Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 12

Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samkomulag milli framsóknar og krata um myndun meirihluta í bæjarstjóm Vona að fólk taki eftir breytingum „ÉG VONA að fólk taki fljótt eftir því að nýr meirihluti er að taka við,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, en skrifað hefur verið undir samkomu- lag um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar næsta kjör- tímabil milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Fulltrúar fyrrnefnda flokksins eru fimm talsins en Al- þýðuflokkurinn fékk einn mann kjörinn í bæjarstjóm í kosningunum síðasta laugardag. Málefnasamningur ófrágenginn í samkomulagi flokkanna felst að Jakob Björnsson verður bæjarstjóri en hann skipaði fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins. Málefna- samningur fiokkanna byggist á stefnuskrám þeirra en Gísli Bragi sagði að enn ætti eftir að vinna betur að ýmsum málum og yrði samningurinn því kynntur síðar en vonast er til að hægt verði að bera hann upp á félagsfundi í flokkunum fljótlega. Nýi meirihlutinn tekur við völdum í bæjarstjórn á fundi 14. júní næst- komandi og þá mun Halldór Jóns- son, sem verið hefur bæjarstjóri síð- asta kjörtímabil, láta af því starfí en hann tekur síðar í sumar við fyrra starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandaiags, sem mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, verða í minnihluta á því næsta. „Mér líst ágætlega á þetta sam- starf,“ sagði Gísli Bragi og kvaðst ekki óttast að verða undir einn á móti fimm þungavigtarmönnum í Framsóknarflokknum. „Ég tel að ég megi ágætlega við minn hlut una.“ Hann sagði að í fyrsta lagi fengi flokkurinn nú menn í nefndir og ráð bæjarins sem væru umskipti frá því sem var „við erum komin í þá stöðu að geta haft áhrif og það er Ijóst að staðan er sterkari þegar flokkurinn á einn mann í meirihluta en minnihluta og við eigum þar af leiðandi þátt í að taka ákvarðanir". Gísli Bragi taldi að með því að ráða pólitískan bæjarstjóra væri stigið skref sem ekki yrði stigið til baka aftur. „Með þessu er pólitíkin komin á aðra braut en verið hefur og það er mín hjartans sannfæring að svona eigi þetta að vera. Fólk veit þá fyrirfram hver það er sem mun stýra.“ Ýmislegt hægt að gera Gísli Bragi sagði að íjárhags- áætlun þessa árs væri bundin, þannig að nýjar áherslur kæmu betur í ljós við gerð þeirrar næstu. Þá benti hann á að um 70% af tekj- um bæjarins væru bundnar í rekstri og einnig þyrfti nýr meirihluti að standa áfram við samninga sem gerðir hefðu verið í tengslum við þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir bæjarins. „En það er ýmislegt hægt að gera og ég vona að bæjarbúar taki eftir að nýr meiri- hluti sest brátt í stólana." Trygga læknis- þjónustu á úthafinu „SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélag Norðlendinga skorar á sjávarútvegs- ráðherra að beita sér fyrir því að íslenska úthafsveiðiflotanum verði tryggð læknisþjónusta á miðunum á þeim tímum sem úthafsvertíðin stendur," segir í áskorun frá félaginu sem samþykkt var fyrir skömmu, en einnig lýsir stjórn félagsins því yfir að hún sé reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld varðandi útfærslu þessa mikilvæga öryggsmáls sjómanna. Fram kemur í áskoruninni að á úthafskarfamiðunum suður af land- inu séu á tímabilinu mars til ágúst um 12-15 íslensk skip á veiðum í einu og fari þeim ljölgandi ár frá ári með aukinni sókn og megi því áætla að um 400 íslenskir sjómenn séu stöðugt á þessum slóðum. Hættuleg störf „Taka verður tillit til þess að þar eru að störfum sjómenn við erfið og hættuleg- störf þannig að ætla má að þörf fyrir læknisþjónustu sé mun meiri en fyrir samsvarandi hóp að störfum í landi,“ segir í áskorun fé- lagins til sjávarútvegsráðherra og einnig er þar tekið fram að sömu sjónarmið eigi við um svokallaðar smuguveiðar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hráslagalegt fyrsta veiðidaginn HELDIJR var hráslagalegt um að litast þegar fyrstu veiðimenn- irnir mættu við opnun efsta svæðis í Laxá í gærmorgun og hitinn ekki nema rétt um 2 stig. Hinir áköfu veiðimenn létu sig það ekki miklu skipta. Jón Ey- fjörð frá Akureyri var mættur í Geirastaðaskurð við