Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 30

Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson.- Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vandi SÞ í Bosníu Sókn Bosníu-Serba að bæn- um Gorazde, í austurhluta Bosníu, hefur um margt breytt stöðu mála i átökunum í fyrr- verandi Júgóslavíu. Fyrir rúmri viku benti flest til að mál væru að færast í betra horf. Serbar féllust í febrúar á vopnahlé í kringum Sarajevo eftir að þeim hafði verið hótað loftárásum. Afhentu þeir friðargæslusveit- um Sameinuðu þjóðanna þungavopn og færðu sveitir sín- ar í ákveðna íjarlægð frá borg- inni. Þá hafa múslimar og Kró- atar náð samkomulagi um frið sín á milli. Þegar Serbar hófu að sækja að Gorazde að nýju í bytjun síðustu viku réðust orrustuþot- ur NATO á stórskotalið þeirra, að beiðni yfirmanna SÞ. Var þetta í fyrsta skipti sem Sam- einuðu þjóðirnar ákváðu að beita loftárásum í fyrrverandi Júgóslavíu og vakti það upp vonir um að takast myndi að stöðva framrás serbnesku sveit- anna. Allar slíkar vonir urðu að engu er leið á síðustu viku. í stað þess að draga sig í hlé hófu Serbar að ögra friðar- gæsluliðum Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu. Hópar friðar- gæsluliða voru hnepptir í hald; öðrum var meinað að fara ferða sinna um landið og gerðar voru tilraunir til að endurheimta þungavopn úr vörslu SÞ. Undanfarna daga hafa Serb- ar haldið uppi linnulausum stór- skotaliðsárásum á Gorazde. Til- raunir Sameinuðu þjóðanna til að stöðva þær með loftárásum hafa engum árangri _ skilað. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki verið reiðubúnar að breyta gangi stríðsins og því einskorð- að loftárásirnar við það, að veija friðargæsluliða á svæð- inu. í öðru lagi hefur komið í Ijós að loftárásir, ekki síst jafn takmarkaðar árásir og hér var um að ræða, gera lítið gagn við aðstæður á borð við þær, sem er að finna í þessum hluta Bosn- íu. Viðræður um vopnahlé hafa til þessa litlum árangri skilað. Serbar hafa ekki dregið úr árás- um sínum á borgina þrátt fyrir loíorð pólitískra leiðtoga þeirra um að árásum á Gorazde yrði hætt og að ek'ki stæði til að hertaka bæinn. Hvort að þar sé um að kenna vísvitandi blekkingum eða sambandsleysi milli hinna pólitísku og hernað- arlegu leiðtoga þeirra skiptir litlu máli. Aðalatriðið er að öll loforð um vopnahlé hafa reynst marklaus. Atburðirnir í Gorazde marka ákveðin þáttaskil í Bosníu fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Atl- antshafsbandalagið, sem í um- boði SÞ sér um að framfylgja flugbanninu yfir Bosníu. Stefna SÞ og annarra alþjóðastofnana hefur til þessa hvorki verið fugl né fiskur. Ofbeldisaðgerðum Serba hefur verið mótmælt og á þá lagt viðskiptabann en ekki hefur verið vilji til að láta her- sveitir, hvort sem er á vegum SÞ, NATO eða Vestur-Evrópu- sambandsins, blanda sér inn í átökin á jörðu niðri. Með því að hóta loftárásum tókst að fá Serba til að draga sig til baka frá Sarajevo. Hins vegar hafa hótanir SÞ vegna Gorazde reynst orðin tóm. Þó svo að gripið hafi verið til loftárása hafa þeir fyrst og fremst haft það að markmiði að vernda frið- argæsluliða í bænum en ekki stöðva sókn Serba. Reynsla undanfarinna daga bendir þar að auki til að jafnvel þótt vilji væri fyrir hendi myndi ekki takast að breyta gangi stríðsins með lofthernaði einvörðungu. Það er ljóst að stefna SÞ hefur beðið skipbrot og óljóst hvert framhaldið verður. Greinilega er ekki vilji fyrir því að standa við stóru orðin og senda fjölmennar hersveitir til Bosníu. Enda gæti slíkt haft hrikalegar afleiðingar og leitt til þess að átökin í fyrrverandi Júgóslavíu