Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Er Garðabær líka bær fyrir ungt fólk? í GARÐABÆ hefur verið við stjórnvölinn síðustu misserin meiri- hluti sjálfstæðismanna, og það er óhrekjanleg staðreynd að flokkur í slíkri aðstöðu ber jafn- an ábyrgð á því sem miður hefur farið og því sem vel hefur verið gert. í þessari stuttu grein er ekki ætlunin að rekja störf meirihlu- taflokksins, né störf minnihlutaflokkanna, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Kvenna- lista. Þvert á móti er Karl Rúnar Þórsson þar búi vinni staðar, og sé að auki vellauðugt fólk sem ekki viti aura sinna tal og kjósi ekkert frekar en að hafa Garðabæ sem eins konar hvíldar- stað sinna líkra. En er þetta sönn mynd sem dregin er upp af bæjar- félaginu? Sem betur fer er Garðabær nokkuð friðsælt og þægilegt bæjarfélag. Þar er mið- bæjarkjami með þjón- ustu og verslunum. í bænum er auk þess önnur atvinnustarfsemi sem raunhæft er að í annars \ Garðabæ er staða ungs fólks, sem komið er að þeim punkti að yfirgefa foreldrahús, með ólíkindum, segir Karl Rúnar Þórsson, og framboð á húsnæði við þess hæfi varla fyrir hendi. ætlunin sú að hugleiða stöðu ungs fólks í Garðabæ, þeirra sem í dag standa á tímamótum en hafa stærst- an hluta ævi sinnar alist upp í bæn- uni, gengið þar í skóla og tekið þátt í því íþrótta- og æskulýðsstarfí sem þar er í boði. Þetta er sá hópur sem hlotið hefur uppeldi sitt í bænum og verið á sinn hátt virkur þátttak- ’andi í bæjarlífinu. Sá er þetta ritar er einn þeirra mörgu ungu Garðbæ- inga á kosningaaldri sem inn í þenn- an hóp falla, og hefur séð og upplif- að umtalsverðar breytingar á skipu- lagi og starfsemi í Garðabænum. Er Garðabær raunverulega bær? Oft hefur þeirri staðhæfíngu ver- ið slegið fram að Garðabær sé bara svefnbær, því meirihluti þeirra sem framtíðinni eigi eftir að eflast, enda Garðabær stutt frá Reykjavík, kjama atvinnulífsins. Garðabær státar af öflugu íþrótta- og tóm- stundastarfí jafnt fyrir börn sem fullorðna, og skólum, allt frá leik- skólum til fjölbrautaskóla. Allt það sem hér hefur verið nefnt á sinn þátt í að gera Garðabæ að bæjarfé- lagi sem stendur undir nafni a.m.k. í hugum þeirra sem þar eru uppald- ir. En það eru fleiri en þessir þætt- ir sem koma upp í huga fólks í Garðabæ þegar spurningunni um það hvort Garðabær sé raunveru- lega bær er svarað, Hvað um bæjarbraginn? Bæjarbragurinn og stemmningin í bæjarlífínu t.d. í kringum hátíða- höld eða íþróttaviðburði er án efa TRULOFUNARHRINGAR M O R G G l F T I N G A H R I N G A R BRUÐKAUPSDAGAR DEMANTAHUSID BORGARKRINGLUNNIS: 679944 önnur mikilvæg vísbending um það hvort Garðabær sé raunverulega bær eða ekki. En skemmtilegur bæjarbragur og stemmning sem auðgar mannlífið verður ekki til á nokkrum dögum og á það jafnt við um Garðabæ sem önnur bæjarfélög. Nei, slíkt mótast á löngum tíma og tekur jafnvel nokkrar kynslóðir að þróast. Þetta leiðir hugann að unga fólk- inu í Garðabæ sem stendur á tíma- mótum, og er við það að yfírgefa foreldrahús. Margir eru í framhalds- námi, einhverjir hafa lokið námi og aðrir hafa þegar farið út á vinnu- markaðinn. Tvennt á þetta unga fólk sameiginlegt: Að þurfa að finna sér húsnæði við hæfí og að hafa alist upp í bænum og gengið þar í skóla; bæjarbragurinn er því hluti af uppeldi þess. íbúar sem alist hafa upp í bænum hljóta að vera hverju bæjarfélagi nauðsyn a.m.k. ef markmið ráðamanna er raunveru- lega að byggja upp bæ, og hlýtur það sama að gilda um Garðabæ. Nei, Garðabær vill ekki „börnin sín“ í Garðabæ er staða ungs fólks sem komið er að þeim tímapunkti að yfirgefa foreldrahús með ólíkind- um. Framboð á húsnæði í bænum við þeirra hæfí er mjög takmarkað og varla fyrir hendi. Það er hreint ekki á valdi ungs fólks að ráða við þau kjör sem þar eru í boði, hvort heldur sem er til kaups eða leigu. Garðabær, bæjarfélagið og „upp- alandinn“ sem alið hefur upp þetta unga fólk, er þegar á reynir ekki í stakk búinn til þess að taka við þeim sem þar hafa alist upp, a.m.k. ekki fyrr en unga fólkið hefur meira umleikis. Þessi staðreynd leiðir til þess að stærsti hluti ungra Garðbæ- inga hefur fram að þessu orðið sér úti um húsnæði annars staðar en í Garðabæ. Dæmin sanna að þegar fólk hefur