Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994
Minning
Elín Helga Bjöms-
dóttir, Vatnshömmm
Fædd 19. júní 1919
Dáin 4. mars 1994
Hver veit, hve nærri er ævi endi?
Sem örskot flýgur tíðin hjá.
Hve fljótt mér borið fær að hendi,
að falli mitt hið veika strá.
Mér afdrif síðast gef því góð,
ó, Guð minn, fyrir Jesú blóð.
í morgun lífs ég fór á fætur,
þó fundist nár ég get í kvöld,
því eins um daga’ og dimmar nætur
æ dauðans reidd er höndin köld.
Mér afdrif síðast gef því góð
ó, Guð minn, fyrir Jesú blóð.
(Emelia J. Schwarzburg -
Helgi Hálfdanarson þýddi.)
Hvem skyldi hafa grunað, er hitti
hana fóstru mína, Helgu á Vatns-
hömrum, að máli föstudaginn 4.
mars sl., að að kvöldi þess dags
yrði hún nár? Hún hafði að vísu
kennt sér meins fyrir nokkrum vik-
um, en þáð var ekkert sem orð var
á gerandi, að hennar sögn.
Hún fæddist að Reykjum í Mjóa-
fírði, var þrettánda í röðinni af 18
systkinum. Foreldrar hennar voru
hjónin Sigurborg Gísladóttir, f. 30.
janúar 1881 á Staffelli í Fellum,
d. 4. desember 1977 í Reykjavík,
og Björn Jónsson, f. 19. júlí 1872
á Bóndastöðum, Hjaltastaðaþinghá,
d. 9. júlí 1937 á Akranesi. Þau
bjuggu á Dalhúsum í Eyvindarárdal
undir norðvesturhlíðum Gagnheiðar
1908-1911 en fluttu þá að Reykjum
í Mjóafírði og bjuggu þar til 1935
er þau fluttu búferlum til Akra-
ness. Þá var mamma 16 ára göm-
ul. Ung að árum réðst hún sem
ráðskona til Þorsteins Fjeldsted
bónda á Vatnshömrum í Andakíl
og giftist honum fáum árum síðar.
Hann var fæddur 21. júlí 1893 að
Hvítárósi í Borgarfírði, d. 1. apríl
1976. Þau eignuðust engin böm,
en tóku mig í fóstur fjögurra ára
gamla og ólu mig upp sem sitt bam.
Mamma tók miklu ástfóstri við
sveitina okkar, enda er náttúmfeg-
urð og víðsýni á Vatnshömmm ein-
stök með Snæfellsjökul í norðvestri
og síðan óslitinn fjallahringurinn:
Snæfellsnesfjallgarðurinn, Fagra-
skógarfjall, Baula, Eiríksjökull,
Hestfjail, Geldingadragi, Skarðs-
heiði með Skessuhomið í for-
gmnni, Brekkufjall og Hafnarfjall
og í vestri opnast Borgarfjörðurinn
þar sem ósar Andakflsár og Hvítár
sameinast. í þessari fögm veröld
undi hún og eyddi sinni starfsömu
ævi og vildi hvergi annarstaðar
vera.
Þegar fór að halla undan fæti
hjá pabba þá bjó hún honum gott
skjól og annaðist hann af kost-
gæfni, þótt sjálf gengi hún ekki
heil til skógar á þeim tíma, svo
hann þurfti ekki að yfirgefa jörðina
sem hann eignaðist ungur og unni,
engu minna en hún.
En hún gleymdi samt aldrei
æskustöðvunum. Fyrir um það bil
tveimur ámm hafði hún orð á því
við mig að hana langaði til að kom-
ast „austur“ og ekki deyja fyrr.
