Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 36

Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Keisarinn o g klæðin ný * eftir Arna Þór Sigurðsson Reykjavíkurlistinn kynnti stefnuyfirlýsingu sína þann 19. mars sl. Enda þótt Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nú látið smíða nýja lyklakippu vegna borgarstjórnar- kosninganna er flestum ljóst, sem á annað borð fylgjast með stjórn- málum, að þar á bæ rekast menn á veggi, engar dyr ílnnast svo ly- klakippan kemur að litlum notum. Enn um „heilsdagsskólann" Ég hef í tveimur blaðagreinum fjallað um „heilsdagsskóla" Sjálf- stæðisflokksins og þau markmið ssem Reykjavíkurlistinn hefur sett sér um einsetinn skóla, lengri og samfelldan skóladag. Það hefur líka komið fram af minni hálfu að „heilsdagsskólinn" var tilraun sem hrundið var af stað vegna meints þrýstings frá foreldrum í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Reyndar urðu þær breytingar ekki á einum vetri heldur hafa þær átt sér stað á löngum tíma. Sjálfstæð- isflokkurinn hafði því haft öll þau 'tækifæri sem hann kaus til að koma á breytingum í starfi grunnskól- anna ef viljann hefði ekki vantað. Sannarlega tóku flestir tilrauna- verkefninu „heilsdagsskóli" með jákvæðum huga því almennt var vonað að hér væri að fara af stað vel undirbúið verkefni þar sem lengja ætti skóladag nemendanna. Ekki veitir af að bæta nemendum upp þann niðurskurð í skólamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn, með þá Friðrik Sophusson og Ólaf G. Ein- arsson í broddi fylkingar, hefur beitt sér fyrir. En því miður kom á daginn að hér var á ferðinni illa undirbúin tilraun sem fyrst og fremst átti að vera liður í auglýs- ingamennsku formanns skólamála- ráðs og núverandi borgarstjóra (þess þriðja á kjörtímabilinu), sem jafnframt var einn af forsprökkum Félags frjálshyggjumanna ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Markmiðið var að fela fijálshyggju- andlitið og setja upp áferðarfallega grímu í aðdraganda borgarstjórn- arkosninganna. „Ekki veitir af að bæta nemendum upp þann niðurskurð í skólamál- um sem Sjálfstæðis- flokkurinn, með þá Frið- rik Sophusson o g Ólaf G. Einarsson í broddi fylkingar, hefur beitt sér fyrir.“ Kjallarakompur, gangar og skúrar Gæsla en ekki skóli Við íslendingar erum vön því að grunnskólinn eigi að vera fyrir öll börn þeim að kostnaðarlausu. Grunnmenntun þjóðarinnar er hluti af því sem við Sorgum með skött- unum okkar og einn af hornsteinum þess velferðarþjóðfélags sem hér hefur verið byggt upp á liðnum árum og áratugum er einmitt grunnskólí fyrir alla. Þannig héldu margir að „heilsdagsskólinn" yrði. En öðru nær. „Heilsdagsskólinn“ er ekki skóli, hann er gæsla, dag- vistarúrræði sem stendur einungis hluta barnanna til boða, gegn gjaldi og er ekki nema að litlu leyti tengd- ur hinu daglega starfí skólanna. Hér er því ekki á ferðinni lengri og samfelldur skóladagur eins og Reykjavíkurlistinn heldur á lofti. „Heilsdagsskólinn“ í grunnskólum borgarinnar fjölgar ekki kennslu- stundum nemenda — hann er fyrst og fremst úrræði fyrir nemendur og foreldra til að leysa dagvistunar- vandann. Vissulega er það góðra gjalda vert að bera sig eftir að leysa þann mikla vanda en það hlýtur að vera álitamál hvort skólarnir eigi að taka við dagvistuninni, en þeir eru misjafnlega, og sumir mjög illa, í stakk búnir til að taka við