Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994 43 og voru margar snerrurnar teknar á þeim vettvangi. Við hjónin áttum því láni að fagna að hefja búskap okkar í kjallaranum hjá Kitta og Hönnu á Engjavegi 29. Alla tíð fylgdust þau vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur og leiðbeindu ef þurfa þótti og það breyttist ekkert þótt við flyttum síð- ar í eigið húsnæði, alltaf var vinátt- an og tryggðin í fyrirrúmi. Það var oft glatt á hjalla á Engja- veginum á þessum árum og aldrei bar skugga á „sambúð" okkar og við ung og óreynd leituðum til þeirra hjóna með allt mögulegt og ómögu- legt. Alltaf áttu þau tíma og hjarta- rúmið var stórt. Þessi ár eru í minn- ingunni full af gleði og broslegum uppákomum, en eftir situr vinátta þeirra hjóna sem haldist hefur síðan. Góð og gagnkvæm vinátta var líka milli Kitta og eldri sonar okk- ar, sem steig sín fyrstu spor á Engjavegi 29. Fylgdist Kitti með honum alla tíð og einnig áttu þeir samstarf um tíma hjá hf. Djúpbátn- um. Kitta fannst hann alltaf eiga eitthvað í þessum strák, sem var fljótur að finna hvað að honum sneri og sótti hann mikið upp á loft til þeirra hjóna og hafði þá gjarnan sængina með til öryggis. Alltaf var honum tekið með opnum örmum, eins og þeirra var von og vísa. Kitti var alltaf léttur og hress í skapi og fljótur til svars og margar óborganlegar sögur eru til af því hversu úrræðagóður hann var. Við sem eftir stöndum eigum erf- itt með að hugsa okkur tilveruna án Kitta hér á Ísafírði, hann sem var lífíð og sálin í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur. En við vitum að erfiðast verður það fyrir fjölskylduna, Hönnu, börn- in fimm og öll barnabörnin að sætta sig við orðinn hlut. Enginn veit hve- nær sorgin knýr dyra og við hjónin sendum þeim öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau og gefa þeim von og trú á lífið á ný. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra og við þökkum honum samfylgdina. Hildigunnur Lóa og Hans Georg. Kveðja frá Boltafélagi Isafjarðar Þriðjudaginn 5. apríl sl. tnun seint líða ísfírðingum úr minni. Ótrúlegar náttúruhamfarir eyðilögðu að mestu helstu útivistarsvæði bæjarbúa ásamt mannvirkjum. Mestur skaði er þó vegna fráfalls Kristjáns Knúts Jónassonar sem sett hefur mikill svip á allt mannlíf hér vestra í gegn- um langa tíð. Kristján var um ára- bil formaður Knattspyrnuráðs ísa- fjarðar, forvera Boltafélagsins, og var alla tíð einstaklega áhugasamur og duglegur fyrir hönd ísfírskra knattspyrnumanna, sem í raun nýtt- ist öllu íþróttafólki hér um slóðir. Kunn er sú atorka sem hann lagði í tilurð okkar glæsilega íþróttahúss og grasvallar á Torfnesi, og er á engan hallað þó að framgöngu hans þar sé sérstaklega haldið á lofti. Okkur er ljúft og skylt að minn- ast einstaks höfðingsskapar og gestrisni sem knattspyrnumenn okkar og annars staðar frá hafa ávallt mætt á heimili þeirra hjóna. Kristján sat í stjórn Knattspymu- sambands íslands frá árinu 1980 til dauðadags. Ótalin eru ijölmörg önnur störf hans á litríkri ævi, þeirra munu aðrir geta. ísfirskir knattspyrnuinenn sakna vinar í stað við ótímabært fráfall Kristjáns Jónassonar. Mestur er þó söknuður hans ágætu eiginkonu, Hansínu Einarsdóttur, barna þeirra og fjölskyldu. Kristjáni biðjum við blessunar Guðs um alla eilífð. Blessuð sé minn- ing hans. Ég var á ísafirði um páskana og átti flug til Reykjavíkur seinnipart. þriðjudags og hafði hugsað mér að fara í heimsókn til Kitta og Hönnu áður en ég færi. En þess varð því miður ekki auðið. Þar gripu æðri máttarvöld í taumana. Þá um morg- uninn féll ægilegt snjóflóð niður