Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hvað með bamabörnin, Guðrún?
Opið bréf til Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns
SÆL VERTU Guð-
rún.
Það setti að mér
hroll við að lesa svar-
grein þína til Helga
Sigurðssonar í Morg-
unblaðinu 19.5. sl. Þá
rifjaðist upp fyrir mér
sami málflutningur,
sömu rök og sama af-
staða þín til reykinga
og þú opinberaðir al-
þjóð á árinu 1984. Það
ár var frumvarp til
nýrra tóbaksvama-
laga til umfjöllunar á
Alþingi íslendinga.
Það er eins og þú haf-
ir ekkert lært um tób-
aksneyslu og áhrif hennar á heilsu
og heilbrigði fólks á þessum 10
árum? Þú veður enn sama reyk!
Þú ert enn við sama tóbakshomið!
Þú bankar hausnum við sama
gijótið og forðum og með sama
árangri. Engin ný þekking síast
inn. Engar nýjar hugsanir fæðast.
Engin ný afstaða mótast. Málflutn-
ingur þinn er sama tóbakið, hróp
og skens. Þetta er mér umhugsun-
arefni og það ætti að vera þér
ástæða til íhugunar.
Upplýsingar Helga Sigurðsson-
ar læknis um óheilsu og tóbaks-
neyslu í opnu bréfí til þín þann
17.5. sl. era réttar og byggðar á
þeirri þekkingu sem fyrir hendi er
þjóðhátíðarárið okkar. Þú kýst aft-
ur á móti að kalla Helga Sigurðs-
son ósannindamann, rök hann óvís-
indaleg og gefur í skyn að fyrir
honum vaki eitthvað annað en að
upplýsa um staðreyndir. Þennan
áfellisdóm hirðir þú ekki um að
rökstyðja og en lætur
nægja að gera hróp
að manningum með
glamuryrðum og gysi.
Stöðu mannsins vegna
telur þú þó við hæfi
og þér skylt að senda
honum tóninn. Þú ger-
ir manna-mun Guð-
rún.
Nú hefur þú enn
skipað sjálfri þér í
fylkingarbijóst reyk-
ingamanna. Það er við
hæfi og drengskapur.
Reykingamenn eru
minnihlutahópur og
eiga talsmenn fáa utan
sinna vébanda. Mann-
réttindi viljum vér í öndvegi og þau
em fjöregg lýðræðis. Mannréttindi
era réttur einstaklingsins til að
velja og hafna, taka ákvarðanir
og axla ábyrgð á eigin lífi. Umræð-
an snýst einnig um réttindi þeirra
sem ekki nota tóbak og þeir eru
fleiri í þjóðfélaginu. Við erum því
einnig að skoða lögmál og leikregl-
ur lýðræðisins, Guðrún. Umræðan
er einnig af siðfræðilegum toga.
Er frelsi einstaklingsins svo óheft
í þjóðfélagi að hann með gjörðum
sínum megi skaða og jafnvel deyða
náungann án þess að vera kallaður
til ábyrgðar? Við viljum réttsýni
og réttlæti fyrir reykingamenn og
einnig hina sem kjósa að reykja
ekki. Engum er bannað að reykja
og er það einkamál hans Guðrún.
Það era mannréttindi.
í bemsku minni man ég eftir
hrákadöllum á göngum Arnar-
hváls, miðstöð opinberrar stjórn-
sýslu hér á landi. í þann tíma nutu
spýtingar enn tillits eins og hús-
búnaður þessi í Arnarhváli sýndi.
Ekki man ég eftir því Guðrún, að
opinber umræða um mannréttindi
skyrpingamanna færi fram en
mjög var að þessum mönnum
þrengt er hrákadallar voru aflagð-
ir. Menn urðu að skyrpa utandyra
ellegar á laun. Enginn skipaði sér
í fylkingarbijóst þeim til vamar.
Hvaða „offors og miskunnarleysi"
átti sér þarna stað? Er of seint að
beita sér í þessu máli og leiðrétta
þeirra hlut? Ég hvet þig eindregið
til þess Guðrún, því notkun munn-
tóbaks fer nú aftur vaxandi.
Það er skondið Guðrún, að þú
skulir snúast til varnar einu mesta
auðvaldi heims, tóbaksiðnaðinum.