þróuðust út í alls- heijar styijöld á Balkanskaga. Varla er heldur hægt að fylgja áfram óbreyttri stefnu, sem felst fyrst og fremst í því að friðargæsluliðar SÞ fylgjast með blóðbaðinu í Bosníu án þess að geta nokkuð gert. Þar sem ekki er vilji fyrir hendi til að aðstoða múslima í barátt.unni gegn Serbum hlýtur eina skynsamlega lausnin að vera sú að reyna að tryggja frið á grundvelli þeirra for- sendna, sem nú er að finna í Bosníu. Það er ljóst að Serbar hafa náð fram helstu hernaðar- markmiðum sínum. Hugsan- lega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það á fyrri stigum átakanna en fyrst að það var ekki gert, verða menn að viður- kenna og sætta sig við þá stað- reynd. Viðskiptaþvinganir SÞ hafa aftur á móti skilað mun meiri árangri en hinar hernaðarlegu aðgerðir. Fjárhagur Serba stendur höllum fæti og lífskjör hafa hrunið. Það er því ekki ólíklegt að þeir muni fást til að semja um frið, gegn því að viðskiptaþvingunum verði af- létt. Auðvitað fælist í því viður- kenning á að stefna SÞ í Bosn- íu hefði mistekist. Þetta er samt líklega eina leiðin til að stöðva blóðsúthellingarnar í landinu. Listasafn Kópavogs, sem helgað er minningu Gerðar Helgadóttur, var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag Morgunblaðið/RAX Gerðarsafn LISTASAFN Kópavogs — Gerðarsafn, var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Arkitekt safnsins er Benjamín Magnússon. „Yngsta og fegursta blómið í menningarflóru bæjarins“ Kostnaður við byggingu safnsins nemur um 225 milljónum króna LISTASAFN Kópavogs, Gerðarsafn, var opn- að við hátíðlega athöfn á sunnudag að við- stöddum forseta Islands, menntamálaráð- herra, bæjarsljórn og heiðursborgurum Kópavogs, ættmennum Gerðar Helgadóttur og öðrum gestum. Kostnaður við safnið nem- ur nú um 225 milljónum króna og eru rúm- lega 2.000 Iistaverk í eigu þess. Meginuppi- stöður safnsins eru þijár; um 1.360 listaverk Gerðar Helgadóttur sem erfingjar hennar færðu Kópavogsbæ að gjöf árið 1977, nær 300 listaverk hjónanna Barböru og Magnúsar Arnasonar sem bænum voru gefin árið 1983 og um 350 verk sem Kópavogsbær hefur fjár- fest í seinustu 30 ár. Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, færði safninu eina milljón króna að gjöf frá ríkissjóði og Ludo- vikus Oidtmann, forstjóri þýsku Oidtmann glerlistaverkstæðanna, afhenti gjafabréf á steindan glugga eftir Gerði sem verkstæðið hyggst gera, en um samskonar glugga er að ræða og Gerður vann í miðaldakirkju í Mon- schau árið 1961, og var fyrsti steindi glugg- inn af mörgum sem hún gerði í þýskar kirkj- ur. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, setti opnunarhátíðina og greindi frá því hvernig Kópa- vogur hefur staðið að söfnun og varðveislu lista- verka, en á tíu ára afmælisfundi bæjarstjórnar, árið 1965, var samþykkt að stofna Lista- og menningarsjóð Kópavogs og verja til hans árlega hálfu prósenti af útsvarstekjum bæjarins. Hlut- verk sjóðsins skyldi vera að efla og styrkja hvers konar lista- og menningarstarfsemi í bænum. „Á árinu 1980 fer stjórn Lista- og menningarsjóðs að vinna að undirbúningi að gerð, hönnun og staðarvali listasafnshúss I Kópavogi, og var frá upphafi einhugur um að nafn Gerðar Helgadótt- ur yrði tengt við það, en árið 1978 hafði verið sett á laggirnar byggingarnefnd Listasafns Gerð- ar Helgadóttur. Húsinu var valinn staður í lægð- inni austan við kirkjuna, með Borgarholtið á aðra hönd en iðandi mannlíf miðbæjarins á hina. Árið 1984 er svo undirbúningsvinnu lokið, arki- tekt ráðinn og bygging hófst tveimur árum síð- ar,“ sagði Sigurður í ávarpi sínu og jós lofsyrði á verk