Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
21
Herbalife, hvað er það?
eftir Rafn Líndal
Undanfarið hefur orðið mikil
umræða um efni sem notað er til
megrunar eða sem fæðubótarefni
og selt er á kynningum eða af sölu-
mönnum beint til fólks. Efnið kall-
ast „HERBALIFE“, en heitir raun-
verulega „Diet Disc“ formula 1 sem
er duft til að hræra út í vökva og
Formula 2 eru töflur. Hvorki selj-
endur eða kaupendur virðast hafa
hugmynd um hvað í þeim er og
hvort þau eru nokkuð annað en ein
tilraunin enn til að féflétta fólk sem
vill losna við aukakílóin. Efnið er
óheyrilega dýrt miðað við magn og
gæði innihaldsefna. En til að alls
hlutleysis sé gætt mun ég telja upp
innihaldsefnin í formulu 1, hver þau
eru og hver gæði þeirra eru miðað
við svipaða framleiðslu frá öðrum.
Þeir sem nenna að lesa þetta og
vilja fræðast um efnið geta svo
sjálfir dæmt gæði þess eftir lestur-
inn. Auk vítamína og steinefna,
próteins og fitu er í Herbalife mjög
mikið af trefjum í ýmsu formi.
Prótein og sykur, bindiefni og loks
þurrkað jurtaduft af tveim tegund-
um. Auk þess eru tvær gerðir af
meltingarensímum unnum úr jurt-
um eða ávöxtum.
Próteinið. í Herbalife er aðal
próteinið sojaprótein ásamt kaseini
sem er annað af tveim próteinum
úr mjólk. Metið út frá sk. Liffræði-
legu gildi (e. biological value =BV)
próteina sem segir til um hve mik-
ið af því próteini sem meltist fer
til uppbyggingar vöðva, kemur soja
prótein illa út en kaseins sæmilega
(sjá töflu). Sojaprótein á ekkert
saman nema nafnið og það fer það
eftir því hvernig það er unnið hve
gott það er. Besta sojapróteinið á
markaðnum kallast „Supro“ eða
superior protein á ensku. Það er
ekki að finna í Herbalife.
Tafla 1. Besta próteinið metið út
frá BV.
Prótein. Líffræðileg gildi (BV)
Whey (jónaskipta) prótein. 157
Whey (lactabúmín) 104
Egg(heil) 100
Eggjahvíta 88
Nautakjöt 80
Kasein 77
Sojaprótein 74
Á töflunni má sjá að besta pró-
teinið, sem kallast Whey-prótein á
ensku og mætti kalla mysu-prótein
á íslensku og á fræðimáli lactalb-
úmín er besta próteinið til þess að
efla vöðvavöxt og draga úr vöðvan-
iðurbroti við megrun. Ef þú tapar
vöðvum við megrun hægist
brennsla strax og þú fitunar hraðar
aftur þegar þú springur á kúrnum.
Likt og með soja prótein skiptir
máli hvernig mysu-próteinið er
unnið. Mysu-prótein er uppistöð-
uprótein í móðurmjólkinni og inni-
heldur mikið magn af amínósýrum
sem kallast greinóttar amínósýrur
(e. branched chain) og fara beint
til vöðvanna og örva uppbyggingu
og draga úr niðurbroti þein-a. Fólk
í megrun, íþróttamenn, börn i örum
vexti og sjúklingar undir álagi þurfa
einmitt mikið magn þessara amínó-
sýra. Allar gæðavörur sem standa
undir nafni nota mysu ( Whey) eða
eggjaprótein sem uppistöðu.
Kolvetnin (sykurinn) í Herba-
life er uppistaðan ávaxtasykur
(frúktósi) sem er einsykra sem
brotnar hægt niður og veldur litlum
blóðsykursveiflum. Sem slíkur er
ávaxtasykur heppilegur því miklar
blóðsykursveiflur og hár styrkur
insúlíns hormónsins í blóðinu sem
af því hlýst eykur á fítusöfnun.