yfir Seljalandsdal og áfram niður i Tungudal og hreif með sér allt sem fyrir varð. Frést hafði að björgunar- mönnum hefði tekist að koma fólki til aðstoðar, en það væri alvarlega slasað. Á þessum tímapunkti var mér ekki kunnugt um hvert hið slas- aða fólk væri. Stuttu seinna var hringt og mér var sagt að vinur minn og velgjörðarmaður gegnum lífið, Kristján Jónasson, væri dáinn. Minningarnar þutu hjá, ég hafði þekkt Kitta allt mitt líf. Lóa dóttir þeirra hjóna hafði „verið í vist“ hjá okkur og gætt mín, þegar ég var lítill. Þau hjónin tóku ástfóstri við mig og varð úr góð og traust vin- átta, sem vaxið hefur og dafnað æ síðan. Það skal engan undra sem þekkir til þeirra hjóna. Fyrstu árin bjó ég í Sætúninu, sem að vísu er ekki svo langt frá Engjaveginum, en það er þó mikið ferðalag fyrir lítinn mann á tveimur jafnfljótum. Þessi ferðalög voru sannkallaðar ævintýraferðir sem enduðu ævinlega með því að litli maðurinn sofnaði í fangi þeirra hjóna við sjónvarpið, eftir stutt stopp við eldhúsborðið þar sem ævinlega var boðið uppá góðgæti. Fyrir tveim sumrum heimsótti ég þau hjón sem oftar. Þá vantaði þau einmitt hjálp við að reisa sumarbú- staðinn inni í Tunguskógi. Þau höfðu nokkru áður keypt gamlan bústað sem þau höfðu rifíð og voru búin að steypa nýjan grunn til að reisa á honum veglegt bjálkahús. Strákarnir þeirra unnu allir við bygginguna. Þetta var góður tími og ég naut þess að fá að taka þátt í þessu ánægjulega starfí í glaðvær- um hópi góðra vina. Þau hjónin lögðu nótt við dag, til að draumur- inn gæti ræst. Sumarbústaðurinn yrði kjörinn vettvangur þessarar stóru og vinmörgu fjölskyldu til að koma saman í leik og gleði. Hvern hefði grunað að þessi ljúfi draumur gæti snúist á þann veg sem hann hefur gert. Að hann Kristján, sem hefur svo margan hildi háð til sjós og lands og ævinlega haft bet- ur. Drengskaparmaður, sem hafði hafíst til vegs og virðingar fyrir eig- in dugnað og atorku, skuli vera frá okkur tekinn á jafn sviplegan hátt, kannske einmitt, þegar komið var að því að hægja á og njóta þess sem unnið hafði verið. Með Kristjáni er genginn mikill maður og merkur en umfram allt góður vinur og félagi sem alltaf stóð sem klettur með sínu fólki. Guð blessi minningu hans og styrki Hansínu, börnin, tengdabörn- in og barnabörnin í þessari miklu sorg. Jón Olafur. Tíminn verður óræður þegar við sjáum á eftir lífsferðafélaga. Ekki leið nema rúm vika frá síðasta fundi okkar Kristjáns í viðlagasjóðsskúr Djúpbátsins og hins óhugnanlega þriðjudags. Dagur sem líður aldrei úr minni, þessi sligandi deyfð og drungi, þessi fjarlægð og tómarúm. Það mátti ekki minna vera en nátt- úruhamfarir. Kristján og skrifstofan í viðlaga- sjóðsskúrnum - við fyrstu kynni mettuð af þungum ilmi neftóbaks, sem síðar tók í sig ferska angan mentóls. Þessi stemmning er enn greypt í hugann og verður það án efa þangað til ég sjálfur fæ kallið. Kynni okkar urðu ekki löng og verða mér örugglega lærdómsríkari en ég geri mér grein fyrir. Hann kom víða við og hans verður minnst af sam- ferðafólki á flestum sviðum samfé- lagsins. Mig langar með þessum fáu orð- um að rifja upp kynni okkar, þakka fyrir og kveðja. Þau urðu að mestu í fyrrnefndum skúr, sem vitnar um stjórnvisku og nægjusemi athafna- mannsins. Þegar sú hugmynd kom upp að bindast samtökum um að gera Edinborgarhúsið á ísafirði að menningarmiðstöð, hljómaði það víðast eins og óraunhæft hjal skýja- glópa. Þvílíkar hugrenningar voru kveðnar niður í skúrnum. Það var snemma á vordögum 1992 að við áttum fyrst fund með Kristjáni og viðruðum þá hugmynd að Djúpbát- urinn (sem átti að sjálfsögðu