Morgunblaðið - 19.04.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 19.04.1994, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 VIDSKIPn AIVINNULÍF Tryggingar Hagnaður Sjóvár-Almennra 400 milljónir sl. fimm ár HAGNAÐUR Sjóvá-Almennra trygginga á síðasta ári nam 195 millj- ónum króna og er það annað árið í röð sem félagið skilar viðun- andi hagnaði, að því er fram kom í ræðu Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns, á aðalfundi félagsins í gær. Félagið hefur skilað hagnaði í fjögur ár af síðustu fimm og nemur samanlagður hagnað- ur á þessu árabili um 400 milljónum króna. Iðgjaldatekjur drógust saman um 6% á siðasta ári, en fjármunatekjur hækkuðu um 34% frá fyrra ári. Hlutafé hækkaði um 20% á siðasta ári með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa og nam hlutafé í árslok 305 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam 862 milljónum og hækkaði um 25% milli ára. Hluthafar voru 423 og var samþykkt á aðalfundinum að greiddur yrði 10% arður og hlutafé aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Fimm ár eru frá því Sjóvátryggingafélag Islands og Almennar tryggingar sameinuðust og kom fram að samanlagður rekstrarsparnaður á þessu árabili neraur um 300 milljónum króna. Iðgjöld ársins 1993 námu 3.722 milljónum króna en voru rúmir 4 milljarðar árið áður og lækkuðu því um 8% milli ára. Endurtrygginga- iðgjöld námu tæpum 1.100 milljón- um og eigin iðgjöld námu því 2.630 milljónum og lækkuðu um 6%. Ijón námu 2.673 milljónum og hækkuðu um 1% frá fyrra ári. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var 466 millj- ónum króna og hækkaði um 1% milli ára. Fjármunatekjur námu 743 milljónum og hagnaður fyrir skatta er tæpar 239 milljónir eftir að tek- ið hefur verið tilliti til ýmissa tekna og gjalda og verðbreytingarfærslu. Hagnaður ársins er rúmar 194 milljónir. Eignir samtals námu 9,5 milljörðum króna. Tryggingasjóðir voru tæpir rúmir 7,9 milljarðar, ið- gjaldasjóðir tæplega 1.500 milljón- um og bótasjóður tæplega 6,4 millj- örðum. Benedikt Sveinsson sagði að hlutfall tjóna af frumtrygginga- gjöldum hefði verið um 80% tvö síðustu ár, sem væri talið eðlilegt í tryggingarekstri, en mörg árin þar á undan hefði hlutfallið verið um 100%. Mestu muni að afkoma slysa- trygginga sé betri en hafi verið og það gildi einnig um bifreiðatrygg- ingar þar sem slysum hafi fækkað. Kostnaður við tryggingareksturinn hafi minnkað ár frá ári. Betri af- koma hafi skilað sér til viðskipta- manna fyrirtækisins í lægri iðgjöld- um. Fram kom að hagnaður var á eignatryggingum, sjó-, flug- og farmtryggingum og fijálsum ábyrgðartryggingum, en tap á slysa- og sjúkratryggingum og öku- tækjatryggingum. I eignatrygging- um voru iðgjöld ársins 716 milljón- ir og lækkuðu um 1% milli ára. Tjón námu 369 milljónum og lækk- uðu um 19%. Hlutfall tjóna af ið- gjöldum ársins var 52%, en iðgjöld í greininni voru 21% af frumtrygg- ingaiðgjöldum. Iðgjöld sjó-, flug- og farmtrygginga námu 381 milljón króna og lækkuðu um 2% frá fyrra ári. Tjón ársins voru 150 milljónir og lækkuðu um 67% milli ára og hlutfall tjóna á móti iðgjöldum nam 39%. Iðgjöld í greininni eru 11% af frumtryggingaiðgjöldum. Iðgjöld bifreiðatrygginga námu 1.722 millj- ónum og lækkuðu um 10% frá fyrra ári, en tjón ársins námu 1.804 millj- ónum og stóðu nokkurn veginn í stað milli ára. Hlutfall tjóna af ið- gjöldum nam 105% og hlutfall greinarinnar af frumtryggingaið- gjöldum var rúmlega helmingur eða 51%. Iðgjöld í fijálsum ábyrgðar- tryggingum voru 257 milljónir og Aöalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 29.apríl 1994 í matsal fyrirtækisins aö Noröurgaröi, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ /. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarbréfa 3. Tillaga um útgáfu nýrra hluta 4. Önnur mál, löglega upp borin hækkuðu um 5%. Tjón ársins voru 185 milljónir og hækkuðu um 16%. Hlutfall tjóna var 72% og iðgjöldin voru 8% af frumtryggingaiðgjöld- um. Afkoma slysa- og sjúkratrygg- inga var neikvæð eins og fyrr sagði. Iðgjöld ársins voru 278 milljónir og hækkuðu um 4% frá fyrra ári, en tjónin voru 463 milljónir og hækk- uðu um 23% milli ára. Hlutfall tjóna á móti iðgjöldum nam 167% og ið- gjöldin voru 8% af frumtryggingaið- gjöldum. í ársskýrslu félagsins kemur fram að verðbréfaeign félagsins jókst um rúman milljarð á árinu og er stærsti hlutinn í ríkistryggðum bréfum. Þá voru keypt hlutabréf í ýmsum félögum fyrir um 200 millj- ónir króna og að keyptir voru með- al annars hlutir í Olíufélaginu hf. og Eimskipafélaginu. Auk eignar- hluta í þessum félögum á félagið misstóra hluti í FJugleiðum, Granda, Hampiðjunni, íslandsbanka, ís- lenska útvarpsfélaginu, Marel, Skeljungi, Olíuverslun íslands, Þor- móði ramma, Plastprenti, íslenskri endurtryggingu, íslenska heilsufé- laginu, auk annarra. Eign í öðrum félögum nam samtals 1.388 milljón- Kaupfélag Saurbæinga gjaldþrota NÚ ER svo komið, að rekstri Kaupfélags Saurbæinga á Skriðu- landi í Dölum hefur verið hætt. Stjórn félagsins hefur óskað eftir því, að félagið verði tekið til gjald- þrotaskipta. Er þar með lokið 96 ára starfsemi kaupfélagsins, en félagið var stofnað árið 1898. Síðustu misserin hefur rekstur félagsins verið erfiður, og ýmissa leiða verið leitað til úrbóta, en nú blasir gjaldþrotið við. Er það mikið áfall fámennu byggðarlagi, en kaup- félagið hefur verið eina verzlunin á félagssvæðinu auk þess að vera at- vinnuveitandi og hefur auk þess rek- ið sláturhús til skamms tíma. Er óvíst um verzlunarrekstur hér í sveit,. en leitað verður leiða til þess að áframhaldandi verzlun verði rekin í húsakynnum félagsins, ef um það semst og aðrar aðstæður leyfa. - IJH. C O Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAX FRÁ RICOH SKIPHOLTI 17 ■ 105 reykjavIk SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 aco Stærstu hluthafar Sjóvá-Almennra hf. 1. Helga Ingimundardóttir þús. kr. 36.789 2. Festing hf. 30.324 3. Burðarás hf. 29.182 4. Guðný Halldórsdóttir 17.053 5. H. Benediktsson hf. 16.384 6. Kristín H. Halldórsdóttir 15.487 7. Benedikt Sveinsson 11.083 8. Björn Hallgrímsson 10,124 9. Einar Sveinsson ^'"'^8.533 10. Hjalti Geir Kristjánsson 8.405 11. Skeljungur hf. 12. Ingimundur Sveinsson 13. Db. Baldvins Einarssonar 14. Guðrún Sveihsdóltír 12,07% 15. Guðrún Kristjánsdóttir 9,94% 9,94% 9,57% 9,57% ■11,09% ■ 1,09% Heildarhlutafé 304.920.000 kr. Þýskaland Annað fyrirtæki Schneider gjaldþrota Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA lögreglan hefur hafið rannsókn í máli fasteignajöfursins Jiirgens Schneiders, sem hvarf fyrr í þessum mánuði, og annað fyrir- tæki úr fasteignastórveldi hans hefur beðið um gjaldþrotaskipti. Þýzka rannsóknarlögreglan hefur þegar unnið við rannsókn á vegum embættis saksóknarans í Frankfurt í málinu. Að sögn héraðsdóms Wi- esbaden sótti fyrirtækið Technoteam Bauconsult AG um gjaldþrotaskipti, þar sem það gæti ekki staðið í skil- um. Það hefur staðið að bygginga- framkvæmdum Schneiders. A föstudag bað aðalrekstrarfyrir- tæki Schneiders, Dr. Jiirgen Schneider AG, einnig um gjaldþrota- skipti. Síðan hefur einkavæðingar- stofnunin Treuhand í Berlín tilkynnt að hún hafí gengið að veði vegna vanskila Schneiders. Bréf frá Schneider Helzti lánardrottinn Schneiders, Deutsche Bank AG — sem hann skuldaði um 1,3 milljarða marka — hefur neitað því að hafa vitað fyrir- fram um fyrirætlanir Schneiders um að láta sig hverfa. Talsmaður bank- ans sagði að Deutsche Bank hefði fengið bréf frá Schneider fimmtu- daginn 7. apríl — flórum dögum áður en fjarvera hans varð opinber — þar sem hann hefði sagt að hann væri farinn til „óþekkts ákvörðunar- staðar" og farið fram á „talsvert" innlent lánsfé endurlánað. Skýrt var frá hvarfi hans á mánudag í síðustu viku. Talsmaður saksóknarans í Frank- furt segir ekkert benda til þess að starfsmenn Deutsche Bank hafi gert sig seka um glæpsamlegt athæfi vegna þeirrar tafar, sem varð á því að embættinu var tilkynnt um hvarf- ið. Hins vegar hafi töfín verið „mjög einkennileg". Enn er ekki ljóst hvort Deutsche Bank hafði upplýst aðra banka um vandamál Schneider-fyrir- tækjanna. NÝTT SMÁRIT Fæst í bókaverslunum og hjá Framtíðarsýn hf. í síma 62 87 80 Fyrirtækjum hjálpað Gúnter Rexrodt efnahagsráðherra sagði í útvarpsviðtali að þýzkum bönkum bæri sérstök, siðferðileg skylda til þess að koma í veg fyrir að hrun fasteignastórveldis Schneid- ers bitnaði á litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Otto Lambsdorff fv. efnahagsráðherra sagði í öðru við- tali að hrun Schneiderstórveldisins hefði valdið þýzkum bönkum gífur- legum skaða. 203 millj. dalaí árslaun Hæstu laun frá öndverðu New York. Reutcr. Michael Eisner, stjórnarfor- maður Walt Disney-fyrirtæk- isins, fékk 203,1 milljón Bandaríkjadala í laun í fyrra og eru það hæstu tekjur, sem nokkur aðalframkvæmda- stjóri fyrirtækis hefur fengið í sögunni, að sögn vikuritsins Business Week. Hann fékk nær fjórum sinnum hærri laun en annar launahæsti framkvæmdastjórinn, Sanford Weill, forstöðumaður Traveller- fyrirtækisins, sem fékk 52,8 milljónir dollara. Eisner hefur lengi verið í hópi launahæstu framkvæmdastjóra og fékk þessar miklu tekjur þótt hagnaður Disneys minnkaði í fyrra um 63% í 299,8 milljónir dollara — sem er lítið hærri upp- hæð en Eisner hafði upp úr krafsinu. Næstur Weill að iaunum var Joseph Hyde III, yfirfram- kvæmdastjóri Autozone Inc., bif- reiðahlutasölu í Memphis, sem er lítt kunn. í fjórða sæti var Charles Mathewson, forstöðu- maður International Game Tec- hnology í Reno, Nevada. Það fyrirtæki framleiðir svokallaðar myndbandspókerkassa, sem gáfu 541 milljón dollara í aðra hönd 1993. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.