Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
4
IMEYTENDUR
Uppskriftir
T ilvalinn
helgarmatur
Óli Olesen matreiðslumeistari ætlar að gefa lesendum uppskrift
að þessu sinni. Hann eldaði fyrir okkur þurrkryddaðan lambainn-
anlærisvöðva og léttreykt rauðvínslambalæri.
Þurrkryddaður
lambainnanlærisvöðvi með
rauðvínssósu
Steikið kjötið í ofni við hundrað
gráðu hita í um það bil 50 minút-
ur. Farið með kjarnhita í fimmtíu
og sex gráður og gott er að grilla
vöðvann á útigrilli.
SÓSA:
kjötsoð
lórviðarlouf
timian
tómatkraftur
smjörbolla úr hveiti og smjörlíki
laukur
smjör
rauóvín
sósulitur
____________kglt smjör______
Sjóðið kjötsoð, lárviðarlauf,
timian og tómatmauk í tíu mínút-
ur. Takið pottinn af og bakið upp
sósu með smjörbollu. Saxið lauk
og brúnið í smjöri. Þegar laukur-
inn er orðinn ljósbrúnn hellið þá
rauðvíni út í og látið sjóða niður.
Sigtið sósuna út í og litið eftir
smekk. Kalda smjörinu hrært ró-
lega í sósuna og má ekki sjóða
eftir að það er gert.
Berið fram með grænu salati,
gulrótum og steiktum smákartöfl-
um.
Ofnsteikt léttreykt
rauðvínslambalæri meö
gráðostasósu
Steikið lærið í ofni við hundrað
og tuttugu gráður í um það bil
tvær klukkustundir. Hiti í kjarna
þarf að fara í 63 gráður. Hentar
líka vel á grillið.
SÓSA
'k I soð af kjöti
'k I mjólk
'k I rjómi
Ofnsteikt léttreykt rauðvíns-
lambalæri með gráðostasósu.
kjötkraftur
graenmetiskraftur
pipar
80 g gróðostur
40 g smjörlíki
____________40 g hveiti___________
Bræðið smjörlíki í potti og hrærið
hveitinu saman við. Setjið síðan
soðið, mjólkina og ijómann út í
ásamt pipar og kjöt- og græn-
metiskrafti. Hrærið vel í og látið
sjóða í tvær mínútur. Takið pott-
inn af hellunni og myljið ostinn
útí. Þeytið vel saman. Rauðvíns-
lærið er ekki síðra kalt en heitt.
Berið fram með soðnu blómkáli,
gulrófum með selleríi og stein-
seljukartöflum.
Morgunblaðið/grg
Þurrkryddaður lambainnan
lærisvöðvi með rauðvínssósu.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Gunnar Malmfors sýnir notkun
nýja lambaflokkunartækisins.
Ný tækni
við flokkun
lambakjöts
Selfossi - NÝ aðferð við flokkun
lamba- eða kindaskrokka í fitu- og
gæðaflokka var kynnt í sláturhúsi
Sláturfélags Suðurlands 30. maí. Um
er að ræða nýja matsaðferð sem
gerð er með rafeindatæki sem stung-
ið er á milli 10. og 11. rifs á lamba-
skrokknum. Mælingar sýna að gott
samhengi er milli þykktar vefjanna
þar og heildar fituinnihalds skrokks-
ins.
Mælingin er framkvæmd með því
að nema tækisins er stungið í gegn-
um vefinn milli 10. og 11. rifbeins.
Þykkt veljarins í millimetrum birtist
síðan á skjá sem er á tækinu.
Það var Gunnar Malmfors frá kjöt-
vísindadeild landbúnaðarháskólans í
Stokkhólmi sem kynnti tækið og
möguleika þess. Tækið gefur mögu-
leika á mun nákvæmari flokkun á
lambaskrokkum. Hægt verður að
bjóða kjöt í stöðluðum flokkum þar
sem vitað er af nákvæmni um gæði
hvers flokks. Slíkir staðlaðir flokkar
auðvelda útflutning þar sem gerðar
eru kröfur um að ákveðinn fjöldi
gæðaflokka sé fyrir hendi.
jl
,(
(
(
!(
i
1«
i
i
(
(
i i
i
i
Vikutilboð í
Nóatúnsbúðunum
Verö kr.