arkitekts safnsins, Benjamíns Magnússon- ar. Hann óskaði síðan Kópavogsbúum til ham- ingju með listasafnið, sem „er í hugum okkar yngsta og fegpirsta blómið í menningarflóru bæjarins," sagði Sigurður að lokum. Menningarmiðstöð byggð nærri safninu Jón Guðlaugur Magnússon, formaður bygging- arnefndar, rakti byggingarsögu safnsins frá því að erfingjar Gerðar færðu Kópavogsbæ verk hennar að gjöf, og þakkaði þeim sem stutt hafa við hugmyndina um safnið og framkvæmd þess frá 1977. „Sjáifsagt er fátt afstæðara en tíminn, og þegar horft er fram á við eru 17 ár í órafjar- lægð, en sé horft til baka eru sömu 17 árin sem örskotsstund. Það er trú mín að í framtíðinni verði ekki spurt, hversu lengi húsið var í bygg- ingu, heldur hvernig til hafi tekist. Og sá dómur held ég að verði á einn veg; þetta safn er sú Lilja sem allir vildu kveðið hafa,“ sagði Jón og gat þess einnig að enn er eftir að ganga frá uppsetningu lyftu í safninu, skyggnis yfir hand- riði og frágangi lóðar og næsta umhverfis. Gunn- ar Birgisson, formaður bæjarráðs, veitti safninu að því búnu viðtöku úr höndum byggingamefndar. Gunnar þakkaði öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við að gera listasafnið að veru- leika, sérstaklega erfingjum Gerðar og erfingjum Magnúsar og Barböru Árnasonar fyrir höfðing- legar gjafir þeirra. „Það hvílir mikil ábyrgð á herðum okkar að gæta þessara verðmæta," sagði Gunnar og kvaðst vona að Gerðarsafn verði lif- andi vettvangur listar og menningar sem flestir Kópavogsbúar og aðrir landsmenn geti notið. Hann gerði þá grein fyrir þeirri ákvörðun bæjar- stjórnar Kópavogs að byggja menningarmiðstöð í nágrenni safnsins, sem hýsa á tónlistarskóla, myndlistarskóla, bókasafn, náttúrufræðistofu og sérstakan tónleikasal. „Með tilkomu slíkrar bygg- ingar, getum við gert okkur vonir um að hér rísi miðstöð þar sem listasafnið og menningarmið- stöðin muni sameiginlega verða miðpunkturinn í lista- og menningarlífi Kópavogs," sagði Gunn- ar og afhenti stjórn listasafnsins húsið til umsjón- ar og rekstrar fyrir hönd bæjarins. „Ofar öðrum myndhöggvurum“ Kristín Líndal, formaður Lista- og menningar- ráðs Kópavogs, þakkaði nýráðnum forstöðu- manni safnsins, Guðbjörgu Kristjánsdóttur, Að- alsteini Ingólfssyni listfræðingi og listamönnun- um Sigurði Orlygssyni og Leifi Breiðfjörð, fyrir hönnun og uppsetningu á opnunarsýningu safns- ins, auk þess sem Kristín þakkaði Beru Nordal, forstöðumanni Listasafns íslands,_ fyrir veitta aðstoð og bókagjöf frá Listasafni Islands. Elín Pálmadóttir, blaðamaður og vinkona Gerðar um langt árabil, minntist hennar í ávarpi sínu og þeirra tilfinninga sem hún bar til Kópa- vogs og föðurlandsins. Elín sagði meðal annars: „Það hefði glatt listakonuna Gerði óendanlega mikið að vita af verkum sínum hér í þessu glæsi- lega iistasafni í Kópavogi. Mér finnst viðeigandi að rifja upp orð annarrar listakonu úr Kópa- vogi, sem einnig hefur lagt sín verk til listaverka- safns bæjarins, Barböru Árnason. Við andlát Gerðar skrifaði hún mér: „Eg efast um að þjóðin muni nokkurn tíma gera sér grein fyrir hve mikið hún hefur misst. Sjálf hefi ég alltaf sett Gerði ofar öðrum íslensk- um myndhöggvurum - jafnvel miklu ofar. En hún þurfti meiri tíma til að opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd.““ „Hugsum daglega til Gerðar" Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, óskaði Kópavogsbúum til hamingju með safnið og kvað það glæsilegan vitnisburð um stórhug og menningaráhuga bæjarbúa og virðingu þeirra fyrir listamanninum Gerði Helgadóttur. Hann bar bæjarbúum kveðju þingmanna Reykjanesskjör- dæmis og ríkisstjórnar og tilkynnti síðan uin gjöf ráðuneytisins til safnins, stjórn þess til ráð- stöfunar. Ludovikus Oidtmann gerði í ávarpi sínu grein fyrir samvinnu Gerðar og Oidtmann-verkstæð- anna, sem er í eigu Ludovikusar og bróður hans, Fritz, en hún hófst árið 1958 þegar Gerður vann að glugga fyrir Skálholtskirkju, og sagði m.a.: „Gerður Helgadóttir var einstaklega gagnrýnin á listasviðinu og til að byija með, urðum við að sýna fram á að vinna okkar uppfyllti kröfur henn- ar, jafnt á tæknilegan sem listrænan mæli- kvarða.“ Góð samvinna tókst með Gerði og bræðrunum og unnu þau að fjölda verkefna hér- lendis og ytra, auk þess sem þau bundust vináttu- böndum. Gerður bjó m.a. til mósaík-myndskreyt- ingu í bankann Kreissparkasse í Linnich, þar sem verkstæðið er staðsett og sagði Oidtmann að „daglega þegar við förum í bankann, hugsum við til Gerðar“. Hann kvaðst þakklátur fyrir þau verkefni sem unnin voru í verkstæðunum fyrir Gerði og þá vináttu sem tókst með þeim, og rakti svohljóðandi gamansögu af samskiptum þeirra: „Meðan Gerður bjó enn í Frakklandi vor- um við búin að reyna í nokkra daga að ná í hvort annað til að ákveða stefnumót. Loksins ræddum við saman í síma og ég sagði að erfið- ara væri að ná í hana en keisarann í Kína. Gerð- ur svaraði: „Eg er keisarinn í Kína!“ Þar sem mér kom ekkert annað í hug, sagði ég: „Og ég er borgarstjóri Landmannalauga." Eftir þetta var ég í augum Gerðar og margra annarra íslenskra vina, borgarstjóri álfanna í Landmannalaugum." Oidtmann ávarpaði opnunargesti á eigin móður- máli, utan nokkurra orða í lokin þar sern hann tilkynnti á íslensku um gjöf þeirra bræðra í til- efni af opnun safnsins. Verk föður Gerðar frumflutt Að loknum ávörpum klippti Snorri Helgason, bróðir Gerðar, á borða og opnaði sýningu á verk- um Gerðar formlega. Sigríður Gröndal sópran- söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari frumfluttu síðan fimm sönglög eftir Helga Páls- son, tónskáid og föður Gerðar. Helgi lést fyrir þrjátíu árum og opinberaði aldrei tónsmíðar sín- ar, en erfingjar hans tóku þær saman og héldu til haga. Þá fluttu Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Peter Máte píanóleikari sex íslensk þjóðlög. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, stendur í jaðri Borgarholtsins, austanvert við Kópavogs- kirkju. Snorri Helgason tók skóflustungu að því 17. nóvember árið 1986 og hófust eiginlegar framkvæmdir við bygginguna sama ár. Safnið er á tveimur hæðum sem báðar eru í raun jarð- hæðir vegna mishæðar í iandinu, klætt rauðleit- um granítsteini. Byggingin er samtals 1260 fer- metrar að flatarmáii og er hvor hæð um sig 630 fermetrar. Aðalinngangur og anddyri safnsins eru á efri hæð að norðanverðu. Þar eru tveir sýningarsalir, aðstaða fyrir starfsfólk og snyrt- ingar. Stærrí sýningarsalurinn er 237 fermetrar að stærð og ferníngslaga, en sá minni er 210 fermetrar að stærð og ferhyrningur í lögun. Milli salanna er loftbrú sem tengir sýningarrými þeirra. Giuggar á. efri hæð er iiringlaga, en í sölunum tveimur er ofanlýsing sem fengin er með bogahvelfingum sem snúa glerflötum mót norðri. Undir þeim er dreifigler sem hleypir jafnri birtu ofan í saiina. A neðri hæðinni er l:affistof- an, 115 íermetra fjölnotasalur, skrifstofur, lista- verkagey.mslur, snyrtingar, tæknirými og fleira. Sunnan við núsið er áætlað að staðsetja högg- myndagarð, sem mun blasa við frá kaffistofu. Á sýningunni eru 77 verk eftir Gerði, skúiptúr- ar, giuggar, mósaíkmyndir og forteikningar, og íýlla þau vestursal hússins, anddyri og neðri sal. I miðhluta austursalar er urval verka úr