Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 31 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSIMINGARNAR 28. MAI Sjálfstæðisstefnan er einajafnréttisstefnan ÞAÐ kemur engum á óvart að tólf ungir vinstrimenn skuli bregðast ókvæða við í grein í Morgunblaðinu 30. apríl, þegar ein hverjir voga sér að nálgast jafnréttismál frá öðru sjónarhorni en þeirra eigin, líkt og gerðist með ágætri grein nokkurra ungra sjálfstæðiskvenna um daginn. Vinstrimenn- irnir undrast að ungar konur skuli fylkja sér undir merki Sjálfstæð- isflokksins með jafn- rétti kynjanna að leiðarljósi vegna þess að sá flokkur kunni hvorki að „forgangsraða fólki“ né „stjórna lífi ungs fólks“! Elsa B. Valsdóttir Nei takk við „forgangsröðun fólks“ Lítum nánar á hvers konar jafnrétti ungu vinstrimennimir eru að bjóða. Þeir eru, sam- kvæmt greininni, að bjóða konum jafnan rétt til að láta „forgangs- raða“ sér og „skipa sér í sæti“, jafnan rétt til að lúta ofurvaídi stóra bróð- ur sem miðstýrir mann- legu samfélagi. Við slíku boði er aðeins eitt svar: Takk, en nei takk. Þessi hugsunarháttur er dæmi- gerður fyrir vinstri menn sem virðast enn líta á konur sem óskilgreindan minnihlutahóp sem þarf að rétta ein- afstaða fyrst og fremst sem sendur í vegi fyrir konum í dag en ekki ímynduð bákn stofnana og stjórn- málaflokka. Það kann að taka vinstri flokkana jafn langan tíma að átta sig á þessu og það tók þá að taka markaðsbú- skap fram yfir haftastefnu (um hundrað ár eða svo) en á meðan bíða konumar þeirra væntanlega rólegar eftir að þeim verði „forgangsraðað“ á nýjan leik. Sjálfstæðisstefnan er eina stjórnmálastefnan, Nei takk við miðstýringu segir Elsa B. Valsdótt ir, sem býður raunveru- legt jafnrétti. hveijar sporslur af og til, „forgangs- raða þeim“, „skipa þeim í sæti“ og passa að „ganga ekki framhjá þeim“, líkt og konur geti hvorki hugsað né starfað sjálfstætt. Það er einmitt þessi vinstri sinnaði femínismi sem hefur hrakið ungar konur frá kvenfrelsis- hreyfíngunni um allan heim, þessi hvimleiða árátta (kvenna og karia) að líta stöðugt á konur sem einhver hjálparvana fómardýr. Það er þessi Uppbygging Grófargils Það er mál flestra, segir Björn Jósef Arnviðar son, að með uppbygg- ingunni í Grófargili hafi vel til tekist. I STEFNUSKRÁ okkar sjálfstæðismanna fyrir siðustu bæjar- stjórnarkosningar lögð- um við áherslu á að efla stuðning við áhuga- mannasamtök á sviði menningarmála. Sér- staklega var lögð áhersla á bætta sýning- araðstöðu fyrir mynd- listarmenn. Þá var einn- ig kveðið á um það í samkomulagi núverandi meirihlutaflokka í bæj- arstjóm að stutt yrði við þau áform að gera Grófargil að miðstöð lista í bænum. I samræmi við þessi áform voru keypt fjögur hús í Grófargili af Kaupfélagi Eyfirðinga. í tengslum við þessa ákvörðun var jafnframt ákveðið að minnka fyrirhugaða ný- byggingu við Amtsbókasafnið, en áform voru uppi um að þar risi al- hliða menningarmiðstöð. í þessu sambandi var leitað eftir samstarfi við starfandi listamenn í bænum og aðra áhugamenn um uppbyggingu menningarmiðstöðvar. Tóku þeir þessari málaleitan vel og er óhætt að segja, að sú uppbygging sem átt hefur sér stað í Grófargili, hefði ekki tekist með þeim ágætum sem raun ber vitni, án öflugs stuðn- ings samtaka þeirra. Meirihluti þeirra bygginga sem keyptar voru og standa sunnan Kaup- angsstrætis, voru seldar