ekki framtíðina fyrir sér í skúrnum), kæmi í félag með okkur um kaup á hluta hússins. Ekki stóð á svar- inu, þrátt fyrir annríki og vaxandi baráttu við þverlynda samgöngu- málamenn. í hans höndum varð at- burðarásin hröð eftir þennan fyrsta fund og það liðu ekki nema örfáar vikur þar til húsið varð okkar. Það kom í minn hlut að vinna að þessu með Kristjáni og er sárt til þess að vita að hann fái ekki að lifa með okkur uppbygginguna til enda, því án hans hefði hún tæplega hafist. Samstarf okkar í skúrnum var oft- ast með þeim hætti að hann stikaði um gólf og þuldi upp texta, sem ég reyndi að koma niður á blað. Ég fann það stráx að það fór sigldur maður í stjórnsýslu og ótrúlega glöggskyggn á úrlausnir mála. Sú óbilandi trú Kristjáns á viljann og styrk þeirra, sem höfðu hugsjónir, bar mann rúmlega hálfa leið og oftast alla. Það var mér nóg, þegar efínn heijaði, að fara á hans fund - hlusta og draga að mér ilminn. Það er einkennilegt á þessari stundu, þegar maður rifjar þetta upp, þá fyllist maður sárum sökn- uði, en djúpt úr sálarkirnunni birtist Kristján ljóslifandi - og maður getur ekki annað en brosað í þessum sára söknuði. Minningin um Kristján og skúr- inn, ilminn og hugsjónina, verður mér hvatning á minni leið. Við sem stöndum að Edinborgarhúsinu erum honum þakklát fyrir samfylgdina og vottum Hansínu og öðrum að- standendum dýpstu samúð okkar. Jón Sigurpálsson. Á einni nóttu urðu ísfirðingar fyrir þríþættu áfalli: Skíðasvæðið á Seljalandsdal glataði trausti sínu og mannvirkjum, skógrækt og sum- arhúsabyggð í Tungudal jafnaðist við jörðu og Kristján Jónasson hvarf af vettvangi. Síðasttalda áfallið er þyngst og erfiðast að sætta sig við, hin áföllin má bæta og verða bætt. Kristján Jónasson var sérst.æður maður. Hann kom víða við á við- burðaríkri ævi og má reyndar segja að honum hafi ekkert verið óvið- komandi. Hann var óvenju félags- lyndur, var í íþróttum, leiklist og pólitík, en reis þó hæst að mínu mati í af skiptum sínum af atvinnu- málum. Kynni okkar Kristjáns urðu mest og best þegar hann sinnti trún- aðarstörfum fyrir bæjarstjórn Isa- fjarðar. Hann var forseti bæjar- stjórnar um árabil og sýndi þar að hann greindi kjarnann frá hisminu. Velferð borgaranna var honum efst í huga, hvort heldur ungra eða ald- inna. Aðstaða ísfirskrar æsku til íþróttaiðkana var honum mjög ofar- lega í huga og síðasta afrek hans á því sviði er bygging hins glæsilega íþróttahúss á Torfnesi. Og aldrei þótti honum nóg aðgert fyrir hina öldnu sem þó vita varla hversu af- gerandi þáttur hans var í þeim málaflokki. Hann auglýsti ekki af- rek sín, en gladdist yfír hveijum sigri á braut okkar til framfara. En það voru atvinnumálin sem urðu honum tímafrekust, og þótt hann hafi sjálfur með beinum hætti komið ýmsu mikilvægu til leiðar á þeim vettvangi, þá voru óbeinu af- skiptin ekki síður mikilvæg. Hann hvatti menn til dáða, gaf þeim góð ráð og beitti sér fyrir aðgerðum sem í fjölmörgum tilvikum skiptu sköp- um um jákvæða framvindu mála. Hann var athafnamaður fólksins. Hann var sannur jafnaðarmaður, drenglundaður og góður. Það er mikil eftirsjá að Kristjáni og skarð hans verður vandfyllt í okkar litla samfélagi. Það væri þó vanvirða við minningu hans að láta sér fallast hendur þótt áföll ríði yfir. Við skulum minnast hans með dugn- aði, þrautseigju og fórnfýsi. Það voru merkin hans, auk hinnar léttu lundar og fölskvalausa húmors. Hann var sérstæður maður og minn- ing hans mun lifa í hugum okkar sem þekktu hann. Við Guðrún vottum Hansínu, ekkju hans, og börnum þeirra og fjölskyldum dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Magnús