Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Bæta fyrir
fylgikvilla
brjósta-
stækkana
BANDARÍSKIR framleiðendur
innleggspúða sem notaðir eru
í bijóstastækkunaraðgerðum,
ásamt nokkrum framleiðendum
efna sem notuð eru í slík inn-
legg, hafa samþykkt að inna
af hendi bætur til handa konum
út um allan heim sem eru með
eða hafa verið með brjóstainn-
legg sem framleidd eru af þess-
um fyrirtækjum. Kemur þetta
fram í fréttatilkynningu frá
bandaríska sendiráðinu í
Reykjavík.
Sáttagerðin nær til kvenna
sem gengust undir eina eða
fleiri brjóstastækkunaraðgerðir
fyrir 1. júní 1993. Samkvæmt
sáttagerðinni fá konur greiðsl-
ur vegna tiltekinna sjúkdóma
og einkenna ef þær eru ekki
bandarískir ríkisborgarar og
gengust undir allar bijóstas-
tækkunaraðgerðir sínar annars
staðar en í Bandaríkjunum.
Meðal sjúkdóma sem bætur
verða greiddar fyrir eru húð-
lopaherðing, helluroði, Sjö-
grens heilkenni og aðrir sjálfs-
ónæmis- og taugakvillar. Munu
konur sem hafa þessi einkenni
eða fá þau næstu 30 árin fá
bætur. Áætlað er að heildar-
upphæð bótagreiðslanna muni
nema 4,25 milljörðum dollara
eða röskum 300 milljörðum ís-
lenskra króna.
Loftpressa
dregin burt
VERÐMÆTRI loftpressu á
hjólum var stolið úr malamámi
í Mosfellsdal á fímmtudag.
Jeppa eða pallbíl hefur þurft
til að draga loftpressuna á
brott.
Loftpressan er á hjólum með
dráttarbeisli, gul að lit merkt
Copco Atlans XAS-125. RLR
biður þá sem orðið hafa loft-
pressunnar varir eða búa yfir
upplýsingum um þjófnaðinn áð
hafa við sig samband.
Ólöglegar
línuveiðar
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
stóð Stapa BA 65 að meintum
ólögiegum línuveiðum í lokuðu
reglugerðarhólfí í norðanverð-
um Breiðarfírði í gær. Mál báts-
ins var kært til sýslumannsins
á Patreksfirði.
Rangt nafn
í frétt um
aðgerðir
ÞAU slæmu mistök urðu í frétt
af hjartaaðgerðum á Landspít-
alanum í blaðinu f gær að þar
sagði ranglega að upplýsingar
í fréttinni og tilvitnanir í við-
mælanda blaðsins væru hafðar
eftir Jónasi Magnússyni, yfir-
lækni á handlækningadeild
Landspítalans. Hið rétta er að
fréttin var byggð á samtali við
Grétar Ólafsson, yfírlækni á
hjarta- og lungnaskurðdeild
Landspítalans. Eru viðkomandi
innilega beðnir afsökunar á
mistökunum.
FRÉTTIR
Nefnd um nýtt
fangelsi á höfuð-
borgarsvæðinu
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hefur skipað þróunarnefnd fang-
elsismála til að undirbúa byggingu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu
fyrir gæsluvarðhalds- og afplánunarfanga og til að hafa umsjón með að
framkvæmdum við nýbygginguna á Litla-Hrauni verði lokið.
í þróunamefnd fangelsismála,
sem tekur við starfi framkvæmda-
nefndar í fangelsismálum, sem lögð
var niður í mars, sitja: Haraldur
Johannessen, forstjóri fangelsis-
málastofnunar, formaður, Hjalti
Zóphoníasson, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneyti, Sigurður Jóns-
son, kennari og bæjarfulltrúi Sel-
fossi, og Þór Sigfússon, hagfræð-
ingur í fjármálaráðuneyti. Ritari
nefndarinnar er Birgir Karlsson,
tæknifræðingur hjá Framkvæmda-
sýslu ríkisins.
Ríkissjóður hefur nýlega keypt
að nýju lóðina við Tunguháls 6 sem
upphaflega var ætluð undir fangelsi
en hafði verið seld í makaskiptum
fyrir hús Sláturfélags Suðurlands.
