Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 39
BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ
Úr vörn í sókn —
Akureyri betri bær
A ERFIÐLEIKA-
TÍMUM í efnahagslífi
okkar íslendinga hefur
rekstur sveitarfélaga
ekki verið nein undan-
tekning hvað varðar
þrengri efnahag. Afla-
samdráttur, atvinnu-
missir íbúanna og
minni ráðstöfunarfé
fólks dregur úr tekjum
sveitarfélaganna og
gerir þeim erfiðara um
vik að sinna sínu hlut-
verki. Þvi til viðbótar
hafa sveitarfélögin í
landinu og stjórnvöld
ekki ætíð verið sam-
mála um verkaskipt-
ingu og útgjöld sem verkefnunum
tengjast. Á þessu kjörtímabili hafa
skuldir sveitarfélaga hækkað. Eitt
af því sem veldur slíku er sú stað-
reynd að flest öll þeirra hafa verið
að leggja íjármuni til atvinnulífsins
í einni eða annarri mynd. Auknar
framkvæmdir, fleiri félagslegar
íbúðir, atvinnuátak, meiri íjárhags-
aðstoð, gjaldþrot fyrirtækja og fleiri
slík mái hafa gert það að verkum
að mörg sveitarfélög hafa ekki get-
að komið til móts við breytt ástand
öðruvísi en með lántökum. Slíkt
gengur að sjálfsögðu ekki til lengd-
ar og þeir sem telja að tímabundið
verði að gera slíkt, verða að átta
sig á því að sveitarfélögin í landinu
hafa verið að skuldsetja sig meira
og minna á þeim tímum sem taldir
hafa verið tímar góðæris og þola
því miður ekki meiri skuldir. Vaxta-
lækkun sú sem nú hefur orðið hef-
ur að sjálfsögðu jákvæð áhrif á
greiðslugetu sveitarfélaga sem ann-
arra og ætti þá að nota tækifærið
til að lækka skuldir í stað þess að
taka ný lán.
Bæjarstjóm Akureyrar setti sér
það markmið í upphafi þessa kjör-
Sigurður J.
Sigurðsson
tímabils að reyna að
lækka skuldir bæjarins.
Lán vegna félagslegra
íbúða voru þó undan-
skilin. Bæjarsjóður hef-
ur orðið fyrir gífurleg-
um áföllum vegna
gjaldþrota fyrirtækja,
svo sem Álafoss, Nið-
ursuðu K. Jónssonar,
ístess o.fl. Fjárhags-
áætlanir hafa gert ráð
fyrir niðurgreiðslu
skulda og þær hafa
staðist, en bæjarstjórn
hefur ekki treyst sér til
að skera niður þjónustu
og framkvæmdir til að
mæta þessum áföllum
og hefur því áhrifa gjaldþrotanna
gætt með þeim hætti að ekki hefur
tekist að lækka skuldir bæjarsjóðs.
Fjárhagsstaða
Akureyrarbæjar
Fjárhagsstaða Akureyrar er,
þrátt fyrir þessi áföll, traust og
veltufjárstaða góð. í gegnum Fram-
kvæmdasjóð bæjarins hefur tekist
að endurreisa fyrirtæki í bænum í
samstarfi við félög og einstaklinga
og skuldir hitaveitunnar hafa lækk-
að í erlendri mynt. Þetta er ekki
sjálfgefið, fremur en annað er að
sveitarstjórnarmálum snýr. Það
hefur tekist að halda þannig á fjár-
málum bæjarfélagsins að þau eru
í góðum farvegi og jafnframt hefur
tekist að sinna íjölmörgum fram-
faramálum og bæta þjónustu við
bæjarbúa. Á þennan hátt hefur tek-
ist að treysta framtíð bæjarins.
Verkin tala
Núverandi meirihluti í bæjar-
stjórn hefur m.a. komið eftirfarandi
verkefnum í framkvæmd:
* Húsnæðisskrifstofan, í sam-
Bæjarsjóður Akureyrar
hefur orðið fyrir stórum
áföllum vegna gjald-
þrota, segir Sigurður
J. Sigurðsson, en fjár-
hagsstaða hans er samt
traust og markmiðið er
að gera góðan bæ enn
betri.
vinnu við Húsnæðisstofnun, var
stofnsett.