Auðvald, sem að útflutningsverð-
mætum veltir yfir 4.000.000.000
(já, 4 og níu núll!) bandaríkjadala
á ári. Auðvald, sem ver þúsundum
milljóna til auglýsinga og áróðurs
og oft á óbeinan hátt til að smjúga
í gegnum landslög. Auðvald, sem
hefur afl til afskipta af heimsmál-
um og þar era þær systur rétt-
sýnni og miskunn í engum ráðum
hafðar. Þú ert komin í vondan fé-
lagsskap, Guðrún. Styður rangan
málstað. „Yfirveguð upplýsinga-
starfsemi" má sín lítils í þessum
ójafna leik - og þó. Undanfarin
ár hefur dregið úr reykingum á
Vesturlöndum meðal menntafólks
og þeirra sem betur mega sín efna-
Iega. En hvernig réttum við þá
hlut hinna, sem standa höllum
fæti, Guðrún? „Yfirveguð upplýs-
ingastarfsemi" dugir ekki.
Árið 1988 var tóbaksframleiðsla
í heiminum 6 milljónir tonna þurr-
vigt. í dag er hún 7,9 milljónir og
Snorri
Ingimarsson.
Það er skondið, segir
Snorri Ingimarsson,
að Guðrún Helgadóttir
skuli snúast á sveif með
mesta auðvaldi heims,
tóbaksauðvaldinu.
búist er við að heimsframleiðslan
verði árið 2000 8,6 milljónir tonna
þurrvigt. Hlutfallslega verður
neysluaukningin mest í þróunar-
löndunum. Þangað beinum við of-
framleiðslunni í dag, Guðrún. Telur
þú að „yfirveguð upplýsingastarf-
semi“ í þróunarlöndunum geti
forðað þeim frá vandanum eins og
þú álítur að okkur dugi? Þessi lönd
eiga sér engin tóbaksvarnalög og
engin ákvæði um bann við tóbaks-
auglýsingum era þar í gildi. Þessi
lönd eru fátæk og berskjölduð. Oft
hafa þau vonda og spillta leiðtoga.
Möguleikar auðvaldsins eru miklir.
Leikur kattarins að músunum er
glannafenginn og háskalegur. Þú
ert í vondum félagsskap, Guðrún.
í álfunni okkar Evrópu deyr á
þjóðhátíðarárinu um 1 milljón
manna af völdum beinná og
óbeinna reykinga. Sjöfalt færri lát-
ast þar í umferðinni á sama tíma.
Færa má rök fyrir að samgöngur
séu nauðsyn. Reykingar era ekki
„ósiður“ eins og þú kýst að kalla
þær og var viðtekin málvenja fyrir
aðeins fáum áratugum. Reykingar
era dauðans alvara. Fer sem horf-
ir munu frá árinu 2025 tvær millj-
ónir manna látast árlega af völdum
reykinga í Evrópu einni. Á næsta
mannsaldri munu því rúmlega 50
milljónir manna deyja af völdum
reykinga í álfunni okkar. Ógnvæn-
leg tala og svo há að hún verður
okkur óraunveruleg. En hugleiðum
Guðrún, að allar þessar milljónir
fólks eru fæddar þegar þessi orð
eru skrifuð. Þetta eru börnin okkar
og bamaböm. Þetta er harmleikur,
harmleikurinn okkar, sem nú ráð-
um för.
Ef hér á landi væri mengandi
stóriðja og ylli dauða hundruða
íslendinga á ári hveiju þá mundi
í þér heyrast alþingismaður góður.
Nú vill svo til að hér á landi er
starfsemi með tugþúsundir kvenna
og karla við iðju sem heitir reyk-
ingar og það deyja hundrað íslend-
inga ár hvert fyrir vikið. Fyrir
þessa stóriðju ert þú búin að skipa
þig talsmann Guðrún. Afstaða þín
til þess „tóbaksvarnafrumvarps
sem lagt var fram á nýafstöðnu
þingi og er enn vitlausara en hin * 1
fyrri“ er mér áhyggjuefni. Ég heyri i
að þú sért góður rithöfundur efnis
fyrir börn. Á þeim vettvangi átt
þú heima.
Tími er kominn til að taka sjón-
aukann frá blinda auganu Guðrún.
Þú hefur ekki verið réttsýn. Þú
hefur ekki verið trúverðug í mál-
flutningi þínum. Hróp þín og skens
leysa engan vanda og vandann i
verðum við að horfast í augu við. }
Ekki börnin okkar og barnabörn.
Heill og hamingja fylgdu Þor- '
geiri Ljósvetningagoða forðum
undir feldinn. Enn í dag njóta ís-
lendingar vits þessa manns, sem
skar úr og afstýrði þingheimi að
beijast kristnitökuárið. Hann lagði
niður metnað sinn og trú fyrir
heill heildarinnar. Mættum við eiga
slíka skörunga á Alþingi íslend-
inga nú.
Farðu undir feldinn eða eld- )
vamateppi Guðrún og hugsaðu ráð (
þitt og okkar samferðamanna
þinna. Einn sið skulum vér hafa.
