Morgunblaðið - 04.05.1994, Page 23

Morgunblaðið - 04.05.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 23 AÐSENDAR GREIIMAR BARÁTTUMÁL LANDS- SAMTAKA HJARTA- SJÚKLINGA Á 6. ÁRATUG þessarar aldar lýsti bandarískur læknir, Norman J. Holter, nýrri aðferð í rannsókn- um á hjartasjúkdómum sem grundvallaðist á meðfærilegum segulbandsupptökutækjum. Þessi rannsóknaraðferð er því tiltöluiega ný og er stöðugt að þróast. Holter - eða sólarhrings hjarta- ritun er skráning hjartarits í lang- an tíma, allt að 24 klst. Leiðslur eru festar á sjúkling og tengdar í lítið upptökutæki er hann getur borið á sér hvert sem hann fer. Sjúklingur heldur dagbók meðan hann ber Holtertækið og skráir þar líðan sína. Hann getur einnig gefið merki á segulbandið, ef til- tekin sjúkdómseinkenni koma fram t.d. aðsvif eða hjartsláttark- ast. Upptakan er gerð á segul- bandsspólu. Spólan er síðan sett í úrlestrartölvu. Töivan skoðar upp- haf spólunnar, festir í minni „eðli- legt hjartaslag“ fyrir þennan til- tekna sjúkling. Síðan rennur spól- an í gegn og hvert einasta hjarta- slag er talið, skoðað og flokkað eftir útliti miðað við eðlilega hjartaslagið. Meinatæknir fylgist með á skjá þegar spól- an rennur í gegn og prentar út skýrslu í lokin. U.þ.b. 25 mín. tekur að rannsaka hveija spólu. Holter- rannsóknir hófust á Landspítalanum í mars 1980, en litlu fyrr á Borgarspítala. Það ár voru gerðar 113 rann- sóknir á Landspítalan- um, en árið 1992 voru þær 448. Frá upphafi hefur Landspítalinn þjónað sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um utan Reykjavíkur með því að lána út upptökutæki og lesa úr segulbandspólum. Fyrstu tækin höfðu aðeins eina upptökurás og gáfu þannig ekki möguleika á fleiri en einni upptöku samtímis. Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun á þessu sviði. Með nýrri tækni er unnt að flytja upplýs- ingarnar af segulböndum á tölvu- disk, án þess að tæknimaður þurfi að vera viðstaddur, t.d. utan vin- nutíma. Ekki er lengur þörf á því að meinatæknir horfi á segul- bandsupptökuna renna áfram á sjónvarpsskermi eins og áður, heldur leggur hann þær spurning- ar fyrir tölvuna, sem honum sýnist viðeig- andi hverju sinni, en slíkt fer eftir eðli hjartasjúkdómsins, umkvörtunum sjúk- lings og sjúkdómsein- kennum. í upphafi festir tölvan sér í minni hvaða hjarta- slög teljast eðlileg út- lits. Síðan greinir hún aukaslög bæði frá gáttum og sleglum, hrinur aukaslaga og löng hjartsláttarhlé. Meinatæknir getur beðið tölvuna að sýna t.d. lengstu hjartsláttarhrinurnar, þær næstlengstu o.s.frv. lengstu hjartsláttarhléin, hvenær sólar- hringsins takttruflanir verða og hvernig tímasetningum ber saman við einkenni sjúklings. Þá er að nefna hugbúnað sem gerir kleift að meta ástand gangráða, en slíkt verður æ sérhæfðara með hverju árinu eftir því sem gangráðar verða flóknari og fullkomnari. Þessi nýja tækni sparar að sjálf- sögðu tíma og gerir tækin afkasta- meiri. Greiningartækni og öryggi fleygir einnig fram. Hinni nýju tækni fylgja tveir nýir möguleikar á skráningu: blóð- Sala á rauða hjartanu, merki Landssambands hjartasjúklinga, fer fram 6. og 7. maí, segir Þórður Harðarson, sem hvetur landsmenn til að sýna vilja í verki með því að taka sölufólki vel. þrýstings og ST-breytinga á hjartariti. Þær síðarnefndu gefa ábendingar um blóðþurrð í hjarta- vöðva, t.d. vegna kransæðasjúk- dóms. Dæmi um þetta er sjúkling- ur sem fær bijóstverki á ýmsum tímum sólahrings sem ekki tengj- ast líkamlegri áreynslu. Með því að nota merkikerfi Holter-tækisins er hægt að bera saman tímasetn- ingar og sjúkdómseinkenni annars vegar og ST-breytingar hinsvegar og staðfesta þannig eða afsanna að um hjartaverk sé að ræða. Gagnsemi blóðþrýstingsskrán- ingar er augljós. Blóðþrýstings- mælingar á læknastofum eru oft villandi því að þrýstingurinn er oft mun hærri við þær aðstæður en t.d. í svefni eða í ró og næði heima. Mikilvægt getur verið að gefa sjúklingi ekki blóðþrýstingslyf á grundvelli slíkra _ skammvinnra háþrýstingstoppa. í öðrum tilvik- um getur verið unnt að greina háþrýsting sem kemur