Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 41
SKÁK
SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL
Unibank-mótið í Kaupmannahöfn
Góður enda-
sprettur dugði
FRAMAN af einkenndist mótið af
því að flestir keppenda fóru með
löndum. í tveimur umferðum í röð
gekk þetta svo langt að öllum skák-
unum lauk með jafntefli. Daninn
Erling Mortensen leiddi mótið
lengst af, en ég fór afar rólega af
stað. Eftir sigur í fyrstu umferð
gerði ég sex jafntefli í röð, en vegna
þess hve mótið var jafnt dugði sig-
ur á Mortensen í næstu umferð til
þess að skjótast upp í efsta sætið.
Með öðrum sigri í síðustu umferð
á Dananum Henrik Danielsen var
sigurinn síðan í höfn. Það kann að
hafa haft einhver áhrif á tafl-
mennsku keppenda að frábært vor-
veður var í Kaupmannahöfn meðan
á mótinu stóð. Sól skein í heiði og
hitinn yfir 20 stig. Jafntefliskóngur
mótsins varð Giplis sem gerði allar
skákir sínar jafntefli og er það ekki
í fyrsta sinn sem það hendir hann.
Lokastaðan:
1. Margeir Pétursson 6 v. af 9
2. Erling Mortensen 5‘/2 v.
3. -4. Gyula Sax og Laszlo Hazai,
báðir Ungverjalandi, 5 v.
5.-7. Aivar Giplis, Lettlandi, Peter
Heine Nielsen og Bjarke Kristians-
en 4'/2 v.
8. Lárs Schandorff 4 v.
9. Henrik Danielsen 3 'h v.
10. Þröstur Þórhallsson 2lh v.
Eins og sjá má á lokastöðunni
var Þröstur alveg heillum horfinn.
Mikil sveifla í fyrstu umferð gerði
gæfumuninn. Eftir að hafa fléttað
laglega og átt sigurvænlega stöðu
lék Þröstur skákinni alla leið niður
í tap. Eftir þá óheppni sá hann síð-
an aldrei til sólar á skákborðinu
allt mótið.
Svart: Erling Mortensen
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
28. Rh6!!
Vinnur skiptamum því 28. —
Dxg5?? er auðvitað svarað með 29.
Rxf7 mát.
28. - Bd5 29. Rxg8 - Dxg5 30.
Hxg5 - Kxg8 31. Hg3--------e4
32. Be2?
Afdrifarík ónákvæmni, sem gefur
svarti færi á að fá vel teflandi stöðu,
því nú fellur hvíta peðið á f5. Rétt
Danska skákfélagið
K41 í Kaupmannahöfn
gekkst fyrir skákmóti í
maí sem var einkum
ætlað að gefa alþjóðleg-
um meisturum færi á
að verða stórmeistarar.
var 32. Bc4! — Bxc4 33. bxc4, því
33. — Hc8 er vel svarað með 34
HdÍ! - Kf8 35. Hd4 og hvítur á
unnið endatafl.
32. - He5 33. Hfl - Bc6 34. Bc4
- Bd7 35. He3 - Bxf5 36. h3 -
h5 37. Kh2 - h4 38. Hdl - g5
39. Hd6 - Kg7 40. Kgl - g4 41.
hxg4 — Rxg4 42. He2 — Bg6 43.
Hd7 - Hg5 44. Hd5 - Hxd5 45.
Bxd5 - f5 46. Bb7 - Kf6 47. c4?
Þröstur teflir enn stíft til vinnings,
en hér hefði hann átt að leika 47.
Hd2 og möguleikarnir virðast nokk-
uð álíka. Nú nær svartur að mynda
sér tvö stórhættuleg frípeð sem
hvítur ræður ekki við.
47. - bxc3 48. Hc2 - Re5 49.
Hxc3 - f4 50. Hc5 - h3! 51.
gxh3 - e3 52. Hxa5 - f3 53.
Ha6+ - Kf5 54. Ha4 - e2 55.
Be4+ - Kf4 56. Kf2 - Bxe4 57.
Hd4 - Rd3+ 58. Hxd3 - Bxd3
59. a4 — el=D+ og hvítur gafst
upp.
Yfirburðir Júditar Polgar
Ungverska stúlkan Júdit Polgar
átti ekki sérlega góðu gengi að
fagna á árinu þangað til nú í maí
að hún sigraði með yfirburðum á
öflugu skákmóti í Madrid. Júdit,
sem er 18 ára gömul, hlaut 7 vinn-
inga af 9 mögulegum, en Ivan Sok-
olov frá Bosníu náði öðru sætinu
með 5 Vi v.