einstakling- um á sama verði og bærinn keypti þær á, en bærinn á nú um fjórðung bygginganna. Einstaklingar hafa endurbyggt eignir sínar af miklum stórhug, svo sómi er að. Þá gerði bærinn samning við Gilfélagið, sem eru samtök áhugafólks um uppbygg- ingu listamiðstöðvar. Samkvæmt samningnum fékk félagið hluta bæj- arins til uppbyggingu og afnota en félaginu var lagt til fjármagn til upp- byggingarinnar. Félagsmenn hafa unnið þar mikið og óeigingjamt starf, svo nú er risin þar hin glæsilegasta aðstaða, þar sem kallað er Deiglan. Aðstaða þessi hefur þegar sannað gildi sitt enda fer þar fram mjög fjöl- breytt og öflug starfsemi. Á vegum Akureyrarbæjar var hafist handa við fyrsta áfanga í endurbyggingu gamla mjólkursam- lagsins. Þar eru nú risnir glæsilegir sýningarsalir, sem eru mjög vel út- búnir. Þar hafa þegar verið haldnar fjölmargar sýningar og hefur aðsókn verið mun meiri en gert var ráð fyr- ir, sem sýnir að full þörf var á þessu framtaki. Þá er þess að geta, að á jarðhæð gamla mjólkursamlagsins hefur ver- ið sköpuð aðstað fyrir listamenn og hefur nú fjöldi þeirra þar ágætis vinnuaðstöðu. Björn Jósef Arnviðarson Það er mál flestra, að með þessari upp- byggingu í Grófargili hafi vel til tekist. Komið er líf í byggingar, sem voru í nokkurri niðurn- íðslu og fjöldi manns hefur nú vinnuaðstöðu sína í Gilinu. Allt teng- ist þetta svo með viss- um hætti Myndlistar- skólanum, sem einnig er í Gilinu, þar sem rek- inn er mjög öflugur skóli, sem er í stöðugri sókn, en sem dæmi um það má nefna, að ný- lega hófst þar kennsla í grafískri hönnun. Sú deild hefur vakið mikla athygli og er mikil ásókn í að komast þar að. Kostnaður Akureyrarbæjar við þessar miklu framkvæmdir er um 90 milljónir. Það kann ýmsum að þykja nokkuð mikið, en ég hygg, að óhætt sé að fullyrða, að kostnað- ur við þessar framkvæmdir sé síst meiri en orðið hefði, ef haldið hefði verið áfram með áform um að byggja alhliða menningarmiðstöð við Ámts- bókasafnið. Þrátt fyrir að það hús- næði, sem kemur til með að rúma þessa starfsemi, sé alit að tvöfalt stærri en ætlað var í fyrirhugaðri viðbyggingu. Auk þess er sú starf- semi, sem nú fer fram í Grófargili, miklu fjölbreyttari en áformað hafði verið í nýrri byggingu. Þá má ekki gleyma því, að öll þessi uppbygging hefur skapað mikla atvinnu og mun gera í framtíðinni. Uppbygging sú, sem átt hefur sér stað í Grófargili er einkar ánægju- legt dæmi um það, hve miklu sam- vinna bæjarfélagsins, félagasam- taka og einstaklinga fær áorkað, þegar allir leggjast á eitt. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna & Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á að „stjórna lífi ungs fólks“ né nokkurra annarra sé út í það far- ið, enda er slíkt hvorki hlutverk stjórn- málaflokka né borgaryfírvalda (þó tólfmenningamir haldi öðru fram). Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins veg- ar mikinn áhuga á að skapa og við- halda þeim skilyrðum sem til grund- vallar em öryggi og velferð borg- arbúa. Þar vil ég nefna tvö dæmi: • Atvinnumál — Borgin hefur varið miklum fjármunum til að stemma stigu við atvinnuleysi og hefur 35 milljörðum verið varið til fram- kvæmda í borginni á kjörtímabilinu. Nú stendur yfír átak sem mun útvega 1.200 manns vinnu til lengri eða skemmri tíma, þar af 500 konum. Þetta hafa vinstrimenn að sjálfsögðu kallað „óráðsíu í fjármálum" og „að- gerðaleysi í atvinnumálum“. • Dagvistunarmál — Á þessu kjör- tímabili hafa verið reistir tíu leikskól- ar og á síðustu tveimur árum hefur verið varið 524 milljónum til uppbygg- ingar leikskóla. Með þessu áframhaldi verður biðlistum snarlega útrýmt á næsta kjörtímabili. Það sýnir best málefnafæð R-listans að þeir hafa reynt að gera lítið út árangrinum í dagvistarmálum, árangri sem á ekki sinn líka í sögu borgarinnar. Reykjavík í öruggum höndum hjá Sjálfstæðisflokki Það er grátlegt að horfa upp á valdagíruga vinstrimenn spenna kon- ur fyrir plóginn í von um að upp- skera atkvæði út á úreltar hugsjónir sem eiga ekkert skylt við jafnrétti, eins og gerst hefur fyrir þessar kosn- ingar. Sjálfstæðisstefnan er eina stjómmálastefnan sem býður raun- verulegt jafnrétti í þjóðfélagi þar sem fijálsir einstaklingar em metnir að verðleikum eftir verkum sínum og þau dæmi sem hér hafa verið nefnd sanna svo ekki verður um villst að Sjálf- stæðisflokknum er treystandi fyrir hagsmunum, ekki bara ungra kvenna, heldur allra borgarbúa. Höfundur skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjðmar Reykjavíkur. Framboð á Eyrarbakka Eyrarbakka - Framboðslist- arnir eru þannig skipaðir: D-listi: 1. Jón Bjarni Stef- ánsson, Háeyrarvöllum 18. 2. Jón Sigurðsson, Háeyrarvöll- um 26. 3. Sigríður Óskarsdótt- ir, Háeyrarvöllum 54. 4. Sig- urður Sveinbjörnsson, Háeyr- arvöllum 46. 5. Þórdís Krist- insdóttir, Túngötu 56. 6. Rannveig Brynja Gunnars- dóttir, Eyrargötu 35. 7. Aðal- heiður Harðardóttir, Háeyrar- völlum 16. 8. Skúli Þórarins- son, Túngötu 16. 9. Ólafur, Óskarsson, Túngötu 55. 10. Hjördís Guðmundsdóttir, Tún- götu 58. 11. Jóhann Jóhanns- son, Hjallavegi 2.12. Sigurður Steindórsson, Túngötu 10. 13. Guðrún Thorarensen, Túngötu 48. 14. Óskar Magnússon, Túngötu 50. E-listi: 1. Siggeir Ingólfsson, Stíghúsi 2. Helgi Ingvarsson, Hvammi 3. Margrét Lovísa Einarsdóttir, Túnbergi 4. Ing- unn Guðnadóttir, Búðarstíg 5. Haraldur Ólason, Túngötu 3. 6. Bjarni Harðarson, Einars- höfn. 7. Sigríður Sæmunds- dóttir, Túngötu 36. 8. Sigurður St. Jörundsson, Túnbergi. 9. ’ Guðfinna Sveinsdóttir, Garða- felli. 10. Regina Guðjónsdóttir, Stíghúsi. 11. Haukur Jónsson, Sóltúni. 12. Hilmar Andrésson, Smiðshúsum. 13. Guðmundu'r H. Emilsson, Eyrargötu 44A. 14. Finnur Kristjánsson, Há- eyrarvöllum 52. I-listi: 1. Magnús Karel Hannesson, Garðhúsum. 2. Elín Sigurðardóttir, Háeyrar- völlum 40. 3. Drífa Valdimars- dóttir, Bakaríinu. 4. Kristján Gíslason, Austurbrún. 5. Þór- arinn Th. Ólafsson, Túngötu 14. 6. Gunnar Ingi Olsen, Túngötu 61. 7. Tómas Ras- mus, Eyrargötu 17. 8. Gísli Jónsson, Túngötu 18. 9. Eirík- ur Runólfsson, Eyrargötu 5. 10. María Gestsdóttir, Tún- götu 1.11. Erla Siguijónsdótt- ir, Háeyrarvöllum 50. 12. Stefanía Magnúsdóttir, Ægissíðu 13. Jón Karl Ragn- arsson, Háeyrarvöllum 30. 