óvænt og án tilefnis í vissum tegundum há- þrýstings t.d. við æxlismyndun í nýrnahettum. Loks má nefna að með nýju tölvunum er unnt að gera ýmis- konar nýstárlegar greiningar á hjartariti, t.d. á breytileika á lengd hjartaslaga. Mikill breytileiki er einkenni íþróttamanna og ungs fólks, en lítill breytileiki getur fylgt efri árum og ýmsum hjartasjúk- dómum. Rannsóknir á þessu eru enn skammt á veg komnar, en þykja áhugaverðar. Nýja Holter-tölvan sem nú er í láni á Landspítalanum er af gerð- inni Oxford og kostar um 4 milljónir króna. Landssamtök hjartasjúklinga hafa lofað fjárstuðningi til að stuðla að því að Landspítalinn eignist nýja Holter-tölvu. Merkja- sala samtakanna fer fram 6. og 7. maí nk. og verður þá merki samtakanna „rauða hjartað" selt um land allt. Góður árangur af merkjasölunni flýtir því að óskir okkar um nýja Holter-tölvu rætist. Höfundur er prófessor. Holter-rannsóknir og tækni Þórður Harðarson í hnotskum HVER ER munurinn á því að fela sjálfstæð- ismönnum stjórn Reykjavíkurborgar eða öðrum? Þeirri spurn- ingu verður ekki svar- að nema skoða hveijir þessir aðrir eru. Það er einfalt mál. Þeir eru allir aðrir stjórnmála- flokkar landsins, þ.e.a.s. Alþýðubanda- lagið, Framsóknar- flokkurinn, Kvennalist- inn og Alþýðuflokkur- inn að viðbættum tveimur óljósum flokksbrotum, sem eru Nýr vettvangur og sér deild í Al- þýðubandalaginu, sem nefnist Birt- ing. Þessir sex aðilar eiga allir full- trúa á R-listanum. Reynslan er ólygnust. Af langri reynslu vita Reykvíkingar hvað þeir gera þegar þeir fela sjálfstæðis- mönnum stjórn borgarinnar. Sú reynsla er góð. Af stuttri reynslu vita borgarbúar einnig hvað þeir gera ef þeir fela mörgum flokkum og flokksbrotum stjórnina. Sú reynsla er vond. Þriggja flokka stjórn var við völd í Reykjavík í fjög- ur ár. Sjálfsagt vildu þeir vel, en þeir gátu bara ekki stjórnað. Þeir gátu ekki komið sér saman og stjórnkerfi borgarinnar var lamað. Nú er verið að bjóða Reykvíking- um upp á vinstri stjórn enn fleiri flokka og flokksbrota en voru í vinstri borgarstjórninni sem mis- tókst allt. Það er blekking að borg- arstjóri úr einum flokknum geti sagt hinum flokkunum fyrir verk- um. Hann hefur bara eitt atkvæði af 15 í borgarstjórn og verður að versla við alla samstarfsflokkana. Rifrildi og hrossaprang er ekki sennileg afleiðing slíkrar stjórnar, hún er óhjákvæmileg. Vonlaust er að allir þessir flokkar geti komið sér saman um framkvæmd kosn- ingastefnuskrár. Hún er því marklaus. Eftir á kennir svo hver öðr- um um, því enginn einn ber ábyrgðina — þannig er reynslan af Alþingi. Reykvíkingar hafa trúað Sjálfstæðis- flokknum fyrir stjórn borgarinnar á grund- velli reynslunnar, sem þeir vita að þýðir sterkur, samstilltur meirihluti. Þeir vita að sá meirihluti getur staðið við loforð sín og hefur gert það og ber einn ábyrgð á gjörðum sínum. Þetta er í hnotskurn munurinn á Reykvíkingum er boðið upp á vinstri stjórn margra flokka og - flokksbrota, segir Arni Sigfússon, sem segir það blekkingu að borg- arstjóri úr einum flokknum, sem hafi að- eins eigið atkvæði, geti sagt hinum flokkunum fyrir verkum. því að fela sjálfstæðismönnum eða mörgum flokkum og flokksbrotum stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur er borgurstjóri og efsti maður á lista sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjómar- kosningar. Árni Sigfússon Húsib og garburinn Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 15. maí nk., fylgir blaðauki, sem heitir Húsið og garðurinn. í þessum blaðauka verður fjallað um málun húsa, viðarvörn, klæðningu steinhúsa, val trjáplantna, matjurtarækt, gerð og viðhald sólpalla, val á hellum, hellulagnir og hleðslu, garðáburð, klippingu trjáa, safnþrær fyrir lífrænan úrgang, dagatal garðræktandans, graslausa garða o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á aö auglýsa í þessum blaðauka, er bent á, að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 9. maí. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréfi 69 11 10. - kjami málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.