Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Gamalkunnur draugur mætir mér á förnum vegi eftir Ásgeir Jakobsson Spakvitringakjaptæði er eitt af því, sem aldurinn færir mönnum, þegar þeir gerast linir tii verkanna, og af því eftirfarandi upphafspistill um frelsisdrauginn í grein um íslenzk fisksölumál, sem þykja heldur óspak- leg mál, og heyra fremur undir greind en mannvit, og það sem verra er, heiðarleika. Frelsisdraugurinn Mannkynið hefur frá upphafi sínu mátt búa við draug, sem býr í frels- inu, og veldur því að ótakmarkað frelsi drepur sjálft sig og með sér þann, sem nýtur þess. Við getum skilgreint stuttlega frelsisdrauginn í mannlífinu sem sjálfseyðingarafl, og það sé hann, sem sé á ferð, þegar við í frelsi leiðumst til ólifnaðar, sem verður okkur að fjörtjóni. Með öðrum orðum, freisisdraugurinn er sjálfs- morðsdraugur þeim, sem ekki varast hann. Undir þessari vitneskju um frelsið leggur maðurinn, hver ein- staklingur, sem vill halda lífi, á sig ýms höft í hegðan sinni og ríkis- stjómir höft á þegnana til að bjarga þjóðlífinu frá ótakmörkuðu frelsi. Nú er það svo, að frelsi er eilífðar markmið mannsins og sjálfsmorðs- draugur frelsisins af þeim sökum manninum hundleiðinlegur förunaut- ur, kostar sífellda gát. Það er ekki mikið, sem maður má gera án þess, að hann sé kominn að spilla ánægj- unni. Af þessum heljarinnar allsheijar- draug mannsins í frelsislífinu eru óteljandi útgáfur af skottum og mór- um, sem birtast okkur á ýmsum svið- um mannlífs og þjóðlífs, og ekki sízt í viðskipta- og athafnalífínu. Fisksölu-Mórinn í fisksölu landsmanna hafa menn oftlega fundið sárt fyrir Móra, sem spillir flsksölu, ef hun er ftjáis og hann leikur lausum hala. Samkeppni á að leiða til þess með þjóðum, að atorka einstaklinganna njóti sín og hleypi lífí í þjóðlíf til framsækni og auðugra mannlífs. Samkeppnin er kölluð neikvæð, þegar hún fer að hafa öfug áhrif við þennan æskilega tilgang. Hún tekur þá að snúast um sjálfa sig í stað framsækni. Þá segjum við að Móri sé kominn í samkeppnina. í viðskiptalífinu þekkjum við ís- lendingar bezt Fisksölu-Móra, sem hefur Iaumað sér inn í físksölumál okkar. Það er hann, sem hefur vald- ið því, að sölufrelsið hefur lent í þeim ógöngum, að einstaklingamir hafa gripið til þess að biðja um aðstoð stjórnvalda, og þau þá hneppt frelsið í kerfi, sem erfítt hefur síðan reynzt að losa um, þegar það tók að reyn- ast illa. Stjómkerfí festast með þjóðum og hafa ekki þann sveigjanleika, sem nauðsynlegur er í síbreytilegum tíma. í frelsinu er þvf einstakiingum nauð- synlegt að leggja á sig eigin höft, svo að ekki komi til þeirra langæju viðja, Ritgerðimar skulu vera á íslensku. Þær skulu studdar heimildum og vera að hámarki 60.000 (sextíuþúsund) slög að lengd eða u.þ.b. 20 vélritaðar síður. Áskilinn er réttur til að hafna ritgerðum sem fara að nokkru marki fram úr þessari lengd. Markmið aðstandenda samkeppn- innar eru einkum að hvetja til heim- ildasöfnunar, skrifa um tímabil sem fremur lítið hefur verið skrifað um og umhugsunar um sögu og umhverfi. Þriggja manna dómnefnd dæmir sem stjómvaldshöft jafnan verða. Nú era allir að selja físk út um allar jarðir og því ekki úr vegi að rifja upp kafla af Fisksölu-Móra í físksölusögu þjóðannnar. í frelsi til sölusamkeppni er sölu- mátinnn: „Ég fyrir mig.