Höfundur er læknir og afi.
Betra húsaleigubótakerfi
HÉR í Morgunblaðinu hafa Björn
Bjamason alþingismaður og Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra skipst á skoðunum um
aðdraganda og lyktir þess að Al-
þingi samþykkti á síðustu dögum
þingsins lög um húsaleigubætur.
Þar kemur fram að samþykktin
gekk ekki þrautalaust. Margir al-
þingismenn gerðu alvarlegar at-
hugasemdir við lagaframvarpið og
töldu á því það stóra ágalla að úti-
lokað væri að samþykkja það án
veralegra breytinga. Ekki náðist
samstaða um breytingar á fram-
varpinu en til að koma í veg fyrir
að málið dagaði uppi, með alvarleg-
um afleiðingum fyrir stjórnarsam-
starfið, gaf ríkisstjórnin út yfirlýs-
ingu til að leysa málið. í yfírlýsing-
unni fellst, að nýsamþykkt lög um
Úr
glasfiber
Með
öllum
búnaði
£
D
\J
Z
Verð
6 metrakr. 24.450.-
7 metrakr. 26.670.-
8metrakr.28.820,-
TRANAVOG11
SÍMI682850
FAX 682856
<
ec
<
Z
\A
húsaleigubætur, með
gildistöku 1. janúar
1995, verði tekin til
endurskoðunar í sumar
og tillögur að breyting-
um lagðar fyrir Alþingi
næsta haust. Enga
brýna nauðsyn bar því
til að samþykkja lögin
nú í vor og litlar líkur
era til að þau taki
nokkru sinni gildi
óbreytt.
Athugasemdir
sambandsins
Samband íslenskra
sveitarfélaga og mörg sveitarfélög
hafa gert alvarlegar athugasemdir
við fjölmörg ákvæði nýsamþykktra
laga. Þar var m.a. bent á eftirfar-
andi:
1. Lögin gera ráð fyrir að komið
verði á nýju flóknu samstarfsverk-
efni ríkis og sveitarfélaga. Að und-
anfömu hefur markvisst verið unn-
ið að því að fækka slíkum sam-
starfsverkefnum ríkis og sveitarfé-
laga með góðum árangri. Nýtt sam-
starfsverkefni, með þeim hætti sem
lögin gera ráð fyrir, gengur þvert
á þá viðleitni.
2. Það hlutverk, sem sveitarfé-
lögunum og Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga er ætlað í lögunum varðandi
framkvæmd bótagreiðslna og end-
urgreiðslur til sveitarfélaga er allt
of viðamikið og kostnaðarsamt.
3 Húsaleigubótakerfið mun leiða
til veralegs kostnaðarauka fyrir
sveitarfélögin vegna umsjónar og
eftirlits og tímabundinnar fjár-
mögnunar á hlutdeild ríkisins í
húsaleigubótum.
4. Sveitarfélögin eiga að bera
alla ábyrgð á framkvæmd kerfisins.
Það er óeðlilegt fyrirkomulag, þar
sem ríkisvaldið setur reglurnar og
greiðir 60% kostnaðarins.
5. Félagsmálaráðherra setur
reglugerð á grundvelli laganna með
ákvæðum um útreikn-
ing og fjárhæð húsa-
leigubóta, sem sveitar-
félögin eiga síðan að
greiða að 40% hluta.
Með því er verulega
dregið úr sjálfsákvörð-
unarrétti og ákvarð-
anavaldi sveitar-
stjóma.
Samband íslenskra
sveitarfélaga gat aldr-
ei fallist á að sveitarfé-
lögin yrðu lögþvinguð
til að taka upp það
flókna og kostnaðars-
ama kerfí sem lögin
kveða á um. Það er því á valdi
hverrar einstakrar sveitarstjórnar
hvort húsaleigubætur, samkv. lög-
unum, verða greiddar til tekjulágra
leigjenda í sveitarfélaginu. Vegna
fjölmargra ágalla laganna era vera-
legar líkur á að sveitarfélögin vilji
standa utan við kerfið, sem leitt
gæti til veralegrar mismununar fyr-
ir leigjendur.
