Morgunblaðið - 02.06.1994, Side 1

Morgunblaðið - 02.06.1994, Side 1
80 SÍÐUR B/C 122. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Á flótta með son og sveðju TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) í Rúanda sagðist í gær vonast til að SÞ hæfu fljót- lega að flytja flóttamenn frá landinu að nýju en aðgerðum var hætt á þriðjudagskvöld eft- ir að friðargæsluliði féll í sprengjuárás uppreisnar- manna. SÞ hittu fulltrúa upp- reisnarmanna, sem flestir eru af tútsí-ættbálki, í gær og neit- uðu þeir að hafa skotið viljandi á friðargæsluliðana. Sagði tals- maðurinn að um leið og að ör- yggi gæslusveitanna hefði verið tryggt enn frekar hæfu her- menn SÞ störf að nýju og bjóst hann jafnvel við því að það yrði í dag. Þá lagði hann mikla áherslu að fjölgað yrði í sveit- um SÞ í landinu. Kanadamenn ákváðu í gær að senda 300 frið- argæsluliða til Rúanda til við- bótar þeim 470 sem eru þar. Mikill straumur flóttamanna af hútú-ættbálki er nú frá Kigali, höfuðborg Rúanda, og voru þessir fegðar þeirra á meðal. Stjórnarherinn, sem að mestu er skipaður hútúum, verst sunnan við Kigali og sögðu full- trúar SÞ að uppreisnarmenn sæktu mjög á í bardögum við stjórnarherinn. Reuter Róttæk OECD-skýrsla um atvinnuleysi Auka þarf frelsi á vinnumarkaði Verkamannaflokkurinn í Bretlandi Fullvíst talið að Blair verði næsti flokksformaður London. Reuter. HELSTI keppinautur Tonys Blairs um leiðtogaembætti Verka- mannaflokksins, Gordon Brown, lýsti því yfir í gær að hann hygð- ist draga sig út úr baráttunni. Þar með þykir fullvíst að Blair, sem er 44 ára og fyrrverandi lögmaður, verði formaður flokksins. Jemen Orrustan um Aden harðnar Aden. Reuter. HERINN í Suður-Jemen vann að því í gær að styrkja varnirnar umhverfis Adenborg en búist er við, að hersveitir stjórnarinnar í Norður-Jemen geri brátt úrslitatil- raun til að ná henni á sitt vald. Voru harðir bardagar á öllum víg- stöðvum við borgina. Flugherir beggja jemensku ríkj- anna létu mjög til sín taka í átök- unum í gær og norðanmenn skutu þremur flugskeytum á Aden. Lenti eitt þeirra á flugvellinum í borg- inni en olli engum skemmdum að sögn sunnanmanna. Svöruðu þeir fyrir sig með því að skjóta flug- skeytum á liðsafnað norðan- manna. SÞ hvetja til vopnahlés Öi-yggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær ályktun þar sem hvatt er til tafarlauss vopna- hlés í stríðinu í Jemen og skorað á fulltrúa landshlutanna að semja um frið. Kvaðst Brown, sem er talsmaður Verkamanna- flokksins í fjár- málum, styðja Blair í formanns- kosningunum, sem verða í júní en formaður flokksins, John Smith, lést úr hjartaáfalli 12. maí sl. Með þessu dregur Brown mjög úr frama- vonum sínum innan flokksins og færir pólitíska fórn sem verður líklega. til þess að koma í veg n • i Blair fynr langa og rown hatramma bar- áttu um formannsembættið. í yfir- lýsingu sinni sagði Brown að hann hvetti Blair til að bjóða sig fram og að hann hefði stuðning sinn til að verða formaður og forsætisráðherra landsins. Blair og Brown eru gamlir vinir og með þessu er talið að kom- ið sé í veg fyrir að aðrir frambjóðend- ur geti skákað Blair í kapphlaupinu um embættið. Framboðsfrestur til formannsembættisins er til 10. júní. Auk Blairs þykir líklegt að John Prescott, talsmaður flokksins í at- vinnumálum, Robin Cook, talsmaður hans í iðnaðarmáium, og Jack Cunn- ingham, talsmaður hans í utanríkis- málum, hyggi á framboð. Sam- kvæmt skoðanakönnunum njóta þeir umtalsvert minna fylgis en Blair og Brown. Talið nauðsynlegt að lækka lág- markslaun og atvimluleysisbætur LÆGRI lágmarkslaun og lægri atvinnuleysísbætur eru meðal þeirra ráða, sem ríku iðnþjóðirnar eru hvattar til að grípa til í baráttunni gegn atvinnu- leysinu. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá OECD, Efnahags- og fram- farastofnunmni, þar sem lagðar eru ti atvinnu- og þjóðfélagsmálum en áður í skýrslunni, sem International Herald Tribune greindi frá í gær, er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda velferðarkerfinu og skýrt tekið fram, að tillögurnar eigi ekki jafnt við um öll aðildarríki OECD, 25 að tölu. Almennt er þó lagt til, að fijálsræði á vinnumarkaði verði aukið og fyrirtækjum gert auðveld- ara að fækka og fjölga starfsfólki. Er því haldið fram, að ósveigjanleg- ar reglur um þessi efni séu ein af ástæðum þess, að 35 milijónir manna hafi ekki atvinnu í OECD-ríkjunum. Paye-skýrslan, kennd við Jean- Claude Paye, framkvæmdastjóra OECD, hefur verið tvö ár í vinnslu en verður lögð fram á ársfundi stofn- róttækan raðstafamr í efnahags-, hafa komið fram. unarinnar í París í næstu viku. Fylg- ir henni sérskýrsla um efnahagsmál þar sem sagt er, að svigrúm sé til enn meiri vaxtalækkana í Evrópu. Lagt er til, að heimiit verði að greiða lægri lágmarkslaun en nú er, þar sem núgildandi lög um þau komi víða í veg fyrir að ungt fólk sé ráð- ið til starfa og hvatt er til endurskoð- unar á atvinnuleysisbótakerfinu. Lækka verði bætur í ríkjum þar sem þær eru svo háar, að þær letja fólk en hvetja ekki til að leita sér vinnu. Að auki er lagt til, að vinnutíminn verði sveigjanlegri; skriffinnska í kringum atvinnurekstur minnkuð og áhersla á menntunar- og starfsþjálf- unarnámskeið aukin. Hátíðahöldin undirbúin UNDIRBÚNINGUR er langt á veg kominn fyrir hátíðahöld í Frakklandi í tilefni þess að á mánu- dag verður hálf öld liðin frá D-deginum svokall- aða, innrás bandamanna í Normandí í Frakklandi. Þjóðhöfðingjar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, hermenn sem tóku þátt í innrásinni auk fjölda gesta munu sækja Normandí heim. Þá verður þúsundum gamalla farartækja úr heijum bandamanna ekið um götur bæja og borga í ná- grenninu en meðal þeirra er þessi herjeppi í eigu Bandaríkjamannanna fjögurra á myndinni. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um framkvæmd hátíðahald- anna og hafa bæði Rússar og Danir mótmælt því að þeiin hafi ekki verið boðið að vera viðstaddir þau. Hyggjast danskir uppgjafarhermenn standa fyrir eigin minningarathöfn á þeim hluta strandar- innar í Normandí sem bandamenn nefndu Utah, en um 800 danskir sjómenn, flestir í breska sjó- Iiernum, tóku þátt. i innrásinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.