14. Guðmundur Sæmundsson, Sandi. Kunna þau ekki að reikna? HVERS vegna stend ég enn í sömu sporum og árið 1986; hvers vegna bý ég við þá óvissu og óöryggi að geta hvenær sem er átt von á: „Nú ætla ég að hætta um næstu mán- aðamót og get þá ekki haft barnið lengur!" Þetta þekkja allir foreldrar sem eru með börn í vistun hjá dag- mæðrum. Ég man ekki einu sinni lengur hversu oft ég hef verið í þessari aðstöðu á því tímabili sem ég hef haft börnin mín þrjú í gæslu í heimahúsi. Reyndar skal það viðurkennt að sá elsti var ekki nema hjá einni dagmömmu því nokkuð vel gekk að fá pláss á leikskóla fyrir hann — biðin var aðeins fjórir mán- uðir árið 1978. Ekki var sömu sögu að segja árið 1986 þegar sá næsti varð tveggja ára. Hann hafði þá verið hjá fjórum dagmömmum frá fjögurra mánaða aldri. Þetta ár tók ný stjórn sjálfstæðismanna við stjórn borgarinnar og fyrir kosningarnar hafði foreldrum auðvitað verið lofað að börn þeirra fengju pláss á leik- skóla. Ég skal viðurkenna að ég trúði því í alvöru að barnið fengi pláss Bryndís Kristjánsdóttir strax tveggja ára; reyndin varð sú að hann var tæpra fjögurra ára þegar hann komst að! Sagan endurtekur sig Fyrir síðustu kosn- ingar dustuðu sjálfstæð- ismenn enn á ný rykið af hinu vinsæla kosn- ingaloforði um að nú yrði séð til þess að öll börn fengju sitt pláss á leikskóla. Nú — fjórum árum síðar — er ég með lítið tveggja og hálfs árs stelpuskott sem er að missa dagmömmuna sína (sem er mikill missir því væntumþykjan er gagnkvæm) og ekki von á leikskólaplássi fyrr en í fyrsta lagi í haust! Því spyr ég hvers vegna foreldrar standi enn í sömu óvissusporum og árið 1986, þegar a.m.k. í tvígang er búið að gefa kosn- ingaloforð um að biðlistar eftir leik- skólaplássi muni heyra sögunni tii? Er Árni búinn að læra að reikna? Fyrir 12 árum, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn tók við stjórn borgarinn- ar, voru 129 einstaklingar á bak við hvert dagvistarrými, núna er talan Þegar Sjálfstæðisflokk- urinn tók við stjórn borgarinnar fyrir 12 árum, segir Bryndís Kristjánsdóttir, voru 129 einstaklingar á bak við hvert dagvistarrými, núna er talan komin í Í3L komin í 131, auk þess sem heilsdags- rými eru miklu færri nú en árið 1982. Ástandið hefur sem sagt versnað til muna! Gleymdu þeir sem stjórnað hafa borginni í öll þessi ár að gera ráð fyrir því að árlega fæðast — sem betur fer — um 1.600 börn í borg- inni? Nákvæmar tölur um fjöldann eru í Árbók Reykjavíkurborgar 1993 svo einhveijir stjórnarmenn vita af þessum fæðingum. Það getur ekki verið mjög flókið að reikna út hversu mörg leikskólapláss þurfí á ári. Ég er meira að segja viss um að sonur minn — þessi sem fékk ekki pláss fyrr en fjögurra ára — getur reiknað þetta út. Hvers vegna hefur ekki verið staðið við þessi kosningaloforð? Ekki vegna þess að það hafa ekki verið til peningar! Um það vitna Ráðhúsið, Perlan, bílastæðahúsin og fjölmörg önnur fjárfrek steinsteypu- mannvirki og peningaaustur í góð- vini flokksins! Eigum við svo að trúa því að núna loksins ætli sjálfstæðis- menn að standa við þetta loforð? Og þó ... kannski nýi borgar- stjórinn hafi farið á námskeið í reikif- ingi í skólanum sínum og geti nú reiknað út þörfina. En getum við þá treyst því að þegar á hólminn er komið verði peningunum okkar varið í þetta mikilvæga verkefni? Ekki treysti ég því! Borgin sem er góð við börnin sín Aftur á móti veit ég að það fólk sem skipar Reykjavíkurlistann ætlar af einhug að vinna að þvi að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda aðgang að leikskóla á þeim tíma sero- foreldrar eru ekki heima. Þar er ekki um innantómt kosningaloforð að ræða því þetta er fólk sem ætlar að gera Reykjavík að borginni sem er góð við börnin sín — stór sem smá! Höfundur skipar 17. sæti R-listans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.