Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.04.1994, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994 Sigurborg Kolbeins- dóttir - Minning Fædd 9. nóvember 1947 Dáin 11. apríl 1994 Það er komið vor. Skarð er höggvið í félagahópinni í „Höfðan- um“, en svo köllum við sumarhúsa- byggð okkar í Borgarfirði. Bogga, en svo var hún kölluð daglega, og Svavar nefndu sitt hús Fögru- brekku og kynni okkar flestra í „Höfðanum“ við þau hjón hófust þar. Flestar helgar var farið upp eftir. Alltaf líf og fjör, því engin lognmolla ríkti þar sem Boggæ var. Endalaus vinna er að eiga saumar- hús en þeim stundum með góðum félögum og vinum er vel varið. Síð- asta ár var Boggu erfitt, en ósk hennar að komast á síldarævintýrið á Sigló gátum við félagar og vinir þeirra hjóna uppfyllt með þeim. I glampandi heiðríkju geislaði af henni gleðin, þó að hún væri sár- þjóð. Lífsvilji, fjöiskylda og vinir þeirra sameinuðust um að hún kæmist í Fögrubrekku um páskahátíðina. Það leyndi sér ekki þá hvað í vænd- um var. Við sumarhúseigendur í „Höfð- anum“ vottum Svavari, bömum, tengdabömum, barnabörnum og aldraðri móðir dýpstu samúð okkar. Björn Úlfar. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Sigurborgar Kol- beinsdóttur sem fædd var í Selásn- um 9. nóvember 1947, dóttir Kol- beins Steingrímssonar sem er látinn og Þórhildar Ámadóttur sem búsett er hjá dóttur sinni í Neskaupstað. Ég kvnntist dóttur Boggu og Svavars veturinn 1979-1980, en samband okkar Þórhildar hafði að- eins staðið í stuttan tíma þegar Bogga var farin að tala um mig sem tengdason. A þessum 15 ámm sem við höf- um átt samleið í lífinu hef ég kynnst mikilli kjamakonu. Hvort sem var við húsbyggingar í Selásnum eða leik og störf í sumarbústað þeirra hjóna við Hvítá í Borgarfirði var hún alltaf á fullu við störf og ef sest var niður yfir kaffibolla var verið að stjóma og skipuleggja. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna í nóvember 1992 þegar kom í ljós að Bogga var með krabbamein, en hún barðist hetju- lega við þennan skæða sjúkdóm þar til yfir lauk. Veikindi hennar stóðu samt ekki í vegi fyrir því að liún færi í sumarbústaðinn um síðustu páska, þangað skyldi farið. Þessa ferð hafði hún undirbúið heima með alls konar föndri, dúkum og þess háttar sem átti að fara í bústaðinn. Ég fylgdist svolítið með þessari heimavinnu þegar ég kom í hádeg- inu til tengdamömmu, en Þórhildur kona mín annaðist móður sína meira og minna í allan vetur. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég koma fram sérstöku þakklæti til Guðjóns Baldurssonar krabba- meinslæknis og ekki síst þeirra sem önnuðust heimahjúkrunina. Með þessum fáu orðum kveð ég tengdamóður mína. Svavar og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Guðmann Hauksson. Mig langar að minnast vinkonu minnar Sigurborgar eða Boggu eins og hún var kölluð. Við kynntumst fyrst í skóla þegar við vorum 13 ára gamlar. Bogga bjó þá í gamla Seláshverfinu, en í þá daga þurftu krakkarnir þaðan að sækja skóla í Laugames. Mér þótti mikið sport að heim- sækja hana upp í Selás og þá var oft mikið fjör. Báðar stofnuðum við ungar heimili. Bogga og eiginmaður hennar Svavar í gamla húsinu með foreldrum hennar í Selási, en ég í Mosfellssveit. Síðar þegar ég flutti í Árbæjarhverfíð fór ég fljótlega í heimsókn til Boggu og þá endumýj- aðist vinskapur okkar sem hélst alla tíð síðan. Við áttum þá tvö böm hvor, á líkum aldri, en hún eignaðist síðan tvö önnur