gjöf Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar, en einnig eru í austursal úival af listaverkum eldri lista- manna sem bærinn hefur keypt síðastliðna þijá áratugi, alls úm 40 verk. Gjafabréf afhent LUDOVIKUS Oidtmann, forstjóri þýsku Oidtmann glerlistaverkstæð- anna, afhendir Guðbjörgu Krisljánsdóttur, forstöðumanni Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, gjafabréf fyrir steindum glugga eftir Gerði og má sjá mynd af glugganum á borðinu á milli þeirra. Frá opnunarhátíð FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Kristín Líndal, formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, Bragi Michalesson, forseti bæjar- stjórnar, Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður safnsins, og Snorri Helgason, bróðir Gerðar, sem opnaði sýninguna á verkum systur sinnar formlega með því að klippa á borða. Sönglög Helga JÓNAS Ingimundarson píanóleikari og Sigríður Gröndal sópransöng- kona frumfluttu sönglög eftir Helga Pálsson, föður Gerðar. Loftbrú MILLI aðalsýningarsala á efri hæð listasafnsins liggur loftbrú sem tengir sýningarrými þeirra. Af brúnni sést niður í kaffistofu safnsins. ! s Afkomendarann- sókn næsta stórverk- efni Hjartavemdar Samtökin voru rekin með tæpra 6 milljóna króna tapi á síðasta ári HJARTAVERND vinnur nú að undirbúningi rannsóknar sem miðar að því að finna þá erfðafræðilegu þætti sem valda hjarta- og æðasjúkdóm- um. Að sögn Magnúsar Karls Péturssonar, formanns stjórnar Hjarta- verndar, er stefnt að því að rannsóknin sjálf geti hafist á næsta ári. Undirbúningsvinna felst m.a. í því að afla leyfa, t.d. hjá yfirvöldum, tölvu- nefnd og erfðafræðinefnd. Auk þess hyggst Hjartavernd sækja um styrki til að framkvæma rannsóknina, bæði til innlendra og erlendra aðila en samtökin voru rekin með tæplega 6 Að sögn Magnúsar er mun auðveld- ara að framkvæma slíka rannsókn hér en víða annars staðar, m.a. vegna þess hve ættartengsl eru vel þekkt hérlendis og hve auðvelt er að ná til allra einstaklinga. Hjá Hjartavernd er fylgst með öllum kransæðastíflutil- fellum á landinu og þau skráð og þar hefur allri vitneskju sem til er um útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi verið safnað. Magnús sagði að þess vegna væru til upplýsingar um stóran hóp af fólki sem hefðu verið rannsakaðir á síðustu 25 árum. „Það verða afkomendur þessara ein- stakiinga sem verða rannsakaðir. Þannig getum við borið saman áhættuþætti og rakið hvernig þeir erfast,“ sagði Magnús. Verðmætar upplýsingar Sérstök öldrunarrannsókn stendur nú yfir hiá Hjartavernd. í henni eru einstaklingar, 70 ára og eldri, sem áður hafa verið í úrtaki Hjartavernd- ar, rannsakaðir. Markmið þessarar rannsóknar er að finna út hvaða áhættuþættir valda veikindum og eili- hrörnun hjá fólki. „Þetta eru gífurlega verðmætar uppiýsingar sem þarna koma fram og verða ómetanlegur þáttur í uppbyggingu öldrunarþjón- ustu hér á landi á næstu árum,“ sagði Magnús. Hjartavernd var á síðasta ári rekin með tæplega 6 milljóna króna halla. Magnús sagði að hann stafaði að hluta til vegna sérstaks rannsóknarverkefn- is, fitusýrumælinga í blóðvatni, og að hluta til vegna meiri kostnaðar við tölvuúrvinnslu gagna. Tekjur vegna sjúklinga, sem koma í skoðun af sjálfs- dáðum eða er vísað til Hjartaverndar af læknum, drógust einnig saman. Þeim sjúklingum fækkaði um á þriðja hundrað á milli ára. Tapið samsvarar 6 hjartaaðgerðum Tekjur Hjartaverndar skiptast þannig að 20-25% þeirra eru bein fjárframlög frá ríkinu, 50-60% eru frá sjúklingum, öðrum en þeim sem eru kallaðir inn skv. sérstöku úrtaki, og afgangnum er sjálfaflað. Þar er urn milljóna króna halla á síðasta ári. að ræða tekjur af happdrætti og fijáls framlög einstakiinga. Magnús sagði að framlög einstaklinga hefðu dregist áberandi saman á síðustu tveimur árum, væntanlega vegna minnkandi umsvifa og tekna í þjóðfélaginu. Magnús sagði að á aðalfundi Hjartaverndar, sem haldinn var 24. mars sl., hefði komið fram að tap samtakanna næmi u.