Morgunblaðið - 04.05.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Sjiardðii
þersporin!
Faxbúnaður fyrir
einmenningstölvur
ogtölvunet
íBQÐEIND
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
SUMARTÍMI:
1. maí
til
31. ágúst
kl. 800 - 1600
Lýsing hf.
SUÐURLANDSBRAUT 22
SÍMI 689050 • FAX 812929
KitchenAid
Kóróna
eldhúvvim
Mest selda
heimilisvélin í
50 ár.
íslensk handbók fylgir.
Fæst um land allt.
KMm Einar
\MmM I Farestvcít&Co.hf.
Borgartúni 28 ® 622901 og 622900
Þjónusta íþína þágu
VIÐSKIPTI
Bílar
Innflutningstölur nýrra fólksbíla sýna enn fækkun á milli ára
Um 14% samdrátt-
ur hefur orðið það
sem af er ári
INNFLUTTUM nýjum fólksbílum
fækkaði um 14% á fyrsta ársþriðj-
ungi miðað við sama tíma í fyrra.
Þá höfðu í lok apríl verið fluttir
til landsins 1.965 fólksbílar sam-
anborið við 1.685 nú. Samdráttur
á milli apríl sl. og sama mánaðar
í fyrra er svipaður eða um 13%
þar sem í síðasta mánuði voru 488
fólksbílar fluttir inn en 563 í apríl
1993. í upphafi ársins var því spáð
að innfiutningurinn yrði svipaður
og 1993, en nú virðast línur farn-
ar að skýrast og samkvæmt því
má búast við að enn verði töluverð-
ur samdráttur í bílasölu hér á
landi.
Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa
verið miklar sveiflur í innflutningi
nýrra fólksbíla. Þannig varð aukn-
ing um 46% á milli janúar sl. og
janúar 1993 á meðan samdráttur-
inn í febrúar nam 25%. í mars var
samdrátturinn 40% og síðan 13%
í apríl. Talsmenn bílasala segja
enn of snemmt að segja fyrir um
þróunina á árinu, en þó megi segja
að línurnar séu farnar að skýrast
og samkvæmt þeim megi jafnvel
búast við svipuðum samdrætti á
þessu ári og í fyrra þegar 6.988
fólksbílar voru fluttir til landsins.
Þá var dróst innflutningurinn sam-
an um 21% frá árinu 1992.
Fjöldi %
1. TOYOTA 451 26,8
2. NISSAN 263 15,6
3. HYUNDAI 178 10,6
4. VOLKSWAGEN 155 9,2
5. MITSUBISHI 127 7,5
VOLVO 68 4,0
RENAULT 51 3,0
MAZDA 50 3,0
9. SUZUKI 49 2,9
10. LADA 46 2,7
Aðrir 247 14,7
Fyrirtæki
Tap Kaupfélags Skag-
firðinga 28 milljónir
HEILDARTAP Kaupfélags Skagfirðinga nam alls 28,5 milljónum
króna á sl. ári samanborið við 41,1 milljónar hagnað árið 1992.
Kaupfélagið sjálft skilaði um 19,7 milljóna hagnaði á árinu en þar
frá dragast 48,2 milljónir vegna áhrifa af taprekstri Fiskiðjunnar
og Skagfirðings. í máli Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra KS, á
aðalfundi nýverið kom fram að rekstrarafkoma félagsins sjálfs batn-
aði á árinu en afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna versnaði sem
skýrist af miklum birgðum, lækkandi afurðaverði, gengisfellingu á
miðju sl. ári og verulegum afskriftum af aflaheimildum.
Samskip
semja við
færeyskt
skipafélag
SAMSKIP hefur samið við
færeyska skipafélagið Faroe
Line um samstarf í skipaflutn-
ingum. í samstarfssamningi
félaganna eru ísland og Fær-
eyjar skilgreind sem eitt mark-
aðssvæði sem bæði félögin
munu þjóna.
Meðal helstu breytinga sem
samstarf skipafélaganna hef-
ur í för með sér er að Færeyj-
ar bætast við sem áætlunar-
höfn Samskipa og Faroe Line
hefur vikulega viðkomu á
Austfjörðum. Þá mun Faroe
Line hætta siglingum til Hol-
lands og Bretlands og einbeita
sér að því að þjóna Norður-
löndunum en Samskip mun
annast flutningana til Hol-
lands og Bretlands. Þá mun
Faroe Line taka gáma fyrir
Samskip til Kaupmannahafn-
ar. _
Á reynslutíma samkomu-
lagsins mun verða unnið að
samnýtingu á áðstöðu skipafé-
laganna erlendis, s.s. með
sameiningu umboðsmanna og
stofnun eigin skrifstofa.
Heildarvelta KS og samstarfsfé-
laga var alls 4.330 milljónir á ár-
inu 1993 og hefur aukist um 50%
á föstu verðlagi á síðustu 10 árum.
