Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 61
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Lok, lok og læs!
Morgunblaðið/Einar Falur
Pat Rlley, þjálfari New York, vissi
hvað átti að gera á örlagastundu.
Charles Oakley (t.h.) gerði 20 stig
fyrir heimamenn og tók 13 fráköst.
Pat Riley, þjálfari New York, lokaði
vörn sinni á þýðingarmiklu augnabliki
NEW York Knicks sigraði Indiana Pacers á heimavelli ífyrstu
viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA í fyrrinótt,
100:89. Patrick Ewing, miðherji Knicks, leiddi lið sitt til sigurs;
gerði 28 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot.
Heimaliðið hafði þægilega for-
ystu í leikhléi, 53:37, en leik-
menn Indiana náðu sér vel á strik
í seinrii hálfleiknum. Eft.ir þriðja
leikhluta var staðan 70:63 og er
aðeins 4,08 mín. vom eftir af leikn-
um höfðu gestirnir minnkað muninn
niður í tvö stig, 85:83. Þá bað Pat
Riley, þjálfari New York, um leik-
hlé. Vörnin var skipulögð upp á
nýtt og strax eftir hléið svaraði
Hubert Davis, bakvörður New
York, með þriggja stiga körfu og
eftir það var sigurinn ekki í hættu.
„Við hefðum auðveldlega getað tap-
að,“ sagði þó Patrick Ewing. Leik-
menn Indiana hefðu lagt allt í söl-
urnar til að vinna upp muninn sem
var í hálfleik, og leikið mjög vel,
„en við stóðumst pressuna frá
þeim.“
Charles Oakley gerði 20 stig fyr-
ir New York í leiknum og tók 13
fráköst. Hann lék geysilega vel og
gerði m.a. tvær mjög dýrmætar
körfur á lokamínútunum er hann
náði að blaka knettinum rétta boð-
leið eftir misheppnuð skot. Larry
Brown, þjálfari Indiana, hrósaði
Oakley sérsaklega: „Hann gerði
gæfumuninn." Lið Indiana er frægt
fyrir góða endaspretti; að snúa
leikjum sér í hag og sigra eftir að
hafa verið í slæmri stöðu. Þetta
gerði liðið bæði gegn Orlando og
Atlanta í úrslitakeppninni. Pat Ril-
ey, þjálfari New York liðsins, sagð-
ist einmitt hafa rætt þetta atriði
við menn sína í hálfleik. Hann hefði
búist við gestunum kraftmiklum í
seinni hálfleik og það hefði gengið
eftir. Riley var á því að þreyta hefði
setið í leikmönnum sínum eftir sjö-
unda leikinn gegn gömlu erkifjend-
unum í Chicago Bulls í undanúrslit-
unum á sunnudag. „Leikurinn
[gegn Indiana] vannst eingöngu á
viljastyrk í seinni hálfleik," sagði
hann.-
Rik Smith var stigahæstur hjá
Indiana með 27 stig. „Hann var
frábær," sagði Patrick Ewing. „Ég
verð að koma í veg fyrir að hann
komist með knöttinn svo nálægt
körfunni," sagði hann.
Allir fjórir bakverðir New York
komu mikið við sögu í leiknum og
léku vel, þó John Starks hafi aðeins
gert þijú stig og Derek Harper
fimm. Greg Anthony gerði 16 stig,
þar af þrjár 3ja stiga körfur og
Davis gerði 12 stig. En aðalatriðið
í leik bakvarðanna var þó varnar-
leikurinn; þeir skiptust á að gæta
Reggies Miller, aðalskyttu Indiana,
og hann gerði aðeins 14 stig. Náði
reyndar aðeins að skjóta ellefu sinn-
um á körfuna allan leikinn, og það
þykir ekki mikið á þeim bæ. Skýtur
að meðaltali um 30 sinnum á körf-
una í hveijum leik.
Lið Indiana leikur nú til úrslita
í Austurdeildinni í fyrsta skipti, síð-
an félagið kom inn í NBA-deildina
1976. Það komst í úrslitakeppnina
í fyrra en tapaði þá í fyrstu umferð
fyrir New York Knicks.
