Morgunblaðið - 04.05.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 19
Tónleikar í íslensku óperunni á fimmtudag
Syngiir heima eftir
tíu ár úti í Evrópu
Annað kvöld syngur barítonsöngvarinn
Haukur Páll Haraldsson í fyrsta sinn í ára-
tug fyrir íslenska áheyrendur. Þórunn
Þórsdóttir fékk hann til að segja frá nám-
inu, söngferlinum, verkefnaskrá tónleik-
anna og framtíðaráformum.
HAUKUR Páll Haraldsson bari-
tonsöngvari kynnir sig fyrir íslen-
skum áheyrendum annað kvöld.
Tónleikar hans í Ísíensku óperunni
eru á vegum Styrktarfélags henn-
ar og hefjast klukkan 20.30. „Þeir
verða portrett af mér sem söngv-
ara,“ segir hann, „ég hef ekki
komið fram hér heima síðan ég
fór utan til náms fyrir tíu árum.“
Þannig kemur hann víða við á
tónleikunum, syngur aríur eftir
Bach og lítt þekkt íslensk sönglög,
ljóð eftir Schubert, ensk þjóðlög
og aríur úr óperum Verdis, Moz-
arts og Leoncavallos. Jónas Ingi-
mundarson leikur undir á píanó.
Haukur Páll kveðst uppalinn í
Karlakór Reykjavíkur. Hann hóf
söngnám hjá Snæbjörgu Snæ-
bjarnardóttur í Tónlistarskóla
Garðabæjar og hélt því áfram í
Vínarborg. „Upphafþess varnám-
skeið hjá Helenu Karusso í ís-
lensku óperunni,“ segir hann. „Þá
var ég tæplega tvítugur og hún
bauð mér til sín í Tónlistarháskól-
ann í Vín. Þar var ég frá 1984 til
1990 undir hennar handleiðslu og
síðan hef ég sungið jafnt í óperum
og á konsertum. Mest í Þýska-
landi og Frakklandi en einnig víð-
ar í Evrópu og raunar Bandaríkj-
unum og Japan.“
Haukur Páll er búsettur í
Múnchen ásamt konu sinni, sem
einnig er sönglærð, og lítilli dótt-
ur. Hann segir fjölskylduna lifa
af söngnum og kunna vel við Suð-
ur-Þýskaland með skógi og vötn-
um og útsýn til Alpanna. Aðspurð-
ur um áform segir hann „áfram
veginn, eins og Stefán íslandi
söng, það er eina leiðin. Baráttan
heldur áfram.“
Hann bætir við að lausa-
mennska í söngnum sé vissulega
erfiðari en fast starf hjá óperu-
húsi, en jafnframt fjölbreyttari og
frjálsari. Hún sé hlutskipti mjög
margra ungra söngvara því fram-
lög til menningarmála hafi minnk-
að eftir sameiningu Þýskalands
og óperuhús orðið tregari til að
fastráða fólk.
„Þá hefur maður áinn umboðs-
mann og tekur verkefni hér og
þar,“ segir hann. Reyndar var
hann ráðinn við óperustúdíóið í
Múnchen fyrstu tvö árin eftir að
námi lauk og nú hefur hann gesta-
samning við Múnchenaróperuna,
annað árið í röð. Þangað snýr
hann aftur í júní til að syngja í
Carminu Burana og Leðurblök-
unni. „Seinna í sumar ætlum við
hjónin að halda saman tónleika í
Texas í Bandaríkjunum," segir
hann. „Konan mín er þaðan, hún
heitir Marilee Williams og hefur
komið fram hér á íslandi. Það var
léttara prógramm en ég hef venju-
lega, hún getur líka sungið djass
og blús.“
Haukur Páll hefur verið á allt
öðrum nótum og söng meðal ann-
ars þrjú sumur í kór Wagner-
HAUKUR Páll Haraldsson baritonsöngvari í einu hlutverka
sinna hjá óperunni í Augsburg.
hátíðarinnar í Bayreuth. Hann
tekur þátt í uppfærslunni á Nifl-
ungahring Wagners í upphafi
Listahátíðar í Reykjavík eftir rúm-
ar þrjár vikur. Þar syngur hann
Þór í Rínargulli og Gunnar í
Ragnarökum. Þetta verður í fyrsta
sinn sem kaflar úr öllum óperunum
fjórum í hringnum eru færðir upp
saman, en Wolfgang Wagner, son-
arsonur tónskáldsins og stjórnandi
Baureuth hátíðarinnar, hafði
frumkvæði að uppfærslunni.
