Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 45
vild sem streymdi frá þeim hjónum,
varð þess valdandi að mér fór strax
að þykja vænt um þau. Og varð
með árunum náin vinátta milli okk-
ar Kristínar.
Ég minnist hálfsmánaðarlegu
spilakvöldana, þar sein við spiluð-
um brids við dætur okkar. Hún
keppnismanneskja, en ég hafði að-
allega spilað við sjálfa mig. Þetta
voru skemmtileg kvöld, þar sem
jafnlangur tími fór í kaffi og spila-
mennsku. Það var gott að umgang-
ast Kristínu, hún var svo heil-
steypt, sönn og eðlileg. Það er sárt
að Kristín skuli vera farin aðeins
59 ára gömul. Hún naut lífsíns við
hliðina á sínum trausta manni á
fallega heimilinu þeirra á Kirkju-
teig 21. Þau voru jafnaldrar og
ákaflega samrýnd. Þau léku saman
golf og spiluðu saman brids og
tóku þátt í keppni. Þau ferðuðust
líka talsvert.
En fyrst og fremst var það fjöl-
skyldan sem átti huga þeirra allan.
Og hvað hún Kristín mín naut
barnabarnanna sem bættist við á
hveiju ári og veittu henni ómælda
gleði. En best komu þó í Ijós mann-
kostir hennar, þegar hún æðrulaus
hóf sína baráttu gegn illvígum sjúk-
dómi sem hún var ákveðin í að
sigra. Og meira að segja síðustu
nóttina sem hún lifði og fann dauð-
ann nálgast neitaði hún að gefast
upp. En að lokum sættist hún við
hið óumflýjanlega og fékk friðsælt
og fagurt andlát með sína nánustu
hjá sér. Kæri Vilhelm, við Guðfinn-
ur vottum þér og fjölskyldu þinni
einlæga samúð okkar.
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfír storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
(Ó.S.)
Enginn stöðvar tímans þunga
nið, en samt var eins og tíminn
stöðvaðist þegar okkur barst sú
harmafregn að vinkona okkar,
Stína, væri látin, ó, svo fljótt, svo
fljótt.
Það er hnípinn hópur sem eftir
situr og stórt skarðið sem aldrei
verður fyllt.
Við gerðum okkur grein fyrir
hvert stefndi, en áttum ekki von á
að vinkona okkar yrði hrifin svo
fljótt frá okkur.
Hugurinn reikar til baka og góð-
ar minningar hrannast upp.
Fyrir rúmum þrjátíu árum stofn-
uðum við nokkrar ungar konur
saumaklúbb og höfum við haldið
hópinn síðan.
I þessum saumaklúbbi var
handavinna ekki aðalatriðið, heldur
það að hittast, gleðjast saman og
miðla hvor annarri af reynslu okkar
varðandi barnauppeldi og heimilis-
hald.
Um nokkurra ára skeið bjó Stína
með fjölskyldu sinni á Blönduósi,
en þrátt fyrir fjarlægðina héldust
vináttuböndin og treystust enn
frekar þegar hún fluttist aftur til
Reykjavíkur
Stína var varla búin að koma sér
fyrir í Laugarnesinu þegar við vor-
ummættar hjá henni i saumaklúbb.
Árin liðu, börnin uxu úr grasi,
og umræðuefnin breyttust.
Nú var rætt um ferðalög innan-
lands sem utan, um brúðkaup bam-
anna og síðan um barnabörnin, en
þar var Stína ríkust okkar, því hún
átti stærsta hópinn.
Stína hafði mikið yndi af að ferð-
ast og þau hjón ferðuðust víða, en
nú er hún lögð af stað í ferðina
miklu, ferðina sem við öll förum í
að lokum, yfir landamæri þar sem
enginn þarf vegabréf.
Síðustu mánuði talaði hún oft
um það við okkur, hve lánsöm hún
væri að eiga svona góða fjölskyldu,
sem gerði henni kleift að dvelja
heima í veikindum sínum.
Elsku Villi og fjölskylda, við biðj-
um góðan Guð að styrkja ykkur í
ykkar miklu sorg.
Blessuð sé minning Kristínar
Pálsdóttur.
Vinkonur.
