Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 35
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 35 Móses Aðalsteins- son — Minning Fæddur 7. mars 1925 Dáinn 26. febrúar 1994 Mig langar með nokkrum orðum að minnast Móses Aðalsteinssonar verkfræðings, er lést í Reykjavík 26. febrúar sl., og með því færa honum þakkir fyrir samfylgdina frá stórum hópi samferðarmanna, íslenskum hjúkrunarfræðingum. Það hefur löngum þótt vera fengur að því að vera kvæntur hjúkrunarfræðingi. Móses var eins nálægt því að vera kvæntur hjúkr- unarfræðingi eins og frekar getur orðið — hann var eiginmaður Ingi- bjargar Gunnarsdóttur, sem lengst af var skrifstofustjóri á skrifstofu Hjúkrunarfélags Islands, en nú starfandi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ingibjörg hef- ur starfað fyrir hjúkrunarfræðinga hátt í þijá áratugi, hún býr yfir mikilli þekkingu á málefnum hjúkrunarfræðinga og hefur alla tíð haft mikinn metnað fyrir hönd þeirra. Móses og Ingibjörg voru ein- staklega samhent hjón. Því sem Ingibjörgu var kært deildi hann með henni. Þannig var hagur hjúkrunarfræðinga einnig kapps- mál Móses. Þær voru ótaldar stundirnar sem hann beið Ingi- bjargar meðan hún var að Ijúka daglegum störfum á skrifstofunni. Þá eru hjúkrunarfræðingar honum þakklátir fyrir þau störf sem hann innti af hendi við byggingu á skrif- stofuhúsnæði félagsins á Suður- landsbraut 22, en Móses hafði eft- irlit með byggingu þess á öllum stigum. Síðan hafði hann ætíð vakandi auga með húsnæðinu, gerði ótal tillögur um hvað betur mætti fara og fylgdi þeim eftir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga færa Ingi- björgu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðja góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Ásta Möller, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau telur, því heiðlofið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú oss fmnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Að eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Með þessum sálmi viljum við í Kór Breiðholtskirkju kveðja vin okkar Móses Aðalsteinsson og þakka fyrir allar samverustundirn- ar." Elsku Ingibjörg, Ragnheiður og fjölskylda, megi algóður Guð styrkja ykkur og leiða um alla framtíð. Kór Breiðholtskirkju. Það var árið 1961 að ég flutti ásamt foreldrum mínum og litla bróður frá Höfn í Homafirði til hinnar stóru og spennandi Reykja- víkur. Tilhlökkunin var mikil en þó blendin því besta vinkonan varð Minning Ingibjörg Jóns- dóttir frá Laufási Fædd 29. mars 1913 Dáin 29. janúar 1994 Mig langar til að minnast elsku- legrar ömmu minnar, Ingibjargar Jónsdóttur, sem lést á sjúkrahús- inu á Hvammstanga hinn 29. jan- úar sl. Fyrsta minning mín af ömmu er frá því að ég var níu ára. Þá fór pabbi á síld, en mamma fór með okkur styskinin norður í Lauf- ás til afa og ömmu. Þar vorum við um sumarið í góðu yfirlæti. Ég kom norður í Laufás 18 ára gömul og þá verð ég þess áskynja að amma hafði fengið þann sjúk- dóm sem gerði það að verkum að hún, kona á besta aldri, var svipt því að geta verið heima hjá sér og hugsað um sig og sína eins og hún hefði viljað. í 18 ár var hún á sjúkrahúsi. Framan af gat hún veitt sér þá ánægju að lesa og vera frammi á setustofu, en það kom að því allt- of fljótt að hún hafði ekki mátt í höndunum sínum til að fletta blaðsíðunum í bókinni eða sitja í hjólastólnum frammi á setustofu. Hún lá rúmföst síðustu árin sem hún lifði. Amma hafði mikið yndi af vís- um og sjálf var hún mjög vel hag- mælt. Margar vísur orti hún um hestana í Laufási. Hún elskaði sveitina sína Víðidalinn og talaði oft um hve Tallegur hann væri. Þetta orti hún um Laufás í Víði- dal: Fjöldi útí leitar lönd, lukkuveginn fína. Ég hef tryggðar bundið bönd, við börð og móa mína. Hún haðfi alla tíð gott minni, og þegar ég kom til hennar spurði hún um alla mína fjölskyldu og vissi hvert