KNATTSPYRNA
Þær mæta
Grikkjum
Logi Ólafsson hefur valið 16 leik-
menn fyrir leikinn gegn Grikkjum
og er einn nýliði í hópnum, Sigfríður
Sophusdóttir, markvörður úr Breiða-
bliki. Annars er liðið þannig skipað
(landsleikjafjöldi í sviga):
Markverðir:
Sigríður Pálsdóttir, KR (2)
Sigfrfður Sophusdóttir, UBK (0)
Aðrir leikmenn:
Vanda Sigurgeirsdóttir, UBK (17)
Margrét Ölafsdóttir, UBK (3)
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK (21)
Sigrún Óttarsdóttir, UBK (4)
Ásthildur Helgadóttir, KR’(3)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR (7)
Guðlaug Jónsdóttir, KR (4)
Helena Ólafsdóttir, KR (6)
Bryndís Valsdóttir, Val (2)
Guðrún Sæmundsdóttir, Val (15)
Auður Skúladóttir, Stjömunnni (7)
Ragna Lóa Stefánsd., Stjömunni (9)
Laufey Sigurðardóttir, IÁ (14)
Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA (1)
Tvær breytingar voru gerðar á hópn-
um sem lék við Skota fyrir skömmu.
Sigrún Óttarsdóttir og Laufey Sigurð-
ardóttir, sem komust ekki til Skotlands
vegna prófa, koma inn fyrir Heru Ár-
mannsdóttur og Katrínu Jónsdóttur.
íslenska kvennalandsliðið mætir Grikkjum í Laugardal
Dagsskipunin hjá
Loga er sigur
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur gegn Grikkj-
um á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. Leikurinn er liður
í undankeppni Evrópumóts landsliða. Logi Ólafsson, landsl-
iðsþjálfari kvenna, sagði leikinn hafa mjög mikla þýðingu
fyrir framgang kvennaknattspyrnunnar hér á landi. „Ef okkur
tekst vel upp gæti það hleypt nýju lífi í kvennaknattspyrn-
una,“ sagði Logi.
Island er í riðli með Grikklandi
og Hollandi. Þetta er annar
leikur íslenska liðsins í keppn-
inni, en í fyrra vann ísland Hol-
land 2:1 á Laugardalsvelli. Hol-
lendingar hafa leikið báða leiki
sína við Grikki og unnið báða,
heima 2:0 og úti 4:0. Það má því
gera ráð fyrir sigri íslenska liðs-
ins, ef marka má árangurinn
gegn Hollandi í fyrra. „Við förum
inná völlinn með það í huga að
sigra og ég tel möguleika okkar
góða. Með sigri eigum við enn
von um að komast í 8-liða úr-
slit,“ sagði Logi. „En það verður
að segjast eins og er að Holland
er líklega með besta liðið, en það
getur allt gerst,“ sagði þjálfarinn
sem sá Holland vinna Grikkland
2:0 fyrir skömmu.
Meðalaldur íslenska liðsins er
24,1 ár. Ásta B. Gunnlaugsdóttir
er elst 32 ára og Margrét ólafs-
dóttir yngst, 17 ára. Logi sagði
að heilu árgangana vanti inní og
þess vegna væri liðið kannski í
eldri kantinum. „En þetta eru
þær stúlkur sem ég tel bestar í
dag. Þær eru allar mjög vel á sig
komnar líkamlega enda hafa þær
æft markvisst síðan í nóvember
I fyrra. Þær hafa verið úthalds-
mældar reglulega, sem er ný-
mæli hjá okkur. Einnig hafa þær
skilað inn æfingadagbók frá því
í febrúar. Við leggjum áherslu á
að þær séu í góðu formi og æfi
minnst fimm sinnum í viku,“
sagði Logi.
■ CHELSEA setti félagsmet þeg-
ar það borgaði 2,3 millj. punda fyr-
ir miðheijann Paul Furlong frá
Watford í gær. Gamla metið var
2,1 millj. pund fyrir Robert Fleck
frá Norwich fyrir tveimur árum
■ ÁTTA af leikmönnum Boliviu,
sem léku í Reykjavík, léku gegn
írlandi í Dublin á þriðjudaginn —
og máttu þola tap, 0:1. Bolivíu-
menn léku grimman varnarleik.
