Morgunblaðið - 04.05.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.05.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 27 Bandanska krabbamemsstofnunm hefur óskað eftir að fá til grófunar 13 efni sem búin voru til í Raunvísindastofnun Háskóla íslands ISLENSK EFNASMÍÐI VESTUR Morgunblaðið/Arni Sæberg Efnafræðingnrinn DR. JÓN K.F. Geirsson dósent í lífrænni efnafræði við Háskóla Islands hefur leitt grunnrannsóknir sem vakið hafa athygli Banda- rísku krabbameinsstofnunarinnar. lögnvaldsson. Myndvinnsla/Sigrún Haraldsdóttir idust manna. Þetta eru oft menn, sem taka fram sleðana á góðviðrisdegi og hættir þá til að fara óvarlega. Hrað- akstur er lang algengasta orsök slysa og við erum nú að undirbúa fræðsluátak í samvinnu við Slysa- varnafélagið, til að reyna að stemma stigu við þessu." Sævar segir að vélsleðamenn noti nær undantekningalaust hjálma. Þá kvaðst hann vita til þess að sumir notuðu sleðana undir áhrifum áfeng- is. „Menn eru í skemmtiferð og neyta gjarnan áfengis í skálum uppi á íjöll- um. Það eru alltaf einhverjir sem hafa ekki stjórn á drykkjunni og aka undir áhrifum. Eg þekki dæmi um að slys hafi hlotist af slíku, til dæm- is þurfti þyrla Landhelgisgæslunnar eitt sinn að fara upp á fjöll eftir tveim- ur slösuðum vélsleðamönnum, sem báðir voru drukknir. Það verður sjálf- sagt aldrei hægt að koma í veg fyrir að einstaklingar með slíkt hugarfar fínnist, en þarna þarf einnig að fræða menn um hætturnar sem eru samfara akstri undir áhrifum. Hestamönnum tókst að losna við brennivínið, sem var lengi viðloðandi hestaferðir, og ég vona að okkur takist það einnig. Eg vildi helst af öllu að vélsleðamenn fengju starfsmann hjá Umferðar- ráði, sem sæi um fræðslumál, og til að kosta þá fræðslu vildi ég gjarnan að eitthvað af þeim milljónum, sem vélsleðamenn greiða í háa tolla af þessum tækjum, rynni til okkar aft- ur.“ Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans, segir að vélsleðaslysunum megi Iíkja við mótorhjólaslys. „Þessi slys eru oft mjög alvarleg, enda eru ökumennirn- ir óvárðir ef eitthvað kemur fyrir,“ segir hann. „Við höfum meðhöndlað marga mikið slasaða hér á Borgar- spítalanum eftir slík slys. Mótorhjóla- slysunum hefur þó fækkað, enda hef- ur umræða um öryggismál mótor- hjólamanna verið mjög áberandi. Það hefur hins vegar ekki verið raunin með vélsleðamenn, þrátt fyrir að sleð- unum hafi fjölgað mjög ört undanfar- in ár. Mér finnst líka ástæða til að velta fyrir sér hvaða kröfur eru gerð- _______ ar til þeirra sem kaupa vél- sleða. Mér finnst sjálfsagt * að ^ar'(^ e>tthvað yfir .1 ií meðhöndlun sleðans með ilysa nýjum eiganda. Það þarf """ ekki að þýða að menn þurfi að ganga í skóla eða taka sérstakt próf, en fræðsluna verður að auka.“ Björgvin Richardsson, skólastjóri Björgunarskóla Landsbjargar, segir greinilegt að vélsleðamenn fari ekki nógu varlega. „Hjálmar eru þó al- mennt notaðir, en ef eitthvað ber út af eru menn mjög berskjaldaðir. Þá er því miður rétt að sumir vélsleða- menn láta áfengið ekki eiga sig, þó ég telji að það hafi minnkað, enda hefur verið rekinn áróður gegn því af ýmsum samtökum sem tengjast vélsleðamennsku.