þ.b. sem svaraði 6 hjartaaðgerðum en hér á landi eru um 200 slíkar framkvæmdar á ári hveiju. Að hans sögn hefur forvarna- starf Hjartaverndar ekki verið metið til ijár. Hins vegar mætti að miklu leyti rekja lækkaða dánartíðni af völd- um kransæðastíflu á sl. árum til þeirr- ar forvarnastarfsemi og áróðurs sem, samtökin hefðu rekið alla tíð, t.d. fyr- ir því að taka upp hollari neysluvenj- ur. Árangurinn mætti m.a. sjá í lægri blóðfitu, dregið hefði úr reykingum og nú væri hár blóðþrýstingur betur meðhöndlaður en áður. Með tölfræði- legum útreikningum væri hægt að sýna fram á að þegar þessum áhættu- þáttum fækkaði drægi verulega úr dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Þola ekki mörg tapár Framlag ríkisins til Hjartaverndar,- 8,2 milljónir króna á ári, hefur ekki hækkað í mörg undanfarin ár. Að sögn Magnúsar fær ríkið verulegt framlag frá Hjartavernd á móti og mjög ódýrar rannsóknir sem hægt væri að byggja forvarnir á. Á síðasta ári hefðu samtökin verið beðin um að framkvæma hlut Íslands í alþjóðlegri rannsókn, sk. Monica-rannsókn, og fengið til þess 3,7 milljónir úr ríkis- sjóði. Tap síðasta árs sagði Magnús að hefði verið brúað með fjármunum sem hefðu verið til í sjóði. Hann sagði bráðnauðsynlegt að samtökin fengju hærra framlag og styrki. Þau gætu þolað tap í eitt eða tvö ár en ekki til frambúðar. Hann sagði að sótt hefði verið um framlag í framkvæmdasjóð aldraðra vegna öldrunarrannsókna og' að leitað yrði eftir hærra framlagi úr ríkissjóði auk þess sem sótt yrði um styrki úr fleiri sjóðum. Hundrað sjúklingar bíða hjartaaðgerðar Biðtími er langur og eykur áhættu YFIR eitthundrað sjúklingar eru nú á biðlista eftir hjartaaðgerðum og getur bið eftir aðgerðum staðið frá sex mánuðuin upp í ííu. Þetta kom fram í máli Bjarna Torfasonar bjartaskurðlæknis á aðalfundi Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu, sem haldinn var fyrir skömmu. Sagði Bjarni biðtímann langan og jafnframt fæli hann i sér mikla ábættu. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Ennfremur kom fram i máli Bjarna, að nokkrir sjúkiinga á biðlista væru í verulegri áhættu, sem ykist vegna þessa ianga biðtíma. Teiur hann nauð- svnlegt að stytta biðtímann bannig ið hann verði aldrei iengri en eitt- hundrað dagar í mesta lagi. í því sam- bandi lagði hann til, að hjartaskurðað- gerðum yrði fjölgað úr sex í tíu á spítalanum. Þótt íjölgun aðgerða yrði tímabundin yrði samt hægt að ná bið- listanum niður í ásættanlegt ástand, að Bjarna hyggju. Sagði hann þetta mögulegt með því að nýta alla að- stöðu sem fyrir væri á Landspítalan- um til hlítar og sagðist auk þess fuli- viss um, að skurðlæknar og annað lið sérfræðinga, sem að hjartaaðgerðum starfaði, væri tilbúið til þess að taka á sig aukavaktir til að leysa þennan alvarlega vanda. Beindi hann loks þeirri áskorun til forsvarsmanna Landssamtaka hjartasjúklinga og að- ildarfélaga þess, að beir létu einskis ófreistað til þess að fá heilbrigðisyfir- völd til þess að leysa þennan alvarlega vanda með því að heimila 10 skurðað- gerðir á viku. Félagsmenn í Landssamtökum hjartasjúklinga eru nú 1.515 og var Jón Þór Jóhannsson endurkjörinn for- maður félagsins á aðalfundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.