Síðan komu ungu stigaháu skák-
mennirnir Aleksei Shirov frá Lett-
landi og Gata Kamsky frá Banda-
ríkjunum auk heimamannsins III-
escas. Þeir þrír hlutu allir 5 v.
Voratskákmót Hellis
Mótið fór fram í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Úrslit urðu
þessi:
1. Gunnar Gunnarsson 5‘/2 v. af 6.
2. Sölvi Jónsson 4‘/2 v.
3. Sigurður Áss Grétarsson 4‘/2 v.
4. Einar K. Einarsson 4 v.
5. Gunnar Nikulásson 4 v.
6. Kjartan Guðmundsson 4 v.
7. Sveinn Kristinsson 3‘/2 v. o.s.frv.
Margeir Pétursson
Þær styrktu Hjallakirkju
ÞESSAR ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Hjalla-
kirkju í Kópavogi og varð ágóðinn 1.023 krónur. Þær heita Heiður
Loftsdóttir, Sigurbjörg Viðarsdóttir, Helga Lóa Kristjánsdóttir, Birna
Kristjánsdóttir og Ósk Kristinsdóttir.
LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS
Arni Sigfússon borgarstjóri svarar
spurningum lesenda
Arni Sigfússon
borgarstjóri í
Reykjavík og efsti
maður á framboðs-
Iista sjálfstæðis-
fólks í borgar-
sljórnarkosningum,
sem fram fara 28.
mai næstkomandi,
svarar spurningum
í Morgunblaðinu
um borgarmál í til-
efni kosninganna.
Lesendur Morgun-
blaðsins geta hringt
til ritstjómar blaðs-
insí síma 691100 á
milli kl. 11 og 12 í dag og á
morgun, föstudag, og lagt
spurningar fyrir
borgarstjóra sem
blaðið kemur á
framfæri við hann.
Svörin birtast síðan
í þættinum Spurt og
svarað um borgar-
mál. Einnig má
senda spumingar í
bréfi til blaðsins.
Utan á bréf skal
rita: Spurt og svar-
að um borgarmál,
ritstjóm Morgun-
blaðsins, pósthólf
3040,103 Reykja-
vík. Nauðsynlegt er
að nafn og heimilisfang spyij-
anda komi fram.
Velferð barna
Hafliði Helgason, Iðufelli 10,
111 Reykjavfk, spyr:
Mig langar að spyija Árna Sig-
fússon hvort hann hafi hugsað sér
að gera eitthvað róttækt í barna-
verndarmálum ef hann verður
áfram borgarstjóri. Það er allt í
molum í þessu kerfi og ekki van-
þörf á úrbótum.
Svar:
Ég verð áfram borgarstjóri og
mun af áhuga sinna velferðarmál-
um barna eins og öðrum ijöl-
skyldumálum, sem ég hef lagt
áherslu á.
Vínveitinga-
leyfi
Þórunn Haraldsdóttir, Boða-
granda 22, 107 Reykjavík, spyr:
Hefur borgarstjóri hugleitt
endurskoðun á rekstrarleyfi til
veitingastaðanna við Vitastíg og
Skúlagötu á grundvelli þess að
nú hafi risið hús fyrir aldraða þar
í nágrenninu?
Svar:
Lögreglustjóraembættið í
Reykjavík veitir veitingaleyfi en
borgaryfirvöld eru umsagnaraðili.
Þegar veruleg breyting verður á
íbúðabyggð eins og þarna hefur
átt sér stað er ástæða til að endur-
skoða leyfisveitinguna.
Gatnatengingar
Ólafur Víðir Björnsson, Lynghaga
1, 107 Reykjavík, spyr:
1. Hvenær er áætlað að lengja
Ægisíðu og tengja hana við Suð-
urgötu?
2. Er fyrirhugað að gera nýja
Njarðargötu frá Hringbraut að
afgreiðslu innanlandsflugs Flug-
leiða? Ef svo er, þá hvenær?
Svar:
Samkvæmt skipulagi á að
koma þarna tveggja akgreina
gata og tengir hún Hringbraut
við byggðina í „Litla Skeijagarði“
og þar með afgreiðslu innanlands-
flugs Flugleiða. Ekki hefur verið
ákveðið, hvenær þessi gata verður
gerð, en vegna væntanlegra
breytinga á Hringbraut frá Land-
spítala, vestur fyrir Njarðargötu,
eru annmarkar á því að ganga frá
henni í endanlegri útfærslu.
