Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 28
28 r V'''i ' >7-,-.1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Dagblöð fordæma Vesturlönd fyrir ósigur gegn Serbum Rússar fresta undir- ritun Friðarsamstarfs Brussel, New York, París, Luxembourg, Washington. Reuter. The Daily Telegraph. SERBAR 1, Heimurinn 0 sagði í fyrirsögn leiðara dagblaðsins Der Standard í gær og lýsir ágætlega viðbrögðum í Evrópu við atburðun- um í Gorazde. Rússar reiddust mjög loftárásum Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Frestaði Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-- lands, ferð sinni til Brussel sem vera átti í dag, þar sem hann hugð- ist undirrita samning um Friðarsamstarf við NATO. Kváðust Rússar vilja samning, sem kæmi í veg fyrir einhliða ákvarðanir á borð við þá að gera loftárásir. Háttsettur embættismaður hjá NATO sagðist í gær vera þess full- viss að Rússar myndu fljótlega und- irrita samning um Friðarsamstarf, þar sem þeir viidu ekki hætta á að vera skildir útundan. Sagði hann að frestun undirritunarinnar væri líklega tilkomin vegna misskilnings í þinginu um framkvæmd árásanna og þeirrar trúar að NATO hefði átt að láta Rússa vita að loftárásir væru yfirvofandi. Dregið úr efnahagsþvingunum? Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, varði í gær þá staðreynd að NATO hefði ekki tekist að koma í veg fyrir árás Serba á Gorazde. Sagði hann að NATO hefði aðeins umboð til að bregðast við óskum SÞ um aðstoð til að verja friðargæsluliða og að Sir Michael Rose, yfirmaður herafla SÞ í Bosníu, hefði ekki tal- ið rétt að veija sveitirnar úr lofti. Kvaðst Clinton enn vilja að vopna- sölubanni á Bosníu yrði aflétt en ekki væri ljóst hvort að einhliða ákvörðun Bandaríkjanna þar að lút- andi bryti í bága við alþjóðalög. Stjórn Clintons íhugar nú hvort draga eigi úr efnahagsþvingunum gagnvart Serbum, en sú hugmynd kom fyrst upp í Evrópu. Hafa Bandaríkjamenn allt til þessa þver- tekið fyrir hugmyndina en talið er að vilji þeirra til að kynna sér hana betur bendi til meiri sveigjanleika í utanríkismálum og þeirrar vonar að það dugi betur að freista Serba en að ætla sér að beija þá til hlýðni. Þá er það talið hugmyndinni til framdráttar að hún myndi að öllum líkindum falla Rússum vel í geð. Helmut Kohi, kanslari Þýska- lands, sagði að að efnahagsþving- unum SÞ á Serba yrði ekki aflétt fyrr en Serbar sýndu velvilja. Skor- aði hann á Serba að hætta árásum á Gorazde. Öryggisráð SÞ fordæmdi í gær aukinn hernað Bosníu-Serba, sér í lagi hótanir og aðgerðir við griða- svæðin í Gorazde og í Sarajevo. Sagði í yfirlýsingu ráðsins að það væri sérstakt áhyggjuefni að Bos- níu-Serbar hefðu ráðist á Gorazde á sama tíma og viðræður um vopna- hlé hefðu átt sér stað. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands kvaðst í gær vera and- vígur uppgjöf eða aukinni hernað- aríhlutun. Sagði hann mikilvægast að koma sáttaumleitunum í sama farveg og þær hefðu verið. Utanríkisráðherra Breta, Dou- glas Hurd, sagði í gær að Evrópu- sambandið (ESB) myndi leitast við að styrkja en ekki láta af friðarum- leitunum sínum í Bosníu. Utanríkis- ráðherrar ESB funda nú í Luxem- borg um stefnu bandalagsins í málefnum Bosníu. Evrópsk dagblöð fordæmdu Vesturlönd fyrir hinn algera ósigur Fallbyssur Serba Reuter SERBAR hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðsárásum á Gorazde en þotum Atlantshafsbandalagsins hefur gengið illa að finna fall- byssuhreiður þeirra í hæðunum í kringum bæinn. fyrir Bosníu-Serbum í Gorazde og sökuðu þau um að hafa ekki gefið hersveitum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) kleift að framfylgja umboði sínu í Bosníu. Voru SÞ sagðar hjálp- arlausar, hugmyndafræði þeirra innantóm og tilraunir þeirra til