Morgunblaðið - 19.04.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 19.04.1994, Síða 26
26, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 ' ; . . ■ _1_u:_-- ■ U-;-;. ■. ■ ■ .- Leikritið Stræti frumsýnt LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýndi i gær- kvöldi leikritið „Stræti“ eftir Jim Cartwright í þýðingu Arna Ibsens. Leikritið fjallar um þau áhrif sem atvinnuleysi hefur á fóik. Sögusviðið er ónefnt stræti í verkamannahverfi í Bretlandi þar sem flestir íbúar búa við atvinnu- leysi. Sumir hafa fæðst inn í at- vinnuleysið og aðrir eru nýbúnir að missa vinnuna. Mannlífið er fjölskrúðugt og í leikritinu er litið inn á heimili íbúanna sem eru að fara út á lífið og síðan sjáum við hvemig kvöldið endar. í sýningunni taka þátt 26 leik- arar auk fjölda aðstoðarmanna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stræti ÞESSAR ungu stúlkur fara með hlutverk í Strætinu, sem Leikfé- lag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi í gærkvöldi, en þær voru uppábúnar á ferðinni um bæinn í tilefni af sýningunni. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórs- dóttir og lýsingu annaðist Ingvar Björnsson. Stræti verður sýnt í Samkomu- húsinu á Akureyri í kvöld, þriðju- dagskvöld, miðvikudagskvöldið 20. apríl, sunnudagkvöldið 24. apríl og mánudagskvöldið 25. apríl. Sýningarnar hefjast kl. 20.30. 247 milljóna króna tap af rekstri KEA og dótturfyrirtækja AKVA með lokað hlutafjár- útboð í Bandaríkjunum TAP af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfyrirtækja þess nam 247 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 217 milljóna króna tap árið á undan. Móðurfélagið, KEA, var rekið með 51 milljón króna halla árið 1993 cn tapið var 12 milljónir króna árið á undan. Dóttur- fyrirtæki félagsins voru rekin með 196 milljóna króna halla á liðnu ári og er stærsti hluti þess vegna reksturs vatnsútflutningsfyrirtækis- ins AKVA sem tapaði 135 milljónum króna í fyrra. Brúttóvelta KEA og dótturfyrir- tækja nam 9.307 milljónum króna árið 1993 og lækkaði um 4% frá fyrra ári. Samdrátturinn er einkum rakin til breytinga á niðurgreiðslum á landbönaðarafurðum og að á ár- inu 1992 kom til greiðsla úr verð- jöfnunarsjóði sjávarútvegsins sem fiskvinnslan náði ekki að vega upp á síðasta ári. Afkoma í verslun batnaði milli ára en hún vegur 51% af veltu móðurfélagsins. Veltufé frá rekstri móðurfélags- ins var 256 milljónir á móti 319 milljónum árið 1992 en veltufé frá samstæðunni var 296 milljónir sam- anborið við 317 milljónir árið áður. Ef rekstur AKVA er undanskilinn hefði veltufé frá rekstri verið yfir 400 milljónir af samstæðunni. Heildarskuldir KEA lækkuðu um 100 milljónir og voru í árslok 4.658 milljónir króna. Eigið fé í árslok var 2.315 milljónir króna á móti 2.560 milljónum árið áður. Greiðslustaðan batnaði á árinu og var veltufjárhlut- fall í árslok 1,25 á móti 1,07 árið áður. Eiginfjárhlutfall var 32% í árslok á móti 35% árið áður. Hlutafjárútboð vestra Af 196 milljón króna tapi dóttur- fyrirtækja KEA má rekja 2/3 hluta þess til reksturs AKVA sem tapaði 135 milljónum króna árið 1993 samanborið við 43 milljóna króna tap árið á undan. Dagsprent tapaði 21 milljón króna en rekstur annarra dótturfyrirtækja KEA batnaði á liðnu ári. í fréttatilkynningu frá KEA seg- ir að tap af rekstri AKVA stafi af miklum kostnaði við markaðssetn- ingu vatnsins í Bandaríkjunum. Lokað hlutafjárútboð stendur nú yfir á markaði vestanhafs upp á 300-400 milljónir íslenskra króna en niðurstaða þess mun hafa afger- andi áhrif á stefnu KEA hvað áframhald á markaðssetningu AKVA í Bandaríkjunum varðar. Aðalfundur félagsins verður haldinn á laugardaginn og leggur stjórn til að gefin verði út jöfunar- hlutabréf sem nema 5% af nafn- virði samvinnuhlutabréfa í B-deild stofnsjóðs. Jafnframt leggur hún til að reiknaðir verði 3% vextir af A-deildarstofnsjóði félagsmanna eins og hann var í árslok 1993. haldiö á Akureyri 6.