börn. Einnig kom í ljós að eiginmenn okkar voru gamlir leik- og skólafélagar. Það var alitaf gott að koma til Boggu og Svavars. Hún var glað- leg, hress og skemmtileg og það var engin lognmolla þar sem hún var, en hann er hægur og hlýr. Það var gestkvæmt hjá Boggu og Svavari og heimili þeirra öllum opið og athyglisvert hve mörg ung- menni sóttu til þeirra. Þeir eru ófá- ir kaffibollarnir sem við höfum drukkið hjá þeim hjónum gegnum árin og margt skrafað og mikið hlegið. Það var venja í mörg ár að ég færi til þeirra á gámlárskvöld með börnin mín og horfðum við þá sam- an á sirkus „Billy Smart“ í sjónvarp- inu. Væri ég sein fyrir var Bogga farin að bíða okkar. Börnin mín eiga margar góðar minningar frá þessum árum. Bogga bjó alla tíð í Selás- og síðar Árbæjarhverfi og þijú elstu börn hennar og Svavars hafa nú stofnað heimili sín í nágrenni við þau. Þau hjónin byggðu sér sumar- bústað í landi Feijukots sem var þeim unaðsreitur og eyddu þau flestum helgum þar ásamt börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Bogga þráði að fara þangað og eyddi páskahelginni þar með fjölskyldu sinni þó mjög væri af henni dregið. Síðastliðna mánuði barðist Bogga hetjulega við erfiðan sjúk- dóm. Aldrei sá ég henni brugðið og aldrei kvartaði hún en tók þessu með stöku æðruleysi alla tíð og naut þá stuðnings sinnar góðu og samstilltu fjölskyldu, sem reyndist henni einstaklega vel og annaðist hana af hlýju og nærgætni og gerði henni kleift að dvelja heima þar til yfir lauk. Það var hennar einlæga ósk. Sérstaklega reyndi þá á Svavar og elstu dóttur þeirra Dúddu sem hefur verið þeim stoð og stytta gegnum erfíða tíma. Eg og fjölskylda mín kveðjum Boggu vinkonu með söknuði og þakklæti fyrir viðkynninguna og vottum þér, Svavar minn, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hulda „vinkona" og fjölskylda. Nú hefur hún Bogga kvatt okk- ur. í blóma lífsins greindist hún með krabbamein og háði síðan stranga baráttu er lauk með ósigri. Þjáningum hennar er nú lokið. í tóminu sitjum við eftir og hugsum til allra þeirra hlýlegu og ánægju- legu samverustunda er við áttum með henni í Viðarásnum. Aldrei kvartaði hún undan veikindum sín- um heldur tók örlögunum á eins skynsamlegan hátt og hægt er að ímynda sér. Ferðalagið til nýrra heimkynna, sem að lokum bíður okkar allra, undirbjó hún og lagði í það frá heimili sínu eins og hún hafði óskað sér. Því miður kynntist ég ekki Boggu fyrr en fyrir tveimur árum síðan, en hún var sú manngerð, sem allir hefðu viljað þekkja frá fæðingu. Alltaf var hún tilbúin að hlusta á okkur krakkana og veita okkur ráð við ólíklegustu vandamálum er upp gátu komið. Á hvaða tíma sólar- hrings sem var stóð heimili hennar ávallt opið fyrir þeim hópi táninga er löðuðust að heimili hennar. Hún skildi okkur svo vel og talaði ávallt við okkur eins og hún væri jafn- aldra okkar. Hún var hreinskilin og vísaði okkur um hinar vandrötuðu leiðir táningaaldursins. Á þessari erfiðu stundu er minningarnar hrannasat upp verður mér hugsað til erindis úr Lífsreglum eftir Erlu: Þerrðu kinnar þess, er grætur. Þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjam. Vertu mildur. Vægðu þeim, er mót þér braut. Biddu guð um hreinna hjarta, hjáip i lífsins vanda’ og þraut. Elsku Svavar, Dúdda, Sigrún, Ásgeir og Raggi, megi góður guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kristín Hannesdóttir. Nú er hún Bogga okkar búin að fá hvíldina eftir baráttuna við erfið- an