MINNIIMGAR
SVANA
THEODÓRSDÓTTIR
+ Svana Theod-
órsdóttir var
fædd í Vestmanna-
eyjum hinn 3. októ-
ber 1922. Hún lést á
sjúkrahúsi í Reykja-
vík hinn 16. þessa
mánaðar. Foreldrar
hennar voru Theod-
ór Árnason, jám-
smiður í Vest-
mannaeyjum, og
kona hans, Þuríður
Skúladóttir frá
Keldum á Rangár-
völlum. Svana var
elsta barn þeirra
hjóna, en hin yngri
eru Skúli og Ásta, sem bæði eru
búsett í Eyjum. Útför Svönu fer
fram frá Fossvogskapellu í dag.
HÚN HÉT Guðrún Svana Theodórs-
dóttir, en hún var jafnan kölluð
Svana. Hún var ein af örfáum mann-
eskjum, sem ég hef þekkt nánast
alla ævi, og nú að ieiðarlokum lang-
ar mig til þess að minnast hennar
hér fáeinum orðum. Það er þó ekki
auðvelt, þar sem hún stóð mér mjög
nærri, og auk þess var hún sjálf
hlédræg og einkar hógvær — sagði
oft fátt, en lét verkin tala.
Svana ólst upp í Vestmannaeyjum
við góðar aðstæður. Hún stundaði
nám í skóla í æsku, þótti einkar
samviskusöm, og árangur var jafnan
góður. Hún var og um skeið í hús-
mæðraskóla og bjó að því alla tíð.
Svana var oft í æsku hjá móður-
ömmu sinni og afa, þeim Svanborgu
Lýðsdóttur og Skúla Guðmundssyni
á Keldum, en sá staður var henni
afar kær.
Ég kynntist Svönu ungur að
árum, en um miðja öldina réðst hún
sem ráðskona til móður minnar,
Guðrúnar P. Helgadóttur, og manns
hennar, Jóns Jóhannessonar prófess-
ors. Svana var þar fyrst aðeins á
vetrum, en á sumrin var hún annars
staðar, við vinnu eða í
leyfi. — Svana og móðir
mín voru þremenningar
að frændsemi, en Helgi
Ingvarsson læknir, afi
minn, var sonur Júlíu
Guðmundsdóttur frá
Keldum, en hún var
dóttir Guðmundar
Brynjólfssonar, ættföð-
ur Keidna-ættarinnar.
Helga afa mínum var
einkar hlýtt til Keldna-
fólksins. Honum þótti
mjög vænt um Svönu,
frænku sína, og hann
minntist hennar jafnan
mjög hlýlega.
Vorið 1957 veiktist Jón Jóhann-
esson, og hann lést hinn 4. maí það
ár eftir skamma legu, tæplega 48
ára að aldri. Guðrún, móðir mín, var
þá ófrísk og með tvo syni á fram-
færi, Helga, síðar lækni og sérfræð-
ing í gigtarsjúkdómum, á fimmta
aldursári, og þann er þetta ritar, þá
nýfermdan. Sá er vinur, sem í raun
reynist, og við þessar dapurlegu
aðstæður kom glöggt í ljós hinn innri
maður Svönu og hve traust hún
var, er á þurfti að halda. í júlímán-
uði þetta ár ól móðir mín son, og
var hann skírður Jón Jóhannes eftir
föður sínum. — Svana var afar barn-
góð, og nutu þess mjög börn, sem
hana umgengust, og þá ekki síst
þeir Helgi og Jón Jóhannes. Hið
sviplega fráfall hins merka manns,
Jóns Jóhannessonar, varð auðvitað
okkur öllum afar þungbært, en sá
skuggi vofði og yfír, að Guðrún,
móðir mín, var hjartveik og varð
stöðugt þróttminni. Er hún var lið-
lega fertug, var ákveðið, að hún
gengist undir erfiða hjartaaðgerð í
Bandaríkjunum. Mér er það minnis-
stætt, er þau héldu utan hún og
bróðir hennar, Lárus Helgason,
læknir, sem var henni til halds og
trausts þar ytra. Þetta var erfiður
tími kvíða og óvissu. En þá sem jafn-
an, er mest reið á, reyndist Svana
KRISTÍN G.
GÍSLADÓTTIR
+ Kristín G. Gísla-
dóttir húsmóðir
var fædd 14. júní
1914 að Horni í
Helgafellssveit.
