Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 52
NETBUNAÐUR x EINAR J. SKÚLASON HF #Tg1lÍftMftfrÍft ® MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNAltSTltÆTl 85 LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Viðskipta- o g hagfræðideild HÍ Tungumálatengt nám í viðskiptum HÁSKÓLI íslands hefur ákveðið að bjóða nemendum í viðskipta- fræði upp á tungumálatengt nám. Það þýðir, að nemendur geta t.d. valið viðskiptaþýsku eða viðskiptafrönsku sem valgrein, en hingað til hefur aðeins verið boðið upp á viðskiptaensku. Ágúst Einarsson, varaforseti viðskipta- og hagfræðideildar, segir að þessi þróun sé í samræmi við þróun í erlendum háskólum. Alþjóðleg viðskipti verði æ umfangsmeiri og ekki sé lengur nóg að búa að menntaskólaensku. Hindranir á flugi til Kanada Gífurlegt vinnuálag á flugum- ferðarstjóra ÁLAG hefur verið gífur- legt á íslenska flugum- ferðarstjóra síðustu vikur vegna hindrana á flugi til Kanada. Vélar hafa þurft að fara inn á flugstjórnar- svæði Montreal með helm- ingi meiri aðskilnaði en vanalega eða 20 mínútna í stað 10 mínútna. Flugum- ferðarstjórn barst skeyti í gærkvöld þar sem tilkynnt var að ástand myndi færast í eðlilegt horf í dag. Að sögn Bergþórs Berg- þórssonar, vaktstjóra í flug- stjórn, hefur ástand þetta kostað mikinn aukamann- skap á vakt og gífurlegt vinnuálag. Vélar hafa fengið að koma óhindrað inn á ís- lenska flugstjórnarsvæðið og hefur þurft að raða þeim nið- ur á tiltölulega fáar flughæð- ir og með helmingi meiri að- skilnað en venjulega. Auk þess hefur þurft að breyta flugferlum og -hæðum. Bergþór segir opinberu skýringuna sem gefin hafi verið á þessum aðgerðum verið þá að varafjarskipta- kerfi um gervitungl hafi dott- ið út. Ágúst bendir á, að_ nú starfi tug- ir ef ekki hundruð íslendinga hjá alþjóðlegum stofnunum og fyrir- tækjum erlendis og sú þróun muni án efa halda áfram. Nú sé kennd viðskiptaenska og franska, en þýska bætist fljótlega við, auk Norðurlandamála og spænsku. „Samstarf þjóða er sífellt að auk- ast, til dæmis í Evrópu, og þar með aukast þær kröfur, sem gerðar eru um þekkingu á viðskiptum og tungumáli annarra þjóða,“ segir Ágúst. „Við leggjum áherslu á að viðskiptafræðimenntunin sé vönd- uð, um leið og nemendur fá þjálfun í tungumálinu.“ Ágúst segir að önnur nýjung hjá deildinni sé að kanna möguleika á masters-námi í viðskiptafræði hér, sem yrði 1-2 ára framhaldsnám að loknu kandídatsprófi. Sjá bls. 12B: „Ekki lengur ..." Lokahönd lögð á niðurrif Morgunblaðið/Þorkell FYRRUM aðalstöðvar Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu eru nú rústir einar og fátt sem minnir á þessa miklu byggingu. Stofnár sitt, 1907, eign- aðist SS lóð úr landi Frostastaða og reisti þar einlyft steinhús, sem þótti áfar nútímalegt slátur- hús og talið að kaflaskil hafi þá orðið í slátrun og kjötsölu hérlendis með tilliti til hreinlætis. Á næstu áratugum var ört byggt umhverfis og við upphaflegan húsakost í samræmi við vöxt SS og fór þar fram slátrun, frysting, niðursuða, sútun, kjötvinnsla o.fl. Hætt var að slátra þar um 1970, en áfram voru kjötiðnaðarstöð og skrifstofur fé- lagsins þar til húsa. Starfsemi SS lauk þar endan- lega árið 1993 og hefur byggingin síðan beðið þeirra afdrifa sem nú eru orðin að veruleika, þótt háværar raddir hafi krafíst þess fyrir fáeinum misserum að húsið fengi að standa áfram og því fundið nýtt hlutverk. Aðalfundur SR-mjöls sam- þykkti 10% arðgreiðslur Á AÐALFUNDI SR-mjöls hf. í gær var samþykkt að greiða hluthöf- um 10% arð. Hagnaður SR-n\jöls hf. nam 220 milljónum eftir skatta á síðasta ári, en nýir eigendur keyptu félagið um áramót. Nafnverð hlutabréfa nemur 650 milljónum og verða arðgreiðslur því alls 65 milljónir króna. Nýir eigendur greiddu hluta kaupverðsins, 125 millj- ónir, þegar þeir tóku við rekstrinum þann 1. febrúar, en loka- greiðsla verður í desember á næsta ári. Síldarverksmiðjum ríkisins var breytt í hlutafélag í eigu ríkisins frá og með 1. ágúst á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins frá þeirri breytingu á rekstrarformi og til áramóta nam 220 milljónum króna. Þá var allt hlutafé ríkisins, að nafn- virði 650 milljónir króna, selt 21 útgerð og 4 fjármálafyrirtækjum á 725 milljónir og tóku nýir eigendur við þann 1. febrúar. Samkvæmt kaupsamningi frá 29. desember komu 125 milljónir til greiðslu 1. febrúar, 100 milljónir verða greidd- ar á mánudag, 15. mars, 100 millj- ónir 1. september, 200 milljónir 20. desember og sama upphæð ári síð- ar. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR-mjöls, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að aðalfundur félagsins hefði sam- þykkt 10% arðgreiðslur, eða 65 milljóna króna greiðslu alls, til hlut- hafa. „Ég veit ekki hvort það er viðtekin venja að arður sé greiddur út þegar allt hlutafé hefur skipt um eigendur, en ef þú kaupir hlutabréf í félagi til dæmis í janúar og aðal- fundur í mars ákveður arðgreiðslur, þá færð þú þann arð. Stjórn SR- mjöls ákvað þessar arðgreiðslur og fundurinn samþykkti þær.“ Jón Reynir sagði að afkoma fyrir- tækisins væri góð. „Ef litið er á afkomu Síldarverksmiðja ríkisins og SR-mjöls á síðasta ári í heild, þá var árið það besta í sögu fyrir- tækisins," sagði hann. „Framleiðsl- an hefur aldrei verið meiri, eða rúm 100 þúsund tonn af afurðum og veltan á árinu var 3,4 milljarðar. Það er auðvitað ekki treystandi á að svona verði áfram, því það fer eftir aflabrögðum. Horfur í loðnu- veiðum eru þó býsna góðar nú og spá fyrir næstu loðnuvertíð er góð, svo vonandi endurtekur þetta sig.“ 11,5% hlutafjár í Eimskip töpuðust árin 1991-1993 HLUTHAFAR Eimskips hafa á undanförnum þremur árum tapað liðlega 1,4 milljörðum króna, vegna hlutabréfaeignar Burðaráss í öðrum og óskyldum félagsrekstri. Ávöxtun hlutabréfa í Eimskip frá ársbyijun 1991 til ársloka 1993 er neikvæð um 4% á ári, miðað við markaðsvirði á hlutabréfunum, að teknu tilliti til arðgreiðslna. Hlut- hafar hafa því tapað 11,5% af eign sinni á þessu tímabili, með því að binda fé sitt í hlutabréfum Eimskips, á meðan að tekju- og eign- arskattsfrjáls ríkisskuldabréf hafa skilað 6,7% til 8,2% raunávöxtun á ári 1991-1993. Séu meðalútlánavextir bankanna á verðtryggðum lánum notaðir sem mælikvarði á afkomu síðustu ára kemur í ljós að Eimskip vantar 434 milljónir króna upp á, til að skila sambærilegri ávöxtun. í þessum samanburði er miðað við bókfært verð eiginfjár, samkvæmt ársreikn- ingum, en ekki er tekið tillit til þess að nokkurt dulið eigið fé er falið í eignum félagsins samkvæmt skýringum í ársreikningi. Ef dulið eigið fé í skipum og hlutabréfaeign er tekið með í samanburðinum verð- ur munurinn á meðalávöxtun lið- lega 900 milljónir króna. Hér i blaðinu í gær kom fram í fréttum af aðalfundi Eimskips að hlutabréfaeign Burðaráss, dóttur- fyrirtækis Eimskips, lækkaði um 242 milljónir króna á liðnu ári, úr 1.814 milljónum króna í 1.572 millj- ónir króna, samkvæmt áætluðu markaðsvirði, sem er 13,5% eigna- rýrnun. Tekjur Burðaráss voru 75 milljónir króna, sem jafngildir um 4,8% ávöxtun hlutaíjárins á árinu. Hefðu 1.814 milljónirnar verið ávaxtaðar í spariskírteinum ríkis- sjóðs á liðnu ári hefði arður fjárfest- ingarinnar verið 6,7% og þannig hefðu tekjurnar af fjárfestingunni orðið um 120 milljónir króna. Hefði ávöxtunin á hinn bóginn verið sam- bærileg við meðalútlánavexti banka á liðnu ári hefði hún orðið 9,1% og tekjur af ijárfestingunni þannig orðið 165 milljónir króna. Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi: „1,4 milljarðar króna tapaðir vegna hluta- bréfa í Burðarási" í miðopnu. Sænsku konungs- hjónin hér KARL Gustav Svíakonung- ur og kona hans Sylvía drottning höfðu viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í gær- morgun, en þau voru á leið til Washington í Bandaríkj- unum. Flugvél konungshjónanna bilaði á leiðinni vestur um haf og var því ekki talið óhætt að þau héldu för sinni áfram. Varnarliðið hljóp því undir bagga með konungshjónunum og fengu þau far með flugvél bandaríska hersins, sem var einmitt að fara til Washing- ton.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.