sjúkdóm. Það er margs að minn- ast frá því leiðir fjölskyldna okkar lágu saman í gegnum börnin, Guð- mann son okkar og Þórhildi elsta barn þeirra hjóna, Sigurborgar Kol- beinsdóttur og Svavars Sigurðsson- ar. Það myndaðist góð vinátta á milli heimilanna og oft var komið saman á góðri stundu. Þegar Dúdda mín (Þórhildur) kom heim til for- eldra sinna með drenginn af fæð- ingardeildinni var boðið í mat, borð- ið stækkað í stofunni og tveir lambahryggir með öllu tilheyrandi bornir fram. Mikið vorum við öll hamingjusöm og nú er drengurinn okkar, hann Jónas, orðinn 11 ára og Ragnhildur litla orðin sex ára. Seinna bættist við þriðja barnabarn þeirra Boggu og Svavars, Birgitta Svava, dóttir Sigrúnar. Oft.var nú spjallað um börnin og barnabörnin og nú síðast fór Ásgeir, eldri sonur þeirra hjóna, að búa og keypti íbúð. Hún Bogga mín var ánægð þegar hún sagði að börnin, sem væru farin að heiman, væru nú öll komin í sína eigin íbúð, en Ragnar, sem er yngstur þeirra systkina, er ennþá í foreldrahúsum. Oft var farið í heimsókn í sumarbú- stað þeirra hjóna í Borgarfirði eða komið þar við um helgi og grillað. Þórhildur, móðir Boggu, var oftast þar með, en hún bjó á heimili þeirra meðan hægt var. Þær mæðgur höfðu alltaf verið saman eða mjög nálægt hver annarri. Fjölskyldur okkar hafa á undan- förnum árum komið sam.an hjá börnum okkar, Guðmanni og Dúddu, á aðfangadagskvöld, sungið og gengið kringum jólatré. í vetur komum við saman hjá Boggu og Svavari í Viðarástnum, en Bogga sagðist vilja hafa okkur öll hjá sér um þessi jól. Svavar og börnin sáu um hlutina, en fjölskyldan var sam- hent um þetta eins og annað. í stof- unni var stórt og fallega skreytt jólatré, sem gengið var í kringum um leið og jólalögin voru sungin. Svona vildi hún Bogga hafa þetta, alla glaða og ánægða þrátt fyrir veikindin. Við viljum þakka allar þær góðu stundir sem fjölskyldur okkar áttu saman og vináttu og hlýju þeirra hjóna í gegnum árin. Bogga var góð kona með sterkan og mikinn persónuleika. Nú hefur hún yfirgef- ið þennan heim og eftir lifir minn- ingin í hjarta þeirra sem kynntust henni. Nú er hún komin til Kolbeins langafa og líður vel, sagði Jónas minn þegar ég sagði honum hvern- ig komið var. Elsku Svavar og fjölskylda, Þór- hildur amma, guð gefi ykkur og ástvinum ykkar öllum huggun og styrk. Blessuð sé minning Sigurborgar Kolbeinsdóttur. Ragna, Haukur og fjölskylda. Rútur Þorsteins- son — Minning Fæddur 2. nóvember 1905 Dáinn 8. apríl 1994 í dag verður til moldar borinn að Bakka í Öxnadal Rútur Þor- steinsson, jarðsunginn í gömlu kirkjunni sem hann ólst upp við hliðina á og þeir sem tök hafa á munu koma saman að Engimýri og votta honum virðingu sína í hinsta sinn þar sem hann hafði ræktað og hlúð að fjölskyldu sinni. ErfidryWíjur Glæsílejí kaífi- hlaöborð fíúlegir salir og mjög góð þjónusta llpplýsiugíir f sínia 2 23 22 & FLUGLEIDIR HÉTEL L0FTLEIIIR Mig langar hér með nokkrum orðum að minnast elskulegs föður- bróður míns. Við fráfall hans fínnst mér eins og lokað hafí verið dyrum á stóran hluta fortíðar minnar, eins og það séu orðin kaflaskil, kyn- slóðaskipti. Rútur var í hópi fímm bræðra, sona hjónanna Ólafar Guðmunds- dóttur, sem alin var upp að Helga- vatni í Vatnsdal í Húnavatnssýslu en ættuð frá Syðri-Völlum í sömu sýslu, og Þorsteins Jónssonar frá Fomastöðum í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta unga fólk, sem þá var, kynntist þegar Þorsteinn kom sem kaupamaður að Möðruvöllum í