frið- argæslu í molum. SÞ gefst upp Þýska dagblaðið Frankfurter AII- gemeine réðst á NATO, sagði að- gerðir þess engin áhrif hafa á þá ætlun Serba að ná völdum í stórum hlutum fyrrum Júgóslavíu. Niður- staðan væri súað fórnarlömb Serba stæðu uppi ein. Frör.sk blöð lögðu áherslu á van- mátt Sameinuðu þjóðanna ganvart sókn Serba að Gorazde, „SÞ gefst upp í Gorazde“ sagði á forsíðu Li- beration. Hollenska blaðið De Volk- skrant sagði SÞ og Rússa deila sökinni og að hrun samfélags þjóð- anna væri algjört. Uppslátturmi í breskum æsifréttablöðin var á svip- uðum nótum og í Today en fyrir- sögnin á forsíðunni var „Hvílík leið að stjórna stríði“. Mörg blöð, t.d. The Daily Telegraph höfðu þó sam- úð með Sir Michael Rose, hins breska yfirmanns herafla SÞ í Bosníu og sögðu að honum hefði verið neitað um aukinn herafla á jörðu niðri, svo og varnir úr lofti. Eftir tveggja ára umsátur virðast Serbar ætla að ná Gorazde á sitt vald Loftárásir NATO náðu ekki að stöðva Serba SERBAR BUAST TIL AÐ TAKA GORAZDE Um 65.000 manns í Gorazde eru í hættu vegna sprengjuárása Bosníu-Serba og svo virðist sem borgin sé komin að því að falla eftir að tilraunir SÞ til að koma í veg fyrir umsátrið um hana mistókust. Þjóðernishreinsanir allra þriggja stríðsaðila í Bosníu hafa gjörbreytt skiptingu þjóðanna í landinu. Tuzla Banja Luka @ * B'nacN^j^ í Gornji Vakuf Pjóð í melrihluta* ■I Króatar SB Múslimar I I Serbar r~J Blandað * Yfir 50% Mostar Heimild: UNHCR Yfirráða- svæði Bi Króatar | ■I Múslimar I I Serbar Gorazde er mitt á stóru svæði sem Serbar stjórna. Þjóðbrautin frá Serbíu til Sarajevo liggur um miðbæ Gorazde. 0 kms 50 REUTER London, Belgrad, Sarajevo. The Daily Telegraph. TVEIMUR árum eftir að Serbar reyndu fyrst að ná honum á sitt vald virðist sem múslimabærinn Gorazde hafi endanlega fallið í hendur Serba. Þó að enn sé bar- ist í kringum bæinn urðu tals- menn Sameinuðu þjóðanna að viðurkenna að í raun væri Gorazde þegar á valdi Serba. Þrátt fyrir stöðugar viðræður fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússa og Bosníu-Serba og ítrek- aðar _ yfirlýsingar Radovans Karadzics, leiðtoga Bosníu- Serba um að umsátrinu yrði af- létt hélt sókn Serba áfram. Jafn- vel Vítalíj Tjúrkín, fulltrúi rússnesku sljórnarinnar í við- ræðunum, kvartaði yfir fram- ferði Serba. „Ég hef heyrt fleiri svikin loforð undanfarna tvo sólarhringa en á allri ævi minni til þessa,“ sagði Tjúrkín er hann hélt frá Pale til Sarajevo á sunnudag. Þrátt fyrir yfiriýs- ingar í gær um að vopnahléi yrði komið á og að Serbar myndu draga sig til baka var ljóst að Gorazde var í raun á þeirra valdi. Serbar héldu uppi stöðugri stór- skotaliðsárás á Gorazde alla heig- ina og urðu friðargæsluliðar SÞ ítrekað að hörfa í skjól. Einn hóp- ur, þar á meðal hermenm, sem höfðu það verkefni að beina orr- ustuþotum Atlantshafsbandalags- ins að skotmörkum sínum, varð að leita skjóls undan sprengjuk- úlnaregninu í bankahólfi í bænum. Tugir manna féllu í bardögum helgarinnar, þar á meðal breskur friðargæsluliði úr sérsveitunum SAS. Skutu niður Harrier-þotu Herþotur NATO reyndu nokkr- um sinnum um helgina að gera loftárásir á skriðdreka og fall- byssuhreiður Serba í hæðunum í kringum Gorazde. Það reyndist hins vegar mjög erfitt að gera slík- ar árásir þar sem auðvelt er fyrir Serba að fela þungavopn sín í skógi vöxnum hæðunum. A móti eiga þeir hins vegar auðvelt með að beita loftvarnareldflaugum. Það sannaðist á laugardag er bresk Sea Harrier-þota var skotin niður af Serbum með SA-7 loftvarnarflaug, er hún hringsólaði yfir hæðunum í leit að skotmarki sínu, skriðdreka er haldið hafði uppi skotárásum á stöðvar SÞ. Flugmanninum tókst að bjarga sér út í fallhlíf og var honum bjargað af sveitum músl- ima. Þá tókst herþotum er