Þar vega þyngst verulega aukin
umsvif félagsins í sjávarútvegi en
það gerir út fjóra togara og tók á
móti 9.712 tonnum af bolfiski til
vinnslu á síðasta ári. Þórólfur rakti
á aðalfundinum þróun í einstökum
greinum og kom fram að versl-
unarstarfsemin var með hefð-
bundnum hætti á árinu. Innflutn-
ingur félagsins hefur aftur á móti
farið hraðvaxandi en hann byggist
á samvinnu við stóran dreifingar-
aðila í Danmörku þar sem vöruteg-
undum er blandað í gáma. Er
áætlað að þessi innflutningur nemi
á þessu ári um 2 þúsund tonnum
eins og reyndar hefur áður komið
fram í viðskiptablaði. Mjólkursam-
lagið var rekið með 8,9 milljóna
hagnaði en sláturhús með 15 millj-
óna tapi. Graskögglaverksmiðjan
var aftur á móti rekin með 4,5
milljóna tapi sem stafar af lakari
samkeppnisstöðu vegna lækkunar
á kjarnfóðurgjöldum af innfluttum
fóðurvörum. Félagið lagði alls 100
milljónir í fjárfestingar á árinu
samanborið við 84 milljónir 1992
og var einkum ijárfest í verslunar-
húsnæði í Varmahlíð og tækjum.
Stefnt að aukinni fullvinnslu
Þórólfur Gíslason lagði þunga
áherslu á nauðsyn þess að hefja
af enn meira krafti frekari úr-
vinnslu sjávarafurða á vegum fé-
lagsins. „Síðar á þessu ári er von-
ast til að Fiskiðjan setji upp
vinnslulínu til að brauða fískbita.
Ef þetta tekst vel er gert ráð fyr-
ir 10 nýjum störfum við úrvinnslu.
Áfram ber að vinna að eflingu
kjötvinnslu félagsins og nú er í
athugun með reykingu á laxi og
öðrum fiski fyrir erlenda markaði
í samvinnu við íslenskar sjávaraf-
urðir hf.“
Hann sagði ennfremur að áfram
yrði unnið að því að ná hagstæð-
ari innkaupum og ódýrari flutn-
ingsmáta á innfluttum vörum.
„Jafnframt þessu ber að vinna að
lækkun kostnaðar við verslun og
þjónustu."
Fram kom í máli Einars Svans-
sonar, framkvæmdastjóra Fiskiðju
Sauðárkróks og Skagfirðings, að
á síðasta ári tókst að halda uppi
mikilli vinnu í verksmiðjum Fisk-
iðjunnar. Var unnið frá kl. 6 að
morgni til 22 að kvöldi á tveimur
vöktum. Hann sagði að ef hinsveg-
ar svo færi fram sem horfði með
breytingar á lögum um stjórn fisk-
veiða, samfara auknum niður-
skurði aflaheimilda og vaxandi
erfiðleika við að fá fluttan inn
óunninn fisk, yrði slíkt til muna
erfiðara í næstu framtíð.
Iðnaður
Aukin lán Fiskveiða- og Iðnlánasjóðs
til að örva skipaviðgerðir innanlands
Sjóðirnir breyta útlánareglum til móts við samþykkt ríkisstjórnar
STJÓRNIR Fiskveiðasjóðs og Iðnlánasjóðs hafa ákveðið að breyta
útlánsreglum sínum til að örva innlendan skipasmíðaiðnað í kjöl-
far samþykktar ríkisstjórnarinnar þess efnis frá 1. febrúar sl.
Á ríkisstjómarf'undinum var
ákveðið að ráðuneyti iðnaðar- og
Vaskhugi
íslenskt bókahaldsforrit!
Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-,
viðskiptamannakerfi og margt fleira er
í Vaskhuga. Einfalt og öruggt f notkun.
Vaskhugi hf, Sími 682 680
sjávarútvegs hæfu sameiginlegar
viðræður við Fiskveiðasjóð og Iðn-
iánasjóð í því skyni að finna leiðir
til þess að örva skipaviðgerðir inn-
anlands. í framhaldi af viðræðum
sem sjávarútvegsráðherra og
iðnaðarráðherra áttu með fulltrú-
um sjóðanna um lánafyrirgreiðslu
til skipaviðgerða innanlands hafa
stjórnir sjóðanna ákveðið að
breyta reglum sínum.
70% lánshlutfall
Vegna lána til meiriháttar við-
gerða og endurbóta á fiskiskipum
hefur stjórn Fiskveiðasjóðs ákveð-
ið að áður en lán sé veitt til slíkra
verkefna erlendis skuli gengið úr
skugga um að leitað hafi verið
innlendra tilboða í verkið. Láns-
hlutfall til slíkra verkefna innan-
lands skuli hækkað úr 65% í 70%.
Vegna verkefna erlendis verður
lánshlutfall áfram 65%. Sjávarút-
vegsráðherra hefur gefíð út nauð-
synlega reglugerð vegna lánshlut-
fallsins. Þegar um er að ræða lán
til innlendra verkefna af þessu
tagi lengist lánstími um tvö ár og
lánin verði afborgunarlaus fyrstu
tvö árin.
20% af samningsupphæð
Iðnlánasjóður hefur ákveðið að
bjóða lán vegna innlendra endur-
bóta- og viðhaldsverkefna í skipa-
iðnaði úr útflutningslánasjóði sem
geti numið allt að 20% af samn-
ingsupphæð gegn viðhlítandi
tryggingum.
4
I
i
4
í
í
i
I
\i
H
i
4
N
I
Í
I
4
I
\i
Í
i
i