Mývatn í býtið í gærmorgun og var búinn að fá einn urriða þegar ljósmynd- ari heimsótti hann við ána. fluqfélaq noróurlancfs Iif SÍMAR 96-12100 «g 02-11353 Sextíu ár frá Dalvíkurskjálftanum Sýning í máli og myndum í sumar SEXTÍU ár eru í dag, 2. júní, frá því mikill jarðskjálfti reið yfir Norður- land en áhrif hans voru mest á Dalvík og skjálftinn gjarnan kenndur við bæinn. Skjálftinn byijaði kl. 12.43 og á þeim tíma verður opnuð sýningin Dalvíkurskjálftinn 1934 í Ráðhúsi Dalvíkur. Jarðskjálftans varð víða vart en áhrifin urðu mest við utanverðan Eyjafjörð og þá sýnu mesti á Dalvík og í Svarfaðardal enda upptökin tal- in vera milli Dalvíkur og Hríseyjar. Á Dalvík og á Upsaströnd varð 51 íbúðarhús óíbúðarhæft eftir skjálft- ann, þar af urðu 18 gjörsamlega ónýt. Ekki var byijað að mæla styrk skjálfta á Richter-kvarða á þessum tíma en talið er að hann hafi verið um sex og kvart á Richter. Ekki urðu teljandi slys á fólki í þessum hamförum á Dalvík en flestir voru heima við um hádegisbilið er skjálft- inn varð. Húsnæðislaust fólk lét fyrirberast í tjöldum. Brátt tóku gjafir og hjálp- argögn að berast hvaðanæva af landinu og öflugt hjálparstarf hófst strax eftir skjálftann undir stjórn svokallaðrar jarðskjálftánefndar. Sýning í sumar í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá þessum atburði verður í dag, fimmtudaginn 2. júní kl. 12.43, opnuð sýningin Dalvíkurskjálftinn 1934. Sýningin sem er í máli og myndum verður opnuð á efstu hæð Ráðhúss- ins. í kvöld kl. 20.30 hefst síðan hátíðardagskrá á sama stað, en þar flytja ávörp Sigurveig Sigurðardóttir, Hjörtur Þráinsson og Bjarki Elísson. Sýningin verður opin í sumar eða fram til 4. ágúst næstkomandi og er opin daglega frá kl. 13.00 til 17.00. Heilsu- hlaup á laugardag HEILSUHLAUP Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis verður næsta laugardag, 4. júní. Á Akureyri hefst hlaupið kl. 12. 00 á hádegi við Dynheima og lýkur þar einnig, en skráning er frá kl. 10.30 til 11.45. Lúðra- sveit Akureyrar leikur áður en lagt er af stað undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Hlaupið verður frá Dynheimum, suður Hafnar- stræti og Aðalstræti austur Duggufjöru og norður Drottn- ingarbraut að Dynheimum. í Ólafsfirði hefst hlaupið á sama tíma og er skráning frá kl. 11.00 til 11.45. Hlaupið verð- ur frá gagnfræðaskóla, vestur Bylgjubyggð, norður Ægisgötu og yfir í Kleifarhorn til baka að gagnfræðaskóla. A Grenivík hefst hlaupið við Kaupfélagsplanið kl. 14.00 og lýkur þar einnig, en hlaupið. verður frá planinu svokallaðan stóra hring. Skráning fer fram frá kl. 13.00 til 13.55. Allur ferðamáti er leyfilegur. Heilsuhlaup verða í Grímsey og á Dalvík síðar í sumar. Forða vélum frá tjóni SAMTÖK búvélasafnara við Eyjaljörð eru að taka á leigu loðdýrahús sem. þau ætla að nota til að vernda tæki fyrir veðurskemmdum, en fyrirhugað er að félagsmenn fari um í sum- ar og komi helstu og verðmæt- ustu tækjunum undir þak í sum- ar eða haust. Treglega hefur gengið að út- vega íjármagn til þessara að- gerða en þó hefur Menningar- sjóður KEÁ og Búnaðarsamband Eyjaijarðar veitt samtökunum flárhagslegan stuðning. Samtökin voru stofnuð í febr- úar í fyrra og er tilgangurinn að safna, gera við og varðveita hvers konar gamlar búvélar og tæki og stuðla að samstarfi fé- lagsmanna um viðgerðir og varðveislu þeirra, en félagsmenn vilja einnig vinna að almennri umræðu um gildi þess að verk- þekking feðra okkar og forfeðra glatist ekki. Börnum at- vinnulausra boðið í sum- arbúðir LIONSKLÚBBURINN Hæng- ur ætlar í sumar að veita styrki til 20 barna sem áhuga hafa á vikudvöl í sumarbúðum KFUM og KFUK að Hólavatni í Eyja- firði. Styrkirnir eru ætlaðir börnum foreldra eða forráða- manna sem misst hafa atvinnu á Akureyri á síðastliðnum miss- erum. Sumarbúðirnar eru ætlaðar drengjum og stúlkum átta ára og eldri, en þær eru í innanverð- um Eyjafirði og hefur vatnið upp á marga kosti að bjóða en þá stendur börnunum iíka til boða að heimsækja bóndabæ og kynnast störfum þar. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér styrki Hængsmanna eru beðnir að senda séra Þór- halli Höskuldssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju umsókn þess efnis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.