Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 13 LAINIDIÐ Morgunblaðið/Davíð Pétursson Miklar vonir eru bundnar við borholurnar á Stóru-Drageyri i Skorradal. Borað eftir heitu vatni Skorradal - Hafin er borun eftir heitu vatni í Stóru-Drageyri í Skorradal en allítarlegar rann- sóknir sl. tvö ár sýndu að vænleg- ast þótti að ná árangri á þessum stað í hreppnum. Rannsóknarboranir hófust á árinu 1992 undir stjórn Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun. Boraðar voru 50 m djúpar hitastigsholur, fyrst tvær á Stóru-Drageyri, ein á Grund, fimm í Hvammi og ein í Dagverðarnesi. Seinna voru svo boraðar tvær til viðbótar á Stóru-Drageyri og ein á Litlu-Drageyri. Eftir allar þessar boranir var ljóst að álitlegasti staðurinn var á Stóru-Drageyri en besta holan þar var 20°C heit við botn og gefur hitastig upp á 312°C í 1.000 m. Eftir að lokið var samningum og heimild fengin hjá landeiganda hófu Jarðboranir hf. borun með bornum Narfa sem vonandi kemur niður á mikið og heitt vatn sem hægt yrði að veita um hreppinn. Opið og lifandi stríðs- árasafn á Reyðarfirði Stefnt að kaupum á húsnæði í spítala- kampinum í hlíðinni fyrir ofan bæinn „VIÐ HÖFUM lagt áherstu á að safnið verði opið og lifandi. Hug- myndir okkar gera ráð fyrir að því verði skipt í tvennt. Myndadeild haldi m.a. utan um farandsýningar og minjadeild færi gesti aftur til stríðsáranna. Reynt verði að skapa híbýli, skemmtistað, kaffihús o.fl. í anda þessara ára,“ segir Valdi- mar Tr. Hafstein. Hann og þrír samnemendur hans í þjóðfræði við Háskóla íslands hafa nýlokið við skýrslu um grundvöll stríðsára- safns á Reyðarfirði. Sveitarstjórn hefur samþykkt framkvæmdaá- ætlun skýrsluhöfunda fyrir sumar- ið 1994. Valdimar sagði að sveitarstjórn Reyðarfjarðar hefði leitað liðsinnis Hástoðar, nemendafyrirtækis Há- skóla íslands, um aðstoð við að kanna grundvöll fyrir stríðsminja- safni á staðnum. Hópurinn hefði tekið að sér verkið og lagt drög að skipulagi fyrir sveitarstjórn í október á síðasta ári. „Skömmu síðar skiptum við með okkur verk- um og hófumst handa. Rannsókn var gerð á ritheimildum, tekin við- töl, farið í gegnum spurningalista þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns, farið á ljósmyndasöfn, Kvikmynda- safn íslands, safnadeild útvarps og sjónvarps, og fleiri söfn. Að lokum var uppsetning og skipulag verksins íhuguð," segir Valdimar og tekur fram að skýrslan, alls 380 blaðsíður, sé fræðilegur og hagnýt- ur grundvöllur stríðsárasafns. Safnið Fjórmenningarnir gera að til- Morgunblaðið/Jóhannes Pálsson ENN er töluvert af minjum frá stríðsárunum í bænum. Flestir urðu bæjarbúar þá um 4.000, þar af um 300 íslendingar. lögu sinni að safninu verði gefið heitið Stríðsárasafn fremur en Stríðsminjasafn enda verði áhersla lögð á að ná fram anda stríðsáranna. Fest verði kaup á hús- næði í spítalakampin- um í hlíðinni fyrir ofan —bæinn og svæðið af- markað fyrir starf- semi safnsins. Allt verði gert til að um- hverfið verði sem lík- ast stríðsáratímabil- inu. Jafnframt geti gestir kynnt sér ritað- ar heimildir, ljós- myndir, kvikmyndir og hljóðritanir frá þessum tíma. Fyrir höndum er mikið verk við söfnun gripa. Valdimar segir að vilyrði hafi fengist fyrir lánsgripum frá Imperial War Museum safninu í London og Árbæjarsafni. „En