Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C gnc0UíiiMaíiiill> STOFNAÐ 1913 116. TBL. 82.ARG. FIMMTUDAGUR 26. MAI1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stefnubreyting átta ríkja á fundi hvaiveiðiráðsins Ví síndastj ómun verði samþykkt Samkvæmt reiknilíkani stæði Islandi til boða 100 dýra hrefnukvóti og árlegur kvóti upp á 20-30 langreyðar Puerto Vallarta, Mexíkó. Morg-unblaðið. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og sjö annarra ríkja á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) hafa lagt til við ráðið að það samþykki þegar í stað umdeilt reiknilíkan um hvalveiðistjórnun (RMP) en það fæli í raun í sér að veiðar á hvalategundum sem ekki eru taldar í útrýmingarhættu gætu hafist að nýju. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fælu kvótaútreikningar í sér að íslendingum gæti staðið til boða árlegur veiðikvóti upp á um 100 hrefnur og 20-30 langreyðar. Innrás vofir yfir á Haíti New York. The Daily Telegraph. LÍKURNAR á innrás Bandaríkjamanna í Haítí jukust í gær eftir að bandarísk strandgæsluskip skutu viðvörunarskotum yfir skip sem virtu að vettugi viðskiptabannið á landið. Bill Clinton forseti er sagður vera að bræða með sér hvort gera eigi innrás í landið og nota sömu rök og í innrásinni í Panama árið 1989 - að eiturlyfjum sé smyglað frá land- inu til Bandaríkjanna. Hermt er að bandaríska dómsmálaráðuneytið sé að undirbúa málshöfðun gegn hátt- settum embættismönnum í her og lögreglu Haítí sem grunaðir eru um samstarf við kólombíska eiturlyfja- hringa. Clinton hefur einnig varað við straumi flóttamanna frá Haítí til Skólabörn- um kenndir mannasiðir Lundúnum. Reuter. BRESKA stjórnin kynnti í gær áform um kennslu í mannasið- um og siðfræði fyrir nemendur á aldrinum fimm til ellefu ára. Almenningur í Bretlandi hefur miklar áhyggjur af vax- andi afbrotatíðni meðal ung- menna og kennarar hafa kvartað yfir því að andfélags- legrar hegðunar sé farið að gæta meðal mun yngri barna en áður. Stjórnin greip því til þess ráðs að láta skólana kenna börnunum að þekkja muninn á réttu og röngu og virða lögin. í boði er námsefni sem tekur á ýmsum vandamál- um, svo sem ofbeldi, einelti, þjófnaði og skemmdarverkum. Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti horfir á sjóliðsforingjaefni, sem fagna eftir að hafa verið brottskráðir frá skóla banda- riska flotans í gær. Bandaríkjanna og sagt að Haítí sé eina landið á vesturhveli jarðar þar sem herforingjar séu við völd eftir að hafa steypt þjóðkjörnum leið- toga. Þessi skyndilegi áhugi Clintons á Haítí hefur vakið mikla umræðu í Bandaríkjunum. Repúblikanar eins og Bob Dole hafa sagt að ekki sé réttlætanlegt að hætta lífi banda- rískra hermanna til að koma Jean- Bertrand Aristide, útlægum forseta Haítí, aftur til valda. í þessu felst að ríkin átta viður- kenna að ekki séu lengur efnisleg- ar forsendur fyrir því að hafna vísindarökum um að hefja beri takmarkaðar hvalveiðar sem byggðust á hugmyndinni um sjálf- bæra nýtingu hvalastofna. Er þá miðað við að árlegur veiðikvóti næmi um 0,5% af áætlaðri stofn- stærð viðkomandi tegundar. Viðamikið eftirlit í tillögum ríkjanna átta er það sett sem skilyrði fyrir að veiðar verði leyfðar að komið verði á yfir- gripsmiklu veiðieftirliti sem ætlað er að koma í veg fyrir veiðisvindl, ranga upplýsingagjöf og