Hún lést 14. maí
1994 á Kanaríeyj-
um. Foreldrar
hennar voru Gísli
Kárason og Kristín
Hafliðadóttir. Mað-
ur hennar sem hún
giftist 1936 var
Arni Oddsson yfir-
verksljóri hjá
Steypustöðinni í
Reykjavík. Hann
var fæddur 31. júlí
1909 og lést 19. mars 1972.
Börn þeirra eru Guðrún, fædd
1942 og Inga, fædd 1955. Útför
Kristínar verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag.
ÓTAL myndir birtust þegar ég
frétti andlát Stínu. 23 ára kynni
þar sem brimbrot öldunnar og skin
sólarinnar hafa skipt með sér völd-
um. Takmörkun orða — sögð eða
rituð — er mikil þegar reynt er að
gera þessum kynnum skil á þann
veg að ég geti tjáð hvað að baki
býr. Þakklæti, væntumþykja og
hlýja er mér efst í huga um leið
og sorgin og söknuðurinn reyna að
gera sitt til að fylla tómarúmið sem
í mér er.
Stína var fyrir mér merkisberi
kynslóðar þar sem aðalsmerkin
voru ekki hraði eða sérhæfing nú-
tímans, heldur miklu fremur hlýja
og tengsl og tryggð við allt sem
henni var kært. I návist hennar
færðist alltaf yfir mig værð og ró
sem minnti mig á gildi þess að
gefa sér tíma, rækta
það sem er. Að gera
lífi hennar sanngjörn
skil er mér um megn
og vil ég því einungis
segja frá brotamynd-
um af okkar kynnum.
Ég var 17 ára þegar
ég kynntist henni og
Árna. Tóku þau hjón
mér afar vel og var
þeirra heimili mér allt-
af uppspretta ástar og
hlýju. Stína ól mig upp
að hluta, kenndi mér
og sagði mér til en allt-
af á lítillátan hátt eins
og hún væri pínulítið
að afsaka að hún kynni meira en
ég. Eftir andlát Árna kom Stína í
heimsókn til okkar Ingu til Dan-
merkur og fór með okkur þaðan í
sína fyrstu sólarlandaferð. Var sú
ferð Stínu mikið kvíðaefni vegna
þess að hún sá fyrir sér sólþurrkað-
an fisk. Þeir sem til þekkja vita að
framhaldið var árlegar ferðir til
þessara sömu staða.
Margir kunningjar og vinir mínir
áttu stundir hjá Stínu og var þeim
öllum sammerkt að vilja koma aft-
ur. Stína var félagi sem alltaf gaf
sér tíma og tók þátt i öllu sem var
efst á baugi á hverjum tíma og var
þá hrókur alls fagnaðar.
Alltaf var Stína fyrst til að rétta
hjálparhönd væri það í hennar valdi.
Þegar erfiðleikar steðjuðu að í mínu
lífi var Stína sem klettur —
óhagganleg í sínu æðruleysi, jarð-
föst í sinni væntumþykju og sterk-
ust í sinni óbifanlegu trú á að þetta
væri allt í Guðs hendi og það væri
veL
Ég kvaddi Stínu áður en hún fór
afar sterk, hæglát, hljóðlát, traust —
æðrulaus. Hún var þarna jafnan, og
það mátti treysta henni, á hverju
sem gengi. — Fyrrnefnd aðgerð
heppnaðist vonum framar. Móðir
mín var lengi að jafna sig, en fékk
um síðir sæmilega heilsu. En því,
hvernig Svana reyndist við þessar
aðstæður, gleymi ég aldrei.
En lífið er ekki bara mótlæti og
erfiðleikar, heldur einnig stundum
ljúft og ánægjulegt. Svana hafði
mikla ánægju af að ferðast og sjá
ókunnar slóðir, bæði innanlands og
utan. Sumarið 1956 fór hún í mikla
reisu um helstu lönd í Vestur-Evr-
ópu, og minntist hún oft þessarar
ferðar, sem hefði reynst ógleyman-
leg. Rúmum 30 árum síðar fór hún
til Bandaríkjanna ásamt móður
minni og eiginmanni hennar, Jó-
hanni Gunnari Stefánssyni, fyrrv.
framkvæmdastjóra. Þau voru þá að
heimsækja Jón Jóhannes og konu
hans, Sólveigu Jakobsdóttur. Þessi
ferð var Svönu mikils virði á margan
hátt.