Reynir Guðmundsson. Þriðjudaguiinn 5. apríl_ 1994 er varanlega ritaður í sögu Isafjarðar og reyndar íslandssöguna. Náttúru- hamfarir hafa valdið okkur íslend- ingum ómældu eignatjóni um aldir og hrifsað til sín mannslíf. Hið fyrra má bæta en mannslíf verður ekki bætt. Snjóflóðið sem féll á skíða- svæði ísfirðinga fyrr um morguninn svipti burt eins og hendi væri veifað skíðasvæði bæjarins og sumarhúsa- hverfinu í Tungudal. Hjónin Kristján Jónasson og Hansína Einarsdóttir höfðu nýlega byggt glæsilegt sumarhús í Tungu- skógi. Þau dvöldu þar um páskana og náttúruhamfarirnar ruddu þessu reisulega hús af grunni, Hansína hlaut veruleg meiðsl af, en Kristján lézt á sjúkrahúsi skömmu síðar. ís- fírðingar, sem allir þekkja Kristján og Hansínu, voru slegnir óhug og harmi. Margir misstu vin og félaga og enn fleiri kunningja, enda Krist- ján vinsæll og vel metinn, þótt hver hefði á honum sína skoðun. ísafjörð- ur telst meðal fjölmennari sveitarfé- laga á Islandi, en samfélagið er ekki stærra en svo að „allir þekkja alla“. Söknuður og sorg býr í mörg- um hjörtum nú, en mestur harmur er kveðinn að eiginkonu og börnum, tengda- og barnabörnum. Kristján Knútur Jónasson, fædd- ur 19. nóvember 1934, var á sextug- asta aldursári þegar hann svo óvænt var kvaddur burt af þessum heimi. Foreldrar hans voru þau Jóna Petó- lína Sigurðardóttir og Jónas Guð- jónsson húsasmíðameistari úr Grunnavíkurhreppi. Kristján átti þijú systkini, aibróðurinn Högna, sem fórst í snjóflóðinu mikla á Nes- kaupstað 20. desember 1974, Svan- fríði Kristínu Benediktsdóttur í Reýkjavík og Kristján Tryggva Jónsson í Vestmannaeyjum. Einnig átti hann hálfsystur að föðumum, Önnu, Svanfríði, Ólínu, Jensínu (dætur Alexandrínu Kristínar Bene- diktsdóttur) og Guðnýju og Mar- gréti (dætur Jónínu Albertsdóttur.). Kristján kvæntist hinn 6. júní 1959 Hansínu Einarsdóttur, fæddri 13. nóvember 1940, Steindórssonar úr Grunnavíkurhreppi fram- kvæmdastjóra Hraðfyrstihússins í Hnífsdal og konu hans Ólafar Magn- úsdóttur frá Hóli í Bolungarvík. Þau eignuðust fimm börn: Einar Val, f. 9. janúar 1957, kvæntan Guðrúnu Aspelund, eiga þau tvö börn, en Einar átti dóttur áður, Kristin Þóri, f. 13. janúar 1958, kvæntan Berg- lindi Ólafsdóttur, þau eiga þrjú börn, Steinar Örn, f. 6. mars 1960, kvænt- an Maríu Valsdóttur, þau eiga tvö börn, auk þess að ala upp tvö börn Mariu, Ólöfu Jónu, f. 6. október 1961, gifta Björgvini Hjörvarssyni, þau eiga þijú börn og Guðmund Annas, kvæntan Svanhildi Ósk Garðarsdóttur, þau eiga þijú börn. Kynni okkar Kristjáns hófust 1976 í minni fyrstu ferð með Fagra- nesinu á Hornstrandir. Það var óhjá- kvæmilegt að taka eftir Kriscjáni svo kappsamur og lifandi sem hann var. Fleiri ferðir áttum við saman með „Djúpbátnum“ á námsáram mínum vestra við sumar- og vetrar- störf. Mjög minnisstætt var að koma á Ferðamálaráðstefnu íslands á ísafirði síðsumars 1982 er Kristján gegndi hlutverki gestgjafans fyrir hönd ísafjarðarkaupstaðar. Þá var hann nýlega orðinn forseti bæjar- stjórnar. Enda vitnaði hann oft til ferðar sem Djúpbáturinn hf. bauð ráðstefnugestum í til Grunnavíkur, frá mismunandi sjónarhorni hvert sinn. Skömmu síðar fluttum við hjónin til ísafjarðar og endurnýjuð- um fyrri kynni við Kristján svo að hin síðari ár var um hreinræktaða vináttu að ræða. Elduðum við Krist- ján þó oft grátt silfur saman, eink- um eftir að báðir sátu i bæjarstjórn ísafjarðar og stjórn Orkubús Vest- fjarða. Kristján var krati, sannur jafnaðarmaður, eins og þeir gerast beztir, eldhugi varðandi ýmis mál, einkanlega íþróttamál, óþreytandi baráttumaður á því sviði