Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður SR
Haraldur Haraldsson hef-
ur brugðist trúnaði okkar
BEIÐNI var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um að ís-
mjöl hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Benedikt Sveinsson, stjórnar-
formaður SR, sem á 43% í ísmjöli hf., segir trúnaðarbrest vera af
hálfu meirihluta eigenda fsmjöls við Harald Haraldsson. Fullreynt
sé, að ísmjöl geti ekki greitt skuldir sínar til þýska fyrirtækisins
Kurt A. Becher. Benedikt segir meirihluta eigenda ísmjöls hafi talið
eðlilegt að skiptaráðandi hefði milligöngu um samningaviðræður við
Þjóðveijana, en ekki Haraldur Haraldsson, sem ekki nyti lengur
trausts meirihluta eigenda.
„Það er búið að reyna að semja
við þýska fyrirtækið Kurt A. Bech-
er mánuðum saman og Haraldur
Haraldsson hefur haft milligöngu
þar um, án þess að verða nokkuð
ágengt. Haraldur nýtur ekki þess
trúnaðar, sem nauðsynlegur er, frá
meirihluta hluthafanna í Ismjöli, til
þess að vera lengur milligöngumað-
ur við Þjóðverjana," sagði Benedikt
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Varðandi ummæli Sigurðar Ein-
arssonar, framkvæmdastjóra fsfé-
lags Vestmannaeyja, eins hluthaf-
anna í ísmjöli, sagði Benedikt að
eini ágreiningurinn á milli hans og
meirihluta eigenda ísmjöls hefði
verið sá, hvort setja ætti fyrirtækið
í gjaldþrot nú þegar, eða fresta því
um 10 til 15 daga.
Ekki hæfur til þess að hafa
milligöngu
„Ég veit ekki annað en Sigurður
sé okkur sammála um það, að fyrir-
tækið sé í raun og veru gjaldþrota.
Það er aukaatriði í mínum huga
hvort fyrirtækið fer í gjaldþrot 10
eða 15 dögum fyrr eða síðar. Við
erum einfaldlega búnir að missa
þolinmæðina," sagði Benedikt. „Það
er trúnaðarbrestur við Harald Har-
aldsson og við teljum hann ekki
hæfan til þess að hafa þessa milli-
göngu. Hann hefur legið á upplýs-
ingum, ekki skilað boðum frá íjóð-
veijunum til mjölframleiðendanna
og hann hefur brugðist trúnaði okk-
ar.“
Neikvæð eiginfjárstaða
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóri Faxamjöls
og stjómarformaður ísmjöls, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær:
„Mín afstaða er klár, félagið er með
neikvæða eiginflárstöðu, skv. upp-
gjöri endurskoðanda. Stærsti hlut-
hafi í félaginu gerði tillögu um að
félagið yrði tekið til gjaldþrota-
skipta og ég taldi mér ekki annað
fært heldur en að verða við þeirri
beiðni og styðja þá tillögu enda eru
gjaldþrotalögin alveg skýr um
þetta. Meira hef ég ekki um málið
að segja," sagði Gunnlaugur.
Gunnlaugur vildi ekki tjá sig um
að þýska fyrirtækið Kurt A. Becher
hafi verið reiðubúið að semja um
skuldir ísmjöls við fyrirtækið, eins
og haft var eftir Sigurði Einarssyni
í Morgunblaðinu á sunnudag.
Morgunblaðið/Júlíus
Á slysstað í Kópavogi á laugardagskvöld.
Stórslasaður eftir
umferðarslys
ÞRJATIU og átta ára gamall maður er mikið slasaður eftir að bíll
sem hann var farþegi í hafnaði
skammt sunnan brúnna í Kópavogi,
Tveir menn voru í bílnum þegar
að var komið, sá slasaði meðvit-
undarlaus í framsæti og lítið slas-
aður 33 ára maður í aftursæti
bílsins, sem sagði að þriðji maður-
inn hefði ekið bílnum en hlaupið
á brott eftir slysið. Sá sem slasað-
ist er ekki talinn í lífshættu að
á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi,
um klukkan 11 á Iaugardagskvöld.
sögn lögreglu í Kópavogi en mik-
ið slasaður og liggur á sjúkra-
húsi. Ekki er enn ljóst hver ók
bílnum og framburður vitna sem
komu að slysinu hafði ekki varpað
ljósi á það í gær. Sambýliskona
þess sem slapp lítið meiddur er
eigandi bílsins.