Húsaleigubæt-
ur á næsta ári
Jón frá Pálmholti, formaður Leigj-
endasamtakanna, Yrsufelli 5,111
Reykjavík, spyr:
Samkvæmt nýsamþykktum
lögum um húsaleigubætur þarf
hver sveitarstjóm að ákveða fyrir
1. október ár hvert hvort sveitar-
félagið greiði húsaleigubætur á
næsta ári. Mun borgarstjórnin í
Reykjavík taka slíka ákvörðun
fyrir 1. október nk. og greiða
húsaleigubætur á næsta ári?
Svar:
Þrátt fyrir þá annmarka sem
eru á lögunum mun ég beita mér
fyrir því að leigjendur í Reykjavík
fái greiddar húsaleigubætur á
næsta ári og sitji í þessu efni
ekki við lakara borð en íbúar ann-
arra sveitarfélaga.
b) Kostnaður við rekstur skrif-
stofu.
c) Kostnaður við töku, geymslu,
aflífun og fóðrun skráðra og
óskráðra hunda sem fluttir eru á
dýraspítala og hundaeigendur
vitja ekki og greiða þar af leið-
andi ekki áfallinn kostnað.
d) Innheimta leyfisgjalds, sem
er vaxandi vandamál.
e) Ábyrgðartrygging fyrir alla
skráða hunda. Tryggingin nær til
alls þess tjóns sem dýrið kann að
valda á mönnum, dýrum, góðri
og munum.
2. Heilbrigðisreglugerð bannar
aðgang hunda að tilteknum stöð-
um og er ekki heimilt að víkja frá
því. Hundaeigendur hafa um
mörg önnur svæði að velja í borg-
inni þar sem þeir geta farið um
með hunda sína í bandi.
3. Samþykkt um hundahald
gerir ekki ráð fyrir afslætti til til-
tekinna hópa. Það hefur verið
kannað og þykir erfitt í fram-
kvæmd vegna þess hve auðvelt
væri að misnota slíka undanþágu.
Undirgöng
Guðríður Haraldsdóttir, Flúð-
aseli 86, 109 Rvík, spyr:
Verða undirgöng lögð undir
nýju Breiðholtsbrautina á milli
þeirra tveggja sem fyrir eru vegna
óöryggis fólks við að komast yfir
á umferðarljósum þar sem eru
beygjuakreinar?
Svar:
Ekki eru að sinni uppi áform
um að gera fleiri undirgöng á
þessu svæði. Hins vegar er ætlun-
in að gera undirgöng undir Breið-
holtsbraut milli Mjóddar og Suð-
ur-Mjóddar. Auðvitað væri æski-
legt að gera undirgöng miklu víð-
ar en gert er, en staðreyndin er
sú að undirgöng, sem fullnægja
þeim kröfum sem gera verður, eru
Hundahald
Kristín Eiríksdóttir, Blönduhlíð
24, 105 Reykjavík, spyr:
1. Mig langar til að vita í hvað
þessar 9.600 krónursem við borg-
um árlega fyrir hundaleyfi eru
notaðar?
2. Væri mögulegt að heimilt
væri að vera með hund í ól á ein-
hveijum af þeim fjölmörgu stöð-
um þar sem algjörlega er bannað
að vera með hund núna?
3. Gætu ellilífeyrisþegar fengið
einhvern afslátt af þessu hunda-
leyfagjaldi?
Svar:
1. Samkvæmt upplýsingum
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er
kostnaður og þjónusta vegna
hundaeftirlits margs konar m.a.
þessi:
a) Laun tveggja hundaeftirlits-
manna og eins ritara sem annast
skrifstofustörf vegna hundaeftir-
litsins. Aksturskostnaður eftirlits-
manna og yfirvinna m.a. vegna
aðstoðar við lögreglu um nætur
og helgar.
miklu dýrari mannvirki en fólk
almennt gerir sér grein fyrir. Það
er þessi mikli kostnaður sem veld-
ur því að reynt er víða að tryggja
öryggi vegfarenda með öðrum
hætti eins og umferðarljósum og
merktum gangbrautum.
Hornlóð
Kristján Gunnarsson, Báru
granda 9, 107 Reykjavík, spyr:
íbúa við Bárugranda, Álagranda
og Grandaveg í vesturbæ Reykja
víkur langar að spyrja borgarstjóra
hvernig málin standa varðandi frá
gang lóðar á horni Álagranda og
Bárugranda. Svæðið hefur verið
ófrágengið í mörg ár þrátt fyrir ít-
rekaðar fyrirspurnir og íbúar orðnir
langþreyttir á aðgerðaleysi borgar
yfirvalda.
Svar:
Á þessu svæði eru óbyggðar ló
ir fyrir þijú lítil „flutningshús
Þeim tilmælum verður beint
gatnamálastjóra og garðyrkjustjó
að svæðið verði snyrt.