sem öðrum. í kosningabaráttunni 1986 sauð eitt sinn uppúr milli okkar, þrátt fyrir samkomulag um að ólíkar stjórn- málaskoðanir sem skildu okkur að, það héldum við þá, mættu ekki kom- ast á milli okkar. Málefnið var ómerkilegt og ekki ástæða til upp- rifjunar hér. Hafí undirritaður tekið orsök misklíðarinnar nærri sér, þá var um smáræði að tefla miðað við eftirsjána síðar yfir því að láta hart mæta hörðu. Drengskapur Kristjáns kom þá bezt í ljós. Hann erfði atvik- ið ekki. Löngu síðar þegar hljótt en farsælt samstarf hafði tekizt með okkur um flest þau mál er báðir horfa til heilla hag ísafjarðar var- leitað fyrirgefningar Kristjáns. „Óli minn“, sagði hann með sinni ein- kennandi röddu, „ég er löngu búinn að fyrirgefa þér. Ég vissi að þú varst reiður og skildi það.“ Aldrei var framar á þetta minnst. Kristján má lýsa á margan veg en sjálfur lýsti hann sér bezt með gerðum sínum. Kristján var gagn- ' fræðingur frá Gagnfræðaskólanum á ísafírði og lauk prófí i húsasmíði frá Iðnskólanum á ísafirði og varð húsasmíðameistari. Hann stundaði sjómennsku og ýmis störf í landi. Hann var lengi framkvæmdastóri hf. Djúpbátsins, sem gerir út Fagra- nesið, og ötull baráttumaður fyrir feiju á ísafjarðardjúpi. Kristján kom víða að félagsmálum. Ekkert var eðlilegra en hann, mikill knatt- spyrnumaður á yngri áram, yrði síð- ar stjórnarmaður KSÍ. Kristján og Hansína áttu það sammerkt að styðja vel við bakið á ungum knatt- spymumönnum. Kristján var kosinn í bæjarstjórn á ísafirði 1978 og sat þar til 1990 er hann ákvað að hætta. Síðasta kjörtímabilið er hann sat í stóli for- seta kynntumst við með nýjum hætti. Ándstæðingar í pólitík kynn- ast með allt öðram hætti en flokks- félagar. Hending ræður því hvort ofan á verður gagnkvæm virðing eða andúð sem oft tekur langan tíma að eyða. Formlegheit vora ekki sterkasti þátturinn í fari Kristjáns, sennilega vegna þess að þau vora of tímafrek, enda átti hann ávallt gott með að tala beint við menn og átti ríkan sannfæringarkraft. Lang- ar fundarsetur slípa menn í sam- starfí og heilindi skapa farsæld þótt framsetning mála sé mismunadi eft- ir mönnum. Velvilji Kristjáns í garð annarra, einkum þeirra er minna máttu sín var mikill. Margra vandi var leystur þótt stundum þætti hon- um betra mega gera. Eitt sinn er okkur greindi á um deilumál meiri- og minnihluta bæjarstjórnar lét hann orð falla: „Ég hefði betur skil- ið þig eftir í Grannavík um árið.“ Að fundi loknum kom hann eilítið áhyggjufullur en þó kíminn og sagði: „Þú veizt að ég meina þetta vel.“ Við skelltum báðir uppúr. Oft- ar en ekki var stuðningur við eitt og annað málið auðsóttur. Kjörorð Kristjáns heðfí getað verið: ísafírði allt. Ánægjan var ósvikin við vígslu íþróttahússins síðasta haust. Vinsemd þeirra hjóna óx með ári hveiju. Oft var spaugað með liðna atburði, skoðanaágreining, rimmur í anda goðanna þar sem hvor reis upp að loknum degi. Sannkölluð Valhallargleði. Á fertugsafmæli undirritaðs létu þau hjón það ganga fýrir öðru að gleðja okkur með nærvera sinni. Við áttum eftirminni- lega ánægjustund í árlegri skötu- veizlu þeirra fyrir síðustu jól. Síð- asta samtal okkar kvöldið fyrir skír- dag snerist um mál er varðaði starf' okkar beggja. Annað beið betri tíma. Það var margt sem beið. Hansína, börn, tengda- og barna- böm, við Þórdís sendum ykkur og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Þið eigið góðar minningar um góðan dreng. Guð blessi ykkur í sorginni. Olafur Helgi Kjartansson. Blömastofa friðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík, Sfmi 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.