- an farþegafjölda SVR í júní og júlí 1992 (fyrir breytingu) saman við fjöldann í mars 1993 (eftir breyt- ingu). Tvennt er við þetta að at- huga. í fyrsta lagi er farþegafjöldi jafnan í lágmarki að sumarlagi en í hámarki að hausti og vori og slíkur samanburður því rangur. I öðru lagi gera þeir sömu vitleysu og Sveinn, þ.e. taka ekki tillit til þeirra skip- timiðaferða sem færast inn í græna kortið. Næst talar Sveinn Andri um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslandsc þar sem fram kemur að 10% hækkun fargjalda valdi 2% til 5% fækkun farþega og notar þetta sem rök fyrir því að breytingin haustið 1992 hafi ekki verið „sú hækkun sem margir vildu vera láta“. Þessi fullyrð- ing er, eins og öll greinin, byggð á röngum forsendum. Okkar útreikn- ingar stemma vel við það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar, þ.e. að um 50% hækkun fargjalda valdi um 10% fækkun farþega. Benda má á að farþegum fækkar þrátt fyrir kreppuna, sem ætti að öðru jöfnu að fjölga þeim. Allt ið ranga Þær hækkanir á fargjöldum sem við höfum hér verið að lýsa nema á einu ári um 110 til 130 milljónum króna. Á þeim 18 mánuðum sem liðn- ir eru frá breytingunni eru milljónirn- ar orðnar 165 til 195. Þær tölur stemma vel við það sem Sveinn Andri talar um í auglýsingu sem hann birti vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar: „Undir forystu Sveins Andra hefur afkoma SVR batnað um 200 milljón- ir króna. Liður í þessum ánægjulegu umskiptum var sú staðfasta ákvörð- un hans að framfylgja þeirri ptefnu Sjálfstæðisflokksins að breyta SVR í hlutafélag.“ Erfitt er að sjá hvað breyting fyrirtækisins í hlutafélag kemur þessu við, en milljónirnar 200 eru komnar frá farþegum strætis- vagnanna, þó vera kunni að Sveinn geri sér ekki grein fyrir því. Við leggjum áherslu á að framlag borg- arinnar verði ekki minnkað um þenn- an mun heldur verði fargjaldið lækk- að. Vert er að benda á að farþegar eru þeir sem síst mega við fjárútlát- um; unglingar og námsfólk og þeir sem hafa ekki ráð á að reka einkabíl. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa almennings að þeir sem stóðu fyrir breytingunni í ágúst 1992 standi við þau orð sem þeir létu þá falla. En til þess að vegið meðalfargjald verði óbreytt, sem var fyrsta forsenda Sveins, þarf græna kortið að kosta 480 krónur ef allar stærðir haldast óbreyttar. Sú forsenda er óraunsæ og því þyrfti verðið að vera nokkru hærra til að afkoma SVR væri sú sama og fyrir breytingu. Ef við reikn- um út frá síðari forsendu Sveins, þeirri að borgunarferð á græna kort- ið ætti að kosta 50 kr., þyrfti kortið eftir Gylfa Þ. Gíslason ogMagneu Steinunni Ingimundardóttur Æskulýðssamband íslands er samstarfsvettvangur 14 æsku- lýðssambanda á Islandi og hefur það að markmiði að vera málsvari ungs fólks í inlendu og erlendu starfí. Æskulýðssamband íslands mun standa fyrir ráðstefnu í næsta mánuði um stöðu og framtíð ungu fjölskyldunnar á íslandi í dag. Á ráðstefnunni mun verða fjallað um mennta-, jafnréttis- og atvinnumál ásamt því að komið verður inn á lífsgæðakápphlaupid í dagiogihdg- „En það að farþegum hafi stórfjölgað er al- rangt. Farþegum fækk- aði um 12%.“ að kosta 1.800 krónur. Það þykir okkur viðunandi verð en kortið kost- ar núna 2.900 krónur. í síðustu grein okkar settum við fram þá skoðun að SVR og AV ættu að leggja höfuð áherslu á að fjölga farþegum en ekki einblína á rekstrarlega afkomu. Mælikvarðinn á árangur stjómenda SVR og í framtíðinni AV er hvort þeir ná að auka hlut almenningssam- gangna í heildarferðafjölda íbúanna á þjónustusvæði sínu, ekki hvort þeir geta hækkað fargjöld til að lækka framlög sveitarfélaganna til almenningssamgangna. Við veltum því fyrir okkur hvort hér sé um van- hæfni að ræða eða, það sem verra er/'samantekin ráð um að flytja stór- ar fúlgur fjár (um einn milljarð á þeim sex árum sem samningurinn myndir ungs fólks um fjölskyld- una. Varpað verður m.a. fram þeim spurningum hvernig staða þessara mála er á íslandi í dag og hvernig þessi mál blasa yið nær til) frá farþegum SVR til eig- enda hins nýja hlutafélags. Ef hið síðara er rétt er hér e.t.v. komin skýringin á þeim flýti og því flaustri sem einkenndi breytinguna í hlutafé- lag. Það sem styrkir þá skýringu er sú furðulega staðreynd að enginn í öllu „batteríinu" sem kom nálægt breytingunum hefur bent á þær villur sem við höfum bent á. Þar eigum við við SVR, stjóm SVR, borgarfull- trúa, borgarskrifstofur og VSÓ rekstrarráðgjöf hf. Vegna plássleysis í blaðinu var ekki hægt að birta síðasta kaflann þar sem aðferðum okkar og útreikn- ingum var lýst. Það er bagalegt en þeir sem hafa áhuga á að sannreyna útreikningana geta fengið greinina óstytta ef þeir hafa samband við okkur. Árni Davíðsson, Hraunbraut 14, 200 Kóp. hs: 64 17 91; vs: 69 46 09; Ari Hauksson, Hrauntungu 111, 200 Kóp. hs: 4 06 66. Árni Davíðsson er líffræðingur og Ari Hauksson er vaktmaður. „Miklar breytingar hafa orðið á fjölskyldu- mynstrinu.“ hinni ungu Droplaugu og hennar kynslóð sem er að flúga úr hreiðri hótels mömmu og hefja lífsbarátt- una. Mamma, pabbi, börn og bíll Ákveðið var af Sameinuðuð þjóðunum að árið 1994 yrði ár fjöl- skyldunnar. Tilgangurinn er að vekja stjórnvöld og almenning til umhugsunar um mikilvægi fjöl- skyldunnar. Miklar breytingar Droplaug: Hún og hennar fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.