einasta nafn á afkom- endum mínum. Hún var ættfróð og kom ég ekki að tómum kofunum þegar ég þurfti að spyijast fyrir um forfeð- ur rnína. Hún Ingibjörg amma mín var svo blíð og góð, hún var mjög greind, og í veikindum sínum sýndi hún þvílíkt sálarþrek og yfirveg- aða rósemi, sem kennir okkur sem eftir lifum að oft er óþarfi að kvarta. Hún var alltaf jafn glöð og þakklát að,sjá mann, hvort sem leið hálft ár eða heilt á milli heim- sókna. Mér fannst hún eiga óskap- lega bágt og hugsaði oft um því- líkt hlutskipti henni var boðið upp á í þessu lífi. En nú er hún komin á betri stað, er þrautalaus og líður vel. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda, sér í lagi til þín, afi minn. Heilög þögn og hljóðlát þökk, hjörtun hvísla mild og klökk. Minning Þóra Maack eftir á Höfn og því hálf einmana- legt í fyrstu í Goðaheimunum. Dag nokkurn vatt sér að mér jafnaldra mín og spurði hvort ég hefði nokk- uð týnt grænum sokk. Ég man ekki lengur hvort sokkurinn var minn, en þessi græni sokkur varð til þess að ég eignaðist vini sem urðu mér sem kærasta fjölskylda. Það voru þau Ragnheiður, Móses og Ingibjörg sem þá voru nýflutt í Goðheimana af Langholtsvegi. Móses og Ingibjörg tóku mér strax opnum örmum, eins og reyndar öllum sem á á heimili þeirra komu og glæddú Reykjavíkurlífið birtu og yl sem alla tíð fylgdi sámvistun- um við þau. Móses og Ingibjörg voru afar samhent hjón. Hjónaband þeirra byggðist upp á gagnkvæmri ást, virðingu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Missir Ingibjargar er því mikill nú þegar Móses er horf- inn á braut. A kveðjustund er manni tamt að líta yfir farinn veg og þær eru sannarlega margar og góðar minningarnar sem ég á um Móses heitinn. Hann horfði t.d. yfirleitt á eftir mér í myrkrinu á kvöldin þegar ég hljóp heim frá Ragnheiði og þá var ég að sjálf- sögðu í öruggum höndum. Við fórum í fjölmarga sunnudagsbílt- úra sem oft enduðu í Austurbrún hjá þeim Þórdísi og Stebba, en þau voru Móses mjög kær og gladdi það hann mikið að litla dótturdótt- irin var skírð Þórdís eftir langömmu sinni. Seinna meir aðstoðaði Móses mig við óleysanleg efnafræðidæmi og margt fleira sem vafðist fyrir mér á raungreinasviðinu. Efst í huga mér er þó brosið hans glettna og ljúfa sem alltaf var stutt í og væntumþykjan sem skein úr svip hans þegar hann talaði um fjöl- skylduna, sérstaklega þó barna- börnin tvö, þau Kára og Katrínu Þórdísi. Ég bið Guð að blessa minningu Móses og þakka fyrir samveru- stundir sem aldrei gleymast. Fjöl- skyldu Móses votta ég innilega samúð mína og bið þess að minn- ingin um yndislegan mann styrki þau á þessum erfiðu tímium í lífi þeirra. Ósa Knútsdóttir. Sofðu í friði, særð og þreytt, svefninn besta hvíld fær veitt. (Ingibjörg Benediktsdóttir) Blessuð sé minning þín. Hafdís Erla Magnúsdóttir. Fædd 31. október 1919 Dáin 2. mars 1994 Elsku Þóra mín, ekki hélt ég, þegar ég var hjá þér þriðjudaginn 1. mars, að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig á iífi, þú sem alltaf varst svo hress þegar ég var hjá þér. En þegar Kalli hringdi í mig, þá fór ég að hugsa um síðasta dag- inn. Þú sagðir mér að þú hefðir sofið svo illa um nóttina og þú varst svolítið föl, og ekki aiveg eins bros- andi og venjulega þegar ég var að fara. En ekki hvarflaði það að mér að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig. Maður heldur alltaf að maður hafi nógan tíma. En svona er lífið. Hér í dag, en horfin á morgun. Elsku Þóra mín, ég kveð þig með innilegri þökk fyrir hvað þú varst mér alltaf góð og öll faðmlögin þín þegar ég var að fara og umhyggju, því ef eitthvað var að þá spurðirðu mig alltaf þegar ég kom næst hvernig liði. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja Kalla þinn og sendi ástvinum þínum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Elsku Þóra mín, hvíl þú í friði. Guðrún Sigurbjörnsdóttir. Hver mining er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhuga þökkum vér. Þinn kærleiki í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (L.S.) Þetta segir allt um þig, Þóra mín, það þarf ekki fleiri orð. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku Kalli, Gunni, Eygló, Pétur, Sóley, Runi, Stebba og börnin ykk- ar, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Katrín og Sæmundur. í fjarska, á bak við allt, sem er, býr andi þess, sem var. Og andi þess, sem enn er hér er ekki þar. Sem hugarórar, huliðs-sjón, hann hrærir lífi hvers manns. Og yfír sérhvers auðnu og tjón rís ásýnd hans. Hann andar ljósi á bamsins brá og beyg í hjarta manns, og löngun hvers og leit og þrá er leikur hans. Og okkar sjálfra mark og mið er mælt við tilgang þann: Af draumi lífsins vöknum við og verðum hann. Að veruleikans stund og stað er stefnt á hinstu skil, því ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til. (St&nn Steinarr) Fregn um andlát virðist alltaf jafn óvænt þó að vitneskjan um alvarleg veikindi sé fýrir hendi. Fyrir um fjórum árum kom í ljós að Þóra Maack gekk ekki heil til skógar. Hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Af ótrúlegum styrk hélt hún sínu hressa, glaða og jákvæða viðmóti svo í návist hennar gleymdist að nokkuð amaði að. Hún lagaði lífsmunstrið að breyttum aðstæðum og lagði á hill- una leikfimi, dans og skíðaferðir ~ sem höfðu verið áhugamál þeirra hjóna til margra ára. Líklegt tel ég að hennar hafi verið sárt saknað í þessum hópum. Þegar við Þóra kynntumst sem unglingar í austurbænum var hún vinkona annarrar af tveimur vin- konum mínum. Við urðum því brátt fjórar sem héldum hópinn og höfum haldið hann síðan. Það er margs að minnast í gegnum árin. Ævin- týralegt ferðalag á yngri árum til að skoða landið, fjölmörg afmæli og heimsóknir m.a. í sumarbústað Karls og Þóru í Þrastaskógi. Það er sama hvert minningarnar leita, hinn jákvæði óeigingjarni og sterki persónuleiki Þóru skín alstaðar í gegn. Hún lýsti upp umhverfi sitt með glaðri lund og fágaðri fram- komu, en jafnframt tók hún á mál- um af festu og brást við erfiðleikum eins og verkefnum sem þurfti að leysa — og gekk hiklaust til verks. Mannúð og umhyggja fyrir öðrum var hluti af hennar lífsstíl. Það var engin hálfvelgja í kringum Þóru. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og reiknaði eflaust með að aðr- ir gerðu hið sama. Þóru verður sárt saknað, en minning um hana er þess eðlis að hún er hvetjandi og leiðir hugann að því jákvæða í lífinu. Éiginmanni Þóru, Karli Maack, sonunum þremur, Pétri, Runólfí og Gunnari, fjölskyldum þeirra og Stefaníu systur Þóru votta ég mína dýpstu samúð. Sigríður Valgeirsdóttir. Helgi, þú munt ávallt eiga pláss í huga mínum. Við áttum margt saman að sælda og það er erfítt að kveðja þig svo snögglega. Við kynntumst mjög vel þegar við störfuðum saman í stjórn nem- endafélags Kennaraháskóla Is- lands. Mikill pilsaþytur var á stjórnarfundum og ekki allir sam- mála, en þó endaði allt vel og all- ir höfðu gagn og gaman af. Leiðir okkar skildu í vor. En þegar við hittumst var þráðurinn tekinn óslitinn upp og umræðuefn- in voru óþijótandi. Ég er sann- færður um að þráðurinn verður tekinn upp að nýju þegar þar að kemur. Helgi, ég kveð þig að sinni og hafðu þökk fyrir allt. Ég sendi ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Sigurður Halldór Jesson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast síðdegis á mánudegi. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför elsku litla sonar okkar og barnabarns, HRÓARS ÞÓRS ÆGISSONAR. Valdís Halldórsdóttir, Ægir Örn Símonarson, Guðný Steinunn Guðmundsdóttir, Símon Sverrisson, Rut Sumarliðadóttir, Hallsteinn Gestsson, Halldór Gunnarsson, Jarþrúður Þórhallsdóttir, Sigurður Helgi Guðmundsson, Vera Símsen. Minning Helgi Már Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.