sendar voru á vettvang á sunnudag ekki að finna skotmörk sín. Er þetta í fyrsta skipti sem Serb- ar beita loftvarnarflaugum gegn þotum NATO og mun gera allan lofthernað mun erfiðari í framtíð- inni. Sea Harrier-vélarnar eru raunar fyrst og fremst orrustuþot- ur og ekki mjög hentugar til sprengjuárása af þessu tagi. Þær voru hins vegar einu þoturnar á svæðinu er beðið var um aðstoð. í framtíðinni má búast við að notað- ar verði fullkomnari sprengjuþotur á borð við hinar bandarísku F15E við svona aðgerðir. Háttsettir emb- ættismenn innan Atlantshafs- bandalagsins eru samt farnir að viðurkenna að loftárásir séu ekki rétta lausnin á vandanum í Bosníu. Þeir kostir, sem Michael Rose hershöfðingi, yfirmaður herliðs SÞ í Bosníu, stendur frammi fyrir eru erfiðir. Hann hafði vonast til að fá fleiri friðargæsluliða á griða- svæði múslima, Gorazde, Sre- brenica og Zepa áður en Serbar hæfu stórsókn. Var ætlunin að nota úkraínskar sveitir, sem stað- settar eru í Króatíu til þess verk- efnis, en ljóst var að það myndi taka margar vikur að færa þær um set. Á sama tíma lýstu banda- rísk stjórnvöld því yfir að ekki kæmi til greina að bandarískir hermenn myndu taka þátt í að- gerðum SÞ á jörðu niðri. Bosníu- Serbar sáu sér leik á borði og ákváðu, eflaust hvattir af ráða- mönnum í Belgrad. Á sunnudag virtist um tíma sem takast myndi að koma á vopna- hléi. Þrátt fyrir yfirlýsingar leið- toga Bosníu-Serba, hélt sókn þeirra aftur á móti áfram. Sumir herfræðisérfræðingar telja jafnvel að það geti hentað Serbum ágæt- lega að gera hlé á bardögum við Gorazde. Þeir geti þá nýtt sveitir sínar til að ná borgunum Sre- brenica og Zepa, sem einnig eru í austurhluta Bosníu, á sitt vald en þar er fyrirstaðan mun minni. Þá er hugsanlegt að Serbar hefji sókn að bæjum í vesturhiuta Iandsins. Að því búnu geti þeir síðan snúið sér að Gorazde á ný. Þá hefur verið bent á þá kaldhæðni örlag- anna að það sé Serbum mjög í hag að láta varnarsveitir múslima í Gorazde klára skotbirgðir sínar í langdregnum smábardögum áður en lokaatlagan að bænum hefst. Hvað fór úrskeiðis En hver er skýringin á því að Sameinuðu þjóðirnar misstu stjórn á atburðarásinni við Gorazde eftir að hafa tryggt vopnahlé í Sarajevo fyrir skömmu? Ef til vill hefur upplýsingastreymið til Rose og annarra yfirmanna friðargæslul- iðsins ekki verið nægilega traust og einnig er hugsanlegt að Rose hafi ekki viljað viðurkenna hversu alvarleg staðan var orðin. Líklega eru það þó djúpstæðari ástæður, sem liggja að baki. Það er mat margra stjórnmálaskýrenda að allt frá upphafi hafi SÞ gert of lítið og of seint í Bosníu; ekki hafi ver- ið til staðar vilji til að að sýna pólitíska eða hernaðarlega hörku í garð Serba. Það eru rúmar þrjár vikur frá því Rose fór fyrst fram á að fá 800 friðargæsluliða til við- bótar til Gorazde en við því var ekki orðið. Þá hefur ekki heldur verið ljóst hvort að tilgangur loftá- rásanna væri að vernda starfs- menn SÞ eða halda uppi stefnu SÞ varðandi griðasvæðin. Það eru um tvö ár frá því Serb- ar reyndu fyrst að ná Gorazde á sitt vald. Allar fyrri tilraunir mi- stókust hins vegar þó svo að mú- slimabæir allt í kring féllu í þeirra hendur. Bæði hafði Gorazde þá sérstöðu að vera með eigin skot- færaverksmiðju og að auki gerðu hæðirnar í kringum Gorazde mjög erfitt að sækja að bænum. Það var líklega ekki fyrr en sveitir Serba urðu að draga sig til baka frá Sarajevo að þeir treystu sér til að hefja stórsókn gegn Gorazde. Fremur ómarkvissar loftárásir náðu ekki að stöðva þá framsókn. Serbar hafa skipað hinum 70 þús- und íbúum Gorazde að yfirgefa bæinn. Þar með væri þetta „griða- svæði“ múslima úr sögunni er væri gífurlegt áfall fyrir stefnu SÞ í málefnum Bosníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.