Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 04.05.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 35 MINNINGAR MAGNÚS ÍSLEIFSSON GRÓA HJÖRLEIFSDÓTTIR + Við þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð tíg hlýhug við and- lát og útför GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR fyrrv. bónda, Harastöðum, Fellsströnd. Guð blessi ykkur öll. Guðriður F. Guðjónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigríður G. Guðjónsdóttir, Sigurjón Hallgrímsson, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Baldur Hjálmtýsson, Aðalsteinn P. Guðjónsson, Elsa Kristjánsdóttir, Valgerður Ó. Guðjónsdóttir, Daníel E. Njálsson, Sigurður P. Guðjónsson, Guðmundur A. Guðjónsson, Kristfn Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, ELLERTS FINNBOGASONAR, Kastalagerði 9, Kópavogl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar, heimilishjálp og heimahjúkrun Kópavogs fyrir hlýhug og góða hjálp. Hólmfríður Jóhannesdóttir, Jóhannes Ellertsson, Margrét Guðmundsdóttir, Margrét Ellertsdóttir, Danelfus Sigurðsson, Málfríður Ellertsdóttir, Sveinn Guðmundsson og afabörnin. + Magnús fsleifsson var fæddur 9. sept- ember 1905 og lést 1992. Gróa Hjörleifs- dóttir var fædd 30. júlí 1915. Hún lést 17. des- ember 1993. MIG langar til að minn-' ast í nokkrum orðum afa míns og ömmu í Vallartún- inu, Magnúsar ísleifssonar og Gróu Hjörleifsdóttur. Afi minn dó er ég var í skóla úti í Bandaríkjunum. Gat ég því ekki komið heim fyrir jarðarförina og þótti mér það mjög leitt. Eg hafði heimsótt hann á spítalann um jólin þetta sama ár og var ég því mjög fegin. Þegar amma mín dó var ég komin heim aftur og nýbúin að eiga litla stelpu, en gat verið við jarðarför hennar. Ég á góðar minningar um afa minn og ömmu. Þegar ég þurfti að fara í pössun vildi ég alltaf vera hjá afa og ömmu. Ég hjálp- aði afa til dæmis alltaf að bijóta saman sængurverin. Þá togaði hann allaf of fast í þau, svo að ég missti takið og var þá mikið hlegið. Alltaf var gaman að skoða „gullið“ hennar ömmu og fá að máta það. Ég fór oft til þeirra úr skólanum eða þegar ég var að skrópa í sundi. Alltaf var amma heima og fékk ég þá skonsur, kleinur eða ristað brauð hjá henni. Einu sinni fékk ég þau til að koma með sér og sjá sýningu sem gamla fólkið var með á munum sem það hafði gert. Hafði ég lengi reynt að fá þau til að prófa að vera með, en þá sagði amma mér alltaf að þau væru ekki svona „gömul“ ennþá. Háaloftið í Vallartúninu var alltaf ofsalega spennandi í augum okkar krakkanna, þar var ýmislegt að sjá og margt sem við áttum ekki að fikta í, sem gerði þetta ennþá meira spennandi. Rétt áður en ég fór út til Banda- ríkjanna fór ég sem oftar til þeirra í heimsókn og í þetta sinn tók ég myndavélina með mér. Tók ég myndir af þeim báðum og voru þessar myndir þær síðustu sem teknar voru af þeim, allavega af afa. En einu man ég vel eftir frá þessari heimsókn: Við vorum að ræða ferðina mína og amma spurði mig hvort ég ætlaði ekki að eiga barn áður en ég færi. Þegar ég neitaði því, þá varð hún hálfvond út í mig, hélt sennilega að ég kæmi ekki aftur heim. Þegar ég kom síðan heim núna í haust og var ólétt, fór ég til hennar og sagði JOHANNES L. GUNNARSSON henni fréttirnar. Brosti gamla konan þá og sagði: „Það er nú gott.