Morgunblaðið - 04.05.1994, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Könnun á framboði atvinnuhúsnæðis í Reykjavík í febrúarmánuði
4,5% fermetra á söluskrá
í KÖNNUN á framboði á atvinnuhúsnæði i
Reykjavík í febrúar 1994 kemur fram að 4,5%
fermetra atvinnuhúsnæðis í borginni er á sölu-
skrá fasteignasala. Þar af er áætlað að ónotaðir
fermetrar atvinnuhúsnæðis á skrá séu 1,9%. Af
eignum á skrá er yfirgnæfandi meirihluti stað-
settur vestan Reykjanesbrautar en austan henn-
ar er atvinnuhúsnæðið almennt stærra en í eldri
bæjarhlutum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokks í borgarráði og formaður skipulags-
nefndar, sagði að ýmislegt væri athyglisvert í
niðurstöðum könnunarinnar. „Það hefur verið
reynt að hamra á því að mikið væri um ónotað
atvinnuhúsnæði í borginni," sagði hann. „Sigrún
Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks,
hefur meðal annars margoft talað um að of
1,9% ónotað og í sölu
mikið hafi verið byggt og að við lægi að annað
hvert hús stæði ónotað af skrifstofu-, verslunar-
og atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Þenslan hafi
verið allt of mikil en könnunin leiðir annað í ljós.“
Miðbær og Holt
Í könnuninni kemur fram að í Reykjavík eru
samtals 3.110.240 fermetrar af atvinnuhús-
næði. Áætlað ónotað atvinnuhúsnæði á söluskrá
er 60.497 fermetrar eða 1,9% af öllu atvinnuhús-
næði í borginni. „Þetta er nánast undir því sem
eðlilegt getur talist vegna eðlilegrar endumýjun-
ar á húsnæðinu," sagði Vilhjálmur.
Fram kemur að vestan Kringlumýrarbrautar
beri mest á tveimur svæðum, annars vegar er
það Miðbærinn og hins vegar athafnasvæði sunn-
an Laugavegar í Holtunum. í Miðbænum er
bæði um að ræða verslunar- og þjónustuhús-
næði við aðalgötur Kvosar og Laugavegssvæðis,
en einnig þó nokkuð af skrifstofuhúsnæði á efri
hæðum. Þegar hafi komist hreyfing á að breyta
vannýttu atvinnuhúsnæði á efri hæð í íbúðir
undir heitinu „íbúð á efri hæð“. Hugsanlega
gæti eitthvað af húsnæðinu í Miðbænum fallið
að þeirri áætlun. í Holtunum er aðallega skrif-
stofuhúsnæði á efri hæð og hugsanlega væri
æskilegt að breyta einhveiju af því húsnæði í
íbúðarhúsnæði, sérstaklega því sem er á mörkum
athafnasvæðis og íbúðabyggðar. I öðrum hverf-
um er ýmist um húsnæði á jarðhæð að ræða
eða skrifstofuhúsnæði á efri hæðum.
Óvíst með
þinglok
í KVÖLD klukkan 21 hefjast
eldhúsdagsumræður á Alþingi.
RÚV sendir umræðurnar beint
út í útvarpi og sjónvarpi.
Samkomulag liggur ekki fyrir
milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu um þinglok. Frumvarp til
lyfjalaga hefur verið stjórnar-
andstöðu þyrnir í augum. Hún
hefur viljað fá ákveðnum þátt-
um þess frestað. Rætt er um
að þingi gæti ef til vill lokið á
laugardag.
Önnur umræða um fiskveiði-
stjórnunarlög stóð í allan gær-
dag og fram á nótt og stóð til,
að ræða eftir það frumvarp um
Þróunarsjóð sjávarútvegs.
Halidór Ásgrímsson um vinnulöggjöfina
Endurskoða þarf
reglur um boðun
verkfallsaðgerða
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að
endurskoða þurfi vinnulöggjöfína í ljósi nýrra aðstæðna til þess
meðal annars að koma í veg fyrir að fámennir hópar geti í krafti
valds náð fram kjarabótum umfram láglaunafólk.
„Eg tel að það sé hætta á að
slíkt vakni hér upp á nýjan leik og
geti ógnað stöðugleika og fínnst
sjálfsagt að stjórnvöld taki upp við-
ræður við verkalýðshreyfinguna og
atvinnurekendur um þessi mál því
það eru að sjálfsögðu hagsmunir
fjöldans í verkalýðshreyfíngunni
sem skipta meginmáli. Það er ekki
óeðlilegt að menn fari yfir þessi
mál á nýjan leik í ljósi þeirrar
reynslu sem hér hefur fengist af
lítilli verðbólgu og tiltölulega stöð-
ugu verðlagi," sagði Halldór. „Ég
tel að heildarsamflot við gerð kjara-
samninga hafí gefíst vel en sé í
hættu ef einstakir aðilar geta brot-
ist út úr því.“
Ágallar laganna
Halldór kvaðst engar fyrirfram
hugmyndir hafa um hvemig rétt
væri að bæta úr ágöllum laganna.