* Akureyri gerðist aðili að Hér-
aðsnefnd Eyjaijarðar og Eyþingi
og Fjórðungssambandið var lagt
niður.
* Stofnað hefur verið byggða-
samlag um sorpeyðingu í Eyjafirði.
* Tvö sambýli fyrir aldraða hafa
verið tekin í notkun og félagsmið-
stöð í Víðilundi. Hverfisskrifstofur
fyrir heimilisþjónustu og heima-
hjúkrun opnaðar í Víðilundi og þjón-
ustukjarnanum Bjargi.
* Samstarf var gert við Félag
aldraðra um byggingu 70 íbúða við
Lindarsíðu og keypt húsnæði fyrir
félagsmiðstöð þar.
* Byggð var ný kennsluálma við
Síðuskóla og tveir áfangar við
Verkmenntaskólann. Miklar fram-
kvæmdir við lóðir skólanna og við-
hald bygginga hafa verið á kjör-
tímabilinu. Undirbúningur að Gilja-
skóla hafinn.
* Samningur var gerður við
stjórnvöld um nýtt stórhýsi við
Menntaskólann, sem byijað verður
á nú í vor og áframhaldandi fram-
kvæmdir við Verkmenntaskólann.
Samningurinn gildir til aldamóta
og er gert ráð fyrir á þeim tíma
verði byggðir um 5.800 fm við skóí-
ana báða.
* Samningur gerður við stjórn-
völd um byggingu nýrrar álmu við
FSA sem byijað verður á nú í vor.
Stærð byggingar liðlegar 3.000 fm.
* Samið var um kaup á húsunum
í Grófargili og Listasafnið opnað.
* Saga Akureyrar kom út, fyrsta
bindið og annað bindið kemur nú í
haust.
* Bæjarlistamaður var valinn í
fyrsta sinn er slíkt nú gert árlega.
* Afreks- og styrktarsjóður á
sviði íþrótta- og æskulýðsmála var
stofnaður og viðurkenningar veittar
á hveiju ári.
* Samningar við íþróttafélögin
um framkvæmdir á þeirra vegum
og stuðningur við íþróttir aukinn
og hefur aldrei verið meiri.
* Hafnar eru framkvæmdir við
endurbætur og nýframkvæmdir við
Sundlaug Akureyrar.
* Leikskólum hefur fjölgað og
þá um leið leikskólaplássum. Hafin
bygging leikskóla í Giljahverfi.
* Endurskoðað Aðalskipulag var
staðfest og deiliskipulagi Gilja-
hverfis og iðnaðarhverfis í Krossa-
neshaga lokið. Nýtt skipulag
göngu-, hjól- og reiðvega er tilbúið
og undirbúningur skipulags
Naustahverfis hafinn.
* Mikið átak hefur verið gert í
umhverfismálum og setur Náttúru-
fræðistofnunar íslands opnað.
* Nýtt fráveitukerfi hannað og
framkvæmdir hafnar.
* Nýju leiðakerfi strætisvagna
komið í notkun og strætisvögnum
fjölgað.
* Miklar framkvæmdir á sviði
hafnarmála og undirbúningur flot-
kvíar hafinn.
* Rafveita Akureyrar hefur stór-
aukið markaðshlutdeild raforku til
iðnaðar og treyst rekstraröryggfy.
með nýjum spennum í aðveitustöðv-
um og breytingu á bæjarkerfinu
úr 6 kV í 11 kV.
* Hitaveita og Vatnsveita sam-
einuð í eitt fyrirtæki.
* Hitaveita hefur lækkað gjald-
skrá sína, lækkað skuldir og fram-
kvæmdir við nýja aðveituæð frá
Laugalandi á Þelamörk eru hafnar.
* Stutt hefur verið við uppbygg-
ingu Háskólans á Akureyri m.a.
með þátttöku í byggingu stúdenta-
garða.
Að framansögðu má sjá að ötu-
lega hefur verið unnið að eflingu
bæjarins, þrátt fyrir erfiðleika í at-
vinnumálum og hafa þessar miklu
framkvæmdir enn aukið á mögu--
leika okkar bæjar.
