Morgunblaðið - 19.04.1994, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
Háskólabíó
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HASKOLABIO
SÍMI 22140
ÍStóá’lTtSurborinn? Stormynd frá
leikstjóra Siöasta keisarans.
i, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK
Newton fjölskyldan er
að fara í hundana!
FRA höfundum ghost
Beethoven’s2nd
Sýnd kl.5 og7.
Stórgóð mynd frá Óskarsverðlaunahafanum Steven Zaillian (handrit
Lista Schindlers) byggð á sögu undrabarnsins Josh Waitzkin sem
Bandaríkjamenn ætluðu að verða nýr Bobby Fischer. Faðir hans
ætlaði honum alla leið á toppinn en álagið var gríðarlegt.
Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Laurence Fishburne og
hinn átta ára gamli Max Pomeranc sem valinn var eftir
hæfileikakeppni þúsunda barna.
Sýnd kl. 4.50, 7, 9.10 og 11.15
Fjögur ungmenni freista gæfunnar i háborg kántrítónlistarinnar
Nashville en ástamálin þvælast fyrir þeim á framabrautinni, svo
ekki sé nú talað um hina tiuþúsund sem eru að reyna að slá í gegn!
Aðalhlutv. River Phoenix, Samantha Mathis og Dermot Mulroney.
Sýnd kl. 9 og 11.10.
/ NAFIMI FÖÐURINS
★ ★★★ ★★★★
HH PRESSAN A.I. MBL
★ ★★★★
Ö.M. TpllW ijhK. EINTAK
LIF MITT
„glæsilegt verk...
Kieslowski hefur
kvikmyndalistina full
komlega á valdi
sínu..."
**** ÓHT Rás 2.
FYRSTISUMAR-
SMELLURINN
ROBOCOP3
ER Á LEIÐINNI,
HEITARI EN
NOKKRU SINNI
FYRR.
HT. Rás 2
„Þetta einstaka
listafólk hefur skilað
afar tregafullri en
engu að síður einni
bestu mynd ársins.
*** S.V. MBL
Sýnd kl. 9
„Tilfinningasöm og fyndin til
skiptis, mörg atriðin bráðgóð og
vel leikin... Tæknin er óvenjuleg
og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2.
Sýnd kl. 7.
Sýnd kl. 9.10.
Bönnuð innan 14 ára.
Málflutnings-
stofa Snæ-
fellsness sf.
Stykkishólmi.
NÝVERIÐ var opnuð lögmanns-
stofa í Stykkishólmi. Það eru
þeir Daði Jóhannesson og Pétur
Kristinsson héraðsdómslögmenn
sem standa að rekstri stofunnar
og nefnist hún Málflutningsstofa
Snæfellsness. Samhliða rekstri
lögmannsstofunnar munu þeir
félagar reka Fasteinga- og skipa-
sölu Snæfellsness.
Þessi starfsemi er nýjung í at-
vinnulífi á Snæfellsnesi. Þeir Daði
og Pétur hafa báðir verið fulltrúar
sýslumannsins í Stykkishólmi um
nokkurra ára skeið og kváðust þar
af leiðandi vera í ágætri aðstöðu
til þess að meta þörfina fyrir þá
þjónustu sem þeir bjóða.
Þörfin er tvímælalaust fyrir hendi
og auðvitað er það trú þeirra félaga
að Snæfellingar notfæri sér þessa
þjónustu í stað þess að fara langt
yfir skammt.
- Arni.
Kristjánsson héraðsdómslög-
tnenn í Stykkishólmi.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Jóhannes Kristjánsson, eigandi, á barnum sem byggður er úr smogn-
um rekavið.
Nýr veitingastaður opnað-
ur á Höfðabrekku í Mýrdal
Vík í Mýrdal.
ÞAU hjónin Sólveig Sigurðardóttir og Jóhannes Kristjánsson hófu
í vetur byggingu á 170 fm veitingasal í tengslum við ferðaþjónustu
sína. Salurinn er allur hinn glæsilegasti og aðstaða öll fyrsta flokks.
Einnig er gaman að sjá hvernig reynt, hefur verið að nýta sem best
heimafengið efni t.d. er barinn smíðaður úr smognum rekavið af
Höfðabrekkufjöru.
Að sögn þeirra Sólveigar og Jó-
hannesar hefur verið óvenju mikið
að gera í vetur og teija þau að nýi
veitingasalurinn eigi eftir að auka
nýtjnguna enn meira næsta vetur.
