Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 J|| REIKI- m 4 NÁMSKEIB - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 19.-20. mars, 1. stig, helgarnámskeið. 22.-24. mars, 2. stig, 3 kvöld. Upplýsingar og skráning á þriðjudag og miðvikudag kl. 12.00-14.00 í síma 883934. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Nú er rétti tíminn til að ókveða framkvœmdir fyrir sumarið. Veitum endurgjaldslausa þjónustu um val efna og lausna varðandi utanhúsakteðningar að Dalshrauni 14, Hafnarfirði um helgina. Erum ð staðnum frð kl. 13:00 til kl. 17:00 laugardag og sunnudag. Utanhússklcðningar, nýsmfði, breytingar, glugga— og hurðasmfði, viðhald og rððgjöf. GOSI TRÉSMIÐJA, sffni 653700. 54867 Ddshraunl 14, Hafnarfirði. TEIKNISTOTAN TORGtD, símf 688866. SJÓMANNASKÓLINN SMÁSKIPABRAUT Ný námsbraut Ný námsbraut, vélavarðarnám og 30 rúmlesta rétt- indanám, verður haldið sameiginlega af Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og Vélskóla íslands á næstu haustönn. Námið hefst 2. september og lýkur 18. desember. Inntökuskilyrði eru lok grunnskólaprófs. Ennfrem- ur leggi umsækjendur fram heilbrigðisvottorð og sundvottorð. Umsóknir, merktar SMÁSKIPABRAUT, sendisttil: Vélskóli íslands, Sjómannaskólanum, 105 Reykjavík, sími 19755. Stýrimannaskólinn í Reykjavík, pósthólf 8473, 128 Reykjavík, sími 13194. félk í fréttum UPPAKOMA Bomban bjargaði Hollywood-kynbomban Sharon Stone sýndi og sannaði á dögunum, að henni er fleira til lista lagt en að leika glæpakvendi og fækka fötum fyrir framan kvikmyndatökuvélar. Hún lenti í því að bjarga lífi ókunnugs manns og þótti sýna mikið snarræði. Þannig var mál vexti að Sharon var ásamt fylgdarliði að snæða á veitingahúsi um miðjan dag. Upp- tökur stóðu yfir á nýjustu kvik- mynd Stones, „The Quick and the Dead“ og var matarhlé. Á næsta borði var miðaldra karl að tyggja kjúkling, en skyndilega fór hann að kúgast og blána. Allir viðstadd- ir stóðu agndofa og ráðþrota, allir nema Sharon Stone, sem stökk til, skellti manninum í gólfið og rak fingur ofan í kokið á honum. Tókst henni að losa um bitann sem stóð fastur í koki mannsins. Hann var búinn að missa meðvitund er Sharon kom til bjargar og herma fregnir að hann hafi talið að hann væri kominn til himna er hann rankaði við sér og leit ásjónu hinn- ar fríðu Sharon Stone, sem hann bar að sjálfsögðu kennsl á. En svo jafnaði hann sig skjótt og þakkaði leikkonunni lífgjöfína. Nokkrir íslensku kórfélagnna bíða kvöldverðar á SAS-hótelinu Osló að tónleikunum afstöðnum. TONLIST íslandsdeild Heims- kórsins á faraldsfæti Isíðasta mánuði fóru 38 félagar úr íslandsdeild Heimskórsins til Osló og sungu þar með Placido Domingo á Grand Opera Gala tón- leikunum sem haldnir voru í Osló Spektrum í tilefni af opnun Olymp- íuleikanna í Litlahamri. Einsöng með kómum söng einnig albönsk ættuð stúlka að nafni Inva Mula- Cako, en undir lék norska útvarps- hljómsveitin. 850 af 4.500 félögum Heimskórsins sungu með honum að þessu sinni og voru þeir frá átta löndum. 8.000 áheyrendur hlýddu á kórinn flytja verk eftir höfunda á borð við Puccini, Wagner og Verdi og var vel fagnað í lok hljómleik- anna. Kórfélagar lentu í ýmsum uppá- komum í þessari Noregsför, m.a. fj þorrablóti Islendingafélagsins í' Osló. Þar tóku kórfélagar lagið við góðar undirtektir, en síðan Iéku Papar frá Eyjum fyrir dansi eftir að súrmaturinn hafði verið innbirt- ur. Þess má loks geta, að tæp 3 ár, em liðin síðan að Islandsdeild Heim-j skórsins var stofnuð af 30 félögum1 og var þessi utanlandsferð sú þriðja' í röðinni á þeim tíma. Nú eru 75 manns í íslandsdeildinni og er und- irbúningur hafin að næsta verkefni sem er þátttaka í Grand Opera tón- leikum með Heimskórnum á Lista- hátíð hér á landi árið 1996. TONLIST Sættir stjarnanna Sharon Stone. Það vakti athygli er stórmyndin „Í nafni föðurins", sem sýnd er víða og hefur vakið gríðar- lega athygli, var frumsýnd í Dyflinni, að meðal gesta voru tónlist- armennirnir Bono úr U2 og Sinead O’Connor. Fór vel á með þeim og var eftir því tekið, því hin sérvitra O’Connor hefur látið ýmis óviðurkvæmileg orð falla um Bono og Sinead O’Connor. UMSKIPTI Hollustufyrir- myndin Depardieu! Jv ranski leikarinn Gerard Depardieu er ekki þekkt- ur fyrir sitt heilbrigða líferni. Hann er yfírlýst- ur nautnasjúklingur og lætur ekkert eftir í mat og drykk, eins og vöxtur hans er til vitnis um. Þess vegna kom það nokkuð á óvart er hann tók að sér að vera aðalstjarnan í nýrri auglýsingaherferð fram- leiðenda franska þjóðardrykkjarins Perrier, sem er meiri hollustudrykkur en lífsnautnadrykkur. Depardieu fór með tökuliði til Bahamaeyja og þar var hann myndaður í bak og fyrir við margs konar hollar iðjur á borð við sjóskíði. Hann sagði að hann myndi líta á þetta sem fyrsta skref af mörgum þungum. Hann þyrfti að grenna sig og breyta um lífsstíl og þetta væri hvatinn sem hann hefði þurft. Hann hefði verið íþróttamaður góður í bamæsku og á unglingsárunum, fyrir mörgum árum og kílógrömmum síðan. Depardieu á sjóskíðunum I & > > I » > I > l l rokksveitina U2 í gegnum tíðina. Það var til að mynda rifjað upp að einhveiju sinni líkti hún U2 við „tónlistarmafíu". Fleira í líkum dúr lét hún frá sér fara og fór ekki leynt með þá skoðun sína1 að U2 hefði ekki gæði á borð við' frægð og vinsældir. Sveitin væri „búin til“ af peningamönn- um sem alls staðar hefðu tögl og hagldir, og gætu í krafti að-' stöðu sinnar ráðiðl því hveijir væru vin-j sælir og hveijir ekki. Þóttu ummæli O’Connor í hæsta máta óviðeigandi þar sem vitað var að U2 höfðu lagtj sitt af mörkum tilj að hjálpa henni aðj slá í gegn á sínum’ tíma. En sam- fundur þeirra Bonos og O’Connor á frumsýningu fyrr- greindrar kvik- myndar þótti benda til þess að sættir hefðu tekist. í & Á > V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.