Við sjálfstæðismenn teljum að
nú sé að skapast svigrúm til að
snúa vörn í sókn á sviði atvinnu-
mála og viljum að bæjarfélagið taki
virkan þátt í því átaki svo hægt
verði að veita fleirum atvinnu,
skapa grundvöll fyrir áframhald-
andi vexti bæjarins og auka hag-
sæld þeirra sem hér búa.
Höfundur er núverandi forseti
bæjarstjórnar Akureyrar og
skipar efsta sæti á D-Iista þar í bæ.
Seltjarnarnesið er mjög
nútímalegt bæjarfélag
í MORGUNBLAÐ-
INU 18. maí sl. fellur
Jón Sigurðsson, sem
skipar 5. sæti D-lista á
Seltjarnarnesi, í þá
gryfju að fara rangt
með fjárhagsstöðu Sel-
tjamamesbæjar. Jón
segir: „Um áramótin
1993/1994 voru skuld-
ir umfram peningaeign
pr. íbúa um 35.000 kr.“
Hið rétta er, eins og
ársreikningur bæjarins
1993 sýnir á bls. 14,
að skuldir umfram
eignir á íbúa em
54.000 kr.
Þegar gripið er til rangfærslna í
kosningabaráttu ber það ekki vott
um góða málefnastöðu. Fjárhags-
Rangfærslur í kosn-
ingabaráttu, segir Siv
Friðleifsdóttir, bera
ekki vott um góða mál-
efnastöðu.
staða Seltjamarnesbæjar hefur ver-
ið slík að í árslok 1992 Var bærinn
meðal 10 skuldsettustu kaupstaða
landsins og komin að hættumörkum
í þeim efnum.
Skatttekjur á hvern íbúa á Sel-
tjarnamess' eru, meðal sambæri-
legra sveitarfélaga, hæstar árið
1993 samkvæmt Ár-
bók sveitarfélaga. í
ársreikningi 1993 eru
þær 93.000 kr. á íbúa.
Þrátt fyrir háar skatt-
tekjur hefur bæjar-
sjóður ekki staðið vel.
Vert er að minna á
að Magnús Erlends-
son, fyrrverandi for-
seti bæjarstjórnar D-
listans skrifar á kjör-
tímabilinu í blaðagrein
um ljárhagsstöðu bæj-
arins: „Fjármálin hjá
bænum hafa farið úr
böndum." Guðmar
Marelsson skoðunar-
maður ársreikninga kjörinn af D-
lista gerir þá skriflegu athugasemd
við undirritun ársreikninga bæjar-
ins 1993 að „athuga ætti að lækka
hlutfall skulda bæjarsjóðs hraðar
og stofna ekki til skulda umfram
það sem nú er.“ Telur Jón að sam-
herjar hans fari rangt með? Túlkar
Jón framangreindar tilvitnanir sem
gæðastimpil á stöðu bæjarsjóðs?
Að lokum skal því komið á fram-
færi að með undirritun ársreikninga
emm við í minnihluta bæjarstjómar
að sjálfsögðu ekki að leggja blessun
okkar yfir slaka fjármálastjórn
bæjarins heldur að staðfesta það
mat að ársreikningurinn sé rétt
færður.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
skipar 1. sæti á N-Iista
Bæjarmálafélags Scltjarnarncss.
Á RÖSKUM tveimur
áratugum hefur Sel-
tjarnarnes breyst úr
fámennu strjálbýli í eitt
nútímalegasta bæjarfé-
lag íslands. Allan þann
tíma hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn verið í for-
ystu, leitt uppbygging-
una og framfarirnar.
Búið er að byggja skól-
ana, félagsheimili,
íþróttahús, sundlaug,
kirkju, heilsugæslu-
stöð, verndaðar íbúðir
aldraðra, verslunarmið-
stöð og önnur þau
mannvirki sem nauð-
synleg eru framfaras-
innuðu nútímlegu bæjarfélagi.
Fasteignaverð á Nesinu er með því
hæsta sem gerist og sýnir það
hversu eftirsóknarvert fólki finnst
að búa þar. Samhliðáþess eru opin-
berar álögur með því lægsta sem
þekkist á öllu landinu.