Árið 1988 leigðu þau fullvirðisrétt
sinn í sauðfé og ári síðar hófu þau
að byggja fimm herbergja gistiskála.
Það kom fljótlega í ljós að hann var
allt of lítili og árið 1991 byggðu þau
annan skála með 12 herbergjum sem
öll eru búin sturtu og salerni. Sól-
veig og Jóhannes geta nú tekið 34
manna hópa í gistingu og hafa þau
frá upphafi selt gestum mat og þar
til í vetur notuðu þau eldhús og stofu
í íbúðarhúsi sínu.
Þessi nýi matsalur mun væntan-
lega auka nýtingu gistiaðstöðunnar
yfir vetrarmánuðina, t.d. geta þau
Höfðabrekkuhjón nú tekið á móti
minni fyrirtækjum og félögum með
árshátíðir og þorrablót og þá boðið
gistingu, mat og tónlist.
Þess má geta að lokum að nú
hefur kvikmyndafélagið Justin Pict-
ure tekið alla gistiaðstöðuna á leigu
næsta einn og hálfan mánuð ásamt
öllu öðru tiltæku gistirými í Mýrdai
vegna fyrirhugaðrar töku á víkinga-
mynd.
- Jónas.
Lygilegt sumarfrí
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Hetjan hann pabbi („My Father
the Hero“). Sýnd í Bíóhöllinni.
Leikstjóri: Steve Miner. Aðal-
hlutverk: Gérard Depardieu,
Katherine Heigl, Dalton James
og Lauren Hutton.
I gamanmyndinni Hetjan hann
pabbi leikur franski stórleikarinn
Gérard Depardieu áhyggjufullan
föður táningsstúlku j>ar sem þau
dvelja í sólríku sumarfríi á Ba-
hamaeyjum. Pabbanum til sárrar
gremju taka strákarnir á strönd-
inni ekki augun af litlu stúlkunni
hans og dótturinni til enn frekari
leiðinda fær hún engan frið fyrir
pabbanum, sem er sífellt á varð-
bergi. Atvikin haga því svo til að
hún fer að ljúga uppá gamla kail-
inn ýmsum ósóma eins og þeim
að hún sé ekki dóttir hans heldur
kornung lagskona og hann skilur
ekki neitt í neinu þegar bað-
strandargestir hætta að heilsa
honum en taka að hreyta í hann
ónotum.
Hetjan hann pabbi er ósköp
léttvægur sumarleyfisfarsi svolít-
ið í ætt við „Biame it on Rio“
með Michael Caine, aðeins
ófyridnari. Þær eiga það sameig-
inlegt þessar myndir að vera
franskar endurgerðir. Bandaríski
leikstjórinn Steve Miner gerir
„Hetjuna" eftir frönsku gam-
anmyndinni „Mon pére, ce héros“
eftir Gérard Lauzier. Depardieu
ku vera í þeim báðum en það er
ljóst a.m.k. af endurgerðinni að
honum þykir gaman að sóla sig
á Bahamaeyjum. Hlutverk föður-
ins býður líka uppá nokkra afs-
löppun frá stóru og ábúðarmiklu
hlutverkum þessa mesta kvik-
myndaleikara Frakka. Hlutverk
föðurins er lítið og átakalaust að
mestu og það er nokkur tilbreyt-
ing að sjá þennan kraftmikla leik-
ara eins og þægan kött þegar
hann er vanur að öskra frekar
eins og ljón.
Hann er það besta í brokk-
gengri mynd. „Hetjan" snýst tals-
vert um ástarævintýri dótturinn-
ar, sem er heldur en ekki óspenn-
andi, og hún byggir auðvitað gam-
ansemina á því að Depardieu er
vita grunlaus um lygar pabba-
stúlkunnar, sem aukast í sífellu
og spyrjast út. Bestu hlutar mynd-
arinnar eru þegar grunlaus Dep-
ardieu fær að finna fyrir andúð
ferðafélaga sinna og veit ekki
meir. Fyrirferðarmeiri gaman-
semi eins og sú þegar Depardieu
er dreginn á sjóskíðum á banvæn-
um hraða virkar eins og maður
hafi séð það oft áður.
Raunverulegir brandarar eru
fáir og dóttirin, sem Katharine
Heigl leikur, er svo ofdekruð og
fýluleg mestanpart að hún virkar
hundleiðinleg. Emma Thompson
birtist í óvæntu hlutverki undir
lokin og er í rauninni það eina sem
kemur verulega á óvart í mynd
sem ætti að hafa allt með sér
undir Bahamasóiinni.