“ Fór ég eins oft til hennar og ég gat áður en ég átti, því að mér fannst að hún ætti ekki langt eftir ólifað. Samt var eins og hún biði eftir einhveiju áður en hún fengi að fara. Þegar ég var á spítalanum og búin að eiga litlu dóttur mína, hringir móðir mín og segir mér að hún amma mín sé farin. Amma mín sagði einu sinni við mig að fyrst við værum nöfnur, mundi hún alltaf vera hjá mér og fylgja 'mér. Ég veit, elsku amma mín, að þú ert hjá mér og litlu Nínu minni og munt alltaf vera það. Og það er sama hvað ég reyni að þá verða mínar skonsur aldrei eins góðar og þínar. Vona ég til Guðs að hann verndi og blessi ykkur afa bæði og að allur sársauki, reiði, kvíði og grátur séu ykkur horfin. Ég mun aldrei gleyma þeim mörgu stundum sem ég átti með ykkur og hlakka ég til að hitta ykkur að nýju þegar sá tími kemur. Gróa Björk Hjörleifs- dóttir Bustos. + Jóhannes Líkafrón Gunn- arsson fæddist 5. septem- ber 1952 og lést í Reykjavík 24. apríl 1994. Jarðarför hans fór fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 3. maí. JÓHANNES L. Gunnarsson, eða Jonni eins og hann var vana- lega kallaður lést langt um aldur fram. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Álfhólsvegi 66 í Kópa- vogi. Ég kynntist honum gegnum Óla Sigtryggsson sem bjó hinum megin götunnar. Þeir voru miklir mátar og brölluðu margt saman, en Ólafur er mágur minn. Síðan lendum við saman í Iðnskólanum í Reykjavík og vorum samtímis að klára iðnnám í málaraiðn, Jonni sem bílamálari og ég í húsamlálun. Á þessum tíma kynntist ég Jonna vel því við vorum í sama bekk. Jonni var alltaf hrókur alls fagnaðar, innan bekkjar sem utan í leik og starfi, mikill áhugamaður um knattspyrnu og stýrði knatt- spyrnunni í Iðnskólanum gegn öðrum skólaliðum í borginni. Hans markmið var að Iðnskólinn fengi þann bikar sem í boði var. Jonni réð uppstillingu liðsins og skipti mönnum inn á og út af, og lék sjálfur með. Hann var bæði þjálf- ari og leikmaður, enda kröfuharð- ur ungur maður. Jonni var áhuga- samur um að menn mættu á æf- ingar, því fótboltinn var hans aðal- áhugamál, enda Jonni fílhraustur og aflmikill, með sterkari mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Síðan á skólaárunum höfum við Jonni verið bestu kunningjar, og aldrei svo ég muni slest upp á þann vinskap, og aldrei talaði hann illa um nokkurn mann. Heilsu Jonna fór að hnigna síð- ustu sex til sjö árin, hann var haldinn sjúkdómnum MND, sem dró hann að lokum til dauða. Ég minnist Jonna sem var alltaf léttur í luhd. Hann eignaðist tvö böm, stúlku og dreng, og það eitt veit ég, að honum þætti óskaplega vænt um þau, þótt hann gæti ekki veitt þeim það sem hann langaði til. Við hjónin sendum börnum Jonna, móður og systkinum inni- legustu samúðarkveðjur okkar og biðjum algóðan Guð að varðveita hann. Við þökkum Jonna kynnin á lífsleiðinni með von um endur- fundi. Magnús. + Systir okkar, KRISTÍN SIGFRÍÐ JÓNSDÓTTIR frá Stöðvarfiröi, Hólavegi 21, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 4. maí, kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra, Steinuon, Nanna og Adda Jónsdætur. Fylgstu meb á miðvikudögum! Úr vcrinu kemur út á miövikudögum. Þar er ítarleg umfjöllun um allt sem vibkemur sjávarútveginum, allt frá veibum til sölu sjávarafurba. Nýjustu fréttir eru sagöar af sjávarút- veginum, birt em abgengileg yfirlit yfir aflabrögb, fréttir af fiskmörkubum, kvóta, dreifingu skipa á mibunum og fleira. Úr verinu er blab sem allir lesa sem láta sig sjávarútveginn, höfubatvinnuveg landsins, einhverju varba.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.