Á næstu árum stefnir sjálfstæðis-
fólk markvisst að því að snyrta og
fegra bæinn í kjölfar uppbyggingar-
innar. Gengið verður frá útivistar-
og íþróttasvæðum. Vestursvæði
Nessins verður friðað til framtíðar.
Lokið verður við stækkun Mýrar-
húsa- og Valhúsaskóla. Byggður
verður enn einn leikskólinn og verið
er að byggja nýjar íbúðir fyrir aldr-
aða. Vistgötum verður ijölgað, unn-
ið verður við stígagerð meðfram
sjónum umhverfis Nesið og það
tengt göngustígum höfuðborgar-
innar sem liggja eiga upp í Heið-
mörk.
Á Nesinu er öflugt æskulýðs- og
íþróttalíf og hefur meirihluti sjálf-
stæðisfólks ætíð stutt dyggilega við
bakið á íþróttafélaginu Gróttu.
Smábátahöfn bæjarins' er að taka
á sig lokamynd og þar
verður litríkt mannlíf í
kringum trillurnar og
skemmtibátana. Bær-
inn er að eignast eyj-
una Gróttu og þar
verður hafist handa við
að endurbyggja vita-
varðarbæinn og skapa
ómetanlegt útivistar-
og náttúrulífssvæði.
Samkeppni arkitekta
um skipulag vestur-
svæðanna er í gangi
og mun verða unnið
úr bestu hugmyndun-
um á komandi árum.
Markvisst verður
unnið að því að treysta
verslun og þjónustu á Nesinu, sem
samhliða mun fjölga störfum í bæj-
arfélaginu. Það þarf að laða að enn
fleiri smá- og meðalstór fyrirtæki
á sviði verslunar, þjónustu og heil-
sugæslu, svo að dæmi séu nefnd.
Haldið verður áfram að bæta
þjónustu við eldri borgarana, en
talsvert héfur áunnist á því sviði
undanfarin ár. Nauðsynlegt er að
skapa eins góða aðstöðu og kostur
gefst, til að gera eldra fólkinu kleift
að búa heima hjá sér eins lengi og
það óskar sjálft. Á næsta kjörtíma-
bili þarf að skoða vandlega alla
kosti og framfarir í umönnun, eftir-
liti og þjónustu við eldri borgarana.
Dagvistun og leikskólamál eru
mjög góð á Nesinu, en stefna ber
að því að gera enn betur á því sviði.
Seltirningar hafa ætíð borið hag
barna sinna fyrir bijósti og verður
þar engin breyting á. Það er kapps-
mál okkar að búa æsku Nessins sem
best undir lífið og tilveruna.
Sjálfstæðismenn munu áfram
standa vörð um hátt fasteignaverð
á Nesinu, með því að gera bæinn
Sjálfstæðisflokkurinn er
eini stjórnmálaflokkur-
inn, segir Jón Hákon
Magnússon, sem býður
fram sjálfstæðan lista
til bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness og þorir að
standa og falla með
stefnu sinni.
enn eftirsóknarverðari til búsetu. í
fasteign eiga flestar fjölskyldur sinn
eina varasjóð, sem gripa má til ef
eitthvað bjátar á eða sem ellisjóð,
þegar ævistarfi lýkur og tímabært.
er að minnka við sig.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn sem býður
fram sjálfstæðan lista til bæjar-
stjórnar og þorir að standa og falla
með stefnu sinni, sem er skýr og
markviss. Hinn listinn sem er í boði
er fjórflokkabandalag í felulitum,
sem fátt hefur fram að færa og
býður því aðeins upp á málefna-
snauða samsuðu fjögurra ólíkra
stjórnmálastefna.
Seltjarnarnesbær er talandi
dæmi um farsæla forystu sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn. Þá sögu
þekkja Seltirningar og þess vegna
eiga þeir að hafna ómarkvissum og
bragðdaufum yfirboðum vinstri
manna í kosningunum nk. laugar-
dag. X-D tryggir farsæla bæjar-
stjórn sjálfstæðisfólks á Nesinu.
Höfundur skipar 2. sætið á lista
sjálfstæðisfólks á Scltjarnamesi.
Rangfærslur
Jóns leiðréttar
Siv Friðleifsdóttir.
Jón Hákon
Magnússon