Svana fór og í ýmsar ferðir inn-
anlands. Fyrir rúmum tuttugu árum
vorum við í fjölskyldunni um viku-
tíma í Stykkishólmi og fórum þaðan
í ýmsar ferðir á sjó og landi. Þetta
var allt einkar ánægjulegt, og Svana
var sérstaklega góður ferðafélagi.
Framan af ævi var Svana heilsu-
hraust. En haustið 1978 fékk hún
heilablóðfall. Hún varð mjög máttlít-
il og lá lengi á sjúkrahúsi. Hún var
þá mjög dugleg við endurhæfingu
og þjálfun og náði nokkrum bata,
en hún fékk ekki fyrri styrk. Var
rætt um, að hún fengi vist í Há-
túni, en Svana óskaði þá eftir því
að vera áfram á Aragötunni, því að
hún yrði að líkindum einmana í
Hátúninu. Þau móðir mín og Jóhann
Gunnar, maður hennar, brugðust þá
vel við og urðu við þessari ósk henn-
ar. Þótt þrek Svönu væri ekki hið
sama og fyrr, var hún þó hjáipleg í
öllu því, er hún mátti. Sem fyrr
nutu börn elsku hennar, og var það
nú ný kynslóð, börn þeirra drengja,
sem hún hafði fóstrað í æsku.
Síðustu árin átti Svana orðið erf-
itt með gang, og önnur höndin var
kreppt. Hér naut hún aðstoðar Helga
bróður míns um það sem hægt var
að gera. En Svana lét ekki deigan
síga og fór sinna ferða hér um bæ-
inn, þótt hölt væri.
Svana hafði mikla ánægju af að
koma í boð til þeirra er henni þótti
vænt um. Hún hafði og yndi af því
að gleðja þá hina sömu. Hún fór
jafnan í slík boð, lék þá oft á als
oddi og hafði greinilega gaman af.
Snemma í þessum mánuði kom
Jón Jóhannes hingað til lands til
þess að flytja fyrirlestur, og var
hann hér í nokkra daga. Svana
gladdist mjög við að sjá hann og fá
að spjalla við hann. Það var hennar
hinsta gleðiefni. Nokkrum dögum
síðar fékk hún heilablóðfall og var
flutt á sjúkrahús. Ég sá hana í síð-
asta sinn í lifanda lífi sunnudaginn
15. þ.m., og var hún þá þungt hald-
in. Hún fékk hægt andlát daginn
eftir, mánudaginn 16. þ.m. — Hér
skal þeim þakkað, sem önnuðust
hana á sjúkrahúsum í veikindum
hennar, fyrr og nú. Ég veit, að Svana
var einkar þakklát þeim sem hjúkr-
uðu henni og hjálpuðu.
Eins og áður er frá greint, kom
Svana upphaflega til móður minnar
sem ráðskona, en fyrir löngu var
farið að líta á hana sem eina í okk-
ar fjölskyldu. En Svana átti einnig
fjölskyldu í Vestmannaeyjum, sem
henni þótti vænt um. Hún kom all-
oft til ættingja sinna þar, og þeir
komu einnig til hennar á Aragötuna.
Ég sendi skyldmennum hennar í
Eyjum innilegar samúðarkveðjur.
Svana Theodórsdóttir var hógvær,
og hún sagði oft ekki mikið. Hið
síðasta verk hennar í þessum heimi
var að taka á móti drengnum, sem
hún annaðist og unni af öllu hjarta,
frá því að hann kom í þennan heim
— föðurlaus. Hönd hennar var hálf-
kreppt, annar fóturinn máttlítill, en
úr augunum skein ánægja og innri
gleði.
Svana Theodórsdóttir var þrotin
að kröftum, áður en áfallið mikla
reið yfir, en hér kemur í hugann það
sem Hallgrímur Pétursson orti í
sálminum Um dauðans óvissan tíma:
„Dauðinn má segjast sendur / að
sækja, hvað skaparans er.“ — Ég
er viss um, að hún Svana mín lifir
nú í öðrum heimi, og ég bið að lok-
um skapara himins og jarðar um að
gæta hennar vel.
