Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 {= MORGUNBLAÐIÐ BORGARSTJÓRIMARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Könnun Félagsvísindastofnunar Kjósendur Al- þýðubandalags kjósa R-listann 68% kjósenda Sjálfstæðisflokks fyrir fjórum árum ætla að kjósa hann aftur ALLIR þeir sem kusu Alþýðubandalagið í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum, og ætla að kjósa nú, styðja R-listann en 14% þeirra sem kusu þá Nýjan vettvang segjast ætla að kjósa D-listann. 68% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokk fyrir fjórum árum ætla að kjósa hann aftur. Stuðningsmönnum við R-lista fækkar í hópi kjósenda sem kusu Fram- sóknarflokk síðast. Yfír helmingur nýrra kjósenda á kjörskrá styður R-listann nú. Þetta kom fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur á fylgi fram- boðslistanna tveggja fyrir borgar- stjómarkosningarnar; R-listinn fékk fylgi 51,6% þeirra sem tóku afstöðu en D-listinn 48,4%. Fram kom að stærstur hluti þeirra sem kusu minnihlutaflokk- ana í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum ætlar að kjósa R-listann nú, og stærstur hluti kjósenda Sjálf- stæðisflokks þá, eða 68%, ætlar að kjósa hann aftur. 22% þeirra ætla að kjósa R-listann en 10% eru óvissir eða neita að svara. 98% fylgi Alþýðubandalags 81% þeirra sem kusu Nýjan vett- vang í síðustu kosningum ætla að kjósa R-listann nú, 14% þeirra kjósa Sjálfstæðisflokk en 6% voru óviss eða neituðu að svara. Nýr vettvangur var boðinn fram af Alþýðuflokki og hluta Alþýðu- bandalags en 98% þeirra sem kusu Alþýðubandalagið fyrir fjórum árum ætla að kjósa R-listann nú. Enginn þeirra ætlar að kjósa D- listann en 3% ætla ekki að kjósa. 77% kjósenda Framsóknar- flokks ætla að kjósa R-listann nú, 13% ætla að kjósa D-listann en 10% eru óvissir eða neituðu að svara. Þá ætla 83% kjósenda Kvennalistans síðast að kjósa R- listann en 7% D-listann. 11% ætla ekki að kjósa, neituðu að svara eða hafa ekki gert upp hug sinn. 54% þeirra kjósenda sem ekki höfðu kosningarétt síðast þegar kosið var, ætla að kjósa R-lista samkvæmt skoðanakönnuninni nú en 30% D-listann. Þá ætla 47% þeirra sem ekki kusu síðast að kjósa R-listann en 26% D-listann. Síðasta könnun Síðasta könnun Félagsvísinda- stofnunar var gerð 1.-5. maí. Þá kom fram að 90% þeirra sem studdu Nýjan vettvang, Framsókn- arflokkinn, Alþýðubandalag og Kvennalista, ætluðu að kjósa R- listann en innan við 10% þeirra ætlaði að kjósa D-listann. Um 2/3 þeirra sem sögðust hafa stutt Sjálf- stæðisflokk 1990 ætluðu að kjósa D-listann aftur og 19% ætluðu að kjósa R-listann en 11% gáfu ekki upp afstöðu. 47% nýrra kjósenda sögðust ætla að styðja R-listann en 36% D-listann. Borgarstjórnarkosningar 1994 Könnun Félagsvisindastofnunar á fylgi flokka 23.-24. mai Hvað ætla kjósendur einstakra flokka/lista í kosningunum 1990 í Reykjavík að kjósa nú? Niðurstöðurnar eru bornar saman við könnun sem gerð var í byrjun maí. Kusu síðast... I '5- maí Óvissir, neita Nýjan vettvang 23.-24. maí ■ Kjósa ekki Kjósa nú R-lista Kvennalista - “r --------------------------------L ■ 1 ... j~r i Kjósa nú D-lista -----1-----1-------1------1------1----- 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Fjöldi svar- enda 31 36 33 31 273 372 27 40 39 57 62 56 136 148 77 81 R-Iistinn Skemmtun á Ingólfstorgi R-LISTINN heldur útiskemmt- un á Ingólfstorgi í dag. Aðal- ræðumaður dagsins verður borgarstjóraefni listans, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Safnast verður saman í Hljómskálagarðinum kl. 17 og gengið með lúðrablæstri og bumbuslætti út á Ingólfstorg. í Lækjargötu syngur Reykja- víkurkórinn. Á Ingólfstorgi verður skemmtun, þar sem ýmsir listamenn koma fram, s.s. Flosi Ólafsson, Edda Heið- rún Backman, Rió tríó, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Kelt- ar, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þokkabót, Lúðrasveit Reykja- víkur, Kuran Swing og Ný- dönsk. Táknmálstúlkur verður Þórey Torfadóttir. D-lista vagn- inn í Mjódd D-LISTA vagninn verður staddur við Álfabakka í Mjódd í dag kl. 17.30 Um borð verða frambjóðendur sem flytja stutt ávörp og D-listabandið leikur djass. Hverfafélögin í Breið- holti bjóða upp á útigrill og geta gestir og gangandi spjall- að við frambjóðendur. Jón Baldvin Hannibalsson skrifar flokksbræðrum bréf Kratar kjósi R JÓN Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sendi flokksfé- lögum sínum í Reykjavík bréf í gær þar sem hann skorar á þá að kjósa R-listann í