“ Hann er í eðli sínu af því góða, þannig nýtur sín atorka einstaklingsins. En það geta alltaf myndast þær aðstæður að einstaklingarnir þurfí að vinna saman og þá nauðsynlegt að þeir geri það af sjálfsdáðum, en ekki undir hatti rikisvaldsins, því þá fest- ast þeir í nýju helsi og ævinlega lang- varandi, sem að ofan segir. Hér verður fært upp dæmi frá fyrri tíð, þar sem Fisksölu-Mórinn lék lausum hala. Þá vora margir að selja sömu fisktegundina á sama mark- aði, og bjóða fískinn á mismunandi verði og mismunandi kjörum, og leita til ótal kaupenda, oft svikulla. I þess- um gangi féllu svo seljendumir sundraðir á mörkuðunum. Við þessar aðstæður fítnar Fisksölu-Mórinn eins og púkinn á fjósbitanum í fjósinu í Odda um árið og hlær aldrei meira, en þegar menn era farnir að vinna hver gegn öðram í sölunni. Á Hótel Continental 1920 Uppi vora á fyrri hluta þessarar aldar Síldar-Einherjar, kallaðir Síld- arspekúlantar. Þeirra lífsmáti var að lifa hátt í stundinni, heyja harðar orustur, falla í öllum herklæðum, rísa upp aftur og taka að beijast í síld- inni. Þeir kepptu um alla skapaða hluti, báta, fólk, og náttúrlega síld, og á mörkuðum, þar sem þeir féllu oft eins og hráviði undir foryztu Móra, þó fleira yrði þeim til falls á tíma, sem var þeim andstæður. Síldarspekúlöntum þessum leidd- ust Danir og þó sérstaklega danskur matur og haustið 1920 höfðu þeir slegið sér saman og keypt, að nafn- inu til, hótel úti á Amager við Kaup- mannahöfn. þar sem síldin þeirra lá öll á hafnarbökkum (stórum atöflum, og aldrei stærri — og aldrei óseljan- legri. Einheijamir á Hotel Continental vöknuðu jafna snemma á morgnana, gengu kringum tunnustafla sína, til að meta þá til söluverðs, æ lægra með hveijum deginum. Síðan héldu þeir inní bæinn og dreifðu sér þar undir foryztu Móra að bjóða síldina sína á lækkaða verðinu, sem hver hafði ákveðið fyrir sjálfan sig. Þótt enginn sigur ynnist um daginn gerðu þeir kvöldin sér glöð í mat og drykk, kölluðu á konur til skemmtun- ar og að þjóna sér til borðs og sængur. Einheijar þessir höfðu keypt hótel sitt í skuld, síldina sína í skuld og sjálfra beið þeirra að falla í skuld einn daginn. Síldarstaflamir höfðu ekki hreyfzt, þegar þeir tóku saman pjönkur sínar og héldu heim. Þeir fengu á sig mörg hörð árin undir Fisksölu-Móranum, þessir. Móri drepinn í samlögnm undir ríkisvaldi Móri hafði einnig laumað sér inn ritgerðimar. Hana skipa sagnfræð- ingamir Sigríður Th. Eriendsdóttir cand. mag., Helgi Þorláksson dr. phil. og Bragi Guðmundsson cand. mag. Dómnefnd tekur einkum mið af þremur atriðum við mat sitt á ágæti ritgerðanna, sögulegu gildi þess sem lýst er; heimildameðferð; málfari og stíl. Veitt verða 200.000 (tvöhundruð- þúsund) króna verðlaun fyrir bestu ritgerðina og verður hún birt í tímarit- um Sögufélags, Sögu eða Nýrri sögu, í saltfisksöluna þessi sömu ár og olli þar svo miklum óskunda, að Lands- bankavaidið, og síðar ríkisstjómin, fóra þar að stjóma sölumálunum, og stofnað var Samband íslenzkra fisk- framleiðenda 1932. Fisksölumönnum var þessi óreiðu- saga í saltfisklífinu minnisstæð og stóð svo mikil ógn af henni, að þeg- ar frystivinnsla hófst í lok fjórða áratugarins fiýttu menn sér að mynda með sér samlag, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, 1942. Bæði þessi sölusamtök reyndust til þjóðnytja við þær aðstæður, sem þau mynduðust. I öðru tilvikinu var það ekki aðeins óreiðan, sem komin var í saltfisksöluna, heldur voru markaðslöndin lokuð með stjórn- valdsaðgerðun og þá dugir ekki að mæta því með öðru en stjórnvöld sölulandsins semji. í síðara tilvikinu var auk þess um að ræða að fínna markaði fyrir nýja fiskvinnslu, og þar þurfti meira til, en einstaklingar töldu sig fá ráðið við. Áram saman, reyndar áratugum, Ieiddu fískframleiðendur ekki hug- ann að frelsi í físksölu, máttu ekki heyra á það minnst. Þessi samlög tímguðust vel í skjóli ríkisvaldsins, sem vemdaði þau ásamt Sjávarafurðadeild SÍS. Þeim var svo viðhaldið af rikisvaldinu löngu eftir að mönnum þótti mál til komið að þau væru látin reyna sig í samkeppni. Það höfðu hörkukarlar valizt til foryztu í þessum samlögum og unnið þeim, af elju og dugnaði, trausta markaði. Samlögin festust í sölu og vinnslu á þessa traustu markaði og reyndust treg til að nýta aðra mögu- leika sem mynduðust í breyttum tíma, á þeim forsendum, að því fylgdi áhætta að sinna ekki til fulls traust- um markaði vegna annars, sem betur byði á einhveijum tíma, en ekki vitað hvert hald yrði í þeim markaði. Eins og jafnan verður, þegar eng- íh er aíiitíkeþpHln áriitugum saman, þá stöðnuðu samlögin í vinnslu sinni á hinn trausta markað. í skjóli ríkis- valdsins réðu þau fískverði í landinu til útgerðar og sjómanna og það var jafnan langt undir markaðsverði í nágrannalöndunum. Þetta bjargað- ist, eða hét svo, vegna þess, hve veiðar voru afkastamiklar, en auðvit- að tóku menn, þegar fram í sótti, að verða æ ósáttari við að vinnslan, og þá einkum frystivinnslan, væri stór baggi á fiskveiðunum. Þær vora alltaf reknar með halla, jafnt og vit- að var að veiðamar væru gróðafyrir- tæki, ef þær nytu markaðsverðs. Þar kom á níunda áratugnum að ferskfískmarkaðir urðu svo álitlegir, að útgerðarmenn, en þó öllu fremur sjómenn, sögðust ekki lengur róa fyrir úrelta fískvinnslu og rafu þetta samlagskerfi í vinnslu og sölu. Þetta reyndist einnig samlögunum til góðs. Þau tóku að endurhæfa sig í sam- keppninni, sem myndaðist við fijáls- ræðið í markaðsfrelsi ferska físksins. Þótt enn sé svo, að frystivinnslan sé ekki samkeppnisfær, verður það gegn venjubundnum ritlaunum sem bætast við verðlaun. Áskilinn er rétt- ur til að verðlauna og birta fleiri rit- gerðir eða hafna öllum. Stefnt er að því að úrslit verði kunngerð 30. nóv- ember 1994. Nánari upplýsingar um keppnina, ásamt reglum og leiðbeiningum dóm- nefndar, fást hjá Sögufélagi og á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri. Ritgerðunum skal skila, í þremur eintökum hverri,, til Sögufélags, Fischerssundi 3, pósthólf 1078, 121 Reykjavík. Þær á að merkja með dulnefni og nafn höfundar skal fylgja með í umslagi, merktu dulnefninu. Skilafrestur er til 31. ágúst 1994. Ásgeir Jakobsson „ Annállinn er dag- bókarfærslur Olafs þessi tíu ár og það held ég að þetta sé einstæð bók að gerð og trúlega ætluð af hálfu annáls- ritarans sem varnaðar- orð við Fisksölu-Móra í frelsinu nú.