-8. maí Sigurður Pétur, Geirmundur og margt fleira I Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Upplýsingamiðstöð Akureyrar, Hafnarstræti 82, sími 96-24442. Kynning í Perlunni 21.-24. aprfl Hagnaður af rekstri Skinnaiðnaðar hf. Flutt út fyrir 128 millj. fyrstu þijá mánuðina HAGNAÐUR af rekstri Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri nam tæpum 250 þúsund krónum á liðnu ári en félagið var stofnað 15. október í fyrra og hóf starfsemi degi síðar. Heildartekjur félagsins voru 81,6 miiljónir og rekstrarhagnaður nam 2,7 milljónum. Eigið fé var '\ árslok 57,8 milljónir eða um 25%. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam útflutningur um 128 milljónum. „Þetta hefur gengið betur en við þorðum að vona, pantanastaða er góð og við erum hæfilega bjartsýn," sagði Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar. Félagið var stofnað í kjölfar gjald- þrots íslensks skinnaiðnaðar en hlut- hafar voru í lok ársins 62 talsins. Stærstu hluthafarnir eru Fram- kvæmdasjóður Akureyrarbæjar með 39% og Samvinnulífeyrissjóðurinn með 20,8%. Starfsmenn félagsins eiga samtals um 10% hlutafjár en frá því fyrirtækið hóf starfsemi í október síðastliðnum og fram að ára- mótum voru starfsmenn að meðal- tali 105, en hefur fjölgað eftir ára- mótin og eru nú 124 talsins. --------------♦ ♦ ♦-------- ■ KYRRÐARSTUND verður í Glerárkirkju á morgun, miðviku- daginn 20. apríl, frá kl. 12-13. Org- elleikur, helgistund, altari- sakramenti, fyrirbænir. Léttur máls- verður að stundinni lokinni. Allir velkomnir. Bænastund kvenna kl. 20.30-21.30 á miðvikudagskvöld. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hönnunargalli BORGHILDUR Einarsdóttir með fylluna sem hún tók niður úr lofti þvottahúss í íbúð sinni við Hjallalund 20. Hálft kíló af múr losnaði úr loftinu „ÉG VAR ekkert að bíða eftir að þetta hryndi niður á þvottavélina," sagði Borghildur Einarsdóttir sem býr í íbúð 304 í Hjallalundi 20 en í gærmorgun tók hún um hálft kíló af múr úr lofti íbúðar sinnar sem hún sagði að ekki hefði þurft átak til að ná niður, það var laflaust. Þannig er ástandið víða í íbúðinni og reyndar í fleiri íbúðum í fjölbýlis- húsinu. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis hefur farið þess á leit við embætti byggingafulltrúa Akureyrarbæjar að könnuð verði og fyrir- byggð yfirvofandi hætta á slysum og jafnvel dauðsföllum í húsinu sem og öðrum þar sem samskonar frágangur er á forspenntum einingum. „Það hefur margsinnis verið kvart- að yfir hönnun á þessum íbúðum en hönnunargallar felast í frágangi á forspenntum einingum í lofti og gólfí sem valda því að sprungur myndast og það veldur leka á milli hæða,“ sagði Vilhjálmur Ingi Árnason for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis sem hefur fengið málið til umfjöllunar. Fyrirhugaður er fundur með byggingafulltrúa nú í vikunni þar sem fara á yfir málið, en félagið hefur óskað eftir að yfirvofandi hætta á slysum í húsinu vegna þessa verði könnuð. Borghildur hefur búið í húsinu á fimmta ár en fyrsta sprungan mynd- aðist í íbúð hennar þegar hún hafði átt þar heima í þtjá mánuði. „Ég vaknaði upp að nóttu til við hvell og hélt að vatnsleiðsla væri að springa eða eitthvað þess háttar og leitaði um allt húsið en þegar mér varð lit- ið upp í loftið sá ég sprungu þvert yfír alla íbúðina,“ sagði Borghildur en síðan hefur hver sprungan á fæt- ur annarri komið fram í íbúðinni. „Það er leiðinlegt að kaupa nýja íbúð sem kostaði meira en einbýlis- húsið mitt þegar kemur í ljós að frá- gangurinn er með þessum hætti,“ sagði Borghildur sem sagðist strax eftir að fyrsta sprungan kom í ljós hafa óskað eftir við verktaka að byggingunni að lagfæring færi fram. „Að mínu mati er ekki um fullfrá- gengna íbúð að ræða fyrr en þetta hefur verið lagað, ég er alls ekki sátt við þennan frágang."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.