Hún hefur átt við mikla vanheilsu
að stríða í mörg ár og átti erfitt
með að sitja lengi í bfl, en nú var
orðin nokkur bót á og þá fór hugur-
inn á flug. Það vom mín forréttindi
að vera einkabflstjóri hennar í sum-
ar sem leið, er hún ásamt nokkmm
systkinum sínum og fjölda skyld-
menna kom til niðjamóts Gísla Sig-
fússonar frá Gilsárteigshjáleigu í
Eiðaþinghá og tveggja eiginkvenna
hans, en það var haldið á Hallorms-
stað helgina 23.-25. júlí sl. Óskin
hennar rættist er hún fékk að líta
æskustöðvarnar aftur, 58 ámm eft-
ir að hún fór þaðan. Það var mjög
mikil þoka og rigning upp á Héraði
þessa daga, eins og reyndar í allt
sumar. Þess vegna var það stórkost-
leg sjón er komið var niður af
Slenjudal, hvemig fjöllin sem um-
lykja Mjóafjörð hreinsuðu sig al-
gjörlega og þegar komið var niður
í byggðina og sá til Reykja handan
fjarðar, þá braust sólin fram úr
skýjum og baðaði túnið og bæinn
geislum sínum. Ég hef þá trú að
þetta hafí verið til heiðurs henni
er hér leit æskustöðvamar hinsta
sinni.
Mamma hafði mikinn áhuga á líf-
inu. Hún fylgdist grannt með hinum
íjölmenna hópi systkinabama sinna
og einnig ættingjum pabba. Fjórar
bróðurdætur hans hafa ásamt fjöl-
skyldum sínum búið sér sumarheim-
ili í túnfætinum hjá henni og hefur
hún því haft náið samband við þau.
Henni þótti innilega vænt um mín
böm og bamaböm og gladdist þegar
þeim vegnaði vel.
Hún átti yndislega nágranna sem
bám hana á höndum sér og vöktu
yfir velferð hennar þegar veikindi
steðjuðu að. Þeir gerðu henni kleift
að búa heima á Vatnshömmm uns
yfír lauk. Henni auðnaðist að lifa
þar og deyja.
Ég vona að á engan sé hallað þó
ég nefni nöfn Sverris Júlíussonar á
Hvanneyri og hans fjölskyldu, Ein-
ars og Jóhönnu í Neðrihrepp og
Jómundar Hjörleifssonar á Hegg-
stöðum, allt þetta góða fólk, ásamt
ótalmörgum öðmm, gætti þess að
hafa daglegt samband við hana,
einbúann. Fyrir þetta verður aldrei
fullþakkað.
Guð blessi minningu hennar.
Ruth Fjeldsted.
Hún amma í sveitinni er dáin.
Farin fyrr en okkur grunaði. Hún
varð ekki gömul, aðeins 74 ára.
Þó var ævi hennar löng og ævi-
starfíð dijúgt. Amma var fædd og
uppalin austur í Mjóafírði í stórum
systkinahópi en aðeins 16 ára göm-
ul fluttist hún suður í Borgarfjörð
vestri og gerðist ráðskonan hans
afa og síðar eiginkona hans. Upp
frá því bjó hún hér syðra. Afí var
Þorsteinn Fjeldsted bóndi að Vatns-
hömmm í Andakfl. Hann lést árið
1976. Fósturdóttir þeirra er Ruth
Fjeldsted. Eiginmaður hennar er
Þráinn S. Siguijónsson og eiga þau
fjögur börn. Eftir að afi dó bjó
amma ein á Vatnshömrum. Hún
stundaði búskap þar til fyrir nokkr-
um áram þegar heilsan leyfði það
ekki lengur. Hún hafði samt alltaf
eitthvað fyrir stafni og hennar síð-
asta verk var að dytta að girðing-
unni.
Amma var vinmörg kona. Sveit-
ungar hennar reyndust henni ætíð
vel og bám mikla umhyggju fyrir
henni. Þeir fýlgdust með því að
ekkert amaði að og komu til hjálp-
ar ef eitthvað bjátaði á. Fyrir það
færi ég þeim kærar þakkir.
Síðastliðið sumar fór amma
ásamt mömmu og systmm sínum
austur á Hallormsstað á ættarmót.