“ innan tíðar, ef menn vernda frelsið, og þá ekki sízt fyrir Fisksölu-Móran- um, og láti hann ekki komast upp með að leiða til innbyrðis baráttu, undirboða og annarrar óreiðu í físk- sölum, að frelsið nái að skila þeim jákvæða árangri, sem í því á að vera fólginn. Á Hótel Eko 1983 Á níunda áratugnum fóra menn, svo sem að framan segir, að sjá fram á „gullöld og gleðitíð" f frelsinu. Menn skyldu ætla, að hafður væri allur varinn á gamla Fisksölu-Móran- um — en skýtur hann þá ekki strax upp kollinum 1983, jafnsprækur og 1920, sextíu og fímm áram fyrr á Hótel Continental á Amager, en nú á Hótel EKO í Lagos, í skreiðarsölu níunda áratugarins. Þar tók Fisksölu-Mórinn að etja saman mönnum í fisksölu, aldrei frískari við iðju sína. Sú saga af Fisk- sölu-Móra á nú að vera öllum enn í fersku minni, en fyrst menn gátu 1983 gleymt sögunni af Móra 1920 og 1930-32, því skyldu menn þá ekki gleyma skreiðarsöluárinu 1983, og því vissara að minna á það nú, þegar margir eru að selja hér og þar um allan hnöttinn, og þurfa að hafa þetta f huga, að snúast ekki hver gegn öðram og sjálfum sér, og kalla yfír sig helsi á ný. Sagan af Fisksölu-Móra er ítar- lega rakin í nýútkoininni bók, Skreið- arannál Ólafs Bjömssonar, formanns og síðar framkvæmdastjóra Samlags skreiðarframleiðenda á árunum 1883-92. Annállinn er dagbókar- færslur Ólafs þessi tíu ár og það held ég að þetta sé einstæð bók að gerð og trúlega ætluð af hálfu anná- lsritarans sem vamaðarorð við Fisk- sölu-Móra í frelsinu nú. Ekki verður Skreiðarannáll rakinn hér nema í útleggingu. Hann er 162 síðna bók, þétt sett hryllingssaga. Ekki heldur verður á neinn hátt rak- inn hlutur aðila. Enginn getur staðið fyrir því hlutarappgjöri nema anná- lsritarinn sjálfur, en hann er óragur maður, gamall togarajaxl, og hefur marga hildi háð til sjós og lands. Útlegging- á skreiðarannál Skreiðarannáll hefst í þeim punkti, að skreiðarviðskiptin við Nígeríu voru komin í ógöngur. Nígería skuld- aði orðið mikið af skreið, innflutning- ur þar háður orðinn leyfum, og birgð- Ritgerðasamkeppni vegna 50 ára afmælis lýðveldisstofnunar SÖGUFÉLAG, Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Sagnfræðingafé- lag íslands efna til ritgerðasamkeppni um sjálfvalið efni úr sögu ís- lands á lýðveldistímanum (1944-94). Öllum er heimil þátttaka. ir feikn miklar höfðu safnazt upp í skreiðarlandinu íslandi, eftir skreið- arverkunarárin miklu. Allt að 139 þús. tonn voru verkuð í skreið 1981, og mikið af skreið og hausum hertum 1980, ’81 og ’82. Eftir vertíðina 1983 — þá einnig verkuð skreið, ofan á binginn í landinu — töldu menn rétt að fara að telja saman pakkana í birgðum af skreið og hertum haus- um. Hvort tveggja var Nigeríu-vara. Þeir fengu út pakkatöluna 610 þús. 278. Þetta var svo metið lauslega á 102 milljónir dollara, og þar sem dollarinn var á 25 kr. lagði þessi skreiðar- og hausaeign sig á tvö þúsund og fímm hundrað milljónir íslenzkra króna. Við þetta bættist svo allmikið af skreið sem farin var til Nigeríu, en ekki fengist greidd. Það kom vísum