Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Af lifandi og lífvana orðum
BOKMENNTIR
Ljóðabók
YRJA
eftir Pétur Onund
Andrésson.
Skákprent, 1993 - 80 síður
1.500 kr.
„HVAÐA orð eru lifandi,“
spurði Hannes Sigfússon í Vetrar-
myndum úr lífi skálda og náði þar
með að orða angist og spurn allra
skálda. Líf skáldsins er leit að lif-
andi orðum. Sum skáld þyrla upp
feikn af þeim, önnur eru fámál
og reyna að segja margt með
fáum. Pétur Önundur Andrésson
tekur síðari hópinn sér til fyrir-
myndar. í ljóðinu Júnínótt reynir
hann að mála orðfáa mynd af tö-
frum júnínátta:
Fjöll
umvafin ljarlægð
þöp
fíðrildi
í mýrarfláka
ilmur
úr ruðningi
geislabrot
í sefí.
Hér er fímm mynd-
brotum ætlað það
hlutverk að raðast
saman sem júnínótt í
hugum lesenda. Að-
ferðin er gamalkunn-
ug, bæði hér á landi
og útí hinum stóra
heimi. Þannig yrkja til
dæmis hækumeistarar
allra tíma. Þetta er
listin að draga upp
stóran heim í fáum
orðum. í ljóði Péturs
eiga fjarlægðin í fjöll-
unum, fiðrildið í mýr-
arflákanum, ilmurinn úr ruðningi,
geislabrot í sefinu og þögnin, að
kalla fram kyrrð júnínátta í hugum
lesenda. Gallinn er bara sá, að
Pétur nefnir fyrirbærin of flötum
nöfnum. Hann nær ekki að skapa
stemmningu; orðin hans eru ekki
lifandi. Það má að mörgu leyti
gera Júnínótt að samnefnara þeira
42 ljóða sem eru í Yrju, fimmtu
ljóðabók Péturs. Flest ljóðin eru
knöpp, fáum orðum ætlað stórt
hlutverk. En því miður veldur Pét-
ur ekki þessu formi. Skýringin
einfaldlega sú, að hann virðist
ekki hafa nógu sterka
tilfinningu fyrir
orðunum. Mér þykir
það til dæmis ekki
djúpur skilningur,
þegar Pétur hvað eftir
annað velur orðið
þögn til þess að lýsa
þögninni. Eins og ekki
þurfi annað en að
skrifa þessa ijóra
stafi, og þá rúmi
pappírinn ómæli
þagnarinnar. Þögn-
inni er best lýst á
óbeinan hátt; með því
að draga upp mynd
af fyrirbæri sem er
þögn í sjálfu sér. En
þar sem Pétur á erfitt með að ná
sambandi við orðin, þá eru mynd-
imar yfirleitt ómarkvissar í Yrju:
„Hús í bláu myrkri/ dauðaþögn“;
„í húsi/ hinnar dulúðugu borgar";
„laufvana tré/ bergmála orð þín“;
„sviptu af þér slæðu/ hinna bitru
drauma“. Svo er það annar hluti
ljóðsins í dalnum. Þar eiga orðin
fyrst að draga upp mynd af mik-
illi ferð, síðan kyrrð, en sem oft
áður er orðalagið of almennt, ekki
nægilega hnitmiðað: „Bíll/ féð út
og suður/ rykið hnígur/ þögn.“
Sem betur fer má fínna lifandi
orð í Yiju: „lengra/ inn á snjó-
breiðunni/ lifa enn nokkrar birtu-
stundir/ þessa veiðidags." Eða:
spegilslétt vatn
brot
við þyrstar varir
Þetta eru ágætis myndir og
gæti sú seinni hæglega staðið sem
sjálfstætt ljóð. Eiginlega synd að
Pétur skemmi hana með orðum
eins og „Þögn“ og „geislabrot/ í
sefi.“ En mig langar líka að birta
hér seinna erindi ljóðsins Af brún-
inni. Fyrsta línan er að vísu stirð
en annars þessi fína hækustemmn-
ing:
hátt í fjalli horfír
ferðalangur fram veginn
reimar skóna
hverfur í þokuna.
Eins og síðustu þijú dæmin
sýna, þá lumar Pétur Önundur á
lifandi orðum. Það er hins vegar
nokkuð djúpt á þeim og því er
full mikið um lífvana skáldskap í
Yrju. Of mikið, verður maður að
segja, ef haft er í huga að hér er
um fímmtu ljóðabók Péturs að
ræða.