Olafur Oddsson.
utan í síðasta sinn. Hún gaf mér
kaffí og spáði í bollann fallegri
framtíð; kannski eins og hún sá
hana, eða kannski eins og hún vildi
sjá hana, eða kannski vildi hún
bara gera mér góða stund.
Þetta eru fátæk orð sem máttlít-
il leitast við að lýsa þakklæti fyrir
samleið sem var góð og heil og
skilur eftir sig hafsjó af fegurð og
dýpt.
Hvíldu í friði í faðmi þeirra sem
hafa beðið þín.
Ándrés Ragnarsson.
Mig langar að kveðja hana
frænku mína méð nokkrum orðum,
en hún Stína mín var engin venju-
leg frænka, fyrir mér var hún eitt-
hvað mikið meira en það.
Mér er enn í minni, þegar ég var
smástelpa og hún Gunna frænka,
systir hennar Stínu, var ófrísk og
kom í heimsókn og sat í eldhúsinu
og var að spjalla við mömmu, og
sagði allt í einu: „Ég var búin að
segja Stínu systur að ef ég _dey, þá
eigi hún að eiga barnið.“ Ég man
alltaf hvað ég var undrandi á þess-
um orðum. Spurði síðan mömmu,
þegar Gunna var farin, af hveiju
Gunna héldi að hún væri að deyja,
og mamma sagði að hún hefði bara
verið að grínast. En skömmu seinna
fór ég í heimsókn með mömmu upp
á Barónsstíg til Stínu, þar sem hún
var að fara að hjálpa Stínu að baða
litlu stúlkuna, sem hún fékk í hend-
urnar þegar Gunna systir hennar
dó úr hettusótt við fæðinguna.
Svona er nú lífið stundum.
En betri dóttur hefði hún Stína
mín ekki getað fengið, eins vel og
hún Gunna Birna hefur reynst henni
mömmu sinni. Þær hafa búið i sama
húsinu hvor á sinni hæðmni í Skipa-
sundinu alla tíð síðan Árni heitinn,
eiginmaður Stínu, byggði það af
sínum alkunna dugnaði. Seinna
eignuðust Ámi og Stína sína eigin
dóttur, þá orðin fertug, sem er Inga
B. Árnadóttir tannlæknir. Hún
Stína frænka mín var rík kona,
átti tvær yndislegar dætur og sjö
bamaböm.
Heimilið hennar Stínu var alla
tíð eins og miðpunkturinn í fjöl-
skyldunni okkar. Hún var eina syst-
irin eftir að Gunna dó en átti þá
fimm bræður, Kári elstur, sem átti
heimili alla tíð hjá systur sinni.
Næstur var Hafliði, faðir minn, síð-
an Árni og Björn, en yngstur er
séra Lárus Halldórsson, sem nú er
einn eftirlifandi af systkinunum,
hálfbróðir þeirra. Og eins bjó Krist-
ín amma hjá henni eftir að Stína
flutti í Skipasundið. Tengdamóðir
Stínu, Inga, átti líka heimili hjá
Stínu og Arna syni sínum.
Stína bjó á Barónsstíg 63 þegar
ég var í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar og þá var það fastur liður
að koma til hennar í löngu frímínút-
unum, og ekki bara ég, heldur var
vinkona mín boðin með í kaffi og
meðlæti. Oft leitaði ég til hennar
frænku minnar á mínum unglings-
ámm, bæði til að fá hjálp við að
sauma flík, en Stína var mjög flink
saumakona, eða til að fá hughreyst-
ingu ef lífið var eitthvað erfitt. Allt-
af var mér jafn vel tekið og út fór
ég með nýja flík eða nýja trú á líf-
ið og tilveruna. Já, það var alltaf
jafn notalegt að koma til hennar
Stínu minnar og verð ég henni
ævinlega þakklát fyrir allt það sem
hún gerði fyrir mig um dagana, eða
eins og ég sagði í upphafi, hún var
mér engin venjuleg frænka, heldur
bakhjarl, sem ég átti alltaf að og
gat leitað til, sem sagt alveg ómet-
anleg.
Elsku Inga og Gunna Birna,
megi góður Guð gefa ykkur báðum
og fjölskyldum ykkar frið og fegurð
í minningunni um góða móður.
Guðrún Þ. Hafliðadóttir.