Ríkið hefur tekið upp fyrri áform
um að láta reisa fangelsi á lóðinni,
sem leysi af hólmi bæði fangelsin
við Síðumúla og Hegningarhúsið á
Skólavörðustíg.
Að sögn Haralds Johannessen,
formanns nefndarinnar, mun nefnd-
in m.a. beita sér fyrir því að hann-
að verði nýtt fangelsi við Tungu-
háls en engar áætlanir liggja fyrir
um hvenær framkvæmdir hefjast
enda hefur ekkert fé verið veitt til
þeirra og málið á algjöru frumstigi.
Morgunblaðifl/Sverrir
Frumvarp um almannafrið á helgidögum bíður betri tíma
Núgildandi lög andstæð
ríkjandi viðhorfum
ísland í
kynnt í
Kringlunni
„VINNA við frumvarp til laga um
almannafrið á helgidögum þjóðkirkj-
unnar er ekki hafin, en það er ljóst
að framkvæmd núgildandi laga hef-
ur breyst í tímans rás og í þeim eru
ýmsar takmarkanir sem eru and-
stæðar ríkjandi viðhorfum," sagði
Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms-
og kirkjumálaráðherra, í samtali við
Morgunblaðið.
Á síðasta ári hafði Morgunblaðið
eftir Þorsteini Pálssyni dómsmála-
ráðherra að hann væri sammála
biskupi um að löggjöfin væri býsna
stíf og nauðsynlegt að endurskoða
hana í ljósi nýrra aðstæðna og
breyttra tíma. Kirkjuþing samþykkti
frumvarp til laga um helgidagafrið
á Kirkjuþingi árið 1988, en í því er
m.a. gert ráð fyrir að heigidagar
verði hinir sömu og samkvæmt gild-
andi lögum frá 1926, en felld verði
niður friðun laugardaga fyrir páska
og hvítasunnu eftir kl. 18.
Ari sagði að vinna við endurskoð-
un laganna hefði ekki hafist enn.
„Mér skilst líka að í frumvarpi kirkj-
unnar séu endurvaktar ýmsar tak-
markanir, sem höfðu í raun fallið
brott úr lögunum vegna notkunar-
leysis, svo það verður að kanna hvort
sátt náðist um það frumvarp."
Ekki sama leyfi og leyfi
Ari sagði að þegar verið væri að
ræða ýmsar takmarkanir, sem
skemmtistaðir tii dæmis yrðu að
sæta á helgidögum, yrði að aðgreina
leyfi til skemmtana, veitingastarf-
semi og vínveitinga. „Það þarf ekki
sérstakt leyfi til að hafa skemmti-
staði opna eftir miðnætti á hvíta-
sunnudag, en lögreglustjóri getur
bannað skemmtanir ef hann. telur
ástæðu til. Þá þarf leyfí til vínveit-
inga á þessum tírna," sagði hann.
„Þessu til stuðnings má benda á,
að ráðuneytið treysti sér ekki tl að
hnekkja þeirri ákvörðun sýslu-
mannsins á Akureyri að banna dans-
leik í Sjallanum eftir miðnætti á
hvítasunnudag til kl. 3 aðfaranótt
mánudagsins. Ákvörðun sýslumanns
var ekki byggð á helgidagalöggjöf-
inni, heldur laut að lögreglustjórn á
þessum tíma."
TÍU daga kynningarherferð
hófst í Kringlunni í gær. Þar
verður ísland kynnt fyrir ís-
lendingum sem ferðamanna-
land. Fjölbreytt dagskrá
verður næstu tíu dagana og
í dag verður sérstakur veiði-
dagur. Höfuðáhersla verður
lögð á veiði og veiðimennsku
sem býðst hér á landi. Ný-
krýnd Fegurðardrottning ís-
lands, Margét Skúladóttir
Sigurz, var viðstödd opnun-
ina í gær ásamt Jóni Birgi
Jónssyni, ráðuneytisstjóra.
Margrét var í upphlut í tilefni
dagsins.
Samdráttur er í almennum byggingariðnaði og útlit ekki bjart
Sveitarfélögin
bjarga því sem
bjargað verður
Páll Grétar
Siguijónsson Þorsteinsson
AÐILAR í byggingariðnaði eru sam-
máia um að í almennum byggingar-
iðnaði sé ládeyða, en sveitarfélög
bjargi því sem bjargað verður með
framkvæmdum á þeirra vegum. For-
maður Samiðnar, sambands iðnfé-
laga, segir að óvenju margir séu á
atvinnuleysisskrá miðað við árstíma.
