Morgunblaðið - 04.05.1994, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
tlÆKOAUGL YSINGAR
5 herbergja íbúð
Falleg 5 herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli,
miðsvæðis í Reykjavík, til leigu. Leigt er til
eins árs í senn. Engin fyrirframgreiðsla.
Tilboð óskast send, með upplýsingum um
fjölskyldustærð o.s.frv., til auglýsingadeildar
Mbl., merkt: „Háaleiti -12898“, fyrir 13. maí.
Kaupi gamla muni
s.s skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silf-
ur, Ijósakrónur, lampa, bollastell, hatta,
veski, gömul póstkort og smærri húsgögn.
Upplýsingar í síma 91-671989.
Geymið auglýsinguna.
Aðalfundur
Húsfélags alþýðu
verður haldinn þriðjudaginn 10. maí 1994
kl. 20.30 á Hótel Sögu í Skála, 2. hæð.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn Húsfélags alþýðu.
Aðalfundur Húnvetninga-
félagsins í Reykjavík
verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 20.00
í Húnabúð, Skeifunni 17.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Kópavogsskóli '56-árgangur
Árgangur 1956, sem tók fullnaðarpróf frá
Kópavogsskóla 1969, ætlar að hittast í Lions-
salnum, Auðbrekku 25, föstudaginn 27. maí.
Allarfrekari uppl. gefa Sigrún Grétarsd. 12-G,
sími 651168, Guðrún Jónsd. 12-D, sími 44062,
og Hólmfríður Sigmarsd. 12-M, sími 46407.
Vonumst til að heyra frá sem flestum.
Árbæjarsókn
Aðalfundur Árbæjarsafnaðar verður haldinn
í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju sunnudaginn
8. maí og hefst fundurinn að lokinni guðs-
þjónustu kl. 12.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
KAUPMANNASAMTOK
ÍSLANDS
Fundur um skattamál
Fimmtudaginn 5. maí nk. gangast Kaup-
mannasamtök íslands fyrir hádegisverðar-
fundi á Hótel Sögu, Skála, 2. hæð, kl. 12.00,
um sérstakt eftirlitsátak ríkisskattstjóra á
síðasta ári.
Frummælendur verða: Tryggvi Jónsson, end-
urskoðandi, Garðar Valdimarsson, ríkisskatt-
stjóri, Leifur ísleifsson, kaupmaður, og Skúli
Jóhannesson, kaupmaður.
Þess hefur verið óskað að fjármálaráðherra
eða fulltrúi hans mæti til fundarins.
Kaupmannasamtök íslands.
Ráðstefna um arðsemi
vegaframkvæmda
á höfuðborgarsvæðinu
Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræð-
ingafélag íslands standa fyrir opinni ráð-
stefnu um arðsemi vegaframkvæmda á höf-
uðborgarsvæðinu.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar, ríkisins, sam-
taka iðnaðarins og verkalýðsfélaganna fjalla
um málið frá ýmsum sjónarhornum.
Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn
5. maí nk. í Borgartúni 6 og hefst kl. 12.30.
Upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu
TFI og VFÍ, símar 688511 og 688505, mynd-
riti 689703.
Undirbúningsnefnd VFÍ og TFI.
Útlits- og litaráðgjöf
Fegurð árið um kring. Leiðandi fyrirtæki í
útlits- og litaráðgjöf leitar að nýjum ráðgjöf-
um á íslandi.
Þjálfunarnámskeið verður haldið í lok maí
(ath. að námskeiðið fer fram á ensku).
Ef þú hefur áhuga á að vinna við litgrein-
ingu, stíl, förðun og húðmeðferð, hringdu þá
í dag og fáðu nánari upplýsingar:
Á íslandi: Tara, sími 91-641011.
í Svíþjóð: Clinique Jasmin, sími 90 46 522
21332.
Sjómannadagsráð
úti á landi
Sjómannadagurinn
er 5. júní
Vinsamlegast pantið merki og verðlaunapen-
inga sem fyrst í síma 38465 eða 689374.
Sjómannadagurinn í Reykjavík.
Heilsustofnun NLFÍ,
Hveragerði
Þjónustuíbúðir fyrir
aldraða í Hveragerði
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, í samvinnu
við Hveragerðisbæ, hefur áhuga á að und-
irbúa smíði og rekstur þjónustuíbúða fyrir
aldraða í landi stofnunarinnar í Hveragerði.
Um yrði að ræða húsaþyrpingar með íbúðum
fyrir einstaklinga og hjón. Kaupendur nytu
allrar þjónustu frá Heilsustofnun NLFÍ og
gætu þjónustuþættir orðið þessir: 1. Læknis-
þjónusta. 2. Hjúkrun og heimahjúkrun. 3.
Matur í matsal eða heimsendur. 4. Öll ræst-
ing. 5. Allur þvottur. 6. Líkamsrækt og þjálf-
un. 7. Sólarhrings hjúkrunarvakt.