Formaður fjárlaganefndar um athugxm Ríkisendurskoðunar á sölu SR-mjöls
Meðferð skýrslunnar er
á valdi fjárlaganefndar
FJÁRLAGANEFND Alþingis hefur boðað til fundar með fulltrúum
Ríkisendurskoðunar í dag um skýrslu Rikisendurskoðunar um
sölu hlutabréfa ríkisins í SR-mjöli hf. Eindregnar kröfur komu
fram á Alþingi í gær frá forustumönnum sljórnarandstöðuflokk-
anna um að skýrslan verði birt en ríkisendurskoðandi hefur lýst
því yfír að hann vijji ekki birta skýrsluna meðan málið sé til
meðferðar fyrir dómstólum. Forsætisnefnd Alþingis fjallaði um
málið í gær en komst ekki að niðurstöðu.
Sigurður Helgi Sveinsson
Leit hald-
ið áfram
LEITIN að Sigurði Helga
Sveinssyni Foldahrauni 40d,
Vestmannaeyjum, sem týnd-
ist í sjó á fimmtudag, hefur
ekki enn borið árangur.
Leitað var með neðansjávar-
myndavél en þeirri leit var
hætt fyrr en áætlað var þar sem
vélin bilaði. Að sögn lögreglu
er gert ráð fyrir að leit haldi
áfram í dag.
í dag
Verkaskipting sjúkrahúsa
Barnadeild á Borgarspítala 22
Tryggingar__________________
Hagnaður hjá Sjóvá-Almenn-
um 24
Suður-Afríka
Úrslitatilraun til að ná sáttum
29
Leiðari
Vandi SÞ í Bosníu 30
IHtrjgniiMitMfc
► Njarðvíkingar urðu ísiands-
meistarar í körfuknattleik -
Bjami Sigurðsson og Kristján
Jónsson góðir í Noregi - Sigrún
Huld setti sjö heimsmet
Sigbjörn Gunnarsson formaður
fjárlaganefndar sagðist í umræð-
um á Alþingi í gær telja eðlilegt
að Ríkisendurskoðun kynnti fjár-
laganefnd niðurstöður sínar, enda
væri skýrslan gerð að ósk þeirrar
nefndar. Það hlyti síðan að vera á
valdi fjárlaganefndar hvemig hún
teldi eðlilegast og réttast að nota
þessar upplýsingar. Upplýsti Sig-
bjöm að fjárlaganefnd hefði verið
Magnús Pétursson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sem
fékk eitt atkvæði í bankaráðinu
segir að Sighvatur Björgvinsson
viðskiptaráðherra hafi hvatt sig
til að sækja um stöðu seðlabanka-
stjóra 12. mars sl. eftir að auglýst-
ur umsóknarfrestur bankaráðsins
boðuð til fundar með ríkisendur-
skoðanda vegna málsins í dag og
myndi nefndin þá taka ákvörðun
um framhald málsins.
Fyrirvari um birtingu
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis sagðist hafa beðið ríkisend-
urskoðanda um greinargerð um
málið, m.a. í framhaldi af ósk
Guðrúnar Helgadóttur 3. varafor-
var mnninn út. Aðstoðarmaður
ráðherra hafi komið þeim boðum
ráðherrans til sín að hann vænti
þess að sjá umsókn hans meðal
umsækjenda um bankastjórastöð-
umar og í framhaldi af því hafí
hann ákveðið að sækja um.
Sjá nánar á bls. 58.
seta Alþingis og þingmanns Al-
þýðubandalags um að forsætis-
nefnd þingsins fjallaði um málið.
Sú greinargerð hefði borist í gær-
morgun og verið til umræðu á
fundi forsætisnefndar í gær.
