Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 64
 HEWLETT PACKARO m HPÁ ÍSLANDI H F Höfdabakka 9. Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 631100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 26. MAI1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX NÚ ERU ungarnir óðum að skríða úr eggjunum og á Tjörninni í Reykjavík má sjá þá á sundi með foreldrum sínum. Æðarkolla þessi var að viðra ungana sína fjóra og reyndi einn að gera sig breiðan og æfa vængjasláttinn þó enn sé eitthvað í að hann geti hafið sig til flugs. 3.000 hafa kosið utan kjörstaða í GÆR höfðu 3.216 kosið utan kjörstaða í Armúlaskóla í Reykjavík vegna sveitar- stjórnarkosninganna 28. maí næstkomandi. Við síðustu sveit- arstjórnarkosningar árið 1990 höfðu 3.056 manns kosið mið- vikudag fyrir kjördag. Kosið er j^^Vrmúlaskóla alla daga vikunn- ^ar milli klukkan 10 og 12, frá klukkan 14 til 18 og frá klukkan 20 til 22. Á myndinni sést kjós- andi kjósa í Ármúlaskóla í gær. ---------------» ♦ ------- Sexá Líf færist í starfsemi ráðningarfyrirtækja Aukin eftirspum eftir sérhæfðu starfsfólki LÍF VIRÐIST hafa færst í starfsemi ráðningarfyrirtækja að undanförnu, einkum hjá þeim sem annast ráðningar í stjómunar-, sölu-, skrifstofu- og sérfræðistörf. Forráðamönnum þeirra ber saman um að fyrirtæki séu farin að líta í kringum sig aftur eftir að hafa haldið að sér höndum í mannaráðningum undanfarin misseri. Morgunblaðið/Bjarni Þórir Þorvarðarson hjá Hagvangi segir að hann hafi fyrst tekið eftir fjölgun ráðninga í desember og síð- an hafí þeim fjölgað jafnt og þétt. Umskipti hafí síðan orðið í apríl og verkefnum fjölgað mjög mikið og hefur orðið framhald á f maí. Hann segist gera ráð fyrir því að ráðningar í maí og júní verði svipað margar en síðan dragi úr þeim fram yfir verslunarmanna- helgi. Mikill fjöldi sé hins vegar á skrá hjá fyrirtækinu og mun fleiri en árið 1992. Fleiri hugsa sér til hreyfings Guðni Jónsson segir að meira líf sé í ráðningum um þessar mundir og einnig mætti merkja að fleiri hugsuðu sér til hreyfings en áður. Hjá Liðsauka fengust þær upplýs- ingar að fjölbreytt störf hefðu vérið í boði undanfarið og mikið væri beðið um sölufólk og tölvufræðinga. Fyrirtæki gerðu hins vegar meiri kröfur en áður og mörg teldu að úr meiru væri að moða en reyndin væri. Guðný Harðardóttir hjá Ráðning- arþjónustu Lögþings segir að það veki athygli að nú hafi eftirspurn eftir markaðsfólki aukist. En þessi aukna eftirspurn eftir sérhæfðu starfsfólki hefur ekki komið fram hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Þar hefur eftirspurnin verið svipuð og í fyrra en heldur færri eru þar á skrá nú en síðasta sumar. ■ Vaxandi bjartsýni/B4 sjúkra- hús eftir árekstur Saudárkróki. Morjjunblaðið. MÓTORHJÓL og fólksbíll rákust saman við ytri vegamót Hofsóss og Siglufjarðarvegar á tólfta tím- anum í gærkvöldi. Áreksturinn varð mjög harður og þurfti að flytja sex menn á sjúkrahúsið á Sauðár- króki. Ekki fengust skýrar upplýs- ingar um líðan þeirra, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er enginn í lífshættu. Lögreglan fékk tilkynningu um slysið um klukkan 23.20 og voru þegar sendir tveir sjúkrabílar á slysstað. Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum valt bíllinn við áreksturinn. Fimm menn, sem í honum voru, slösuðust allir. Héraðsdómur gerir lækni skaðabótaskyldan vegna mistaka 4,6 milljón- ir í bætur Læknirinn hafði keypt sér tryggingu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær bæklunarlækni í Reykjavík til að greiða 38 ára gömlum manni 4,6 milljónir króna með vöxtum frá janúar 1989 í skaða- og miskabætur. Er hann dæmdur fyrir að hafa ekki veitt manninum rétta meðferð með þeim afleiðingum að krabba- meinsæxli í fæti hans greindist ekki fyrr en svo seint að að nema varð á brott fót mannsins ofan við hné. Við rekstur málsins kom fram, að sögn Gísla Baldurs Garðarsson- ar hrl., lögmanns mannsins, að læknirinn hefði keypt sér trygg- ingu gegn kröfum af þessu tagi. Maðurinn hafði leitað til læknis- ins í desember 1986 og átti þá að baki margra ára sögu um verki í framanverðum hægri fótlegg. Þremur árum áður hafði hann farið í endurteknar skurðaðgerðir á Akranesi til að létta á þrýstingi í fætinum. Sérfræðingurinn sendi manninn í geislameðferð og nudd sem kom ekki í veg fyrir að ástand hans versnaði en sýni sem ítrekað voru tekin og skoðanir sem margsinnis voru gerðar á fætinum leiddu ekki í ljós að um illkynja æxli væri að ræða en ekki var þá gerð rann- sókn til að ganga úr skugga um hvort um illkynja æxli væri að ræða. í niðurstöðum Héraðsdóms seg- ir að sjúkrasaga mannsins og ástand fótleggs hans hefði þegar í upphafi átt að kalla á mun mark- vissari rannsóknir af hálfu bækl- unarlæknisins en gerðar voru og að læknirinn hafi staðið rangt að málum þegar hann byggði sjúk- dómsgreiningu á þriggja ára gam- alli greiningu frá Akranesi án þess að framkvæma sjálfstæða rannsókn enda þótt ljóst mætti vera að meðferðin á Akranesi hefði engum varanlegum árangri skilað. Rangt hafi verið af læknin- um að senda manninn í sjúkra- þjálfun án þess að framkvæma ítarlegar rannsóknir á meini hans fyrst. Einnig hafi verið rangt að láta hjá Iíða að gera frumurann- sókn á vökvasýni úr meininu en sýni hafi ekki verið rannsökuð þótt sárið greri illa og ítrekað væri tappað úr því vökva. Dómur- inn telur að það hefði ekki átt að dyljast lækninum að um ívöxt væri að ræða sem allt eins gæti verið illkynja. 200 þús. kr. miski Læknirinn var dæmdur til að greiða manninum bætur fyrir þá viðbótarörorku sem talið var að hann hefði orðið fyrir vegna drátt- ar á réttri meðferð. Varanleg ör- orka hans er talin 65% en hefði með réttri meðferð orðið 35%. Að teknu tilliti til skattfrelsis bótanna og hagræðis af eingreiðslu var læknirinn dæmdur til að greiða manninum 4,4 milljónir króna í skaðabætur og 200 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins, auk rúmra 800 þúsund króna í máls- kostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.