Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGDR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Reuter
Morðingjunum
verði ekki sleppt úr haldi
FORELDRAR James Bulgers,
drengsins sem tveir ellefu ára
piltar myrtu í fyrra, sögðust í
gær ætla að helga líf sitt barátt-
unni fyrir því að morðingjarnir
yrðu alla ævina í fangelsi. Þeir
afhentu stjórninni lista með
nöfnum 280.000 manna sem
hvöttu til þess að piltunum yrði
ekki sleppt úr fangelsi. Áður
hafði breskur dómstóll lagt til
að piltarnir afplánuðu 8-10 ár
af fangelsisdómnum. Á mynd-
inni heldur móðirinn á fimm
mánaða gömlum syni þeirra
hjóna.
Samherji Bills Clintons sakaður um spillingu
Fer Dan Rosten-
kowski í fangelsi?
SENDIMAÐUR Sameinuðu þjóð-
anna í Rúanda, Iqbal Riza, ræddi
í gær við bráðabirgðastjórn Iands-
ins í höfuðborginni, Kigali, og
sagði að samið kynni að verða um
vopnahlé bráðlega. Talið er að um
hálf milljón manna hafi verið
drepin í óöldinni í landinu undan-
farna tvo mánuði og búist er við
að Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna fordæmi drápin og hefji
rannsókn á því hverjir beri ábyrgð
á grimmdarverkunum. Hundruð
þúsunda manna hafa flúið heim-
kynni sín vegna óaldarinnar og á
myndinni gengur aflimaður mað-
ur framhjá þremur flóttamönnum
f suðurhluta landsins.
Þannig kæmist Rostenkowski
hjá erfiðum réttarhöldum, sem
myndu reyna mjög á fjölskyldu
hans og kosta hann mikla fjár-
muni. Verði hins vegar höfðað mál
gegn honum á hann yfir höfði sér
langan fangelsisdóm.
Samkvæmt reglum þingsins
verða formenn þingnefnda að
segja af sér verði þeir ákærður
fyrir glæpi sem varða meira en
tveggja ára fangelsi.
Reynt að koma á
vopnahléi í Rúanda
Rostenkowski er frá Chicago.
Var hann fyrst kjörinn á þing
1958 og hefur því setið þar í 36 ár.
Washington. Reuter.
DAN Rostenkowski, þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og
náinn samheiji Bills Clintons forseta, mun líklega semja um það
við saksóknara alríkisins, að hann segi af sér þingmennsku á
næstunni og fari í fangelsi. Er hann sakaður um að hafa notað
almannafé í eigin þágu og hefur rannsókn í máli hans staðið í tvö ár.
Rostenkowski er nú formaður
tekjuöflunarnefndar Bandaríkja-
þings og brotthvarf hans er talið
munu verða mikið áfall fyrir bar-
áttu Clintons fyrir breytingum á
heilbrigðiskerfinu. Hann virðist þó
vera í þann veginn að missa fleira
en formannssætið því að CBS-
sjónvarpsstöðin sagði í fyrradag,
að lögfræðingar hans hefðu skýrt
saksóknurum svo frá, að hann
væri reiðubúinn að segja af sér
þingmennsku og fara í fangelsi í
skamman tíma ef málssókn gegn
honum yrði hætt að öðru leyti.
Banvæna bakteríusýkingin lengi verið þekkt
Læknar vara við æsi-
legum fréttaflutningi
London. Reuter.
BRESKIR læknar voru í gær að
kanna fréttir um að níu manns
en ekki sjö hefðu látist úr skæðri
bakteríusýkingu en hún getur
jafnvel dregið menn til dauða á
einum sólarhring. Læknarnir vara
hins vegar við æsifréttum af sjúk-
dómnum og leggja áherslu á, að
ekki sé um neinn faraldur að ræða.
Frá árinu 1992 hefur 21 maður
látist í Hollandi vegna sýkingar
af þessum toga og í Bretlandi eru
dauðsföll af hennar völdum yfir-
leitt um tíu á ári.
„Þessi fréttaflutningur hefur
vakið upp ótta meðal fólks og nú
er svo komið, að þeir, sem fá eitt-
hvað í hálsinn, halda margir, að
þeir standi við dauðans dyr,“ sagði
Streptococcus-
bakterían yfir-
leitt meinlaus
talsmaður bresku heilsugæslunnar
en sýkingarinnar, sem að þessu
sinni kom fyrst upp í Gloucesters-
hire, hefur orðið vart víða um
Bretland.
Breskir fjölmiðlar, einkum gula
pressan, hefur velt sér upp úr alls
konar fréttum af sjúkdómnum.
„Banvæna bakterían át af mér
andlitið" var forsíðufyrirsögnin í
æsifréttablaðinu Star en þar var
rætt við mann, sem hafði sýkst
og síðan þurft á skinnágræðslu
að halda í andliti.
Hollenska heilbrigðisráðuneytið
skýrði frá því í gær, að í Hollandi
hefði 21 maður látist af völdum
þessarar sýkingar frá 1992. „Til-
fellin eru dreifð um landið og talan
er ekki há enda ekki um neinn
faraldur að ræða,“ sagði talsmað-
ur ráðuneytisins.
Sömu sögu er að segja frá öðr-
um Evrópulöndum og víðar að,
sýking af völdum streptococcus-
bakteríunnar, sem yfirleitt er
fremur meinlaus, hefur lengi verið
kunn en tilfellin mismörg milli
ára. Oftast dugir fúkkalyfjameð-
ferð nema þegar sjúkdómurinn er
of langt fram genginn.
Þaö nýiasta frá
uvex
Verð kr.2.150,-
HadlMÍFffflH
GLÆSIBÆ . SÍMI 812922
Húseigendur ath!
MIX0LITH
einangrunarmúrinn er ódýr
og varanleg
utanhússklæðning, t.d. á
steypuskemmdir.
Litaúrval
Símar 91-870102/985-31560. Fax 91-870110.