Forstjóri ístaks segir ástandið nokk-
uð gott hjá sínu fyrirtæki og for-
stjóri Byggðaverks er honum sam-
mála um að umsvif verði allnokkur
í sumar, en segist óttast haustið, því
fátt sé í bígerð.
„Við erum ekki allt of bjartsýnir,
því þó fækkað hafí verulega á at-
vinnuleysisskrá hjá okkur undanfarið
þá er það að stórum hluta tíma-
bundnu átaksverkefni Reykjavíkur-
borgar að þakka. Þar sem ástandið
var verst, á Eyjafjarðarsvæðinu, er
þó að rofa mikið tii og þar vonast
menn til að atvinnuleysi hverfi á
næstunni, enda ýmis stórverkefni
framundan, svo sem viðbygging við
sjúkrahúsið á Akureyri," sagði Grét-
ar Þorsteinsson, formaður Samiðnar,
sambands iðnfélaga.
Grétar sagði að í almennum bygg-
ingariðnaði væri mikil ládeyða og
umtalsverð breyting þar á væri ekki
í sjónmáli. „Hjá Trésmiðafélagi
Reykjavíkur eru til dæmis um 70-80
atvinnulausir um þessar mundir og
það er ansi stór hópur þegar komið
er fram í maílok. Af landsbyggðinni
er það að frétta að fyrir utan Eyja-
fjarðarsvæðið hefur ástandið verið
fremur erfítt í Ámessýslu. Það sem
bjargar miklu er að þrátt fyrir lá-
deyðuna í aimennum byggingariðn-
aði hefur verið haldið í horfínu hjá
stærstu sveitarfélögum og hjá rík-
inu."
Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks,
segir að þar á bæ séu menn fremur
ánægðir með horfurnar. „Ástandið
er svipað og síðastliðin ár og við
verðum með svipaðan fjölda manna
í vinnu, eða um 110 manns, auk
60-70 við gerð Vestfjarðaganga.
Velta fyrirtækisins, frá miðju síðasta
ári fram á mitt þetta, verður heldur
meiri en árið á undan. Stærstu verk-
efnin framundan er hreinsistöð við
Mýrargötu fyrir Reykjavíkurborg,
sem er verkefni upp á um 300 millj-
ónir króna, auk brúar á Jökulsá á
Brú. Það er enginn uppgjafartónn í
okkur. ístak hefur starfað frá 1970
og er með eldri verktakafyrirtækjum,
svo við höfum gengið í gegnum
ýmislegt, en ég tel ástandið nú nokk-
uð gott.“
Horfur slæmar í haust
Sigurður Siguijónsson, forstjóri
Byggðaverks, sagði að horfurnar
fyrir sumarið væru ágætar, en hins
vegar blasti við hrikalegt ástand
næsta haust. „Það er ekkert að gera
hjá hönnuðum nú og það þýðir að
verktakafyrirtækin fá engin verkefni
með haustinu," sagði hann. „í sumar
verður fjöldi starfsmanna hjá okkur
svipaður og verið hefur, en það er
útilokað að bæta við þann hóp. Ég
hef verið 28 ár í þessum bransa og
við höfum alltaf getað veitt 15-20
unglingum atvinnu á hveiju sumri-
Nú er það ekki hægt lengur, því við
verðum að horfa í hveija krónu."
Sigurður sagði að hann væri ekki
ánægður með skuldastöðu heima-
bæjar Byggðaverks, Hafnarfjarðar,
en á hitt bæri að líta að bærinn hefði
verið með miklar framkvæmdir og
þannig haldið uppi atvinnu. Nú væru
hins vegar vatnaskil, því ekki væri
við því að búast að bærinn gæti hald-
ið jafn ötullega áfram á þeirri braut.
„Stærsta verkefnið hjá okkur nú er
bygging Rimaskóla og dælustöðvar
fyrir Reykjavíkurborg. Borgin er
lang sterkasti vinnuveitandinn og þar
hefur verið haldið vel á málum. Ef
sveitárfélögin hefðu ekki komið svo
sterkt inn í atvinnumálin þá væri
ástandið enn verra, því ríkið hefur
nánast ekkert gert.“