smygl á hvalkjöti. I því sambandi þykir koma til álita að taka upp sérstök kjarnsýrupróf (DNA) til að stað- festa uppruna kjöts. Hrefnukvóti Norðmanna yrði 300 dýr Að tillögu Norðmanna vinnur sérstakur vinnuhópur innan hval- veiðiráðsins að tillögu um veiðieft- irlit. Umræðan snýst einkum um fjölda erlendra eftirlitsmanna, hvert valdsvið þeirra ætti að vera og hver ætti að borga kostnaðinn af eftirlitinu. Á grundvelli vísindastjórnunar má ætla að árlegur hrefnukvóti Norðmanna yrði um 300 dýr. Norsk stjórnvöld ákveða í næstu viku hvað norskir hvalfangarar fá að veiða af hrefnu í sumar. RtJSSNESKI rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn kveður búgarð sinn í birkiskógum Vermont-ríkis í Bandarikjunum þar sem hann bjó í hálfgerðri einangrun í 18 ár. 20 ára útlegð loks að ljúka Cavendish. Reuter. ALEXANDER Solzhenítsyn, mesta núlifandi skáld Rússlands, hélt áleiðis til Moskvu í gær, tuttugu árum eftir að hann var handtekinn af öryggislögregl- unni KGB, sviptur sovéskum rík- isborgararétti og neyddur til að flytjast til Vesturlanda. Nóbelsskáldið er 75 ára og hefur búið í hálfgerðri einangrun á 31 hektara búgarði í birkiskóg- um Vermont-ríkis í Bandaríkjun- um undanfarin 18 ár. Þar settist skáldið að eftir tveggja ára dvöl í Sviss en þangað hraktist það frá Moskvu 14. febrúar 1974. I einangruninni við bæinn Cav- endish í Vermont hefur Solzhen- ítsyn varast fjölmiðla og einungis veitt örfá blaðaviðtöl. Naut hann dyggrar hjálpar íbúa í Cavendish við að forðast fjölmiðla því bæj- arbúar bundust um það samtök- um að neita að vísa fjölmiðlafólki leiðina að búgarði skáldsins. Solzhenítsyn heldur ásamt konu sinni Natalju og þremur sonum til Moskvu en verið er að byggja hús fyrir fjölskylduna í útjaðri borgarinnar. Rússar boða þátttöku í Friðarsamstarfi NATO Vilja að sambandið verði miklu nánara Brussel. Reuter. RÚSSAR ætla að gerast aðilar að Friðarsamstarfi NATO-ríkjanna án nokkurra skilyrða en vilja jafnframt að sambandið verði miklu nánara og taki einnig til reglulegs samráðs um evrópsk og alþjóðleg málefni. Kom þetta fram hjá Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, en Sergio Balanzino, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, sagði að nánara samband við Rússa yrði takmörkunum háð og Rússar ættu ekki að geta beitt neitunarvaldi gagnvart bandalaginu. Gratsjov sagði á fundi í Brussel með varnarmálaráðherrum NATO og ýmissa Austur-Evrópuríkja að Moskvustjórnin vildi sérstök tengsl við NATO og samráð um margt annað en hemaðarmál. „Tillaga okkar er að komið verði upp sam- eiginlegum vettvangi fyrir umræð- ur um evrópsk og alþjóðleg mál- efni,“ sagði Gratsjov. Ráðherrann afhenti skjöl þar sem greint var frá þeirri ætlun rússnesku stjórnarinn- ar að taka þátt í Friðarsamstarfi NATO. Varfærnisleg viðbrögð Embættismenn NATO sögðust ætla að íhuga tillögur Gratsjovs og þeim yrði svarað síðar. Balanzino sagði að ekki kæmi til greina að fá Rússum neitunarvald í málefnum aðildarríkja NATO þótt þeir gerðust aðilar að Friðarsamstarfinu. Þá sagði hann óhugsandi að koma á leynilegu sambandi milli Rússa og NATO-ríkjanna um skipan evr- ópskra öryggismála, en af þessu hafa ráðamenn í fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna í álfunni austanverðri verulegar áhyggjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.