Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ -C STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. BLAÐ ALLRA LANDSMANNA MEÐ þessu tölublaði Morgunblaðsins verður nokkur breyting á efnisskipan blaðsins. Markmiðið er að gera blaðið aðgengilegra fyrir lesendur, raða efni þess niður á þann veg, að það komizt betur til skila til les- enda. Að þessum breytingum hefur verið unnið um nokk- urt skeið. í stórum dráttum er breytingin fólgin í því, að flokka efni blaðsins með skýrari hætti en áður, þannig að les- endur geti gengið að t.d. innlendum fréttum á sama svæði í blaðinu, menningarefni á einum stað o.s.frv. Nokkrar útlitsbreytingar verða á síðum blaðsins, þó ekki meiri en svo, að hefðbundið svipmót og yfirbragð Morgunblaðsins helzt í öllum meginatriðum. I tengslum við þessar breytingar skýrði Morgunblaðið frá því fyrir skömmu, að framvegis yrðu ekki teknar til birtingar i þeim dálkum, sem ætlaðir eru undir slíkt efni, aðsendar greinar, sem færu yfir ákveðin lengdar- mörk. Astæðan er sú, að Morgunblaðið ræður ekki leng- ur við birtingu á því gífurlega efni, sem berst frá höfund- um utan blaðsins, nema þeir stytti mál sitt mjög frá því, sem tíðkazt hefur. í langflestum tilvikum geta höf- undar komið skoðunum sínum á framfæri í styttra máli en verið hefur. Hér er því ekki um neina takmörkun á tjáningarfrelsi að ræða. í undantekningartilvikum mun Morgunblaðið birta lengri greinar, en þá í öðrum dálkum blaðsins og einungis, ef ritstjórnin metur það svo, að greinarnar standi efnislega undir lengdinni. Þá verða nokkrar breytingar gerðar á birtingu minn- ingargreina. Fjöldi minningargreina í Morgunblaðinu hefur aukizt verulega á undanförnum árum. Þar er oft um endurtekningu að ræða, sérstaklega þó er varðar æviatriði hinna látnu. Þess vegna verður sá háttur tek- inn upp, að vinna æviágrip út úr minningargreinum og birta sérstaklega og stytta þær, sem því nemur. Fyrst í stað verður þetta verk unnið á ritstjórnarskrifstofum blaðsins, en þegar fram í sækir er þess vænzt, að að- standendur skili slíku æviágripi til birtingar ásamt minn- ingargreinum. Að öðru leyti verður lögð áherzla á, að efni blaðsins verði daglega sett fram í styttra máli og hnitmiðuðu, en greinar, sem fjalla á ítarlegri hátt um ákveðin við- fangsefni, birtar í sunnudagsblaði og Lesbók. Samhliða þessum breytingum á efnisskipan Morgun- blaðsins er tekinn upp sá háttur, að í svonefndum haus blaðsins birtast einungis nöfn framkvæmdastjóra blaðs- ins og ritstjóra. Engin breyting hefur orðið á störfum þeirra fulltrúa ritstjóra, fréttastjóra og ritstjórnarfull- trúa, sem fram til þessa hefur verið getið hér fyrir ofan forystugrein blaðsins. Hins vegar hefur þeim fjölgað töluvert, sem gegna ábyrgðarstörfum á Morgunblaðinu og þá eðlilegt að allra sé getið eða einungis þeirra, sem höfuðábyrgð bera á rekstri blaðsins og ritstjórn og hef- ur sú orðið niðurstaðan. Sú skipan efnis í Morgunblaðinu, sem lesendur hafa vanizt um langt skeið, á sér margra áratuga sögu. Þótt blaðið hafi að sjálfsögðu breytzt með tímanum, hafa þær breytingar fremur verið fólgnar í viðbótum við hefð- bundna uppbyggingu blaðsins. Um nokkurt skeið hefur verið stefnt að því, að stíga stærra skref í þessum efnum í kjölfar þeirrar uppbyggingar á sérblöðum Morgunblaðs- ins, sem unnið hefur verið að á annan áratug. Starfsfólk Morgunbtaðsins er bjartsýnt á, að lesendur muni venjast breytingunum á skömmum tíma. Fjölmið- ill þarf að fylgjast með tíðarandanum og breytast með honum að vissu marki, en byggja þó á gömlum og rót- grónum hefðum. Við útgáfu Morgunblaðsins er gerð stöðug krafa um betri og vandaðri vinnubrögð. Með þeim breytingum á efnisskipan í Morgunblaðinu, sem sjá dagsins ljós með þessu tölublaði, er stefnt að því, að uppfylla þær kröfur að einhveiju leyti. VÉLSLEÐAR LJósmynd/Gunnlaugur E Tækin sem gleyn Svo virðist sem menn vakni upp við vondan draum, þegar vélsleðaslys eru skyndilega orðin svo tíð sem raun ber vitni. Staðreyndin virðist sú, að þessi vinsælu torfærutæki hreinlega gleymdust í umræðu og fræðslu um umferð. Það er ef til vill skiljanlegt, því þau eru oftast notuð fjarri byggð, þar sem lögregla á erfitt með eftirlit og því miður virðist það sjónarmið ráðandi hjá sumum eigendum þeirra að þetta séu leikföng til dægradvalar og óþarfi sé að þau lúti umferðarregl- um. Erfitt er að fá tæmandi upplýs- ingar