Einnig er þar að finna hunangs- ’
duft sem inniheldur líka mikið af
ávaxtasykri. Mikið magn ávaxta-
sykurs er ekki gagnlegt því hann
hækkar þríglýseríð í blóðinu (ein
gerð blóðfitu) og einnig þvagsýru
sem í ofmagni veldur sjúkdómi sem
kallast þvagsýrugigt. Ávaxtasykur
er hinsvegar heppilegur í litlu
magni til þess að endurnýja forða-
orku lifrar eftir æfingar og keppni.
Eftir innihaldslýsingunni er aðai-
uppspretta sykurs í Herbalife úr
ávaxtasykri og hunangi. Í sam-
bærilegri framleiðslu frá mörgum
framleiðendum eru notuð flókin
kolvetni úr korni eða keðjur af
þrúgusykuri sem brotna hægt niður
og nýtast sem orka til vöðvanna.
Með því er notaður 2% styrkur
ávaxtasykurs til að fylla á forða-
orkubirgðar lifrar. í 100 g. dufts
Herbalife eru 40 g. sykurs, aðallega
úr ávaxtasykri. Hann er ódýrari
en flóknu kolvetnin eða þrúgusyk-
urkeðjurnar og af honum er sykur-
bragð sem er ekki af hinum tveim.
Ástæða fyrir mikilli notkun ávaxta-
sykurs í próteinduft er þvi vegna
þess að hann er ódýrari og af hon-
um er sykurbragð, en ekki að hann
sé heppilegri sem hann er klárlega
ekki nema í litlu magni.
Vítamínin og steinefnin. í Herba-
life eru 11 vítamín öll í mjög litlum
skömmtum. í duftið vantar hins-
vegar Fólinsýru sem er hluti af
B-vítamín flokknum. Skortur fólín-
sýru dregur úr vexti fruma líkam-
ans, sérstaklega vöðvafrumum og
rauðum blóðkornum. Fólinsýra er
viðkvæm og þolir illa suðu og
vinnslu matvæla en finnst í miklu
magni í dökkgrænu grænmeti og
korni. Offeitt fólk borðar almennt
meira af unnum matvælum og
minna af grænmeti og grófu korni
en þeir sem ekki eru offeitir. Allar
vörur sem ætlaðar eru til megrunn-
ar ættu að innihalda fólinsýru í
nægilegu magni. í Herbalife eru
steinefni þ.m.t. natríum og kalíum.
Kalsíum, járn , fosfór, magnesíum,
zink, kopar, Til vaxtar og viðhalds
þarf líkaminn auk þess: mangan,
króm, selen, joð, bór og molybden-
um og auk þess einnig, silocon,
kóbolt, flúor og nikkel og jafnvel
arsenUL og germaníum, tin og
vanadium. Snefilefnið króm sem
er eitt fárra efna sem eitt sér hef-
ur sýnt sig að hjálpa til við að örva
fitubrennslu og efnaskipti er ekki
að finna i Herbalife. Miðað við
annað próteinduft er innihaldið hér
líka rýrt og til alls sparað.
Trefjar. Í Herbalife er að fínna
mikið magn trefja á ýmsu formi.
Hýðistrefjar úr korni, sellulósi, gu-
ar duft, hafratrefjar, psyllium sem
myndar slím í þörmunum og pektín
er þar að finna. Alls 10 g./lOO g.
Trefjar eru gagnlegar fólki í megr-
un og stuðla að jafnari blóðsykri
og að fyllitilfínningu í maganum.
Þó trefjar séu nauðsynlegar fyrir
meltingu og heilbrigði þarmanna
þá væri auka trefja ekki þörf í
fæði vesturlandabúa ef fæða þeirra
væri ekki svona fitu og sykurrík.
Allar nauðsynlegar treíjar fengjust
þá með náttúrulegri óunninni fæðu.
Mikið magn trefja truflar frásog
stein og snefilefna.
Meltingarensím. í Herbalife er
að finna papaya sem samkvæmt
innhaldslýsingu ætti því að vera
heilt eða í bitum ! Væri það í duft-
formi ætti að standa papaya duft.