mönnum saman um, að ekki myndi nú minna duga en sækja Nigeríumenn heim, með sameiginlegum herleiðangri þriggja helztu skreiðarframleiðanda landsins. Að þeim herleiðangri stóðu þijú samlög, Samlag skreiðarframleið- anda, SÍS og íslenzka umboðssalan. Þessi samlög þijú, og reyndar einnig eitthvað af einkaaðilum, vora öll að selja sömu físktegundirnar á sama markað, og á hann Jiafði verið fram- leitt miklu meira en hann þoldi mið- að við það ástand, sem var í markaðs- landinu. Nú reið á að allir væra á einu máli um verð og viðskiptakjör og létu ekki kaupendur skuttoga sig sundraða. Þeir sigldu eftir sameiginlega kompásstrikinu „Allir eitt“ á Nígeríu. En þegar þeir höfðu tekið þar land kom í ljós að þeir höfðu allir tekið með sér vasakompása til að rata eft- ir hver fyrir sig í landinu. Hörgull var á góðu hótelrými og það fara ekki sögur af því hversu ljúft þeim var að flytja allir inná sama hótelið, því það kom strax á daginn, að sumir þeirra vildu sem minnst vita af félögum sínum. Það varð því held- ur dapur félagsskapurinn, engar kon- ur og engin sameiginleg drykkja á kvöldin, sem var nú kannski ógæfan. Ef þeir hefðu sameiginlega drukkið sig fulla og rætt málin í því ástandi hefði getað farið öðravísi en fór. I stað þessa fóra þeir að læðupokast og „fela“ sig hver fýrir öðram, segir í Skreiðarannál. Ekkert skal um það sagt hér, hver fyrstur smeygði sér útum bakdyr til að stfnga félaga sína af, en þar kom að þeir tóku hver um sig að leita með vasakompásum sínum, gagns- lausum í óreiðu segulsviði Nigeríu, og gerðu ekki annað en villast milli kaupenda fúsum til kaupanna, en seðlar lágu ekki á þeirra borðum, en nóg af loforðum og fyrirheitum. Þegar íslenzku seljendurnir fóru að leita að kaupendum hver fyrir sig, leystist félagið „Allir eitt“ upp í félagið „Ég fyrir mig“ og það síðan í félagið „Hver gegn öðram.“ Ekkert samráð var lengur með mönnum. Fisksölu-Móri var tekinn við sölunni. í raun gat aldrei verið um annað að ræða, ef árangur átti að verða af ferðinni, en það, að íslenzku selj- endurnir leituðu sameiginlega uppi stjómvöld, sem gætu gefíð leyfi til innflutnings, og síðan væri leitað sameiginlega að kaupendum, tilboð þeirra rædd sameiginlega, og sam- eiginlega kannað hvaða getu þeir hefðu til kaupanna. Annálsritarinn, Ólafur, telur sig hafa átt völ á japönskum kaupanda í olíuviðskiptum í Nígeríu, en þá hafí allir hinir talið sig einnig hafa fundið álitlega kaupendur og engin samstaða náðist um hinn japanska, sem var að mati Ólafs sá eini, sem hafði getu til kaupanna. Það er ekki að sjá að selzt hafi einn einasti skreiðarpakki í þessari reisu 1983 undir stjórn Fisksölu- Mora. Um framhaldið vísast til Skreiðar- annáls Ólafs Björnssonar, Varið ykkur, ungu menn með stresstöskurnar, seljandi físk útum allar jarðir, á honum Fisksölu-Móra. Hann getur bundið skamman endi á frelsi ykkar til sölunnar, ef hann nær að gera sig gildandi. Það lifír enn óttinn við frelsið með mönnum, sem muna sögu Móra, og þau stjórnvöld verða alltaf til, sem telja frelsi ógott í fisksölu, og geta haft mikið til síns máls, ef þið gætið ykkar ekki fyrir Móranum. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.