Ætlunin er, að íbúar kaupi íbúðir sínar og
greiði fyrir þjónustuna fast gjald. Heilsustofn-
un NLFÍ vill með þessari auglýsingu kanna
hugsanlegan áhuga á þátttöku í smíði þess-
ara íbúða.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga, geta haft
samband við framkvæmdastjóra NLFÍ í síma
98-30300 eða skrifað bréf. Heimilisfangið
er: Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, 810
Hveragerði.
Heilsustofnun NLFÍ.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtaldri fasteign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
1. Miðtúni 7, Hólmavík, þinglýst eign Guðbjörns M. Sigurvinssonar
og Þórunnar Einarsdóttur, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins og
Húsasmiðjunnar hf., miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 16.30.
Sýslumaðurinn á Hólmavík,
29. apríl 1994.
Rikarður Másson.
IÐN. - 445 fm.
Til sölu er 445 fm nýtt, vandað iðnaðarhús-
næði í Skeiðarási 8, Garðabæ. Húsnæðið,
sem er helmingur af jarðhæð, er fullfrágeng-
ið að utan með málningu og rúmlega fok-
helt að innan með ílögðu gólfi, hitaveitu- og
rafmagnsinntaki. Lofthæð er 4,2 metrar og
tvær innkeyrsluhurðir, hvor að stærð 4x3,6
(Crawford). Söluverð er 11,9 millj., um 26
þús. á fm. Áhvílandi 14 ára hagstætt veðlán
og getur útborgun verið lítil.
Teikningar og nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu Frjáls framtaks hf. í Ármúla 18,
efri hæð, kl. 9-17 á virkum dögum og í síma
812300 eða 670284 á kvöldin.
V
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Kópavogsbúar
Rútufundur
Kópavogsbúum er boðið í rútuferð um bæinn og lönd hans fimmtu-
daginn 5. maí kl. 20.30.
( ferðinni munu Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, Þórarinn
Hjaltason, framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs, og Birgir
Sigurðsson, skipulagsstjóri, kynna framkvæmdaáætlun Kópavogs.
Farið verður m.a. út á Kársnes, í Kópavogsdal, Fífuhvammsland og
upp í Leirdal, þar sem kirkjugarðsstæðið verður skoðað. Síðan verð-
ur boðið upp á kaffi á Vatnsenda. Lagt af stað frá Félagsheimili
Kópavogs, Fannborg 2, kl. 20.30.
Kópavogsbúar fjölmennið og kynnið ykkur framkvæmdaáætlun bæj-
arins.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
I.O.O.F. 9 = 175548 '/, = 9.O.
'singar
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
I.O.O.F. 7 s 176548'/2 = 9.0.
REGLA MUSTERISRIDUARA
RMHekla
4.5. - VS - FL
FERÐAFÉLAG
0 ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Miðvikudagur 4. maí kl. 20
Lýðveldisganga Ferða-
félagsins - 3. áfangi
Eiliðavatn - Silungapollur.
Áhugaverð og þægileg kvöld-
ganga frá bænum Elliðavatni um
Kirkjuhólma og Hólma niður að
Silungapolli (Ath. að þetta er
styttri leið en upphaflega var
áætluð). Nauðsynlegt er að vera
í vatnsvörðum skóm eða stigvél-
um. Um 2 klst. ganga. Komið
með - gengið í átta áföngum
að Lögbergi á Þingvölluml Gang-
an endar þar 26. júní. Fjölmenn-
ið. Nærri 400 manns hafa komið
í fyrstu tvo áfangana.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin og Ferða-
félagshúsinu, Mörkinni 6, kl.
20.00. Verð kr. 500. Frítt fyrir
börn með fullorðnum.
Opið hús á þriðjudagskvöldið
10. maí kl. 20.30 f Mörkinni 6.
Úrslit Ijósmyndasamkeppni F.Í.,
4x4, Isalp og Jöklarannsókna-
félagsins kynnt.
Vinningsljósmyndir sýndar.
Ferðafélag fslands.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12
ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
ifm SAMBAND l'SLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Fjáröflunarsamkoma kristni-
boðsflokks KFUK verður haldinn
miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30
á Háaleitisbraut 58-60 (Kristni-
boðssalnum). Kristniboðsþáttur:
Ingibjörg ingvarsdóttir. Hugleið-
ing: Málfríður Finnbogadóttir.
Allir velkomnir.
Innflytjendurtil
Bandaríkjanna
Þú gæti orðið einn af þeim
55.000, sem valdir verða úr til
að flytja til Bandarikjanna, sam-
kvæmt nýja (USINS) fjölþreyti-
lega vegabréfsáritunar-happ-
drættinu.
Láttu skrá þig núna! Frestur
rennur út 30. júnf 1994. Það er
auövelt og einfalt. Við sýnum
þér hvernig á að taka þátt í happ-
drættinu með fullnægjandi upp-
lýsingum og leiðbeiningum.
Sendu 25 Bandaríkjadali (tékka
eða póstávisun) til: East-West
Immigrant Services, P.O. Box
1984, Wailuku, Hl 96793, U.S.A.