Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 13
I
I
)
)
)
)
í
>
i
í
i
i
i
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Í
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Feðgarnir Einar Svavarsson til vinstri og Geir Sædal Einarsson
fyrir framan malbikunarstöðina í Helguvík.
Malbikunarstöð
að rísa í Helguvík
Grjólvarn-
argarður
gerður á
Akranesi
Akranesi - Nnú eru hafnar
framkvæmdir við gerð gijót-
garðs á Jaðarsbökkum neðan
við íþróttavallarsvæðið á Akra-
nesi. Þar hefur á undanförnum
árum verið mikið vaxandi land-
brot. Svo var komið að íþrótta-
mannvirki voru talin í mikilli
hættu ef ekkert væri að gert.
Gijótgarðurinn verður um
300 metra langur og það er
verktakafyrirtækið Skóflan hf.
á Akranesi sem annast verkið.
Tilboð fyrirtækisins í verkið
þótti hagstætt og er nokkuð
innan við kostnaðaráætlun. Er
jafnvel talið að hægt verði að
lengja grjótgarðinn meira en í
upphafi var ætlað.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaúgsson
Myndin var tekin fyrir
skömmu og sýnir hún að
framkvæmdir eru nokkuð
komnar á skrið.
Með tilkomu þessa gijót-
garðs verður sjálfs^gt farið að
huga að gerð áhorfendastúku
við íþróttavöllinn á bakkanum.
Knattspyrnuforystan á Akra-
nesi hefur lengi haft áhuga á
slíkri framkvæmd og það verð-
ur fyrst núna sem sú fram-
kvæmd gæti orðið að veruleika.
Keflavík - „Við vonumst til að
uppsetningu ljúki í lok mánaðarins
og þá munum við strax geta byij-
að að framleiða malbik," sagði
Einar Svavarsson sem þessa dag-
ana er að setja upp malbikunar-
stöð í Helguvík. Stöðin er smíðuð
í Þýskalandi en er flutt inn notuð
frá Sviss og er framleiðslugeta
hennar 90-100 tonn á sólarhring.
Að fyrirtækinu stendur Einar
ásamt fjölskyldu sinni og sagði
hann að áætlað væri að uppkomin
Patreksfirði - Tíu ára gamall
strákur kveikti í sinu á Patreks-
firði fyrir helgina og hlaust af því
mikið bál. Slökkvilið staðarins réð
þó niðurlögum eldsins áður en í
óefni var komið.
Yfirvöld segja brýnt að bæði
myndi malbikunarstöðin kosta á
milli 40 og 50 milljónir króna.
Einar sagði að malbikunarstöð-
in væri afar fullkomin og væri hún
til að mynda mengunarlaus. Á
henni væri stór ryksuga sem sog-
aði allt ryk og það eina sem kæmi
til með að sjást væri gufa. Einar
sagði að nýja stöðin færi létt með
að anna allri þörf Suðurnesja-
manna á malbiki og þeir þyrftu
nú ekki lengur að kaupa þessa
þjónustu frá Reykjavíkursvæðinu.
foreldrar og aðrir séu á verði gagn-
vart brennuvörgum og reyni með
öllum tiltækum ráðum að koma í
veg fyrir sinuelda því af þeim get-
ur hlotist óbætanlegt tjón jafnt á
gróðri sem eignum.
Sinubruni á Patreksfírði
Morgunblaðið/Steinþór
Flateyri er vatnsleikfimibær
Flateyri - Flestir bæir eiga sér
sína aðalíþrótt. Sumir bæir eru
fótboltabæir, aðrir körfu-
boltabæir og enn aðrir eru
skíðabæir. Flateyri hefur ekki í
gegnum tíðina getað státað af
neinni íþrótt sem einkennt hefur
bæinn öðru fremur. Kemur það
til af ýmsu og má án efa rekja
það til aðstöðuieysis til íþrótta-
iðkunar, þar sem íþróttahús stað-
arins er enn óklárað. Fréttarit-
ara Morgunblaðsins á Flateyri
fýsti að leita uppi þá íþrótt sem
gæti talist einkennisíþrótt Flat-
eyrar. I bænum er glæsileg sund-
laug með öllum þægindum og þar
er stunduð sú íþrótt sem talist
getur einkennandi fyrir íþrótta-
lífið á staðnum; sundleikfimi.