799,-
kr/pk.
OATUN
Nóatúni 17, Rofabæ 39, Laugavegi 116, Hringbraut 121,
Hamraborg, Furugrund 3, Þverholti 6.
.ií3Gfi i (>'t£nmob\m quBldpnBl
Þörungasnakk
og rækjukavíar
RANN SÓKNASTOFNUN fiskiðn-
aðarins (RF) var með sýningu á
ýmsum vöruþróunarverkefnum sem
þeir hafa verið
verðmæt kavíarafurð unnin úr mar-
hænuhrognum (sea-hen-roses). Af-
urðin var þróuð í samvinnu við
Landssamband
að þróa í sam-
vinnu við fyrir-
tæki í landinu.
Oft er um að
ræða samstarf
RF við nokkur
fyrirtæki og
verkskipting þá
töluverð. Stofn-
unin sér um
upphafsþróun
vöru, upp-
skriftaþróun,
val á heppileg-
um aukaefnum,
umbúðir og
geymsluþolsat-
huganir. Fyrir-
tækin sjá hinsvegar oft um markaðs-
rannsóknir/markaðsfærslu og fram-
leiðslu nýju afurðarinnar.
Það sem hefur einkennt vöruþró-
unarverkefni Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins er áhersla á fiskmeti,
sérstaklega vannýtt fiskmeti og
áhersla á að þær afurðir séu mark-
aðshæfar erlendis.
smábátaeig-
anda. Cavka
hefur fengið
góðar viðtökur
erlendis og nú
er verið að
markaðssetja
hann í Banda-
ríkjunum og
Evrópu.
Laxakavíar
Morgunblaðið/Emilía
Rósa Sveinsdóttir, Guðmundur
Stefánsson og ólöf Hafsteins-
dóttir hjá Rf með nokkur sýnis-
horn af vöruþróunarverkefnum
Fiskpaté úr fiskmarningi
og fleiru
Meðal vöruþróunarverkefna sem
voru til sýnis í Digraneskóla var
fiskpaté sem fyrirtækið íslenskt-
franskt eldhús hefur þróað í sam-
vinnu við RF. Afurðirnar eru að
miklu leyti unnar úr vannýttu sjáv-
arfangi s.s. fiskmarningi sem í er
bætt s.s. laxi, rækju, humri, krabba-
kjöti og grænmeti. Afurðirnar eru
nú orðnar verðmiklar útflutningsaf-
urðir og eykst verðgildi grunnhrá-
efnisins sexfalt við paté-gerðina.
Þörungasnakk
* '$■& « T9 a 4 í- í
Kavíar úr marhænuhrognum
Þá var Cavka kynnt sem er ný
I
- I
[I
I
Laxakavíar
hefur verið þró-
aður í samvinnu
RF við laxeldis-
fyrirtæki og Út-
flutningsráð.
Varan er unnin úr ferskum laxa-
hrognum og er fyrirhugað að hefja
markaðssetningu innanlands síðar á
þessu ári og útflutning í framhaldi
af því.
Blágrænn rækjukavíar
Rækjukavíar hefur verið þróaður
í samvinnu við rækjuverksmiðjur í
landinu. Afurðin er unnin úr ferskum
rækjuhrognum. Verið er að kanna
markaði fyrir þessa nýju afurð.
Háfur
(
(
Háfur eða svokallaður „Schiller"
lokkur er vannýttur við landið og
er RF að hefja þróun á afurðum úr
háfi.
Þörungasnakk er unnið úr beltis-
þara. Þörungarnir eru vannýtt auð-
lind við íslandsstrendur og er Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins í sam-
vinnu við kínverska aðila að athuga
bætta nýtingu á þessari auðlind.
li