■ PAT Bonner, markvörður
[rlands, hélt upp á 34 ára afmælis-
dag sinn með því að halda markinu
hreinu, en hann lék sinn 72. lands-
leik — jafnaði landsleikjamet Liams
Brady.
■ LIVERPOOL hefur gert fjög-
urra ára samning við danska mark-
vörðinn Michael Stensgaard, sem
er 19 ára og leikur með Hvidovre.
Stensgaard, sem, leikur einnig með
21 árs landsliði Dana, mætir til
Liverpool 10. júlí. „Ég á erfitt með
að trúa þessu — að ég sé búinn að
gera samning við Liverpool. Draum-
ur minn sem strákur hefur ræst.“
■ LIVERPOOL borgaði 31,8
millj. ísl. kr. fyrir Stensgaard, sem
er áhugamaður og fær hann stóran
hlut af þessari peningaupphæð í
eigin vasa. Hann verður varamark-
vörður Davids James.
H ARSENAL mun senda mann til
Portúgal um helgina til að ræða
við sænska landsliðsmanninn Stef-
an Schwarz, sem leikur með
Benfica. Schwarz er miðvallarspil-
ari.
■ RAY Wiklins hefur fengið
fijálsa sölu frá QPR og er miklar
líkur á að hann gangi til liðs ’við
Crystal Palace. Wilkins er 37 ára.
■ BRYAN Robson, framkvæmda-
stjóri Middlesbrough, hefur rætt
við Viv Anderson, fyrrum leikmann
Nott. For., Arsenal og Man. Utd.,
sem er nú. framkvæmdastjóri
Barnsley. Robson vill fá hann sem
aðstoðarmann sinn. „Boro“ verður
að borga Barnsley 50 þús. pund til
að leysa Anderson frá störfum.
■ RONNIE Whelan, miðvallar-
spilari Liverpool, sem fékk fijálsa
á dögunum, er í viðræðum við
WBA. Þá eru miklar líkur á að
Bruce Grobbelaar, markvörðurinn
kunni, sem fékk einnig frjálsa sölu,
fari til Tranmere.
■ STEVE Clarke hjá ChelsCa,'
leikur sinn fyrsta landsleik fyrir
Skotland í sex ár, þegar Skotar
leika gegn Hollendingum í dag.
■ GLASGOW Rangers setti níu
leikmenn á sölulista í gær. í hópi
þeirra sem eru á listanum, eru mark-
vörðurinn Andy Goram, Gary Ste-
vens, Pieter Huista, Hollandi og
Oleg Kuznetsov, Ukraínu.
■ SHEFFIELD Utd. er tilbúið að
kaupa_ Carl Veart, landsliðsmið-
heija Ástralíu, á 56,8 miiy. ísl. kr.
frá Adelaide City.
■ OLEH Bazylevych, landsliðs-
þjálfari Úkraínu, sagði í gær að
nokkrir sterkir leikmenn hafi til-
kynnt honum að þeir leiki með
landsliðinu í EM. Leikmennirnir eru
Oleg Protasov, Gamba Osaka í
Japan, Alexei Mikhailichenko og
Oleg Kuznetsov, Glasgow Ran-
gers, Gennady Litovchenko,
Admira og Yuri Sak, Spartak
Moskvu.
■ BAZYLEVYCH sagði að
nokkrir leikmenn frá Úkraínu, sem
leika í Rússlandi, hafí enn ekki
gert það upp við sig hvort að þeir
leiki með landsliði Úkraínu eða
Rússlandi.
■ SERGEI Kiryakov, sóknarleik-
maður hjá Karlsruhe, sem var eínu
af leikmönnunum íjórtán sem neit-
uðu að leika með landsliði Rúss-
lands, hefur skipt um skoðun —
sagðist í gær vera tilbúinn í slaginn.
■ ISIAH Thomas, körfuknattleik-
skappinn, sem hætti að leika með
Detroit Pistons í vetur vegna
meiðsla, er orðinn varaforseti nýja
NBA-félagsins Toronto Raptors.