Papaya inniheldur papain sem er.
ensím sem hjálpar til við að melta
prótein. Auk þess er nefnt í inni-
haldslýsingu, papain og bromelain
sem er meltingarensím sem finnst
ma. í ananas.
Jurtaduft. í Herbalife er sam-
kvæmt innihaldslýsingu að fínna
„Fíflarótarduft" (e. dandelion root
powder) og „steinseljuduft" (e.
parsley powder). Samkvæmt texta-
bókum í lyfjafræði jurta innihalda
báðar jurtirnar efni sem örva þvag-
losun og hægðalosun. Enginn
framleiðandi með snefil af sjálfs-
virðingu notar hinsvegar jurtaduft
sem ekki inniheldur stöðluð virk
efni. Hvernig á annars að vita hvort
einhver virk efni er þar að finna .
Ef teknar eru 100 appelsínur og
leitað að C-vítamíni í þeim inni-
halda sumar ekkert C-vítamín og
nokkrar innihalda meira magn en
miðað er við. Hinar innihalda magn
þar á milli. Það sama á við um
jurtaduft. Það er til jurtaduft sem
inniheldur þekkt stöðluð efni sem
hafa sýnt sig að hjálpa fólki við
megrun en það er ekki að finna í
Herbalife. Jurtin Efedra inniheldur
„efedra“ og hana er hægt að fá
staðlaða með 6% efedra. Jurtin
Guarana inniheldur „koffein" sem
hægt er að fá staðlað meðl2%
koffein styrk. Rauður pipar inni-
heldur virkt efni sem heitir
„Capsicain" og örvar hitamyndun
líkamans. Engifer rótin inniheldur
„Gingerol“ sem örvar hitamyndun
líkamans. Ekkert af þessum efnum
er að finna í Herbalifeé og ekkert
staðlað innihaldsefni úr jurtum er
þar að finna.<ep> Fita. í Herbalife
er að finna Canola olíu (e. Cana-
dian Oil). Olian er unnin úr repju-
fræjum (e. rape seed) og inniheldur
báðar lífsnauðsynlegu fitusýrurnar.
Margar gerðir eru til af repjufræja-
olíu og vitað er að sumar þeirra
innihalda smá magn af fitusýru
sem kallast „erucic sýra“ og er ei-
truð. Margir mæla því með að
menn noti ekki olíu úr repjufræjum
nema klárt sé að það sé stofnum
sem hafa verið ræktaðir til að inni-
halda ekki erucic sýru. Olíur er
mjög erfitt að nota í duft því þær
þrána séu þær ekki unnar á sér-
stakan hátt (emulsion). Þess er
ekki getið í innihaldslýsingu Herba-
life. Herbalife inniheldur líka lechit-
in sem er efni sem er samsett úr
fósfati og fitusýrum. Gæði þess
fara eftir því hvaðan það er unnið
en það kemur hvergi fram. Lechit-
in hjálpar til við meltingu fitu og
við að halda fitu frá því að klump-
ast í blóðinu.
Textinn. Með duftinu fylgir texti
sem segir sögu Marks Huges nokk-
Rafn Lýndal
„Auk vítamína og stein-
efna, próteins o g fitu
eru í Herbalife mjög
mikið af trefjum í ýmsu
formi.“
urs og lýsir á átakanlegan hátt
uppvexti hans með sinni einstæðu
offfeitu móður sem sífellt var í
megrun. Hann ákvað því að gera
eitthvað í málinu. Það má hugsa
sér að helmingur íslendinga og
tveir þriðju Bandaríkjamanna hafi
sennilega alist upp með offeitum
mæðrum sem voru sífellt í megrun
án árahgurs. Flest allir sem hafa
reynt hafa þó gert betur en Mark
Huges ef Herbalife er það besta
sem hann getur gert. í textanum
er því einnig lýst hvernig Herbalife
byggi upp líkamann, innihaldi öll
lífsnauðsynleg næringarefni og
eyði fítunni, hreinsi þarmatoturnar
og sé fullkomin frumunæring. Allt
þetta er tóm tjara eins og ljóst má
vera af framanrituðu. Textinn er
auk þess óundirritaður og hvergi
kemur fram hver ritar hann eða
þýðir og hver flytur efnið inn. Það
að menn skulu fá skitu þegar þeir
byija á kúrnum er ekkert skrítið
þegar að duftið inniheldur bæði
hægðaörvandi efni, olíu og slím-
efni. Lyfjaeftirlitið á íslandi hefur
hingað til oft ekki leyft innflutning
á dufti unnu úr jurtum sem notuð
i 12, sími 44^33.