“ Efni sem búin voru til við rannsóknir í lífrænni efnafræði við Raunvís- indastofnun hafa vakið athygli. Guðni Einars- son hitti dr. Jón K.F. Geirsson dósent og fræddist um efnin sem e.t.v. gagnast í lyf gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Bandaríska krabbameins- stofnunin, National Canc- er Institute, í Bethesda í Maryland ætlar að rann- saka þrettán ný efni sem búin voru til í efnarannsóknarstofu Raunvís- indastofnunar Háskólans. Vestur í Bandaríkjunum verður meðal ann- ars kannað hvernig krabbameins- frumur og HlV-sýktar frumur bregðast við þessari íslensku send- ingu. Sum efnanna, sem hér um ræðir, gætu tengst framleiðslu undraefnis- ins taxóls, en miklar vonir eru bundnar við að efni af þeim meiði reynist áhrifarík í baráttunni við krabbamein. Náttúrulegt taxól er mjög torfengið. Það er unnið úr berki tijátegundar sem kallast Kyrrahafs-ýviður (Pacific yew). Af 100 ára gömlu tré má flá þijú kíló af berki og úr þeim er hægt að vinna um 300 milligrömm af virku efni. Það nægir þó ekki tii að með- höndla einn krabbameinssjúkling heldur þarf börk af þremur til tíu tijám. Vinnsla efnisins er mjög kostnaðarsöm og takmarkaðir skógar af þessu undratré, því ríður á að fundnar séu aðferðir til að framleiða efni af þessu tagi á fljót- virkan og arðbæran hátt. Hin ís- lenska rannsókn kann að reynast skref á þeirri leið. Líkt og svo oft áður leiddu grunnrannsóknir til niðurstöðu sem ef til vill verður hægt að hagnýta og í þessu tilviki í þágu læknavísindanna. Árangursrík hópvinna Dr. Jón Karl Friðrik Geirsson, dósent í lífrænni efnafræði við raun- vísindadeild Háskóla íslands, hefur stýrt vinnuhópnum sem bjó til efnin sem Bandaríkjamenn vilja prófa. Nánustu samstarfsmenn hans hafa verið efnafræðingarnir Jónína Frey- dís Jóhannesdóttir MS og dr. Sigríð- ur Jónsdóttir sérfræðingur, en hún stýrir kjarnarófstæki (NMR) Raun- vísindastofnunar. Dr. Jón leggur áherslu á að án kjarnarófstækisins hefði þessi árangur ekki náðst. Það er nokkur saga á bakvið það að hin eftirsóttu efni urðu til vestur við Dunhaga. Jónína Freydís lærði lyfjafræði lyfsala til BS-prófs en helgaði sig efnafræði í framhalds- námi og lauk meistaraprófi í þeirri grein frá Háskóla íslands. Dr. Jón segir að grunnurinn að þessari vinnu hafi verið lagður í rannsókn- um Jónínu til meistaraprófs og þetta sé gott dæmi um hvað samruni tveggja fræðisviða geti gefið af sér. Snertifletir fræðigreina séu oftar en ekki fijór vettvangur nýrrar hugsunar. „Við vorum að skoða til- tekinn efnaflokk og rannsaka hvort hægt væri að ná fram ákveðinni sérvirkni með þessum efnaflokki; það er hvort hægt væri að nota þessi efni til að búa til stærri og flóknari sameindir,“ segir dr. Jón. „Við vorum að rannsaka hversu hratt og auðveldlega þessi efni breytast, eða það sem við köllum hvarfgirni. Þá einangruðum við efnasambönd sem komu okkur á óvart. Kjarnarófstækið (NMR) gerði okkur mögulegt að greina byggingu þessara efna. Við tölvuleit kom í ljós að svona efni höfðu aldrei verið smíðuð áður.“ Þessi niðurstaða var nægt tilefni til ritunar vísindagrein- ar sem send var ritrýnu alþjóðlegu vísindatímariti á sviði efnafræði. Ritstjóri þessa tímarits, líkt og ann- arra ritrýnna, sendir allar greinar sem berast til tveggja vísindamanna sem hafa sérþekkingu á umfjöllun- arefninu og ræður umsögn þeirra hvort efnið er tekið til birtingar. Grein þeirra á- Raunvísindastofnun hlaut náð fyrir augum gagnrýnenda og birtist í febrúar 1993. Ónógar birgðir í niðurlagi greinarinnar er þess getið að skyld efni hafi verið notuð sem lykilefni við smíði efnasam- banda sem skyld eru fyrrnefndu taxóli. Þær upplýsingar fann dr. Jón þegar hann var í rannsóknarleyfi í Bandaríkjunum 1992 en þá voru þau á Raunvísindastofnun nýbúin að ein- angra efnið sem Bandaríska krabba- meinsstofnunin óskaði fyrst eftir. „Það hefur verið óskapleg sam- keppni á meðal vísindahópa um allan heim að ná tökum á snn'ði taxól- efna. Núna í febrúar birtist í tímarit- inu Nature fyrsta heildarefnasnu'ði taxóls.“ Dr. Jón áttaði sig á því að efnið sem þau höfðu smíðað gæti verið milliefni við gerð efna sem skyld eru taxól. Milliefni er efni sem styttir leiðina í efnasmíðinni og get- ur jgert hana auðveldari og ódýrari. I febrúar barst bréf frá Banda- rísku krabbameinsstofnuninni þar sem beðið var um 100 mg sýni af öðru efnasambandinu, sem sagt var frá í ritgerðinni, og boðist til að mæla virkni þess. Stofnunin lýsti áhuga sínum á því að reyna efnið í tilraunastofu á ýmsum tegundum krabbameinsfruma, svo sem lungna- krabbameini, bijóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini. Einn- ig á að reyna virkni þess á HlV-smit- aðar veirur og eiturefnaáhrif á lif- andi verur. Stofnunin bauðst jafn- framt til að fara yfir lista af öðrum efnum sem kynnu að hafa verið smíðuð á Raunvísindastofnun, en Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur áratugareynslu í slíkri leit að virkum efnum. Dr. Jón segir að í þessu boði felist viðurkenning á starfi Raunvísindastofnunar og starfsfólki hennar. „Við erum þrátt fyrir allt að vinna í hlutum sem þessi stofnun hefur áhuga á að veija peningum til að skoða og prófa.“ Til staðlaðra grunnprófana af þessu tagi þarf 20 til 40 mg. Ef þær reynast jákvæðar eru gerðar ítar- legri prófanir og til þeirra þarf um 60 mg. Ekki er farið af stað með prófanir á efni nema nóg sé til af því til einhverra framhaldsprófana. Því miður kom í ljós að birgðir af efninu reyndust ekki nægar. Fram- leiðsla sem þessi gerist í mörgum skrefum og þarf að hreinsa og ein- angra efnið á milli þrepa. Tólf efni til viðbótar Til að sýna að Raunvísindastofn- un hefði fullan hug á þessu sam- starfi ritaði dr. Jón vestur um haf og lét vita af tímabundnum efnis- skorti. Hann sagði jafnframt að þau á Raunvísindastofnun myndu fram- leiða umbeðið magn af efninu og senda til rannsóknar. Þá nefndi dr. Jón til sögunnar ýmis önnur efna- sambönd sem smíðuð hafa verið á Raunvísindastofnun ásamt lýsingum á þeim. Eins kynnti hann efni sem gerðar hafa verið tilraunir með og vitað er að hafa líffræðilega virkni, meðal annars gegn ýmsum sveppum sem eiga það til að plaga mannfólk, svo sem fótasveppum. Tilraunirnar hafa beinst að því að finna aðferðir til að framleiða þessi efni með ódýr- ari hætti en nú er gert. Bandaríska krabbameinsstofnunin svaraði um hæl og óskaði eftir því að fá til við- bótar tólf sýni af listanum auk efnis- ins sem fyrst vakti áhuga stofnunar- innar. Dr. Jón bindur vonir við að allar þessar pantanir verði afgreidd- ar fyrir lok mánaðarins. Þegar nið- urstöður frumrannsókna liggja fyrir verða þær sendar hingað ásamt upplýsingum um hvaða efni banda- rísku vísindamennirnir hyggjast rannsaka nánar. Smíðinni haldið áfram Efnasmiðjunnar við Dunhaga bíða næg verkefni. Vinnuhópurinn, sem dr. Jón K.F. Geirsson hefur stýrt, hefur nú fengið styrk úr Vís- indasjóði sem gerir kleift að halda áfram vinnu við efnin sem prófuð verða í Bandaríkjunum. Jónína Freydís er væntanleg til starfa á Raunvísindastofnun innan skamms, en hún hefur dvalið í Bandaríkjunum um tíma. Rannsóknir á vegum Raunvís- indastofnunar hafa vakið athygli víðar en í Bandaríkjunum. Sem dæmi um það úr eigin smiðju nefnir dr. Jón að fyrir fjórum til fimm árum skrifaði hann grein þar sem sýnt var fram á að með einfaldri leið mætti nálgast ákveðinn efnaflokk hringlaga efnasambanda með köfn- unarefni. „Á ráðstefnu í Barcelona í haust er leið benti Svíi mér á að þessa leið mætti hugsanlega nota til að búa til efni sem kölluð eru NAD eða NADH, en þau eru mjög virk í oxunar- og afoxunarferlum líkamans. Þetta gæti verið dæmi um þá skoðun mína að nýsköpunarhug- myndir, sem verða til vegna skiln- ings og þekkingar á viðfangsefninu, eru líklegar til árangurs.“ Nú liggur fyrir umsókn um styrk hjá Nýsköp- unarsjóði námsmanna og ef hann fæst verður hægt að prófa hvort þessi leið til framleiðslu NAD og NADH reynist fær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.