yfir fjölda vélsleðaslysa, þar sem skráning þeirra er ekki á einni hendi. Umferðarráð hefur til dæmis aðeins tiltækar upplýsingar um vél- sleðaslys, sem flokkast undir umferð- arslys, þ.e. verða á vegum eða á ýmsum almennum svæðum. Ef aðeins er litið á þau slys, sem þar eru skráð, kemur í ljós að árið 1991 slösuðust átta vélsleðamenn, árið 1992 voru þeir sex, árið 1993 fjórir og það sem af er þessu ári hafa átta slasast. Þessu til viðbótar Iiggja svo fyrir upplýsingar frá lögreglu um ýmis slys, sem hafa orðið utan vega. Árið 1992 slösuðust átta og lést einn þeirra, árið 1993 slösuðust íjórir og það sem af er þessu ári hafa níu slas- ast. Það er því ljóst að ótrúleg hrina slysa hefur orðið á þessu ári, því á fjórum mánuðum hafa a.m.k. sautján slasast og þrír þeirra látist. Lögregla á óhægt um vik við eftir- lit með notkun vélsleða, enda eru vélsleðamenn gjarnan á ferð fjarri byggð. Þvi kemur það fyrir að menn nota ekki hjálma, þó lögboðnir séu, og einnig heyrast af því sögur að allt of algengt sé að áfengi sé haft um hönd í vélsleðaferðum. Loks er því einnig haldið fram, að unglingum séu gefin slík Þrír menn hafa látist í vélsleðaslysum hér á landi það sem af er árinu, eða jafn margir og í umferðarslysum. Þó eru vélsleðar aðeins um 2.500 talsins, en landsmenn eiga um 132 þúsund bifreiðar. Ragnhildur Sverrisdóttir kannar hugsanlegar ástæður fyrir hárri slysatíðni tengdri þessum tækjum. Yfirlæknirinn Brynjólfur Mogensen Vélsleðamaðurinn Sævar Reynisson Lögreglumaðurinn Omar S. Ármannsson Samstarf til að stemma stigu við slysum BRYNJOLFUR segir að vélsleðaslysin séu svo alvarleg sem raun ber vitni þar sem öku- menn séu nyög óvarðir á sleðunum. SÆVAR kveðst vilja að vélsleðamenn fái sérstakan starfsmann hjá Umferðarráði, sem sjái um fræðslumál fyrir þennan hóp. ÓMAR SMÁRI segir að sameinast þurfi um áróður og fræðslu til að skapa jákvætt við- horf hjá vélsleða- mönnum. ,Auka þarf áróður og fræðslu" tæki, jafnvel í fermingargjöf, en skil- yrði þess -að mega aka vélsleða er að viðkomandi hafi gilt ökuskírteini, eða skírteini fyrir önnur vélknúin ökutæki og sé ekki yngri en 15 ára. Skellinöðrupróf er því fullnægjandi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að allt of oft heyrist af óábyrgri hegð- an vélsleðamanna, þó það hafi ekki verið tilfellið í þeim banaslysum sem nú hafa orðið. „Það hefur frést af hópum vélsleðamanna uppi á fjöllum, þar sem allir voru undir áhrifum áfengis og sést til annarra sem höfðu misst bílprófið á láglendinu. Því mið- ur virðast of margir vélsleðamenn telja sig yfir allar reglur hafna. Þetta viðhorf er undarlegt, því þessir sömu menn sætta sig við að hlíta umferðar- reglum í þéttbýli. Þessar reglur gilda _____ hins vegar alls staðar, eftir því sem við á. Þá er einnig mjög undarlegt þegar fermingarbörn fá vélsleða að gjöf, því þá er tækið sjálft orðið aðalatriðið sem en ekki notkun þess sem leikfang, samgöngutækis og þær reglur sem um_ slíkt gilda.“ Ómar Smári segir að hann telji ekki fært að koma á námskeiðum fyrir ökumenn vélsleða. „Sleðarnir eru dreifðir um landið og það er mjög erfitt að fylgja því eftir að enginn fari á sleða nema hann hafi sótt nám- skeið. Mér finnst nær að það sé brýnt fyrir fólki að kynna sér notkun tækj- anna vel og að óreyndir og réttinda- lausir séu ekki á ferð á þeim.“ Ómar Smári tekur undir það að vélsleðarnir hafi í raun gleymst. „Það hefur eingöngu heyrst af vélsleðum þegar eitthvað ber út af, en áróður og fræðsla verið lítt áberandi. Vél- sleðamir eni ekki mikið áberandi og notkun þeirra árstíðabundin, svo það er ef til vill skiljanlegt að áróður hafí verið í lágmarki og þar ________ af leiðandi er kannski einn- ig skiljanlegt að einhveijir líti á þessi tæki sem Ieik- föng. Forsvarsmenn vél- sleðaeigenda, umferðar- „Hraðs algenf orsök í yfirvöld og lögregla þurfa að samein- ast um að skapa rétt og jákvætt við- horf hjá vélsleðamönnum, því þá er hálfur sigur unninn. Þetta er ekki svo stór hópur að ekki sé hægt að snúa við blaðinu." Sævar Reynisson, formaður Lands- sambands vélsleðamanna, segir að slysin undanfarið valdi honum að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Það eina sem dugar er áróður og fræðsla," segir hann. „Flestir, sem í slysum lenda, eru ekki félagar í landssam- bandinu og tilheyra ekki hópi vönustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.