Jón Stefánsson
Pétur Önundur
Andrésson
Listaklúbbur
Leikhúskjallarans
Skemmti-
dagskrá
fyrir eldri
borgara
SKEMMTIDAGSKRÁ fyrir eldri
borgara með mat, ljóðalestri, söng
og dansi verður í Leikhúskjallaran-
um á miðvikudögum í maí.
I maí mun Listaklúbbur Leik-
húskjallarans standa fýrir
skemmtidagskrá á miðvikudags-
kvöldum sem sérstaklega verður
tileinkuð eldri borgurum, en allir
eru velkomnir. Dagskrá þessi hef-
ur fengið nafnið Já, gott áttu,
veröld...
Dagskráin hefst kl. 19. Herdís
Þorvaldsdóttir leikkona býður
gesti velkomna og les vorljóð og
sögubrot að eigin vali. Að því búnu
hefst borðhald. Þegar gestir hafa
lokið við aðalréttinn munu Berg-
þór Pálsson og Signý Sæmunds-
dóttir syngja létt lög við undirleik
Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Að
borðhaldi loknu leika tveir félagar
úr Félagi harmóníkuunnenda fyrir
dansi.
Verðið er 1.500 kr. en fyrir fé-
laga í Listaklúbbi Leikhúskjallar-
ans 1.300 kr.
Nýjar bækur
Rödd í speglunum
ÚT ER komin ný
ljóðabók „Rödd í
speglunum" eftir Jó-
hann Hjálmarsson.
Þetta er fjórtánda
ljóðabók skáldsins.
í kynningu frá út-
gefanda segir: „í bók-
inni hljóma þær raddir
sem menn komast
ekki hjá að heyra og
taka afstöðu til: rödd
upprunans sem um
leið er rödd ljóðsins,
áleitnar raddir um-
hveifis skáldsins og
umheims. í flokki
lausamálsljóða um
Reykjavík speglast
bernska og æska og hvernig hið
liðna og nútíminn skipta sköpum.
Þetta eru eins konar minningar í
frálslegu formi, í senn glataður
tími og fundinn.“
í kynningu útgefandans segir
einnig að Jóhann
Hjálmarsson sé löngu
þekktur fyrir að fara
ekki troðnar slóðir í
skáldskap sínum. Sem
dæmi um það megi
nefna bækurnar
„Myndina af langafa“
og „Frá Umsvölum“,
sem markað hafí tíma-
mót í þeim efnum og
vakið mikla athygli
þegar þær komu út.
Þá hefur Jóhann sent
frá sér ljóðaþýðingar
og skrifað um bók-
menntir, listir og
menningarmál. Hann
hefur verið bók-
menntagagnrýnandi Morgun-
blaðsins frá 1966.
„Rödd í speglunum" er 59 blaðsíð-
ur. Útgefandi er Hörpuútgáfan.
Prentvinnslu annaðist Oddi hf.
Bókin kostar 1.482 krónur.
Jóhann
Hjálmarsson
Sinfóníuhljómsveitin annað kvöld
Verk Mozarts
og Brahms á
sömu tónleikum
Brahms
EINUNGIS tvö verk
verða á efnisskrá tón-
leika Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands annað
kvöld, 5. maí nk., þ.e.
sinfónía nr. 40 í g-moll
eftir Wolfgang Amad-
eus Mozart og sinfónía
nr. 2 eftir Johannes
Brahms. Til stóð að
þessum tónleikum
stjómaði hinn þekkti
rússneski hljómsveitar-
stjóri Evgeny Svetlanov
en sökum veikinda hans
getur ekki orðið af því
í þetta sinn. í hans stað
kemur Valery Polyan-
sky sem einnig er
Rússi.
Polyansky stundaði
nám í Tónlistarháskól-
anum í Moskvu m.a. undir hand-
leiðslu Rozhdestvensky. Að námi
loknu gerðist hann hljómsveitar-
stjóri við Bolshoj-leikhúsið auk
þess að stjórna helstu hljómsveit-
um Rússlands og kenna við Tón-
listarháskólann í Moskvu. Hin síð-
ari ár hafa kraftar hans aðallega
tengst „The Russian State Symph-
onic Capella“ þar sem hann er nú
aðalstjórnandi. í „The Russian
State Symphonic Capella“ sam-
eina krafta sína 60 manna Kamm-
erkór rússneska ríkisins og 90
manna Sinfóníuhljómsveit menn-
ingarmálaráðuneytis Rússlands,
en þennan hóp stofnaði kennari
og fyrirrennari Polyanskys í starfi,
Gennady Rozhdestvensky, árið
1991.