Þá heimsóttu þær systurnar átt-
haga sína, Mjóafjörðinn, og urðu
ungar í annað sinn. Þangað hafði
amma ekki komið í 58 ár. Henni
þótti mjög vænt um að fá að líta
æskuslóðimar einu sinni enn.
Heimili hennar var þó á Vatnshöm-
mm og hvergi annars staðar vildi
hún vera. Henni varð að þeirri ósk
sinni að vera heima til dauðadags.
Bakið hennar ömmu er ekki
lengur bogið né fingumir krepptir
og hnýttir eftir áratuga langt strit.
Nú stendur hún hnarreist og keik
við hlið afa í gróandanum og kopar-
rautt hárið bærist í golunni.
Vertu sæl, amma mín, og þakka
þér fyrir samvemna.
Hér við skijjuinst
og hittast munura
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Helga móðursystir mín fæddist á
Reykjum í Mjóafírði 19. júní 1919,
dóttir hjónanna Sigurborgar Gísla-
dóttur og Bjöms Jónssonar bónda.
Þar ólst hún upp í stómm systkina-
hópi fram að 17. aldursári, er §öl-
skyldan flutti til Akraness. Arið
eftir réð hún sig sem ráðskonu að
Vatnshömmm til Þorsteins
Fjeldsted bónda sem þá var nýfrá-
skilinn. Svo fór að Helga giftist
Þorsteini og bjuggu þau sínu búi á
Vatnshömmm og frá því að Þor-
steinn lést árið 1976 bjó hún þar
ein. Þau hjón eignuðust ekki böm,
en tóku að sér fósturdóttur, Rut,
sem gift er Þráni Siguijónssyni og
hafa þau og börn þeirra sýnt Helgu
alúð og ræktarsemi og verið henni
til mikillar gleði.
Helga var afskaplega dugleg,
atorkusöm og verklagin og hún gat
yfírleitt allt sem hana langaði til.
Hún var fram eftir ævi mjög heilsu-
hraust og sterk svo um munaði,
enda gekk hún jafnan til allra verka,
úti sem inni. Ég man fýrst eftir
Helgu, þegar ég kom með foreldram
mínum að Vatnshömmm tíu ára
gömul. Sú upplifun er mér afar
minnisstæð. Helga var við heyskap,
svona stór og myndarleg kona,
rautt þróttmikið hárið fossaði niður
á herðar og í því svolítið hey, og
af henni Ijómaði lífsgleðin. Þrátt
fyrir annir var okkur tekið með
kostum og kynjum. Og mikið fund-
ust mér kleinuhringimir hennar
góðir. Já, hún Helga var alltaf fljót
að töfra fram góðgerðir og við
skemmtum okkur stundum frænk-
umar við að gera okkur virkilega
gott í mat og drykk.
Til Helgu var alla tíð gott að
koma, enda hjá henni mikill gesta-
gangur, því hún var gestrisin,
rausnarleg, glaðlynd og greind. Við
hjón og dætur okkar höfum notið
þess í ríkum mæli þegar við höfum
komið að Vatnshömram, sem ekki
var ósjaldan undanfarin ár. Stúlk-
unum fannst mikið tilhlökkunarefni
að fara til Helgu ömmusystur og
þær nutu rausnar hennar og gjaf-
mildi. Viðmót hennar til barna ein-
kenndist af elsku og virðingu, enda
hændust þau að henni. Hún hafði
gjarna hjá sér á sumrum börn og
unglinga sér til hjálpar og yndis-
auka, eða þar til hún taldi sig ekki
manneskju til að taka ábyrgð á
þeim lengur sökum þess hve „lítill
bógur“ hún væri orðin.