Hörgárdal og felldi hug til Ólafar sem var þar á héim- ili fósturforeldra sinna. Þetta mun hafa verið skömmu fyrir aldamótin síðustu. Þau bjuggu á Möðruvöllum í nokkur ár og eignuðust þar fjóra syni, þann fímmta, föður minn, eign- uðust þau í Amarnesi við Eyjafjörð, en eftir skamma búsetu þar fluttu þau að Bakka í Öxnadal. Þar ólust upp þessir fimm gáskafullu skap- miklu en vel greindu bræður. Mér er sagt að þar hafi oft verið glatt á hjalla og líka hraustlega tekist á. En þeir vora samrýndir bræðumir og það sá maður á þeim alla þeirra ævi. Svo kom að því að þeir fóra að heiman hver á fætur öðram nema sá elsti sem tók við búi foreldra sinna. Rútur fór snemma í vinnu- mennsku þar sem þess var þörf. Hann kynntist vélamenningunni til túnræktunar og eins stórhuga og hann var þá keypti hann sér vinnu- vél sem hann notaði til hjálpar við túnræktun á jörðum norðan lands og austan. Konunni sinni, Margréti Lúthersdóttur frá Fnjóskadal í Þin- geyjarsýslu, kynntist Rútur á Bakka þar sem hún hafði ráðið sig til vinnu. Rútur byrjaði búskap á Bakkaseli, fremsta bænum í Öxnadal. Fljótlega réð hann Margréti til sín sem ráðs- konu og þau giftu sig árið 1940. í nokkur ár ráku þau saman greiða- sölu í Bakkaseli en keyptu síðan LEGSTEINAR FQíDöÖ s/C? H€LLUHflflUNI 14. HflFNflflflRÐI. SÍMI 91-652707. jörðina Engimýri sem þá var í eyði. Saman byggðu þau sér þar heimili og ólu upp bömin sín tvö, Gunnþór- unni sem lést 49 ára gömul og Þor- stein sem nú er bóndi á Þverá í Öxnadal. Fyrir hjónaband eignaðist Rútur dótturina Hallfríði sem nú býr á Sauðárkróki. Ég á yndislegar minningar frá Engimýri. Ég dvaldi þar tíma og tíma sem krakki og það var gott að vera á heimili þeirra hjónanna. Rútur var kraftmikill og sterkur maður sem gustaði af. Hann var kannski fámáll, sérstaklega við litla stelpu, en hann sendi frá sér hlýþug og ekki var hún síðri hún Margrét, þessi yndislega glaða og hlýja kona. Hjónaband þeirra einkenndist alla tíð af sérstakri samheldni og ástúð. Þau bjuggu í Engimýri í nítján ár og fluttu þá til Akureyrar þar sem þau störfuðu bæði í Sambandsverk- smiðjunum. ' Rútur var í nokkur ár sá síðasti sem eftir lifði af bræðrunum fimm. Mér þótti alltaf vænna og vænna um að eiga hann að. Mér fannst að ég sæi í honum samnefnara fyr- ir þessa bræður og kannski alla ættina. Mér fannst einkennandi með þeim bræðrunum hve þeir glöddust innilega þegar þeir hittust og hvað þeir gátu haft dillandi hlát- ur og leiftrandi gleði í augunum þó þeir væru þessir stóru og svip- hörðu menn. Það sem einkenndi þá líka ar höfðingleikinn, þeir voru, hver og einn, höfðinglegir, jafnt í framkoma sem á að líta. Þetta ein- kenndi Rút alla ævi, þótt hann væri kominn fast að níræðu þá gekk hann um teinréttur og glæsi- legur. Svarta hárinu sínu hélt hann nánast alla ævi og í andlitinu var hann dökkur á húð og svo sléttur að það hefði ekki verið hægt að dæma aldurinn eftir því. Hugrekkið og kraftinn brast hann seint, hann gekkst undir mjaðmaskurðaðgerð tveimur árum fyrir andlátið þrátt fyrir fortölur læknanna og það var ekki hægt að sjá á göngulaginu að svo hafi verið og bílinn sinn gat hann keyrt alla tíð og mætti í rétt- irnar síðastliðið haust í dalnum sem var honum svo hugleikinn. Ég er þakklát fyrir kynni mín af Rúti sem hafa gefið mér mikið. Guð blessi minningu hans. Ég votta elskulegri Margréti og fjölskyldu hennar sam- úð mína. Inga Ólöf Ingimundardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.