Salome tók fram að þessi greinar-
gerð hefði ekki fjallað um efni
umræddrar skýrslu heldur einung-
is um málið og meðferð þess:
Salome sagði að forsætisnefnd
hefði ekki afgreitt málið í gær
heldur talið nauðsynlegt að afla
frekari gagna. Þá myndi málið
væntanlega skýrast eftir fund fjár-
laganefndar í dag.
Fjárlaganefnd óskaði eftir
skýrslu Ríkisendurskoðunar 12.
janúar. Salome upplýsti að ríkis-
endurskoðandi hefði nokkru síðar
tilkynnt fjárlaganefnd munnlega
þann fyrirvara að hann myndi ekki
birta greinargerð um málið ef það
færi fyrir dómstóla, að minnsta
kosti ekki meðan málflutningur
færi fram. Fjárlaganefnd hefði
ekki gert athugasemd við þennan
fyrirvara.
„Nú hefur verið upplýst að
greinargerð ríkisendurskoðunar sé
á lokastigi en jafnframt ljóst að
munnlegur málflutningur fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í máli út
af sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf.,
verður 25. apríl nk. Ríkisendur-
skoðandi boðaði því í síðustu viku
að greinargerð hans yrði ekki birt
að svo komnu máli,“ sagði Salome
á Alþingi í gær.
Gagnrýni á málsmeðferð
Ólafur Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins tók
málið upp á Alþingi í gær og sagði
það skoðun þingflokks Alþýðu-
bandalagsins að birta ætti skýrslu
Ríkisendurskoðunar tafarlaust í
ljósi upplýsinga sem þingflokkur-
inn hefði fengið um að í skýrsl-
unni kæmi fram gagnrýni á með-
ferð málsins. Ólafur sagði að engin
rök, lagaleg, stjómarskrárleg eða
siðferðileg, væru fyrir því að leyna
þingmenn skýrslunni. Páll Péturs-
son formaður þingflokks Fram-
sóknarflokks og Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir formaður þing-
flokks Kvennalista tóku undir kröf-
ur um að skýrsla Ríkisendurskoð-
unar yrði birt.
Þegar Morgunblaðið spurði Ólaf
Ragnar hvaða upplýsingar hann
hefði vitnað í sagði hann þær koma
fram í bréfi ríkisendurskoðanda til
forseta Alþingis sem forsætisnefnd
fjallaði um í gær. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðisins segir í bréfí
ríkisendurskoðanda að trú sínu
hlutverki láti stofnunin í ljósi álit
sitt á gangi mála og vinnubrögðum
við sölu hlutabréfanna og gagnrýni
það sem hún telji að betur hefði
mátt fara.
Morgunblaðið/RAX
Dauður fugl
a fjorur
TALSVERT af dauðum fugli
rak í gær á fjörur á Seltjarnar-
nesi frá golfvelli Nes-klúbbsins
og að Gróttu. Að sögn lögreglu
er talið líklegt að um sé að
ræða fugla sem flækst hafi í
netum og drepist og síðan rek-
ið á land.
Guðmundur Magnússon um ráðningu
bankastjóm við Seðlabanka íslands
Niðurstaðan er lítils-
virðing við bankaráðið
ÁKVÖRÐUN Sighvats Björgvinssonar um skipun seðlabanka-
stjóra sætir harðri gagnrýni. I gær sagði Ágúst Einarsson, formað-
ur bankaráðs Seðlabankans, sig úr ráðinu vegna skipunar Stein-
gríms Hermannssonar og segir hann að pólitískir hagsmunir
hafi verið látnir ráða umfram fagleg sjónarmið. Guðmundur
Magnússon, prófessor, sem fékk þrjú atkvæði í atkvæðagreiðslu
bankaráðsins á föstudag, segir um niðurstöðu ráðherra að Iíklega
sé óþarft að hafa bankaráð við Seðlabankann. Ákvörðun ráð-
herra sé ákveðin lítilsvirðing við bankaráðið og fyrirlitning á
þekkingu. Hann segist ætla að hugsa sitt ráð hvort hann muni
segja sig úr bankaráðinu.