borgarstjórnarkosning- unum 28. maí og beita áhrifum sín- um gagnvart fjölskyldu, vinum og starfsfélögnm að gera slíkt hið sama. Jón Baldvin segir Reykvíkinga standa frammi fyrir tveimur skýrum kostum: Áframhaldandi einsflokks- kerfí Sjálfstæðisflokksins — eða Reykjavíkurlistanum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgar- stjóraefni. Hann hvetur aiþýðu- flokksmenn til að kjósa R-listann og segir það einu leiðina til að vega upp á móti fjáraustri og fjölmiðlayf- irburðum Sjálfstæðisflokksins. Jón Baldvin lýsir Ingibjörgu Sólrúnu sem listann málefnalegum og rökföstum stjórn- málamanni sem treystandi sé til að stýra málefnum Reykvíkinga af fjár- hagslegri ábyrgðartilfínningu, hóf- semi og sanngirni og hún hafí sýnt það og sannað með afstöðu sinni á Alþingi til EES-samningsins, að hún sé alvörustjórnmálamaður, sem taki sjálfstæða afstöðu til mála, þegar þjóðarhagsmunir séu í húfi. íslenska út- varpsfélagið Auglýsing frá D-lista stöðvuð LÖGMAÐUR íslenska útvarps- félagsins sendi Sjálfstæðis- flokknum bréf í gær þar sem tilkynnt var að ein útvarpsaug- lýsinga sem flokkurinn hefur látið gera fyrir borgarstjórnar- kosningamar, yrði ekki birt oftar á Bylgjunni. í auglýsingunni var notuð hljóðupptaka úr fréttaþættin- um 19.19 þar sem rætt var við Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóra stjórnunarsviðs Ríkis- spítalanna og 4. mann á R- lista, um atvinnumál. Elín Hirst, fréttastjóri Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðtalsbútur sá sem um ræðir hafí verið notaður í heimildar- leysi og telji fréttastofan að orð Péturs hafi verið slitin úr sam- hengi. „Orð Péturs í auglýsing- unni má skilja á annan veg heldur en þau féllu í 19.19 og meðal annars er klippt aftan af svarinu sem útskýrði betur það sem hann sagði. Ég heyrði auglýsinguna fyrst í gær og þá var ákveðið í framhaldinu að stöðva birtingu hennar,“ segir Elín. Morgunblaðið/Sverrir Borgarmál rædd við Aflagranda ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, heimsótti félags- og þjónustumið- stöð aldraðra við Aflagranda í gær. Eldri borgararnir höfðu greinilega ýmislegt til málanna að leggja um komandi borgar- stjórnarkosningar og ræddu ýmis mál við borgarstjórann. Morgunblaðið/RAX Sigrún, Helgi ogKristín íheimsókn FRAMBJÓÐENDUR R-listans fóru víða um borgina í kosninga- vagni sínum í gær og komu m. a. við í Furugerði 1, þar sem félagsstarf aldraðra er til húsa. Þar ræddu Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson og Kristín Dýrfjörð við aldraða borgarbúa. Þá söng Inga Bachmann, við pianóundirleik Svövu Víkingsdóttur. Oflokksbundnir og óákveðnir fylgjast með rökræðum Arna og Ingibjargar Borgarstjóraefni fá einkunnir í beinni útsendingu STÖÐ 2 gengst í kvöld fyrir sjón- varpsþætti með borgarstjóraefnum framboðslistanna, þar sem fram fer í beinni útsendingu skoðana- könnun meðal áhorfenda á útsend- ingarstað um frammistöðu fram- bjóðendanna. 120-130 áhorfendur verða við- staddir gerð þáttarins sem fram fer á Hótel Borg, sérvaldir úr 1.000 manna úrtaki frá ÍM Gallup. Skoðanakönnun um frammistöðu Fyrirtækið spurði einstakling- ana í úrtakinu um hvernig atkvæði þeirra féllu á kjördag og hvort að viðkomandi væri flokksbundinn í stjórnmálaflokki. ÍM Gallup bauð síðan þeim sem kváðust vera óá- kveðnir og óflokksbundnir að vera viðstaddir þáttinn og verða þeir í meirihluta áhorfenda, en aðrir þeir sem verða viðstaddir hafa gert upp hug sinn og töldu sig ekki dygga stuðningsmenn hvorugs framboðs- listans. Öllum var síðan sent bréf sem gildir sem aðgöngumiði að tökustað, en forráðamenn Stöðvar 2 fá aldrei upplýsingar um nöfn þessara einstaklinga. Reglum Tölvunefndar fylgt Elín Hirst, fréttastjóri Stöðvar 2, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið haft á til að gæta í senn hlutleysis og fræðilegra krafna og til að uppfylla reglur Tölvunefnd- ar. „Þessi kviðdómur fylgist síðan með framsögu, rökræðum og yfír- heyrslu yfír Arna Sigfússyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, ásamt ávörpum þeirra að lokum, og fær síðan í hendur spurninga- blað. Á því er spurt hvort þeirra stóð sig betur og áhorfendur síðan beðnir um að gefa frambjóðendun- um einkunn. Við munum síðan vinna hratt og örugglega úr svör- unum, og er niðurstöðu úr þessari skoðannakönnun meðal óvissra og óflokksþundinna um frammistöðu frambjóðandanna í þættinum vænst um 15 mínútum eftir að ræðum þeirra lýkur,“ segir Elín Hirst. > \ í I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.