Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 9
Erlendur kaupandi keypti upp sýningu Lýðs
Sigurðssonar á Hótel Oðinsvéum
Greiddi umyrðalaust
uppsett verð
FRÉTTIR
LÝÐUR Sigurðsson ásamt einni myndanna sem sænski kaup-
sýslumaðurinn og galleríseigandinn keypti.
SÆNSKUR kaupsýslumaður og
eigandi að listagalleríi í Malmö,
hefur keypt upp meirihluta sýn-
ingar Lýðs Sigurðssonar sem
undanfarið hefur staðið yfir á
Hótel Óðinsvéum.
Lýður Sigurðsson starfar við
leikmyndagerð hjá Þjóðleikhúsinu
en er húsgagnasmiður að mennt,
og hefur auk þess lagt stund á
myndlistarnám hjá Hring Jóhann-
essyni. Hann hefur haldið tvær
einkasýningar, aðra á Kjarvals-
stöðum 1987 og hina hjá Gallerí
Borg árið 1991. Myndir Lýðs eru
af súrrealískum toga og einkenn-
ast af húmorískri sýn á tilveruna.
Bjarni Árnason, eigandi Hótel
Óðinsvéa, segir að kaupandinn,
Karl Axel Lundgren, sem var í
viðskiptaerindum hér, hafi skoðað
sýninguna og beðið að því loknu
um að hitta listamanninn. Hann
grennslaðist fyrir um hvað væri
sett upþ og borgaði það síðan
umyrðalaust og keypti hann öll
verkin nema tvö en annað þeirra
var þegar selt. Svíinn á meðal
annars myndir eftir Picasso og
Salvador Dali og hefur Lýður eft-
ir honum að alla tíð hafi hann
hrifist mjög af súrrealisma.
Vegna þessa dálætis hafi myndir
Lýðs höfðað til hans.
í opna skjöldu
Lýður kveðst hafa verið afar
varfærinn í viðskiptum sinum við
kaupandann í fyrstu, þar sem til-
boðið um að kaupa sýninguna
hafi komið honum í opna skjöldu.
„Það eru ýmis svik og prettir í
gangi þannig að að mörgu er
gæta. Eg var ekki ekki hvort að
honum væri alvara. Hann sá
hversu varkár ég var og sagði
mér hvert ég gæti leitað til að
afla upplýsinga um hann og starf-’
semi hans sem ég og gerði. Kaup-
in voru síðan bundin fastmælum
á næsta fundi okkar.“
En Lundgren lét ekki staðar
numið með kaupunum. „Hann
langar til að ég haldi sýningu á
nýjum myndum eftir um eitt og
hálft ár í sýningasal hans í Malmö
og ér framkvæmdin á umræðu-
stigi, enda vinnur maður ekki
daglaunavinnu samhliða því að
undirbúa sýningu,“ segir Lýður.
Auk málverka hefur hann einnig
verið að gera tilraunir með sér-
staka gerð af húsgögnum, og er
hver gripur eins og sambland af
húsgagni og skúlptúr. „Hug-
myndin er ekki ósvipuð því sem
klippimyndir byggjast á, þ.e.
hönnun annarra er raðað saman
og sett í nýtt samhengi, svo að
úr verði nýtt verk. Þannig bland-
ast gömul, klassísk húsgögn og
nýtísku hönnun, sem ég bæti síð-
an í eigin hugmyndum og hlutum
sem falla að forminu. Lundgren
sá teikningar af þessum verkum
og vildi líka fá þau á sýninguna.
Þetta er spennandi fyrir mig, því
að þessi smíði er nokkuð sem er
búið að gerjast talsvert lengi, þó
að hún sé tæpast komin á sýning-
arstig. Þetta er ekki búið að vera
mjög björgulegt seinustu tvö árin,
en nú virðist loks vera að birta
til,“ segir Lýður. Verk hans verða
tekin niður á mánudag og send
utan.
OnwÁ GJAFVERÐI
STÓRFELLD VERÐLÆKKUN
Á næstunni kynnum við nýjar gerðir <2#**/»# kæliskápa. í sam-
vinnu við<ÍÆ*AAg\ Danmörku bjóðum við því síðustu skápana
af 1993 árgerðinni, og nokkrar fleiri gerðir, með verulegum
afslætti, eins og sjá má hér að neðan:
<S«tAM Ytri mál mm: Rými Itr. Verð Verð nú aðeins:
gerð: H x B x D Kæl.+ Fr. áður m/afb. stgr.
K-180 865x595x601 172+ 0 53.750 45.690 42.490
K-285 1265x595x601 274+ 0 56.980 49.980 46.480
K-395 1750x595x601 379+ 0 83.850 73.970 68.790
KF-185 1065x550x601 146+ 39 51.580 48.990 45.560
KF-232 1265x550x601 193+ 39 55.900 53.740 49.980
KF-263 1465x550x601 199+ 55 59.130 57.950 53.890
KF-250 1265x595x601 172+ 62 63.430 56.950 52.960
KF-355 1750x595x601 274+ 62 77.400 67.730 62.990
KF-344 1750x595x601 194+ 146 84.900 74.160 68.970
Dönsku QjRAj\t kæliskáparnir eru rómaðir fyrir
glæsileika, styrk, sparneytni og hagkvæmni.
Verðið hefur aldrei verið hagstæðara. Láttu því
þetta kostaboð þér ekki úr greipum ganga!
Veldu Qfzw - GÆÐANNA og VERÐSINS vegna.
j=nnix
fyrsta flokks frá VS' M M WI II Æ\k.
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
OERTZEN
STÓRVIRKAR
HÁÞRÝ STIDÆLUR
FRÁOERTZEN®
Getum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir verktaka og aðra aðila, sem þurfa
kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs.
Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn.
Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum.
Guðrún Þórsdóttir
fræðslufulltrúi
Við styðjum D-fistann
Guðmundur Gunnarsson
arkitekt
Nanna Norðfjörð
flugfreyja
T^TT XiMhMiiX 7TÍTÍT
Sveinbjörn Jónsson
verkfræðingur
Jórunn Viðar Valgarðsdóttir
læknanemi