Polyansky er í fremstu röð rúss-
neskra hljómsveitarstjóra en þá
röð hafa hingað til ekki skipað
neinir aukvisar.
Fáar sinfóníur hafa náð eins
miklum vinsældum og 40. sinfónía
Mozarts. Mozart skrifaði þijár síð-
ustu sinfóníur sínar sumarið 1788.
Talið er að Mozart hafi þetta
sumarátt í miklum fjárhagserfíð-
leikum og hafí hann hugsað sér
að efna til tónleika í ábataskyni
þar sem þessar þijár sinfóníur
væru fluttar á einum tónleikum,
en þær eru mjög ólíkar að gerð,
sú fertugasta tilfinningarík og allt
aðþvírómantísk. ÞaðtókBrahms
5 ár að semja fyrstu sinfóníu sína
en við þær góðu undirtektir sem
sú sinfónía hlaut efldist honum
sjálfstraust og liðu ekki nema 13
mánuðir frá því að sú fyrsta var
frumflutt þar til önnur sinfónía
hans leit.dagsins ljós en hún var
frumflutt í árslok 1877. Sinfónían
var samin á fögrum sumarleyfis-
stað við Wörthersee í Ölpunum og
það lýsingarorð sem hæfír henni
kannske best er „sólrík".
Tónleikar þessir eru síðustu tón-
leikar í Gulri áskriftarröð á þessu
starfsári.
Hallveig Thorlacius, Þórhallur
Sigurðsson, Helga Steffensen
og Bryndis Gunnarsdóttir.
Búkolla
í Gávle
BARNALEIKHÚSHÁTÍÐ var
haldin í Gávle í Svíþjóð í sjöunda
sinn, dagana 25.-28. apríl sl. Þar
hittist leikhúsfólk frá Norður-
löndunum og auk þess frá Eyst-
landi og Rússlandi.
Um 3.000 böm komu á sýning-
amar og gátu valið milli 20 sýn-
inga. Leikbrúðuland sýndi þama
„Tröllaleiki“ en þar er Búkolla,
Flumbra og Risinn draumlyndi.
Hlaut sýningin góða dóma og
þótti nýstárleg.
„Það var eins og norðurljósin
ljómuðu yfír Gávle sterk og lit-
skrúðug," sagði gagnrýnandi
Gávle-dagblaðsins um sýning-
una.
Lífiö er lestur
ANDSPYRNUHREYFING
gegn ólæsi og bóksasöfnin
fagna vorkomunni með fyrir-
lestrum á morgun, fímmtudag-
inn 5. maí.
Steinn Kárason gefur ráð um
tijáklippingar, lífrænar vamir
gegn meindýrum og fleiri vor-
verk í Bústaðasafni, Bústaða-
kirkju, kl. 20.30 og Ari Trausti
Guðmundsson spjallar um land-
ið, ferðalög og fleira í Bóka-
safni Kópavogs, Fannborg 3-4
kl. 19.30.
Aðgangur er ókeypis.
Minningum
ítölsku borgina
HALLDÓRA Arnar listfræðing-
ur mun flytja fyrirlestur á Kjar-
valsstöðum sem hún nefnir
„Minning um ítölsku borgina",
annað kvöld kl. 20.15.
Efni fyrirlestursins tengist
doktorsverkefni hennar í lista-
sögu við Bartlett School of Arch-
itecture and Planning í London
þar sem viðfangsefnið er menn-
ingarsaga Ítalíu eftir seinni
heimsstyijöldina með hliðsjón af
staðbundnum aðstæðum og við-
horfi til arkitektúrs og skipulags
í tilteknum borgum, þ. á m.
Mílanó, Bologna og Vicenza.
I fyrirlestrinum mun Halldóra
m.a. gera grein fyrir hugmynd-
um sínum um ítölsku borgina
og hvað það er sem gerir hana
svo sérstaka og áhrifamikla í
hugum fólks. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Tónlistarskólinn
í Reykjavík
Vortónleikar
ÁRLEGIR vortónleikar nem-
enda Tónlistarskóla Reykjavíkur
verða í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 4. maí og hefjast kl.
20.30.
Efnisskrá er fjölbreytt og
verða flutt verk eftir Eugene
Bozza, J.S. Bach, Ibert, Haydn,
Sjostakovitsj, Copin, Kabal-
cvsky, Prokofíeff, Brahms, Jón
Nordal, Hafliða Hallgrímsson og
Hróðmar Inga Sigurbjömsson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.