henni. Aðstaðan í skólunum er æði misjöfn. Sumum skólum hefur reynst ofviða að fást við „heilsdags- skólann" vegna skorts á viðunandi aðstöðu. Dæmi eru um að börn séu höfð í gluggalausum kjallaraher- bergjum og á göngum skólanna eða í skúrum. Hefðbundnu skólastarfi hefur í nokkrum tilvikum verið raskað til að losa pláss fyrir börnin og einhveijar bekkjardeildir þurfa að vera eftir hádegi í skólanum vegna þess að skólastofan er notuð undir gæslu fyrir hádegi. Þannig hefur lögbundið skólastarf að vissu marki liðið fyrir tilraunaverkefnið „heilsdagsskóla". Það er sá metn- aður sem felst í fjölskylduáherslum Sjálfstæðisflokksins. Vandi Árna Sigfússonar borgarstjóra og Sjálf- stæðisflokksins er að íjölmörgum foreldrum er orðið ljóst að „heils- dagsskólinn" er ekki skóii og hann kostar þá mikla peninga. Sömuleið- is hefur það komið mörgum spánskt fyrir sjónir að skólatíminn skuli vera nánast eins í ár og í fyrra. Breytingin sem orðið hefur felst í því að hægt er að lengja stuttan skóladag í báða enda og fylla upp í göt á sundurslitinni Árni Þór Sigurðsson stundatöflu með því að borga fyrir það. „Heilsdagsskólinn“ er því ekki framtak í skólamálum heldur fyrst og fremst dagvistarúrræði sem vissulega getur nýst mörgum for- eldrum en á ekkert skylt við fag- legt og metnaðarfullt skólastarf sem svo mikil þörf er á að efla í Reykjavík. Starfsfólkið Iítils virt Árni Sigfússon borgarstjóri fer nú mikinn og boðar nýja atvinnu- stefnu (þótt hann hafí átt sæti í atvinnumálanefnd í 8 ár). Þar talar Hefur Reykjavík farið liallloka í vegamálum? AÐALFUNDUR eftir Asgeir Þór Jónsson HLUTABREFASJOÐSINS HE Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn á Hótel Sögu, Skála, ráðstefnuálmu, 2. hæð, miðvikudaginn 27. apríl 1994 og hefst hann kl. 16.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá fundarins og ársreikningur félagsins liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. Um langt skeið hefur verið ágæt samstaða um skiptingu vegafjár í landinu. Fyrir nokkrum árum fékkst niðurstaða um hvernig skipta bæri fjárveitingum á kjördæmi til svo- nefndra stofnbrauta og þjóðvega eft- ir tilteknum meginreglum, þar sem I ser,n var tekið tillit til arðsemi og þarfa. Á grundvelli þessara ákvarð- ana hefur fjárveitingum til vegamála verið skipt á milli kjördæma. Hlutur svonefnds stórverkefna- sjóðs hefur verið verulegur undanfar- in ár og hann hefur fjármagnað meiriháttar framkvæmdir. Ákvörðun ”um útdeilingu fjár til slíkra stórverk- efna hefur verið tekin á Alþingi með afgreiðslu Vegaáætlunar hveiju sinni. Þar hefur því legið að baki hið pólitíska mat á því hvar brýnast væri að veita þetta fé. í fyrra og í ár hefur verið í gangi svo kallað framkvæmdaátak í vega- málum. Það felur í sér að sérstökum fjárveitingum er varið til þess að hraða vegaframkvæmdum. Er þetta gert með það að markmiði að auka atvinnusköpun og tengja byggðir og leggja þannig grunn að nýjum mögu- leikum byggðarlaganna úti á lands- byggðinni. Enginn vafí er á því að þetta mun skila sér í framtíðinni. Aukið samstarf sveitarfélaga og at- vinnufyrirtækja verður auðveldara og opnar nýja möguleika á öllum sviðum. Þegar ákvörðun var tekin um þetta framkvæmdaátak lá það fyrir frá upphafi, sem stefnumótun ríkisstjórnarinnar, að fénu bæri að skipta með hliðsjón af þeim reglum sem gilt hafa um skiptingu vegafjár á milli kjördæmanna. Um