„Hún verður spennandi," segir
Haukur Páll, „landsliðið af ungum
söngvurum kemur heim til að vera
með. Nú er að skila sér tónlistar-
sprenging sem varð fyrir tíu
fimmtán árum með Söngskólan-
um, Óperunni og umtalinu vegna
Kristjáns Jóhannssonar.
Þótt menn syngi úti í Evrópu
er afar mikils virði að koma heim
og kynna sig. Það ætla ég einmitt
að gera á tónleikunum á morgun."
List Guðmundar frá
Miðdal í Listhúsinu
Flest verkin
aldrei verið
sýnd áður
SÝNING á verkum Guðmundar
Einarssonar frá Miðdal verður opn-
uð í Listhúsinu í Laugardal laugar-
daginn 7. maí. Sýningin spannar
aðeins fyrstu tvo áratugi Guð-
mundar sem
listamanns en
gefur engu að
síður vísbend-
ingu um fjöl-
hæfni hans. Á
sýningunni er
að finna ijöl-
breytt safn
myndverka frá
árunum 1919-
1939, s.s. olíu-
málverk,
vatnslitamyndir, teikningar,
grafíkmyndir, leirmuni auk högg-
mynda, sem Guðmundur var hvað
kunnastur fyrir.
Meirihluti verkanna hefur sjald-
an eða aldrei verið sýndur opinber-
lega áður, en alls verður á fjórða
tug verka til sýnis í Listhúsinu.
Hluta myndverkanna vann Guð-
mundur erlendis, þar sem hann
dvaldist við listnám á árunum 1919
til 1926.
Á næsta ári verða liðin 100 ár
frá fæðingu Guðmundar frá Mið-
dal. Sýningin í Listhúsinu er önnur
í röð viðburða sem marka aldaraf-
mæli hans, en markmið þeirra er
að varpa nýju ljósi á framlag Guð-
mundar til lista á Islandi og ýta
undir þá endurskoðun á því fram-
lagi, sem þegar er hafin. Guðmund-
ur Einarsson lést árið 1963, aðeins
67 ára gamall.
Sýningin í Listhúsinu er opin frá
kl. 10-18 alla virka daga og kl.
14-18 um helgar. Henni lýkur á
hvítasunnudag, 22. maí.
VIÐSKIPTATÆKIFÆRI
Skapar 40-50 ný störf á árinu
Hafin er sala og markaössetning á nýju efni
sem borið er á stein, flísar, marmara, sturtu-
botna og baðker.
Efnið hefur þann einstaka eiginleika að gólf-
in og böðin verða stöm í bleytu án þess að
nokkur sýnileg breyting verði á yfirborðinu.
Tekin er þriggja ára ábyrgð á gólfi sem hefur
verið meðhöndlað einu sinni og í framhaldi
notuð sérstök hreingerningarefni.
Tekin er 10 ára ábyrgð á sturtubotnum og
baðkerum. Öll efnin eru vistvæn og niður-
brjótanleg.
í Ijósi þess að tíðast slysa í heimahúsum er fall í sturtubotnum og böðum þá hefur Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni gert þriggja ára samning við Alþjóða verslunarfélagið hf. um að bjóða 7300 félagsmönnum sínum
þessa þjónustu á næstu árum.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um markaðsmögulejkana. Nægir þá að nefna sundstaði, íþróttahús, fiskvinnslu-
staði, hótel, veitingahús og heimili.
Hér er því á ferðinni alvöru viðskiptatækifæri fyrir aðila sem vilja hefja öruggan rekstur eða þá sem vilja bæta þessu inn
í sína línu.
Námskeið í maí: * Hvernig byggja á viðskiptin upp á Við leitum að umboðsaðilum á eftirtöldum svæðum.
komandi árum. Höfuðborgarsvæðið Suðurnes Vesturland
* Meðferð efnanna. Snæfellsnessýsia Vestfirðir Norðuriand vestra
Söiutækni og viðskiptasamningar Norðurland eystra Austurland A-Skaftafellssýsla
ásamt þjónustutækni. Suðurland Vestmannaeyjar Árnessýsla
Alþjóöa Verslunarfclu^Íú Iiff. Allar nanari upplýsingar
Skútuvogi 11 ® (91-)67 68 69 veitír Ma9nús Jónatansson
104 Reykjavík 1 sima 91-676869 næstu daga.