til þess að gera safnið UMMERKI breskra, kanadískra, nor- skra og bandarískra hermanna voru áberandi á Reyðarfirði á stríðsárunum. Hér er Kristinn Ásgeirsson, á níunda ári er myndin var tekin, fyrir framan flotholt úr Northrop-flugvél. Flotholtið hefur nú verið gert að kamri. sem heildstæð- ast höfum við ákveðið að hrinda úr vör sérstöku söfn- unarátaki. Við biðjum þess vegna alla þá sem eiga gripi og hvaðeina frá þessum tíma að hafa samband við skrifstofu sveitarstjórnar á Reyðarfirði í sumar. Þar verður starfs- maður til að skrá niður og taka á móti hlutum,“ segir Valdimar og getur þess að allir gripir verði merktir gefendum. Skipulag Hann segir aðspurður að ýmis- legt sé enn ófrágengið varðandi safnið. Óvíst sé um eignarhald, þ.e. hvort safnið verði sjálfseign- arstofnun eða í eigu hreppsins, og ekki hafi verið gengið frá hús- næðiskaupum. Sveitastjómin hef- ur engu að síður lagt blessun sína yfír framkvæmdaáætlun fyrir sumarið 1994. Hún gerir ráð fyrir að sex til níu mánaða undirbún- ingsvinna fari fram við safnið á árinu og formleg opnun verði í júlí á næsta ári. Valdimar segir að gert sé ráð fyrir stríðsárahátíð í tengslum við hana og æskilegt verði að fram- hald verði á slíkum hátíðum. Hann segir að hugmyndin sé að tveir menn starfi við safnið yfir aðalopn- unartímann og einn á vetuma. Á þeim tíma verði hægt að skoða safnið með fyrirvara. Nýsköpunarsjóðurhefur úthlut- að sem svarar þremur mánaðar- launum til verksins í sumar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson GRILLVEISLA á vorhátíð Þróttar. Viðurkenningar í Vogum Vogum - Ungmennafélagið Þróttur efndi til vorhátíðar í íþróttainiðstöðinni í Vogum ný- lega. Þar fór fram mikil íþrótta- dagskrá og prúðustu leikmönnum í hverjum flokki voru aflient við- urkenningarkjöl. Að sögn Hjálmars Sæbergsson- ar, formanns Þróttar, var með þessari hátíð verið að ljúka vetr- arstarfinu en í vetur voru stund- aðar æfingar í handknattleik og knattspyrnu auk vísis að badmin- ton. I sumar verður á vegum félags- ins knattspyrna og skokk, en það er nýr þáttur í starfinu og hefur nokkur hópur fólks tekið þátt í því. í lok vorhátíðarinnar var efnt til grillveislu þar sem 300 pylsur voru grillaðar ofan í þátttakendur. * n ■ Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Hjá okkur er veróió svo hagstætt Höfum eftirfarandi efni í sumarhús og heilsárshús: Kúpt klæðning, 22x120, bandsöguð klæðning. 22x120. 12x95 innipalill. Grindarefni 2“x4“ og 2“x5“, heflað. Dregarar - sperrur: 2“x6“ — 2“x7“ - 2“x8“ oq 2“x9“ o.m.fl. Palla- og skjólgirðingaefni, gagnvarið: 22x95 - 28x95 - 25x90 - 92x92 - 45x95 — 45x45 — 22x45 o.m.fl. Gagnvarið 50x100 - 50x125 - 50x150 T.d. 22x95 - gv. kr. 90,25 stgr. Skjólgirðingaefni - ógagnvarið: 22x95 - 22x145 - 18x70 o.m.fl. Skrautmunir - sérhannaðir Fræstir pílárar, tvær stærðir, renndar súlur, útsagaðar vindskeiðar Til afgreiðslu strax SMIÐSBÚÐ byggingavöruverslun, Smiðsbúð 8 & 12, Garðabæ. Simi 91-656300, fax 91-656306. Þetta sumarhús er til sölu Húsið er smíðað úr efni fró Smiðsbúð Húsið er fullfrágengið, með vönduðum innréttingum, hrein- lætistækjum og raflögn. STGR. VERÐ kr. 3.850.000 Góöir greiðslu- skilmálar! Stærð 50 m! + 22 m2 svefnpláss 33 m2 sólpallur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.