Tillaga sambandsins
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur ætíð lagt til, að húsaleigubæt-
ur ríkisins yrðu greiddar í gegnum
skattakerfið með líku fyrirkomulagi
og vaxtabætur til þeirra er búa í
eigin húsnæði. Með því fyrirkomu-
lagi öðluðust allir leigjendur, án til-
lits til búsetu, rétt til húsaleigubóta
eftir einföldum og samræmdum
reglum. Einu mótbárurnar við þeirri
aðferð voru þær, að húsaleigubætur
bærast seint til leigjenda. Ýmsar
leiðir eru til að draga úr þeim ágalla
ef vilji er fyrir hendi t.d. era barna-
bætur greiddar út á þriggja mánaða
fresti. Greiðsla húsaleigubóta í
gegnum skattakerfið leiðir til eðli-
legrar samsvörunar milli þeirra
tveggja endurgreiðslukerfa er ríkið
beitir til aðstoðar láglaunafólki
varðandi húsnæðismál og sveitarfé-
lögin væru ekki dregin til ábyrgðar
Þórður Skúlason
Samband íslenskra
sveitarfélaga hefur ætíð
lagt til að húsaleigubæt-
ur verði greiddar gegn-
um skattakerfið, segir
Þórður Skúlason, eða
með svipuðu sniði og
vaxtabætur til þeirra
sem búa í eigin hús-
næði.
á framkvæmd og fjármögnun ann-
ars þeirra. Sú leið er mun eðlilegri
i ljósi umræðunnar um hreinni
verkaskipti ríkis og sveitarfélaga
en það viðamikla kostnaðarskipt-
ingar- og endurgreiðslukerfi, sem
lögin gera ráð fyrir.
Mikilvæg viðhorfsbreyting
Þessum sjónarmiðum var komið
á framfæri strax í aðdraganda
málsins á fundum fulltrúa sam-
bandsins og félagsmálaráðherra.
Nægur tími var til að taka tillit til
þeirra athugasemda ef vilji hefði
verið fyrir hendi enda var aldrei
gert ráð fyrir að lög um húsaleigu-
bætur kæmu til framkvæmda fyrr
en um næstu áramót. Svo virðist
sem félagsmálaráðherra hafi af ein-
hveijum ástæðum tekið þá afstöðu
að Ieggjast gegn breytingartillögum
sambandins og sveitarfélaganna þó
margir alþingismenn tækju undir
sjónarmið þeirra. Af umfjöllun
málsins á Álþingi og yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar má á hinn bóginn
ráða, að vilji standi til þess að
breyta lögunum og koma til móts
við sjónarmið sveitarfélaganna með
samningu nýs lagafrumvarps sem
lagt verði fram á Alþingi í haust.
Væntanlega leiðir það til sinna-
skipta félagsmálaráðherra þannig
að um þetta mikilvæga hagsmuna-
mál leigjenda náist viðunandi og
víðtækt samkomulag. Slík viðhorfs-
breyting er mjög mikilvæg.
Frumkvæði sveitarfélaganna
Niðurgreiðsla á húsnæðiskostn-
aði tekjulágra leigjenda er í sjálfu
sér ekkert nýmæli á íslandi þó ríkis-
valdið hafi til þessa ekki sýnt neina
viðleitini í þá vera. í mörg ár hafa
sveitarfélögin greitt niður hús-
næðiskostnað tekjulágra leigjenda,
ýmist í formi húsaleigustyrkja eða
með útvegun á leiguhúsnæði með
niðurgreiddri húsaleigu. Þess háttar
aðstoð sveitarfélaganna nemur ár-
lega hundraðum milljóna króna.
Hana hafa sveitarfélögin veitt að
eigin framkvæði og á eigin forsend-
um og eftir þeim reglum er þau
móta hvert fyrir sig. Til þess hafa
þau nýtt sér sjálfsákvörðunarrétt
sinn án nokkurra fyrirmæla eða
afskipta ríkisvaldsins.
Nauðsynlegar breytingar
í grein í Morgunblaðinu 17. maí
sl. segir félagsmálaráðhera að for-
svarsmönnum Sambands íslenskra
sveitarfélaga hafí nær þvi tekist að
koma í veg fyrir þá kjarabót fyrir
leigjendur, sem lögin kveða á um.
Slík fullyrðing er fjarri öllu sanni.
Þó sambandið hafí gert fjölmargar
athugasemdir við ákvæði húsa-
leigulaganna og lagt fram tillögu
um annað fyrirkomulag hefur það
aldrei lagst gegn því að ríkið greiði
nú húsaleigubætur í fyrsta sinn.
Þvert á móti hefur sambandið bent
á miklu betri og einfaldari leið að
því marki en lögin gera ráð fyrir.
Mikilvægt er, að í sumar náist víð-
tæk samstaða um endurskoðun á
nýsamþykktum lögum um húsa-
leigubætur, til að tryggja markviss-
ari framkvæmd laganna eins og
segir í yfírlýsingu ríkisstjórnarinnar
í tengslum við samþykkt laganr.a.
Það er brýnt hagsmunamál fyrir
þá sem hafa lágar tekjur að komið
verði á betra húsaleigubótakerfi en
lögin gera ráð fyrir.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
i
\
í
I
i
i