„Ég tel að þetta sé mál sem ekki
verði leyst nema í góðri samvinnu
stjórnvalda og aðila vinnumarkað-
arins en ég er þeirrar skoðunar að
þau þurfí umræðu við, meðal ann-
ars um það hver aðdragandi verk-
falls eða vinnustöðvunar eigi að
vera og hversu marga þurfí til að
hægt sé að fara út í slíka aðgerð
og jafnvel ákvæði um það hvað
þurfí mikla þátttöku félagsmanna
til að boða verkfall.
Halldór Ásgrímsson lýsti þessum
skoðunum á fundi Verslunarráðs í
fyrradag. Aðspurður hvort verkfall
meinatækna eða boðaðar aðgerðir
flugvirkja tengdust því að hann
setti fram þessar hugmyndir, sagð-
ist hann hafa tekið flugvirkja sem
dæmi á fundi verslunarráðs þótt
ekki hefði komið til verkfalls þar.
Fámennar stéttir
„Það er alveg ljóst að flugið er
mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild
og þar eru margar fámennar stéttir
sem geta haft mikil völd,“ sagði
hann. Aðspurður hvort hann væri
t.d. fylgjandi lagasetningu til að
binda enda á verkfall meinatækna
sagðist hann telja lagasetningu í
algjört neyðarúrræði.
„En þegar líf fjölda fólks getur
verið í húfi þá er um mjög alvar-
legt mál að ræða. Ég hef vonast
eftir því að deiluaðilar skynji það
manna best, sem vinna við þetta
dags daglega, og hélt að það gæti
verið nægilegt til að þessi deila
gæti leyst sem fyrst,“ sagði Halldór
Ásgrímsson en kvaðst ekki hafa
sett sig það vel inn í deiluatriðin í
verkfalli meinatækna að hann teldi
sig dómbæran á stöðu málsins. „Ef
menn eru of fljótir til að beita laga-
setningu þá vill það oft verða til
þess að menn treysti á það og taki
ekki sjálfír þær óþægilegu ákvarð-
anir sem oft geta fylgt lausn deilu-
mála,“ sagði Halldór Ásgrímsson
formaður Framsóknarflokksins.
‘ ■ / X
Morgunblaðið/Sverrir
Áætlanir um töpuð
störf eru of háar
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að
áætlanir hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi um að allt að 5.000 störf tap-
ist, vegna samdráttar í úthafsveið-
um séu allt of háar.
Þetta kemur fram í greinargerð
sem Þjóðhagsstofnun sendi sjávar-
útvegsnefnd Alþingis vegna gagn-
rýni á þær takmarkanir á kvóta-
framsali sem gert er ráð fyrir í
breytingartillögum við frumvarpið.
Stofnunin telur að takmarkanir
á framsali aflakvóta muni hafa eitt-
hvert óhagræði í för með sér. Erf-
itt sé að áætla áhrif þessara tak-
markana en ljóst virðist, að fræði-
lega sé mögulegt að leysa ýmis
vandamál sem geta komið upp hjá
einstaka fyrirtækjum vegna þess-
ara takmarkana með flutningi á
varanlegum kvóta eða jöfnun skipt-
um.
Gamli
brunnurinn
gerður upp
Verið er að gera upp brunninn
gamla, vatnspóstinn, sem var í
Aðalstræti framan við húsið nr.
7. Brunnurinn kom í ljós, er gatan
var rifin upp fyrir nokkrum árum
og hafði þá verið byrgður í ára-
tugi, eða frá því er Vatnsveita
Reykjavíkur tók til starfa og
Reykvíkingar fengu vatnið inn til
sín frá veitunni. Nú kenna menn
brunninn við Ingólf Arnarson
landnámsmann.
í MORGUNBLAÐINU í dag
munu lesendur taka eftir
nokkrum breytingum á
niðurröðun efnis blaðsins.
Markmiðið er að færa saman
tengda efnisþætti, þannig að
þeir verði aðgengilegri fyrir
Breytt efnisskipan í Morgunblaðinu
lesendur. Á myndinni hér að
neðan er sýnt hvar helstu
efnisþætti er að finna. Dagskrá
Ijósvakamiðlanna er nú á
öftustu opnu blaðsins ásamt
dagbók og veðurkorti.
íþróttaopnan færist fram um
eina opnu. Teikning Sigmunds
verður á sama stað og áður — á
blaðsíðu 8 — innan um inn-
lendar fréttir. Staksteinar
verða aftarlega í blaðinu í
grennd við Bréf til blaðsins,
Velvakanda og Víkverja og
ýmsa þjónustutengda þætti.
■ Sjá forystúgrein / 26
Baksíða,J Dagbók-
innlendar Veður
fréttir Krossgáta
Utvarp/
Sjónvarp
Kvikmynda-
auglýsingar
fréttum Víkverji
Bréftil
blaðsins
40 \ 39
Myndasögur\
StaksteinarJ
Þjónusta
Peningamarkaður Miðopna-
Sérblöð dagsins eru Úr verinu og Myndasögur Moggans