Uppúr fímmtugu fór Helga að
þjást af beinþynningu og bakveiki
sem orsakaði að þessi vörpulega
kqna gekk mikið saman og nú seinni
ár gekk hún alltaf við staf. En hún
lét sjúkdóminn aldrei ráða ferðinni,
þrátt fýrir þjáningar og fötlun. Hún
hélt yfirleitt áfram að gera allt sem
hún vildi. Hún var vön að vinna
allt frá barnæsku og kærði sig ekki
um að vera upp á aðra komin, hún
var ekki þeirrar gerðar. Hún átti
nokkra hesta og lengi var hún með
svolítið ijárbú og hún sagði að það
væri svo ósköp notalegt að hafa
blessaðar skepnumar í kringum sig.
Hún sagði mér það sjálf fyrir nbkkr-
um ámm þegar hún hætti fjárbú-
skapnum, að nú gengi það ekki
lengur, fólk hefði svo miklar
áhyggjur af henni í gegningarstörf-
unum og það væri alveg ómögulegt
að vera að íþyngja fólki með svona
áhyggjum. Þetta held ég að hafi
verið dæmigert fýrir afstöðu Helgu
til sjálfrar sín og annarra.
Hún settist samt ekki með hend-
ur í skauti. I samvinnu við Hvann-
eyringa setti hún upp kanínurækt
í verkfæraskúmum, en þrátt fýrir
ánægjuna sem hún hafði af þessu
verkefni, komst hún þó fljótlega að
því að þetta var of mikil vinna fýr-
ir hana. Grannar Helgu, kannski
ekki síst Hvanneyringar, hafa
drengilega séð til með henni, eftir
að þrek hennar fór að bila, enda
var hún vinsæl vel, fróð og skemmt-
in. Hún var engin tískudama, ennþá
síður fordómafullur andhælingur
nútímans, en hún hafði sínar skoð-
anir og var sjálfri sér samkvæm.
Alveg var það makalaust hveiju
hún Helga kom í verk. Hún hélt
ávallt húsakosti öllum í góðu standi
og var sífellt að betmmbæta íbúðar-
húsið, svo það var alltaf dálítið
spennandi að koma og sjá hvað
Helga hafði verið að sýsla í húsinu.
Friðmar heitinn bróðir hennar
dvaldi stundum hjá henni og hjálp-
aði til við framkvæmdir. Hann var
eins og Helga, dverghagur, eins og
merkja má af samvinnu þeirra á
Vatnshömmm. Helga var ekki við
eina fjöl felld í handbragði sínu, því
auk þess sem áður er sagt var hún
snillingur við hverslags matargerð,
fatasaum og undanfama vetur hef-
ur hún líka fengist við útskurð og
sótt tilsögn niður á Hvanneyri.
Helga varð bráðkvödd að kveldi
Guðjón Jóns-
son — Minning
Fæddur 1. september 1905
Dáinn 4. mars 1994
Ekki datt mér í hug, elsku pabbi,
að síðasta kveðjan mín til þín yrði
pámð á kort frá Ríó. En allt er í
lífinu hverfult og nú ert þú búin
að kveðja og það á þinn hljóðlega
hátt eins og þér var svo tamt.
Það er erfítt að koma á blað því
sem maður vildi segja í minningu
föður síns en þú varst alltaf of hóg-
vær til þess að skrifuð yrði um þig
mikil grein, en mig langar til að
senda þér smá kveðju.
Guðjón var fæddur á Stóm-Hild-
isey í Austur-Landeyjum hinn 1.
september 1905. Foreldrar hans
vom Jón Vigfússon og Ámý Odds-
dóttir. Þau bjuggu alltaf í Austur-
Landeyjum og man ég alltaf eftir
þeim á litla bænum sem hét Vina-
mynni. Eina systur átti pabbi sem
heitir Halla og býr í Reykjavík, og
uppeldisbróður sem Vignir heitir og
býr á Seltjamamesi.
17 ára gamail fór pabbi að heim-
an og fór á vertíð til Vestmanna-
eyja þar sem hann var þar til yfír
lauk. Hann var ákaflega mikill
áhugamaður um vélar og þar kom
að hann tók vélstjórapróf og var
upp frá því ýmist vélstjóri til sjós
eða lands. Síðar tók hann einnig
jámsmíðapróf.