eitt sinn komið sér fyrir í öðru bæjarfélagi er óvíst að Garða- bærinn verði seinna fyrir valinu og er þá hætt við að „Garðabæjarupp- eldið“ sé unnið fyrir gýg. Þverpólitískt mál Það skiptir ekki máli hvar í litrófí stjórnmálanna ungt fólk í Garðabæ stendur þegar húsnæðismálin eru rædd. Þeir sem á annað borð vilja búa í Garðabæ, vilja verða sér úti um sitt fyrsta húsnæði þar í bæ en ekki í nágrannabæjarfélögunum, og er það varla mjög ósanngjörn krafa. Margir foreldrar í Garðabæ hafa iekið undir þessa kröfu, og sagt að Garðabær eigi að vera bær fyrir unga Garðbæinga rétt eins alla aðra sem í bænum vilji búa. Til að svo megi verða vantar nú þegar í bæinn húsnæði við hæfí ungs fólks, hús- næði sem byggt er á hagkvæman hátt og af hentugri stærð. Ef vilji er fyrir hendi hjá bæjaryfírvöldum 1 Garðabæ, er fullvíst að húsnæðismál ungs fólks í Garðabæ er hægt að leysa. • Möguleikamir eru margir, hvort heldur sem er á almennum markaði eða á félagslegum grunni. Vilji ungs fóks í Garðabæ er fyrir hendi, en vilji bæjatyfírvalda til skipulagningar og framkvæmdar er það sem þarf, eigi Garðabær að verða líka bær fyrir ungt fólk. Höfundur er Garðbæingur og stundar nám ísagnfræði við Háskóla íslands. Olfusingar - breytum til! í Ölfushreppi eru mörg tækifæri til að efla at- vinnulífið, segir Karl Karlsson, sem telur að þau þurfi að nýta. ÍBÚUM Ölfus- hrepps gefst nú tæki- færi til að breyta til varðandi stjóm sveit- arfélagsins í kosn- ingunum 28. maí. Þá má spyija: Er einhver ástæða til að breyta til? Mitt svar er já, það er ástæða til og meira að segja ærin ástæða. Kreppa hefur verið í þjóðfélaginu síðustu ár og svo virðist sem húh verði eitthvað áfram. Misjafnt er hversu hart þessi Karl Karlsson kreppa hefur komið niður á fólki, það fer til dæmis svolítið eftir því hvar menn búa. í sumum byggðarlögum er ástandið allgott þrátt fyrir allt. I Ölfushreppi eru mörg tækifæri til að efla atvinnulífið og auka fjöl- breytni þess, en það er ekki nóg að hafa tækifærin. Það þarf líka að nýta þau. I Þorlákshöfn eru fisk- veiðar og vinnsla undirstaðan, en auðvitað er hægt að gera fleira þar og þess vegna þarf að hvetja fyrirtæki í öðrum greinum til að hefja þar starfsemi. í sveit- inni eru fjölmargir staðir sem bjóða upp á starfsemi í ferða- þjónustu. Til dæmis eru margar perlur í Selvoginum. Til þess að nýta þessi tækifæri sem liggja fyrir fótum okk- ar þarf fólkið í foryst- unni, sveitarstjórnin, að hafa áhuga og sýna frumkvæði, vinna af krafti við fjölgun atvinnutækifæra í hreppn- um og laða hingað nýja starfsemi, styðja við bakið á þeim sem fyrir eru með ráðum og dáð, sjá til þess að skilyrði séu fyrir hendi til upp- byggingar. Þess vegna er mikilvægt að I- listinn fái góða kosningu til sveitarstjórnar. I forystu hans er fólk sem hefur áhugann, kraftinn og hefur sýnt að það er óhrætt við að ryðja nýjar brautir. Þar er fólk með víðtæka reynslu, fólk sem er óbundið af hefðbundnum flokks- pólitískum viðhorfum, fólk sem er treystandi til að efla byggðarlagið og skapa betri skilyrði til góðs mannlífs í Ölfushreppi. Þess vegna skora ég á kjósendur í Ölfushreppi að veita I-listanum brautargengi í kosningunum. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri og skipar 14. sæti á 1-listanum í Ölfushreppi. TIL GRÆNLANPS MEÐ FLUGLEIÐUM » TEL GRÆNLANPS MEÐ FLUGLEIÐUM « TIL GRÆNLANPS MEÐ FIXJGLEIÐUM « TEL GRÆNLANPB Sértilboð * Á manninn í tvibýli í 5 daga og 4 nætur. Innifalið flug, ferðir til og frá flugvelli, bátsferð til Qaqortoq, gisting og morgunverður (hótel Inuili, hótel Qaqortoq). Heimsókn að Görðum og Bröttuhlíð. Flugvallarskattar ekki innifaldir. ** Á manninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nætur. Innifalið flug (viðkoma í Syðri Staumfirði á útleið), ferðir til og frá flugvelli, gisting og morgunverður (hótel Inuili). Bátsferð til Narsaq og viðkoma í Bröttuhlíð í bakaleið. Flugvallarskattar ekki innifaldir. GRÆNLANDS MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL GRÆNLANDS MEÐ FLUGIÆIÐUM • TIL GI Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í sfma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8-16.) FLUGLEIDIR Traustiir íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.