þá skipt- ingu mátti heita bærilegur friður að lang mestu leyti. Það vekur því ekki litla athygli, þegar það gerist að áhrifamesti tals- maður Kvennalistans, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir alþingismaður og borgarstjóraefni R-listans, reynir að slá sig til sérstaks riddara meðal Reykvíkinga, með því að kreijast þess í raun að fjárveitingar til vega- mála á landsbyggðinni séu lækkað- ar. Þetta gerir hún þó í Morgunblað- inu 30. mars síðastliðinn er hún seg- ir orðrétt: „í tvígang hafa verið samþykktar tillögur í borgarstjórn að frumkvæði minnihlutans um að skora á ríkis- valdið að auka hlut borgarinnar til vegaframkvæmda en eins og borg- arbúar yita hefur borgin farið mjög halloka gagnvart lands- byggðinni í því efni“. (Leturbreyt- ing mín.) Þessi orð er engan veginn hægt að skilja öðruvísi en sem ósk eða kröfu um að fjárveitingar til vega- mála séu lækkaðar úti á landi, þar sem orðalagið er „að auka hlut borg- arinnar“, sem augljóslega verður ekki gert nema á kostnað einhvers. Fyrir nú utan það að einhvern tíma hefðu það þótt pólitísk tíðindi að áhrifamesti talsmaður stjórnmála- flokks lýsti því yfir að borgin hefði farið halloka gagnvart landsbyggð- inni hvað varðar uppbyggingu sam- göngumannvirkja eins og vega. Það er greinilegt að frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki ekið veginn um ísafjarðardjúp alveg ný- lega, eða þrætt Barðaströndina. Eru það þó helstu tengileiðir stærstu þétt- býlisstaðanna á Vestfjörðum við þjóðvegakerfi landsins. Borgar- stjóraefni Reykjavíkurlistans virðist ekki átta sig á að ef vegafé væri deilt út til bæjarfélaga í samræmi við höfðatölu, að þá væru engir veg- ir úti á landi. Þá væri enginn hring- vegur og engir vegir á milli byggðar- laga. Með þeim miklu framkvæmdum sem orðið hafa í vegamálum á undan- förnum árum hefur hreinlega verið lyft grettistaki. Á Vestfjörðum má nefna sem dæmi nýjan veg yfír Hálf- dán sem tengir Tálknafjörð og Bíldu- dal, byggingu tveggja vegskála á Óshlíð sem stórauka öryggi vegarins á milli Bolungarvíkur og ísafjarðar og nú í sumar verður haldið áfram vegaframkvæmdum í Hrútafirði, á svæði þar sem núverandi vegur er gjörsamlega ónýtur að kalla má. Fróðlegt væri að vita hvar bera hefði átt í niðurskurði ef ráðum Ingibjarg- ar Sólrúnar hefði verið fylgt. Það væri ekki síst gott fyrir Vestfírðinga að vita hvar þingmaður Kvennalist- ans á Vestfjörðum og fulltrúi hans í samgöngu- og íjárlaganefnd Al- þingis hefði talið að sveifla hefði átt niðurskurðarhnífnum, ef hlutur borgarinnar hefði verið aukinn á BILASALA ^Vanlar qllar geróir bilq a skrq og á staóinn Saab 9000 CS árg. '92, rauður, ek. 30 þ. km., beinsk., central læs., cruise control, álfelgur, rafm. í rúöum og speglum, spoiler. Verö kr. 1830 þús., sk. á ód. Volvo 740 GL árg. '89, dökkgrár, ek. 74 þ. km., sjálfsk. Verö kr. 1170 þús. Einnig grásans, ek. 100 þ. km. Verð kr. 1050 þús. Skoöunarskyrslur fylgja. Mercedes Benz 207 D, árg. '89, svartur, ek. 179 þ. km. Vel meö farinn bíll. Verö kr. 1150 þús. stgr. Mazda E-200 4x4, árg. '86, hvítur, ek. 215 þ. km., m/gluggum. Verð aðeins kr. 350 þús. Dodge Grand Caravan SE, árg. '90, brún- sans, ek. 45 þ. km., sjálfsk., rafm. í rúðum, central læs, cruise control,. álfelgur, auka- dekk á felgum, 7 manna. Verð kr. 1850 þús., sk. á ód. í í i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.