Man ég vel ferðimar með Skaft-
fellingi milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja en þá var pabbi vél-
stjóri. Hann vann um tíma í Vél-
smiðjunni Magna þar sem hann
undi vel við sitt og átti þar marga
góða vini. Talaði hann oft um Sig-
hvat í Ási sem oft kankaðist á við
hann og fleira. í Vinnslustöðinni
vann pabbi í mörg ár og hætti þar
síðan vegna aldurs. Um tíma var
hann í útgerð og átti bátinn Hafþór
Guðjónsson með fleiram.
Pabbi var svo lánsamur að hitta
mömmu sem hét Marta Jónsdóttir,
dásamleg kona, og byggðu _þau sér
húsið við Heiðarveg 25. Ég man
alltaf gleðina þegar flutt var upp á
efri hæðina en fyrst var byijað að
búa á neðri hæðinni. Sama ár eign-
uðust þau þriðja barn sitt og var
þá mikil gleði. Áður höfðu þau búið
á ýmsum stöðum eins og títt var,
en pabbi var ákveðinn í að búa
Mörtu sinni fallegt heimili. Börn
Mörtu og Guðjóns em: Jón Val-
garð, fæddur 8. október 1940, und-
irrituð, fædd 5. apríl 1935, og Haf-
þór, fæddur 26. maí 1947.
Árið 1957 dundi ógæfan yfír
þegar mamma dó. Ég held að pabbi
hafí aldrei komist jrfír það stóra
áfail, sem við og öll, allt breyttist.
Undirrituð gerði sem hún gat til
að halda heimilið (eins og mamma)
en það kom auðvitað enginn í stað
hennar, en mamma var aðeins 52
ára þegar hún lést. Og aldrei gat
pabbi hugsað sér aðra konu.
Pabbi minn, það er af svo mörgu
að taka af þinni löngu ævi en ég
læt þetta duga.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(J.H.)
Síðustu árin dvaldi pabbi á Hraun-
búðum og em þeim sem þar starfa
færðar alúðarþakkir fyrir góða að-
hlynningu.
Þú ert vonandi búinn að hitta
mömmu og því segi ég að lokum,
góði Guð, þakka þér fyrir að hafa
gefið okkur svo dásamlega foreldra.
Vertu Guði falinn, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Addý.
í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
elskulegur afi minn, Guðjón Jóns-
son, sem lést á sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 4. mars síðastliðinn,
eftir stutta sjúkrahúslegu. Afí varð
veikur, skrapp ég því til Eyja á
þriðjudegi til að heimsækja hann,
þar áttum við saman okkar síðustu
stundir, en innst inni þegar ég
kvaddi hann hugsaði ég með mér
að þetta gæti verið í síðasta sinn
sem ég hitti hann á lífi. Elsku afí
minn, ég á þér svo mikið að þakka,
þú varst mér alltaf svo góður og
mikill vinur, ég gat alltaf leitað til
þín. Þegar ég bjó hjá þér í kjallaran-
um á Heiðó með litlu Addý og þú
varst svo hrifínn af henni og varst
okkur mæðgum eins og faðir. Addý
kveður þig í dag og biður Guð að
geyma þig vel.
En svo stækkaði fjölskyldan,
þegar ég kynntist manninum mín-
um, Jónasi Hreinssyni. Og að sjá
hvað þið urðuð miklir vinir, og oft
var glatt á hjalla í litla eldhúsinu
á Heiðó, og hafðir þú, afi minn,
alltaf gaman af að stríða mér og
hvað þú gast hlegið mikið og hátt,
þá var nú gaman, og mikið var
erfítt fyrir mig þegar við hjónin
ákváðum að flytja til Reykjavíkur.
Ég gat ekki farið til þín og sagt
þér það sjálf, því mér fannst ég
vera að svíkja þig svo mikið. Því
mamma og systkini mín höfðu þá
flutt þremur árum áður til Reykja-
víkur eftir að pabbi dó, og hafði