Það er Sigrún Magnúsdóttir
sem sér um að stjórna leikfim-
inni, stendur á bakkanum og
sýnir þátttakendunum í lauginni
æfingarnar. Aðspurð sagðist
Sigrún hafa kynnst þessari teg-
und leikfimi hjá Irisi Grönfelt
og hefðu þær Sigrún G. Gísla-
dóttir, hjúkrunarfræðingur á
Flateyri, farið á námskeið hjá
henni og upp frá því byrjað með
námskeið. Nú hafa þau staðið
nær samfellt í þrjú ár og er
þátttakan alltaf góð. Upphaf-
lega er vatnsleikfimi ættuð frá
Bandaríkjunum og er hún í dag
iðkuð víða um heim. Einhverra
hluta vegna hefur íþróttina þró-
ast út í það að vera kvennaleik-
fimi og á Flateyri er enginn
karlmaður þátttakandi, „þó
íþróttin sé betri fyrir karla en
konur, ef eitthvað er,“ eins og
Sigrún orðaði það. Hér er þó
fyrst og fremst um að ræða holla
og góða hreyfingu fyrir alla.
„Leikfimin hentar til dæmis
mjög vel fyrir ófrískar konur,
gerir fæðingu auðveldari og
konurnar jafna sig fljótar að
fæðingu Iokinni."
Kínverjar á ferð
um Mývatnssveit
Mývatnssveit - Ferðamálaráð-
herra Kína, Lu Feyen, ásamt
fylgdarliði kom í Mývatnssveit sl.
föstudag í boði Halldórs Blöndal
samgönguráðherra. í þessum hóp
frá Kína eru embættismenn í
ferðamálaráðuneyti síns heima-
lands og voru þeir að endurgjalda
heimsókn Halldórs til Kína. Hall-
dór var fararstjóri hópsins hingað
í Mývatnssveit.
Einnig voru með í förinni Birgir
Þorgilsson formaður Ferðamála-
ráðs, Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri, Jón Birgir Jónsson ráðu-
neytisstjóri og Þórhallur Jósepsson
aðstoðarmaður samgönguráð-
herra og fleiri. Ekið var með ferða-
fólkið á þremur bílum út á ísilagt
Mývatnið frá Hótel Reynihlíð,
veðrið var eins og best verður á
kosið, logn og glampandi sólskin.
Með í ferðinni voru mývetnskir
leiðsögumenn og gamalreyndir
veiðigarpar.
Svipast um á gervigíg
Megintilgangur með ferðinni út
á ísinn á Mývatni var að lofa ferða-
fólkinu að renna dorg. Virtist það
sýna mikinn áhuga og hafa
ánægju af. Lítið fór þó fyrir veiði
þó alllengi væri setið. Þegar veiði-
tíma lauk var haldið heim á leið
en komið við hjá Háey og gengið
upp á hana. í Háey er einn stærsti
gervigígur í Mývatni. Fagurt var
um að líta upp á eynni til allra
átta og sást vel suður um allt
hálendið allt til jökla. Eftir nokkra
dvöl við Háey var haldið út á ísinn
á ný og vitjað um eitt net og feng-
ust tvær bröndur sem þótti góð
uppbót á veiðiferðinni.
Þegar komið var í Hótel Reyni-
hlíð var ákveðið að aka upp í
Bjarnarflag og að hverjmum aust-
an Námakletts. Tilkomumikið var
að sjá gufuna stíga hátt til himins
í logninu og frekar svölu lofti um
það bil er sólin var að ganga til
viðar. Kvöldverður var snæddur í
Hótel Reynihlíð í boði samgöngu-
ráðherra og ávarpaði Halldór
Blöndal viðstadda þegar sest var
til borðs. Þess má geta að brönd-
urnar tvær sem veiddust á ísnum
voru matreiddar í hótelinu að kín-
verskum hætti. Einn úr hópi Kín-
veijanna annaðist þá matargerð
án suðu. Þótti þessi réttur mikið
lostæti. Sigurður Rúnar Ragnars-
son sveitarstjóri ávarpaði hina
kínversku gésti og ferðamálaráð-
herra Kína þakkaði fyrir þeirra
hönd.
SUMAR
GLEÐIN
Einhver ævintýralegasta
skemmtidagskrá allra tíma
á Hótel íslandi
Raggi Bjarna. Maggi Úlafs. Hemmi Gunn.
Ómar Ragnars. Þorgeir Ásvalds. Jón Ragnars.
Bessi Bjarna og Sigga Beinteins.
Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé. enn
harðskeyttari og ævintýralegrí en fyrr og nú með
vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins.
Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson
Leikstjórn: Egill Eðvaldsson.
Matseðill
Portvinsbcett misturkmsk sjávarréttasúpa
meó rjómatopp og kavíar
Konfakslegiðgrisafltle meðfranskrt dijonsósu, parísarkartöjlum.
oregano, Jlamberuöum ávöxtutn og gfjádu gnvnmeti
Konfektis meðpiparmyntujxtru, kirsuberjakremi
og r/ómasúkkulaðisósu
Glæsileg tilboð á gistingu. Simi 688999
Hcm iAlánd
Miðasala og borðapantanir í síma 687111 frá kl. 13 til 17.
..................................... ■ .....................»7