eru í fæðubótarefni, eftir því sem
undirritaður veit best, ekki einu
sinni þau sem innihalda stöðluð
efni. Ef svo er nú, eru það klárlega
mistök að leyfa innflutning þeirra,
en leyfa ekki innflutning efna sem
eru stöðluð og klárlega hættulaus
en innihalda einhveijum
mícrogrömmum „of mikið“ magn
vítamína eða steinefna samkvæmt
ráðlögðum dagskömmtum.
Niðurstaða. Sem megrunarvara
er Herbalife ekki merkileg fram-
leiðsla. Formúla 1 inniheldur léleg-
ít prótein til uppbyggingar og kol-
vetni sem er mestmegnis ávaxta-
sykur sem ekki er heppilegur í
duft sem þetta í miklu magni.
Herbalife inniheldur jurtaduft sem
ekki er staðlað og veldur þvaglosun
og hægðalosun. Það getur létt fólk
en gerir ekkert til að brenna fitu
og byggja vöðva. Duftið er rándýrt
miðað við sambærilega aðra fram-
leiðslu. Textinn sem fylgir er óná-
kvæmur og inniheldur mikið af vit-
leysum og er óundirritaður og sem
slíkur óábyrgt plagg. Herbalife
inniheldur hvorki Króm-picolinat,
L-carnitine, greinóttar amínósýrur
i miklu magni eða svipuð efni sem
eru meðal þeirra fárra sem hafa
sýnt sig að geta hjálpað fólki sem
vill losna við fitu og byggja vöðva.
Blanda styrktar og þolþjálfunar og
náttúruleg óunnin fæða ásamt
breytingum sem gerðar eru á lifn-
aðarháttum og menn treysta sér
til að viðhalda ævilangt er það sem
getur megrað og stælt alla. Með
því að taka duft og breyta engu
öðru og halda áfram sínu óheil-
brigða hreyfingarlausa lífi, er bara
spuming um það hvernær viðkom-
andi fitnar aftur. Flestir hafa þá
aðeins misst þarmainnihald, forða-
orku, vökva og vöðva en litla fitu.
Nú má ekki skilja orð mín svo að
ekki sé hægt að léttast með kúrum
eins og Herbalife, það er einfalt
ef hitaeiningum fækkar allt að
500-1000 á dag eins og gerist ef
2-3 skammta af Herbalife er neytt
daglega í stað fastrar fæðu. Hjá
mér á námskeiði var nýlega maður
sem létti sig um 13,5 kg. á 8 vikum
með aukinni hreyfingu og 2-3
skömmtum herbalife daglega.
Hættan við duft kúra er hinsvegar
hvað tekur við þegar menn springa
á limminu. Ef engu er breytt fer
allt í sama far aftur og ef þú auk
þess hefur misst vöðva í leiðinni
þá stendur þú fljótlega uppi feitari
með hægari efnaskipti en áður.
Þitt er valið I
Höfundur er læknir og hefur haft
umsjón með „Átakigegn
umframþyngd" í Ræktinni og
skrifað greinar og haldið
fyrirlestra um offitu.
MEG frá ABET
UTAN Á HÚS
FYRIRLIGGJANDI
£8þ.þorgrímsson&co
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
RAÐGJÖF SERFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GROÐURRÆKT
VERSLUN SOLUFELAGS GARÐYRKJUMANNA.
GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUS, SÍMI 43211
BJÓÐUM úrvals
ÚTSÆÐl
1
V
Gullauga, Rauðar íslenskar, Amazone,
Premier, Bintje og Helga
Áburður, kalk, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf