Morgunblaðið - 04.05.1994, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
04GUB. Þ&TTA <SiGTI onexc sMTÓG Þ'J'ÐlHGA&MtKtLt. HAOBKStsvcæfXji?n BS Grtt At> þAttrMAST etM- I ttvecss TtL J)B S TJOKMA i/zetcsTYtuuM éxs TMG/ST) \1 etejn /*» ee> • .
/|\ W' ny(\\ yií'u
\ L)
— < > ©KFS/Distr. BULLS
Ferdinand
Smáfólk
Ég verð að játa, herra, að mér hefði
aldrei dottið i hug að setja vatnsmel-
ónu i nestispokann minn ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Eitthvað verðurað
gera til bjargar
„miðaldra konum “
Frá Sigrúnu Ólöfu Marinósdóttur:
UNDIRRITUÐ hefur kynnst slíkri
og þvílíkri meðferð hjá svokölluðum
„sérfræðingum" innan læknastétt-
arinnar á íslandi, að ég sé mig
knúna til að bregða mér í þann hóp
landsmanna sem skrifar lesenda-
bréf.
Ég vil taka fram að ég hef unn-
ið innan „heilbrigðiskerfisins" í 12
ár og þekki það frá ýmsum hliðum.
Hér með undanskil ég barnalækna,
— þeir eru frábærir og vinna í raun
allt of mikið, svo og minn góða
heimililslækni, Guðmund Sigurðs-
son, heilsugæslulækni á Seltjarnar-
nesi.
En undanfarin ár hef ég sjálf
þurft á sérfræðikunnáttu lækna hér
á íslandi að halda. — Hvílík upplif-
un. — Hvílík niðurlæging og hvílíkt
áhugaleysi hjá þessum svokölluðum
sérfræðingum. En þeir sérfræðing-
ar, sem ég hef þurft að leita til,
eru sérfræðingar í sýkingasjúkdóm-
um, gigtarlækningum og tauga-
lækningum. Augnlæknar mínar,
sem eru tveir, eru báðir frábærir
læknar og manneskjur.
Ekki nenni ég að rekja sjúkdóms-
sögu mína hér, — sem er frá því
ég var rúmlega tveggja ára, — er
í dag 53ja ára, — sem sagt „mið-
aldra kerling". Engan hef ég eigin-
manninn til að skreyta mig með,
fráskilin, — engan hef ég fínan titil-
inn heldur og þá er hætta á ferðum
í „heilbrigðiskerfi" okkar íslend-
inga, — sem er að hruni komið
vegna aðgerða misviturra manna í
heilbrigðisráðuneytinu undanfarin
ár.
Ég hef mætt slíku áhugaleysi og
hreinum og beinum dónaskap frá
þessum svokölluðu „hámenntuðu
sérfræðingum" og mér þykir ekki
tilhlýðanlegt að setja það niður á
blað. Skít sjálfan mig ekki út á því.
En allar konur, sem kallaðar eru
„miðaldra", sem getur verið frá 40
ára aldri fram til 65 ára, gætið
ykkar á sérfræðingunum. Ekki trúa
því, að þið séuð fyrst og fremst á
„á þessum leiðinlega aldri“, senni-
lega séu einkenni ykkar af geðræn-
um toga eða þið séuð hreint og
beint ímyndunarveikar!
Ég er að missa máttinn bæði í
fótum og höndum, er alltaf með
mikla verki í mjaðmagrind og baki,
hef verið að missa sjónina undafar-
in ár, — en allt þetta mun líklega
vera af „geðrænum toga“, — eða
svo hefur mér skilist á þessum svo-
kölluðu „sérfræðingum". Ja, fyrr
mega nú vera geðrænu truflanirn-
ar. En því miður, sérfræðingar sem
hér á við, — heilinn í mér starfar
ágætlega, — sem er ekki ykkur að
þakka, heldur er það mér meðfætt.
— Hefur ykkur þótt ég dónaleg og
frek vegna þess að ég hefi ekki
viljað trúa „svokölluðum sjúkdóms-'
greiningum" ykkar. Mér hefur hríð-
versnað en enginn gerir neitt nema
minn góði fyrrnefndi heimilislækn-
ir. Er þar fyrst og fremst um að
kenna mínum „leiðinlega aldri“.
Þykist þó bæði andlega hress og
tiltölulega ungleg miðað við heilsu-
far, — en það er nú einu sinni í
genunum og foreldrum mínum að
þakka. Ekki er það ykkur sérfræð-
ingunum að þakka. Eina sem ég
hef haft af ykur að segja eru sár
vonbrigði fyrir mig og algjört
áhugaleysi ykkar.
Svo allar miðaldra konur á ís-
landi! Ég aðvara ykkur. Látið ekki
svokallaða „sérfræðinga í lækna-
stéttinni“ bijóta ykkur niður, þó þið
séuð ekki á „réttum" aldri eða haf-
ið fínan eiginmannstitlatappa til að
hengja á ykkur. — Við verðum held
ég að stofna samtök eða hreint og
beint biðja háttvirta „sérfræðinga
í læknastétt" að taka það fram í
sínum auglýsingum í símaskránni
að þeir taki konur á þessum aldri
í meðferð og taki þær trúanlegar.
Nú koma þeir eflaust með spenni-
treyju til að setja mig í og leggja
mig inn á geðdeildina, — því það
skal enginn voga sér að fínna neitt
að störfum þessarar stéttar. Af
hveiju er mér algjör ráðgáta. Er
ég þar með ekki að finna neitt að
geðsjúkdómum, hef reynslu af þeim
í minni fjölskyldu, — heldur eru til
fleiri sjúkdómar sem hijáð geta
okkur konur á „þessum óþægilega
aldri“ fyrir læknastéttina en geð-
rænir eða taugaveiklun, svo kölluð
„neurosis" á læknamáli, — sem
önnur hver kerling á þessum aldri
er greind með.
Munið læknar, — Aðgát skal
höfð í nærveru sálar,“ — jafnvel
þó miðaldra sé.
SIGRÚN ÓLÖF MARINÓSDÓTTIR,
Skeljagrandi 4, Reykjavík.
Orðsending
Frá Birni S. Stefánssyni og
Halldóru Einarsdóttur:
EINS og lesendum Morgunblaðsins
má vera kunnugt, undirbjuggum
við undirrituð framboð til borgar-
stjórnar, sem einbeitti sér að breytt-
um lýðræðisreglum. Fyrir okkur
vakti það að setja málið á dagskrá,
án tillits til vonar um kjörfylgi, og
knýja þannig hin skipulögðu stjórn-
málasamtök til að sinna því. Undir-
tektir við málefnið voru góðar.
Samt varð ljóst, að það hlaut að
gjalda þess, að flestir líta á kosning-
arnar sem einvígi D- og R-lista.
Við fórum að ráði fólks nær vett-
vangi stjórnmála en við um það að
hætta ekki á það að spilla áliti svo
góðs málstaðar með lélegri kosn-
ingu, sem mundi sýna ranga mynd
af afstöðu almennings til málefnis-
ins, og hurfum því frá þessu ráði
til að kynna málið. Málið hlýtur að
komast á dagskrá, þótt á annan
hátt verði.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
HALLDÓRA EINARSDÓTTIR.